Mannúðaraðstoð af hálfu stjórnvalda nýtur stuðnings 90% þjóðarinnar Heimsljós 14. apríl 2020 11:16 Gunnisal Stuðningur við mannúðaraðstoð af hálfu íslenskra stjórnvalda hefur aukist um rúmlega sex prósentustig milli ára. Samkvæmt nýrri könnun fyrir utanríkisráðuneytið telja rúmlega níu af hverjum tíu Íslendingum (90,3%) mjög eða fremur mikilvægt að íslensk stjórnvöld veiti mannúðaraðstoð. Innan við tvö prósent (1,6%) telja það alls ekki mikilvægt. Könnunin leiðir í ljós að sex af hverjum tíu Íslendingum (59%) leggja fram fjármagn úr eigin vasa til góðgerðarsamtaka. Alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands nýtur sem fyrr mikils stuðnings meðal þjóðarinnar og niðurstöður könnunar Maskínu sýna að 70 til 84 prósent svarenda eru jákvæð um flesta þætti hennar. Tæplega 80 prósent (77,8%) telja mikilvægt að íslensk stjórnvöld veiti þróunarríkjum og íbúum þeirra aðstoð. Enn fleiri (83,6%) telja að þróunarsamvinna eigi markvisst að stuðla að aukinni virðingu fyrir mannréttindum í þróunarríkjum. Þeim sem telja að þróunarsamvinna eigi markvisst að stuðla að jafnrétti kynjanna í þróunarmálum fjölgar milli ára, úr 74,6% í fyrra upp í 77,2%. Þá telja langflestir (75,8%) að þróunarsamvinna leiði til frekari friðsældar og sanngirni, og litlu færri (73,9%) telja að hún sé árangurrík leið til að draga úr fátækt í þróunarríkjum, svipaður fjöldi (72,5%) telja þróunarsamvinnu stuðla að minnkandi straumi flóttafólks og (70,4%) telja að hún eigi markvisst að stuðla að umbótum í umhverfis- og loftslagsmálum. Af öðrum áhugaverðum spurningum í könnuninni má nefna að nokkru fleiri (64,5%) en í fyrra (60,2%) telja að aukin hagsæld í þróunarríkjunum hafi jákvæð áhrif fyrir Íslendinga og rúmlega sex af hverjum tíu eru áfram þeirrar skoðunar að það þjóni hagsmunum Íslands – til dæmis með fjölgun viðskiptatækifæra og opnun nýrra markaða – að draga úr fátækt í þróunarríkjum. Könnunin leiðir í ljós að þekking á Sameinuðu þjóðunum er fremur lítil, aðeins liðlega tæplega þriðjungur telur sig þekkja fremur vel eða mjög vel til stofnunarinnar. Hins vegar er mikill stuðningur við Sameinuðu þjóðirnar og 77,3% eru jákvæð gagnvart aðild okkar. Mjög fáir þekkja til alþjóðlegu skólanna fjögurra á sviði jarðhita, sjávarútvegs, landgræðslu og jafnréttis sem reknir eru hér á landi, núna undir merkjum UNESCO, en aðeins 11% segjast þekkja fremur vel eða mjög vel til þeirra. Enn færri þekkja til Alþjóðabankans í Washington, aðeins um 8 prósent, og stuðningurinn endurspeglar litla þekkingu, en ríflega 30% segjast jákvæðir gagnvart þátttöku Íslands í störfum Alþjóðabankans, sem er stærsta stofnunin á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu í heiminum. Markmið könnunarinnar er að bæta upplýsingamiðlun til almennings um störf og stefnu utanríkisþjónustunnar. Svarendur úr Þjóðgátt Maskínu voru 925. Helstu niðurstöður könnunarinnar má finna hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent
Stuðningur við mannúðaraðstoð af hálfu íslenskra stjórnvalda hefur aukist um rúmlega sex prósentustig milli ára. Samkvæmt nýrri könnun fyrir utanríkisráðuneytið telja rúmlega níu af hverjum tíu Íslendingum (90,3%) mjög eða fremur mikilvægt að íslensk stjórnvöld veiti mannúðaraðstoð. Innan við tvö prósent (1,6%) telja það alls ekki mikilvægt. Könnunin leiðir í ljós að sex af hverjum tíu Íslendingum (59%) leggja fram fjármagn úr eigin vasa til góðgerðarsamtaka. Alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands nýtur sem fyrr mikils stuðnings meðal þjóðarinnar og niðurstöður könnunar Maskínu sýna að 70 til 84 prósent svarenda eru jákvæð um flesta þætti hennar. Tæplega 80 prósent (77,8%) telja mikilvægt að íslensk stjórnvöld veiti þróunarríkjum og íbúum þeirra aðstoð. Enn fleiri (83,6%) telja að þróunarsamvinna eigi markvisst að stuðla að aukinni virðingu fyrir mannréttindum í þróunarríkjum. Þeim sem telja að þróunarsamvinna eigi markvisst að stuðla að jafnrétti kynjanna í þróunarmálum fjölgar milli ára, úr 74,6% í fyrra upp í 77,2%. Þá telja langflestir (75,8%) að þróunarsamvinna leiði til frekari friðsældar og sanngirni, og litlu færri (73,9%) telja að hún sé árangurrík leið til að draga úr fátækt í þróunarríkjum, svipaður fjöldi (72,5%) telja þróunarsamvinnu stuðla að minnkandi straumi flóttafólks og (70,4%) telja að hún eigi markvisst að stuðla að umbótum í umhverfis- og loftslagsmálum. Af öðrum áhugaverðum spurningum í könnuninni má nefna að nokkru fleiri (64,5%) en í fyrra (60,2%) telja að aukin hagsæld í þróunarríkjunum hafi jákvæð áhrif fyrir Íslendinga og rúmlega sex af hverjum tíu eru áfram þeirrar skoðunar að það þjóni hagsmunum Íslands – til dæmis með fjölgun viðskiptatækifæra og opnun nýrra markaða – að draga úr fátækt í þróunarríkjum. Könnunin leiðir í ljós að þekking á Sameinuðu þjóðunum er fremur lítil, aðeins liðlega tæplega þriðjungur telur sig þekkja fremur vel eða mjög vel til stofnunarinnar. Hins vegar er mikill stuðningur við Sameinuðu þjóðirnar og 77,3% eru jákvæð gagnvart aðild okkar. Mjög fáir þekkja til alþjóðlegu skólanna fjögurra á sviði jarðhita, sjávarútvegs, landgræðslu og jafnréttis sem reknir eru hér á landi, núna undir merkjum UNESCO, en aðeins 11% segjast þekkja fremur vel eða mjög vel til þeirra. Enn færri þekkja til Alþjóðabankans í Washington, aðeins um 8 prósent, og stuðningurinn endurspeglar litla þekkingu, en ríflega 30% segjast jákvæðir gagnvart þátttöku Íslands í störfum Alþjóðabankans, sem er stærsta stofnunin á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu í heiminum. Markmið könnunarinnar er að bæta upplýsingamiðlun til almennings um störf og stefnu utanríkisþjónustunnar. Svarendur úr Þjóðgátt Maskínu voru 925. Helstu niðurstöður könnunarinnar má finna hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent