Syndir í Costco-sundlaug í bílskúrnum Anton Ingi Leifsson skrifar 7. apríl 2020 19:00 Guðlaug Edda í fullu fjöri í bílskúrnum í dag. vísir/vilhelm Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkona þarf að fara öðruvísi leiðir vegna samkomubannsins sem nú stendur yfir. Þríþraut samanstendur af hlaupi, sundi og hjólreiðum í sömu íþróttagreininni og því mæðir mikið á Guðlaugu Eddu. Hún er ein fremsta íþróttakona landsins en hún getur nú ekki farið í sund né líkamsrækt til þess að hlaupa eða synda. Því þarf hún að fara nýjar leiðir í baráttunni um að komast á Ólympíuleikana í Tókýo næsta sumar. Henry Birgir Gunnarsson og Sportið í dag kíktu á þessa frábæru íþróttakonu í dag. „Það eru allar sundlaugar og líkamsræktarstöðvar lokaðar. Ég þurfti að finna leiðir til þess að æfa og ég þarf að æfa sund, hjól og hlaup. Þá var að vera sniðug og finna einhverjar lausnir,“ sagði Guðlaug. „Ég á trainer sem ég get sett upp hjólið á og hjólað í rauninni á staðnum. Svo hlakka ég til að veðrið verði betra og þá getur maður farið út. Þríþraut eru þrjár íþróttir saman í einni og það er rosalega mikið af æfingum. Í stærstu vikunum æfi ég um 30 klukkutíma á viku. Þá er ekki tekið inn hvíld. Bara pjúra æfingartími. Þetta er rosalega mikið af æfingum og mér finnst það skemmtilegt en þetta er krefjandi þegar aðstæður eru erfiðar eins og núna.“ Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkappi æfir í bílskúrnum heima fyrir Ólympíuleikana. Henry Birgir kom við snemma hjá Guðlaugu en þá var hún hins vegar búin að æfa einu sinni í dag. „Klassískur dagur er að vakna klukkan sjö, fá sér morgunmat, gera teygjur og lesa alla fjölmiðla og samfélagsmiðla. Svo er það fyrsta æfing dagsins. Ég byrja oft á því að hjóla og hjólaæfing er einn og hálfur til fjórir tímar. Ég fæ mér prótein eftir hjólið og kolvetni og reyni að hvíla mig áður en næsta æfing tekur við. Þá er það kannski hlaup í klukkutíma og svo enda ég á styrk eða sundi þegar það er hægt.“ Hún segir að erfiðasta við samkomubannið sé að komast ekki í sundlaugar landsins og því þurfti hún að finna lausnir. „Ég er búin að vera leita að einhverju sem ég hef reynt að synda í. Það virkar ekki að synda í baðkari og ég reyndi heita pottinn heima í garðinum en það virkaði ekki. Ég fór í Costco og fann uppblásna sundlaug sem var nógu stór fyrir mig til þess að passa í og keypti hana á átta þúsund krónur. Við settum hana upp í bílskúrnum hjá mömmu og pabba svo ég er kominn með sundlaug í bílskúrinn.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan um þessa mögnuðu íþróttakonu. Klippa: Sportið í dag - Guðlaug Edda fer öðruvísi leiðir Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Þríþraut Sportið í dag Costco Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Sjá meira
Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkona þarf að fara öðruvísi leiðir vegna samkomubannsins sem nú stendur yfir. Þríþraut samanstendur af hlaupi, sundi og hjólreiðum í sömu íþróttagreininni og því mæðir mikið á Guðlaugu Eddu. Hún er ein fremsta íþróttakona landsins en hún getur nú ekki farið í sund né líkamsrækt til þess að hlaupa eða synda. Því þarf hún að fara nýjar leiðir í baráttunni um að komast á Ólympíuleikana í Tókýo næsta sumar. Henry Birgir Gunnarsson og Sportið í dag kíktu á þessa frábæru íþróttakonu í dag. „Það eru allar sundlaugar og líkamsræktarstöðvar lokaðar. Ég þurfti að finna leiðir til þess að æfa og ég þarf að æfa sund, hjól og hlaup. Þá var að vera sniðug og finna einhverjar lausnir,“ sagði Guðlaug. „Ég á trainer sem ég get sett upp hjólið á og hjólað í rauninni á staðnum. Svo hlakka ég til að veðrið verði betra og þá getur maður farið út. Þríþraut eru þrjár íþróttir saman í einni og það er rosalega mikið af æfingum. Í stærstu vikunum æfi ég um 30 klukkutíma á viku. Þá er ekki tekið inn hvíld. Bara pjúra æfingartími. Þetta er rosalega mikið af æfingum og mér finnst það skemmtilegt en þetta er krefjandi þegar aðstæður eru erfiðar eins og núna.“ Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkappi æfir í bílskúrnum heima fyrir Ólympíuleikana. Henry Birgir kom við snemma hjá Guðlaugu en þá var hún hins vegar búin að æfa einu sinni í dag. „Klassískur dagur er að vakna klukkan sjö, fá sér morgunmat, gera teygjur og lesa alla fjölmiðla og samfélagsmiðla. Svo er það fyrsta æfing dagsins. Ég byrja oft á því að hjóla og hjólaæfing er einn og hálfur til fjórir tímar. Ég fæ mér prótein eftir hjólið og kolvetni og reyni að hvíla mig áður en næsta æfing tekur við. Þá er það kannski hlaup í klukkutíma og svo enda ég á styrk eða sundi þegar það er hægt.“ Hún segir að erfiðasta við samkomubannið sé að komast ekki í sundlaugar landsins og því þurfti hún að finna lausnir. „Ég er búin að vera leita að einhverju sem ég hef reynt að synda í. Það virkar ekki að synda í baðkari og ég reyndi heita pottinn heima í garðinum en það virkaði ekki. Ég fór í Costco og fann uppblásna sundlaug sem var nógu stór fyrir mig til þess að passa í og keypti hana á átta þúsund krónur. Við settum hana upp í bílskúrnum hjá mömmu og pabba svo ég er kominn með sundlaug í bílskúrinn.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan um þessa mögnuðu íþróttakonu. Klippa: Sportið í dag - Guðlaug Edda fer öðruvísi leiðir Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Þríþraut Sportið í dag Costco Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Sjá meira