Fólk að stelast í bólið og þorir ekki á Húð og kyn Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 14. maí 2020 21:00 Saga Sig Aukin tíðni kynsjúkdóma hefur vakið athygli fyrstu mánuði ársins. Makamál slógu á þráðinn til Siggu Daggar, kynfræðings, og fengu að heyra hennar vangaveltur um mögulegar ástæður þessarar aukningar. Einnig segir Sigga frá sérstakri kynsjúkdómaverju fyrir munnmök sem kallast Töfrateppið. Hver heldur þú að ástæðan sé fyrir þessari aukinni tíðni kynsjúkdóma? Ég hugsa að fólk sé jafnvel bara aðeins að stelast og það þori síður að fara inn á Húð og kyn eða á Heilsugæsluna núna í samkomubanninu. Eins og starfsmenn Heilsugæslanna segja þá hefur aldrei verið eins lítið að gera hjá þeim svo að fólk er greinilega ragara við að fara og láta athuga hvort að það sé smitað. Önnur ástæða gæti líka verið sú að pör eru að fara í sundur þessa dagana og skilja. Svo er það nú þannig að fólk sem er á milli kannski 35- 45 ára eru bara ekkert alveg „on it“ varðandi verjur. Það er ekkert eins mikið að pæla í kynsjúkdómum og verjum eins og yngra fólkið. Nú er smokkurinn ein þekktasta vörnin gegn kynsjúkdómum en eru einhverjar verjur til sem eru sérstaklega ætlaðar fyrir munnmök? Smokkurinn er auðvitað æskileg sem verja við munnmök á typpi en svo er líka til verja sem fáir vita um sem heitir Töfrateppið. Töfrateppið er latexverja sem er hugsuð sem verja bæði fyrir munnmök við píku eða rass. Hægt er að föndra sjálfur Töfrateppi með því að klippa sjálfur smokkinn til. En einnig eru kynlífstækjaverlsanir byrjaðar að að selja Töfrateppi sem heita á ensku Dental Dam. En þetta er í rauninni eins og svona tannlæknadúkur. Latexnærbuxur með lakkrísbragði Samkvæmt viðtali sem Makamál tóku við Emilíu markaðsstjóra Adams og Evu hefur mikil aukning orðið í sölu á hjálpartækjum ástarlífsins í samkomubanninu. Eru hjálpartækjaverslanir að bjóða upp á eitthvað annað sem væri hægt að nota sem verjur? Já reyndar. Nýjasta nýtt í þessu eru eins konar latexnærbrækur sem þú getur klætt þig í. Þær koma til dæmis með vanillu- og lakkrísbragði og eru þær meðal annars hugsaðar fyrir munnmök. Sumir geta verið óöruggir og viðkvæmir fyrir munnmökum, meðal annars út af lykt, lögun og bragði og þá hafa þessar nærbrækur verið vinsælar fyrir þá sem eru að prófa sig áfram. Persónulega er ég ekki hrifin af því að varpa meiri skömm á munnmök með því að hylja fallegu píkuna en fólk getur tekið þetta í skrefum ef það er að venjast tilhugsuninni um munnmök. En auðvitað eru þetta stórsniðugar og handhægar verjur! Sigga Dögg segir að lokum að það sé mikilvægt fyrir fólk að muna að kynsjúkdómar smitast þar sem er slímhúð, á kynfærum, í rassi og munni. Rúmfræði Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Uppáhalds rómantísku myndirnar: „Sæluhrollur, nostalgía og ástsýki“ Makamál Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni Makamál Erum eins og haltur leiðir blindan í eldhúsinu Makamál Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík Makamál Telja sig geta unnið Tinder með skemmtilegra stefnumótaforriti Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Aukin tíðni kynsjúkdóma hefur vakið athygli fyrstu mánuði ársins. Makamál slógu á þráðinn til Siggu Daggar, kynfræðings, og fengu að heyra hennar vangaveltur um mögulegar ástæður þessarar aukningar. Einnig segir Sigga frá sérstakri kynsjúkdómaverju fyrir munnmök sem kallast Töfrateppið. Hver heldur þú að ástæðan sé fyrir þessari aukinni tíðni kynsjúkdóma? Ég hugsa að fólk sé jafnvel bara aðeins að stelast og það þori síður að fara inn á Húð og kyn eða á Heilsugæsluna núna í samkomubanninu. Eins og starfsmenn Heilsugæslanna segja þá hefur aldrei verið eins lítið að gera hjá þeim svo að fólk er greinilega ragara við að fara og láta athuga hvort að það sé smitað. Önnur ástæða gæti líka verið sú að pör eru að fara í sundur þessa dagana og skilja. Svo er það nú þannig að fólk sem er á milli kannski 35- 45 ára eru bara ekkert alveg „on it“ varðandi verjur. Það er ekkert eins mikið að pæla í kynsjúkdómum og verjum eins og yngra fólkið. Nú er smokkurinn ein þekktasta vörnin gegn kynsjúkdómum en eru einhverjar verjur til sem eru sérstaklega ætlaðar fyrir munnmök? Smokkurinn er auðvitað æskileg sem verja við munnmök á typpi en svo er líka til verja sem fáir vita um sem heitir Töfrateppið. Töfrateppið er latexverja sem er hugsuð sem verja bæði fyrir munnmök við píku eða rass. Hægt er að föndra sjálfur Töfrateppi með því að klippa sjálfur smokkinn til. En einnig eru kynlífstækjaverlsanir byrjaðar að að selja Töfrateppi sem heita á ensku Dental Dam. En þetta er í rauninni eins og svona tannlæknadúkur. Latexnærbuxur með lakkrísbragði Samkvæmt viðtali sem Makamál tóku við Emilíu markaðsstjóra Adams og Evu hefur mikil aukning orðið í sölu á hjálpartækjum ástarlífsins í samkomubanninu. Eru hjálpartækjaverslanir að bjóða upp á eitthvað annað sem væri hægt að nota sem verjur? Já reyndar. Nýjasta nýtt í þessu eru eins konar latexnærbrækur sem þú getur klætt þig í. Þær koma til dæmis með vanillu- og lakkrísbragði og eru þær meðal annars hugsaðar fyrir munnmök. Sumir geta verið óöruggir og viðkvæmir fyrir munnmökum, meðal annars út af lykt, lögun og bragði og þá hafa þessar nærbrækur verið vinsælar fyrir þá sem eru að prófa sig áfram. Persónulega er ég ekki hrifin af því að varpa meiri skömm á munnmök með því að hylja fallegu píkuna en fólk getur tekið þetta í skrefum ef það er að venjast tilhugsuninni um munnmök. En auðvitað eru þetta stórsniðugar og handhægar verjur! Sigga Dögg segir að lokum að það sé mikilvægt fyrir fólk að muna að kynsjúkdómar smitast þar sem er slímhúð, á kynfærum, í rassi og munni.
Rúmfræði Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Uppáhalds rómantísku myndirnar: „Sæluhrollur, nostalgía og ástsýki“ Makamál Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni Makamál Erum eins og haltur leiðir blindan í eldhúsinu Makamál Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík Makamál Telja sig geta unnið Tinder með skemmtilegra stefnumótaforriti Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira