James Bond stjarnan Honor Blackman látin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2020 18:13 Honor Blackman á mótmælum vegna skertra réttinda eldriborgara í nóvember 2009. EPA/ANDY RAIN Breska leikkonan Honor Blackman, sem þekktust er fyrir að hafa leikið Pussy Galore í James Bond myndinni Goldfinger, er látin 94 ára að aldri. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Fjölskylda hennar sagði í yfirlýsingu að hún hafi látist umkringd fjölskyldum og vinum á heimili sínu í Lewes í Ausur Sussex. Blackman var einnig þekkt fyrir leik sinn sem Cathy Gale í sjónvarpsþáttunum Avengers sem sýndir voru á sjöunda áratugnum þar sem hún lék eitt af aðalhlutverkunum ásamt Patrick Macnee. Parið sló einnig í gegn í Kinky Boots sem gefin var út árið 1964. Í yfirlýsingunni sem fjölskylda hennar gaf út sagði einnig: „Auk þess að hafa verið frábær móðir og amma var Honor gríðarlega hæfileikarík og skapandi leikkona.“ Blackman fæddist í Plaistow í austurhluta Lundúna árið 1925 og gekk hún í Guildhall tónlistar- og leiklistarskólann. Þá var hún einnig þjálfuð í bardagaíþróttum sem tryggði henni hlutverk Pussy Galore, samverkamanns illmennisins Auric Goldfinger í þriðju James Bond kvikmyndinni. „Ég var þegar aðdáandi James Bond en ég bað um að lesa handritið fyrir Goldfinger áður en ég tók við hlutverkinu,“ sagði hún í viðtali. „Þegar ég hafði lesið handritið var ég handviss um að það hentaði mér.“ Þrátt fyrir að Galore hafi snúið við blaðinu og gengið til liðs við Bond í kvikmyndinni eftir að hafa varið með honum nóttinni var persónan opinberlega samkynhneigð í skáldsögu Ian Flemming um Bond. Síðustu ár ævinnar ferðaðist Blackman um Bretland og steig á svið í sýningunni Honor Blackman sem hún sjálf (e. Honor Blackman As Herself) sem fjallaði um feril hennar í skemmtibransanum. Andlát Bíó og sjónvarp James Bond Bretland Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Breska leikkonan Honor Blackman, sem þekktust er fyrir að hafa leikið Pussy Galore í James Bond myndinni Goldfinger, er látin 94 ára að aldri. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Fjölskylda hennar sagði í yfirlýsingu að hún hafi látist umkringd fjölskyldum og vinum á heimili sínu í Lewes í Ausur Sussex. Blackman var einnig þekkt fyrir leik sinn sem Cathy Gale í sjónvarpsþáttunum Avengers sem sýndir voru á sjöunda áratugnum þar sem hún lék eitt af aðalhlutverkunum ásamt Patrick Macnee. Parið sló einnig í gegn í Kinky Boots sem gefin var út árið 1964. Í yfirlýsingunni sem fjölskylda hennar gaf út sagði einnig: „Auk þess að hafa verið frábær móðir og amma var Honor gríðarlega hæfileikarík og skapandi leikkona.“ Blackman fæddist í Plaistow í austurhluta Lundúna árið 1925 og gekk hún í Guildhall tónlistar- og leiklistarskólann. Þá var hún einnig þjálfuð í bardagaíþróttum sem tryggði henni hlutverk Pussy Galore, samverkamanns illmennisins Auric Goldfinger í þriðju James Bond kvikmyndinni. „Ég var þegar aðdáandi James Bond en ég bað um að lesa handritið fyrir Goldfinger áður en ég tók við hlutverkinu,“ sagði hún í viðtali. „Þegar ég hafði lesið handritið var ég handviss um að það hentaði mér.“ Þrátt fyrir að Galore hafi snúið við blaðinu og gengið til liðs við Bond í kvikmyndinni eftir að hafa varið með honum nóttinni var persónan opinberlega samkynhneigð í skáldsögu Ian Flemming um Bond. Síðustu ár ævinnar ferðaðist Blackman um Bretland og steig á svið í sýningunni Honor Blackman sem hún sjálf (e. Honor Blackman As Herself) sem fjallaði um feril hennar í skemmtibransanum.
Andlát Bíó og sjónvarp James Bond Bretland Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira