Heimilisofbeldi: Hættan mest þar sem öryggið ætti að vera mest Heimsljós 6. apríl 2020 10:06 UN Women António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallar eftir leiðum til að bregðast við gífurlegri fjölgun tilvika heimilisofbeldis gegn konum og stúlkum, í ljósi takmarkana á ferðum fólks og útgöngubanni víða um heim vegna COVID-19 farsóttarinnar. Guterres hvatti í síðustu viku til vopnahlés á heimsvísu en segir að ofbeldi sé ekki bundið vígvellinum og „fyrir konur og stúlkur er hættan mest þar sem öryggið ætti að vera mest: á heimilum þeirra.“ Í frétt frá Sameinuðu þjóðunum segir að sambland efnahagslegs og félagsleg álags á tímum farsóttarinnar, ásamt hvatningu til fólks um að halda sér heima, hafi leitt til þess að heimilisofbeldi hafi aukist. Fyrir tíma faraldursins hafi tölur sýnt að þriðjungur kvenna um allan heim hafði sætt einhvers konar ofbeldi á ævinni. „Saman getum við og verðum við að afstýra ofbeldi alls staðar, bæði á átakasvæðum og á heimilum fólks, á samt tíma og við berjumst gegn COVID-19,“ segir António Guterrs. Konur berskjaldaðri segir UN Women UN Women á Íslandi segir það staðreynd að i neyð sem þessari séu konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi og því miður fari tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgandi með hverjum deginum. „Konur sinna 70% starfa í framlínu heilbrigðis- og félagsþjónustu ásamt því að eyða þrefalt meiri tíma í ólaunuð umönnunarstörf en karlmenn, á heimsvísu. Reynslan af fyrri farsóttum (ebóla og zika) sýnir að þau sem sinna þessum störfum eru í meiri sýkingarhættu en önnur.“ UN Women greinir þarfir kvenna og tryggir að viðbragðsaðilar komi til móts við þarfirnar á þeirra eigin forsendum með því að: Veita konum sem beittar eru heimilisofbeldi aðgang að; viðeigandi þjónustu, lögreglu, neyðarmóttöku og viðeigandi athvörfum. Þrýsta á og auka réttindi kvenna á vinnumarkaði svo sem sveigjanlegan vinnutíma vegna veikinda í fjölskyldu, takmarka tekjuskerðingu til dæmis vegna lokana og útgöngubanns. Tryggja jaðarsettum hópum kvenna aðgang að nauðsynlegum upplýsingum um faraldurinn, líkt og konum sem búa við fötlun, í dreifbýli og við fátækt. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Heimilisofbeldi Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent
António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallar eftir leiðum til að bregðast við gífurlegri fjölgun tilvika heimilisofbeldis gegn konum og stúlkum, í ljósi takmarkana á ferðum fólks og útgöngubanni víða um heim vegna COVID-19 farsóttarinnar. Guterres hvatti í síðustu viku til vopnahlés á heimsvísu en segir að ofbeldi sé ekki bundið vígvellinum og „fyrir konur og stúlkur er hættan mest þar sem öryggið ætti að vera mest: á heimilum þeirra.“ Í frétt frá Sameinuðu þjóðunum segir að sambland efnahagslegs og félagsleg álags á tímum farsóttarinnar, ásamt hvatningu til fólks um að halda sér heima, hafi leitt til þess að heimilisofbeldi hafi aukist. Fyrir tíma faraldursins hafi tölur sýnt að þriðjungur kvenna um allan heim hafði sætt einhvers konar ofbeldi á ævinni. „Saman getum við og verðum við að afstýra ofbeldi alls staðar, bæði á átakasvæðum og á heimilum fólks, á samt tíma og við berjumst gegn COVID-19,“ segir António Guterrs. Konur berskjaldaðri segir UN Women UN Women á Íslandi segir það staðreynd að i neyð sem þessari séu konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi og því miður fari tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgandi með hverjum deginum. „Konur sinna 70% starfa í framlínu heilbrigðis- og félagsþjónustu ásamt því að eyða þrefalt meiri tíma í ólaunuð umönnunarstörf en karlmenn, á heimsvísu. Reynslan af fyrri farsóttum (ebóla og zika) sýnir að þau sem sinna þessum störfum eru í meiri sýkingarhættu en önnur.“ UN Women greinir þarfir kvenna og tryggir að viðbragðsaðilar komi til móts við þarfirnar á þeirra eigin forsendum með því að: Veita konum sem beittar eru heimilisofbeldi aðgang að; viðeigandi þjónustu, lögreglu, neyðarmóttöku og viðeigandi athvörfum. Þrýsta á og auka réttindi kvenna á vinnumarkaði svo sem sveigjanlegan vinnutíma vegna veikinda í fjölskyldu, takmarka tekjuskerðingu til dæmis vegna lokana og útgöngubanns. Tryggja jaðarsettum hópum kvenna aðgang að nauðsynlegum upplýsingum um faraldurinn, líkt og konum sem búa við fötlun, í dreifbýli og við fátækt. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Heimilisofbeldi Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent