Styrkir til mannúðaraðstoðar á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar Heimsljós 7. maí 2020 12:22 Stúlkur á leið í skólann í flóttamannabúðum í Jórdaníu þar sem Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna hefur veitt marvígslega aðstoð undanfarin ár. Paul Jeffrey/ACT Alliance. Utanríkisráðuneytið hefur veitt Hjálparstarfi kirkjunnar styrki til mannúðaraðstoðar, annars vegar vegna átakanna í Sýrlandi og hins vegar í Írak, samtals 30 milljónir króna. Verkefnin sem um ræðir eru unnin á vegum Lútherska heimssambandsins í þágu fólks á vergangi eða flótta. „Í þessum heimshluta er þörfin fyrir mannúðaraðstoð gífurleg. Mikil neyð almennings er viðvarandi meðan ekki tekst að leysa ágreiningsmál sem valda stríðsátökum,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins. Styrkirnir eru veittir á grunni neyðarbeiðna frá alþjóðasamtökum kirkjutengdra hjálparstofnana (ACT Alliance). Tuttugu milljóna króna styrkur er veittur vegna átakanna í Sýrlandi en þau hafa staðið yfir hátt í áratug. Áætlað er að tæplega tólf milljónir manna þurfi á aðstoð að halda, þar eru rúmlega sex milljónir á vergangi innan Sýrlands. Að sögn Bjarna eru um fimm milljónir flóttamanna í nágrannalöndunum Tyrklandi, Líbanon og Jórdaníu. „Langflestir lifa undir fátæktarmörkum og eiga í erfiðleikum með að mæta brýnustu þörfum fyrir mat og skjól. Það er mikil þörf fyrir menntun, starfsþjálfun og úrræði til að auka tekjumöguleika fjölskyldna,“ segir hann. Verkefni Lútherska heimssambandsins eru bæði í Sýrlandi og Jórdaníu og ná samtals til rúmlega 2.300 einstaklinga. Í grannríkinu Írak ríkir neyðarástand vegna átaka og utanríkisráðuneytið veitir Hjálparstarfi kirkjunnar tíu milljóna króna styrk til mannúðaraðstoðar. Þar er Lútherska heimssambandið með verkefni til stuðnings rúmlega 22 þúsundum einstaklinga. „Þetta er að stórum hluta fólk á vergangi en líka fólk sem hefur snúið heim eftir að hafa flosnað upp og þarf stuðning til að koma undir sig fótunum aftur. Verkefnið snýst meðal annars um að hjálpa til við endurbætur á húsnæði, gera við brunna, kamra og aðra hreinlætisaðstöðu. Einnig felst í verkefninu ýmiss konar fræðsla um hreinlæti, kynbundið ofbeldi, jafnrétti og mannréttindi, að ógleymdum námskeiðum sem tengjast því að fjölga tekjumöguleikum,“ segir Bjarni. Utanríkisráðuneytið auglýsti í byrjun árs 2020 eftir umsóknum um styrki vegna þróunarsamvinnuverkefna og mannúðaraðstoðar félagasamtaka. Umsóknarfrestur vegna þróunarsamvinnuverkefna var til 31. mars en hins vegar var sú breyting gerð að enginn umsóknarfrestur er skilgreindur fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar. Það er því opið fyrir umsóknir allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sýrland Írak Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent
Utanríkisráðuneytið hefur veitt Hjálparstarfi kirkjunnar styrki til mannúðaraðstoðar, annars vegar vegna átakanna í Sýrlandi og hins vegar í Írak, samtals 30 milljónir króna. Verkefnin sem um ræðir eru unnin á vegum Lútherska heimssambandsins í þágu fólks á vergangi eða flótta. „Í þessum heimshluta er þörfin fyrir mannúðaraðstoð gífurleg. Mikil neyð almennings er viðvarandi meðan ekki tekst að leysa ágreiningsmál sem valda stríðsátökum,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins. Styrkirnir eru veittir á grunni neyðarbeiðna frá alþjóðasamtökum kirkjutengdra hjálparstofnana (ACT Alliance). Tuttugu milljóna króna styrkur er veittur vegna átakanna í Sýrlandi en þau hafa staðið yfir hátt í áratug. Áætlað er að tæplega tólf milljónir manna þurfi á aðstoð að halda, þar eru rúmlega sex milljónir á vergangi innan Sýrlands. Að sögn Bjarna eru um fimm milljónir flóttamanna í nágrannalöndunum Tyrklandi, Líbanon og Jórdaníu. „Langflestir lifa undir fátæktarmörkum og eiga í erfiðleikum með að mæta brýnustu þörfum fyrir mat og skjól. Það er mikil þörf fyrir menntun, starfsþjálfun og úrræði til að auka tekjumöguleika fjölskyldna,“ segir hann. Verkefni Lútherska heimssambandsins eru bæði í Sýrlandi og Jórdaníu og ná samtals til rúmlega 2.300 einstaklinga. Í grannríkinu Írak ríkir neyðarástand vegna átaka og utanríkisráðuneytið veitir Hjálparstarfi kirkjunnar tíu milljóna króna styrk til mannúðaraðstoðar. Þar er Lútherska heimssambandið með verkefni til stuðnings rúmlega 22 þúsundum einstaklinga. „Þetta er að stórum hluta fólk á vergangi en líka fólk sem hefur snúið heim eftir að hafa flosnað upp og þarf stuðning til að koma undir sig fótunum aftur. Verkefnið snýst meðal annars um að hjálpa til við endurbætur á húsnæði, gera við brunna, kamra og aðra hreinlætisaðstöðu. Einnig felst í verkefninu ýmiss konar fræðsla um hreinlæti, kynbundið ofbeldi, jafnrétti og mannréttindi, að ógleymdum námskeiðum sem tengjast því að fjölga tekjumöguleikum,“ segir Bjarni. Utanríkisráðuneytið auglýsti í byrjun árs 2020 eftir umsóknum um styrki vegna þróunarsamvinnuverkefna og mannúðaraðstoðar félagasamtaka. Umsóknarfrestur vegna þróunarsamvinnuverkefna var til 31. mars en hins vegar var sú breyting gerð að enginn umsóknarfrestur er skilgreindur fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar. Það er því opið fyrir umsóknir allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sýrland Írak Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent