82 milljarðar dala í baráttuna gegn sárafátækt Heimsljós kynnir 23. desember 2019 11:00 Leikvöllur í Beira, Mósambík, fjármagnaður af IDA. World Bank / Sarah Farhat Ríki heims hafa heitið Alþjóðaframfarastofnuninni jafnvirði tíu þúsund milljarða króna til að berjast gegn sárafátækt í heiminum. Framlaginu er ætlað til að styrkja grunnviði, auka hagvöxt og efla getuna til að bregðast við áföllum vegna náttúruhamfara og loftslagsbreytinga. Ísland leggur sitt af mörkum. Samningaviðræðum um endurfjármögnun Alþjóðaframfarastofnunarinnar (e. International Development Association, IDA) er nýlokið með stuðningi 52 gjafaríkja en umfangið nemur alls 82 milljörðum Bandaríkjadala sem renna til 74 fátækustu landa heims. Er þetta umfangsmesti stuðningurinn til þessa og sagði David Malpass, forseti Alþjóðabankans, við þetta tækifæri að þetta væri „mjög góður dagur fyrir baráttuna í þágu þeirra fátækustu í veröldinni.“ Flóðvarnir í Mósambík fjármagnaðar af IDA. IDA er sú stofnun innan Alþjóðabankans sem aðstoðar fátækustu þróunarríkin með styrkjum, hagstæðum lánum og ábyrgðum til þróunarverkefna, auk ráðgjafar. Ísland gerðist aðili að stofnuninni árið 1961, á fyrsta ári starfseminnar. Í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar um aukin framlög tilkynnti Ísland um 489 milljóna króna árlegan stuðning næstu þrjú árin. Með þessu leggur Ísland sín lóð á vogarskálarnar til að vinna að bættum heimi, en árangur stofnunarinnar þykir vera framúrskarandi. „Alþjóðaframfarastofnunin er lykilstofnun í þróunarsamvinnu Íslands og mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að taka höndum saman með öðrum þjóðum á þennan máta til að vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Stuðningurinn nýtist þeim sem eiga um sárt að binda, en tveir af hverjum þremur íbúum jarðar sem nú lifa við sárafátækt búa í þeim ríkjum sem njóta stuðnings stofnunarinnar, alls um 500 milljónir manna. Stofnunin styður við uppbyggingu innviða, t.d. við að bæta aðgengi og gæði grunnþjónustu á borð við heilbrigðisþjónustu og grunnmenntun auk þess að vinna að úrbótum í stjórnarháttum, auka hagvöxt og skapa atvinnutækifæri þar sem jöfnuður og jafnrétti eru höfð að leiðarljósi. Jafnframt virkjar stofnunin atvinnulífið í fátækustu og viðkvæmustu ríkjunum og gerir fjárfestingar þar að vænlegri kosti. Þá gegnir hún lykilhlutverki við að sporna gegn loftslagsbreytingum og gera stjórnvöldum betur kleift að bregðast við áhrifum af þeim. Af heildarstuðningnum við IDA verða 2,5 milljarðar Bandaríkjadala nýttir til að bregðast við hættuástandi og 1,7 milljarðar renna til smáríkja, auk þess sem rík áhersla er lögð á að bregðast við flóttamannavandanum í þróunarríkjunum sjálfum til að koma í veg fyrir að fólk fari á vergang. Samkvæmt áætlunum stofnunarinnar stendur til að bæta grunnþjónustu fyrir 370 milljónir manna á þessum þremur árum, fæðingarþjónustu fyrir 80 milljónir kvenna, bólusetningu 140 milljónir barna og framleiðslu á 10 gígavöttum af endurnýjanlegri orku. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður
Ríki heims hafa heitið Alþjóðaframfarastofnuninni jafnvirði tíu þúsund milljarða króna til að berjast gegn sárafátækt í heiminum. Framlaginu er ætlað til að styrkja grunnviði, auka hagvöxt og efla getuna til að bregðast við áföllum vegna náttúruhamfara og loftslagsbreytinga. Ísland leggur sitt af mörkum. Samningaviðræðum um endurfjármögnun Alþjóðaframfarastofnunarinnar (e. International Development Association, IDA) er nýlokið með stuðningi 52 gjafaríkja en umfangið nemur alls 82 milljörðum Bandaríkjadala sem renna til 74 fátækustu landa heims. Er þetta umfangsmesti stuðningurinn til þessa og sagði David Malpass, forseti Alþjóðabankans, við þetta tækifæri að þetta væri „mjög góður dagur fyrir baráttuna í þágu þeirra fátækustu í veröldinni.“ Flóðvarnir í Mósambík fjármagnaðar af IDA. IDA er sú stofnun innan Alþjóðabankans sem aðstoðar fátækustu þróunarríkin með styrkjum, hagstæðum lánum og ábyrgðum til þróunarverkefna, auk ráðgjafar. Ísland gerðist aðili að stofnuninni árið 1961, á fyrsta ári starfseminnar. Í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar um aukin framlög tilkynnti Ísland um 489 milljóna króna árlegan stuðning næstu þrjú árin. Með þessu leggur Ísland sín lóð á vogarskálarnar til að vinna að bættum heimi, en árangur stofnunarinnar þykir vera framúrskarandi. „Alþjóðaframfarastofnunin er lykilstofnun í þróunarsamvinnu Íslands og mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að taka höndum saman með öðrum þjóðum á þennan máta til að vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Stuðningurinn nýtist þeim sem eiga um sárt að binda, en tveir af hverjum þremur íbúum jarðar sem nú lifa við sárafátækt búa í þeim ríkjum sem njóta stuðnings stofnunarinnar, alls um 500 milljónir manna. Stofnunin styður við uppbyggingu innviða, t.d. við að bæta aðgengi og gæði grunnþjónustu á borð við heilbrigðisþjónustu og grunnmenntun auk þess að vinna að úrbótum í stjórnarháttum, auka hagvöxt og skapa atvinnutækifæri þar sem jöfnuður og jafnrétti eru höfð að leiðarljósi. Jafnframt virkjar stofnunin atvinnulífið í fátækustu og viðkvæmustu ríkjunum og gerir fjárfestingar þar að vænlegri kosti. Þá gegnir hún lykilhlutverki við að sporna gegn loftslagsbreytingum og gera stjórnvöldum betur kleift að bregðast við áhrifum af þeim. Af heildarstuðningnum við IDA verða 2,5 milljarðar Bandaríkjadala nýttir til að bregðast við hættuástandi og 1,7 milljarðar renna til smáríkja, auk þess sem rík áhersla er lögð á að bregðast við flóttamannavandanum í þróunarríkjunum sjálfum til að koma í veg fyrir að fólk fari á vergang. Samkvæmt áætlunum stofnunarinnar stendur til að bæta grunnþjónustu fyrir 370 milljónir manna á þessum þremur árum, fæðingarþjónustu fyrir 80 milljónir kvenna, bólusetningu 140 milljónir barna og framleiðslu á 10 gígavöttum af endurnýjanlegri orku. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður