Mömmuhjarta móður Mikka kipptist til við bréfið Stefán Árni Pálsson skrifar 11. desember 2019 10:30 Hulda og Mikael saman í viðtalinu á Stöð 2. Mikael Torfason rithöfundur sendi á dögunum frá sér áttundu bók og þá þriðju sem fjallar um fjölskyldu sína. Mikael er búsettur í Vínarborg ásamt konu sinni, Elmu Stefaníu Ágústsdóttur leikkonu. Mikael hefur verið iðinn við kolann árið 2019, frumsýnt fjórar leiksýningar í þremur löndum. Hann hefur einnig setið við skrif á sjónvarpsþáttunum Valhalla Murders sem verða frumsýndir á næsta ári og fengist við ýmislegt fleira. En þrátt fyrir allt annríkið hjá honum og fjölskyldu hans, fann hann tíma til að skrifa móður sinni bréf, sem hann hefur gefið út og leyft alþjóð að lesa einnig. Bókin heitir Bréf til mömmu. „Bókin fjallar um samband okkar mömmu og er í rauninni í formi bréfs til hennar. Ég hef verið að fjalla um mitt líf í síðustu tveimur bókum og þetta er þriðja bókin. Þetta snýst einfaldlega um okkar samband frá fæðingu en með fókus á það þegar okkar samband er að einhverju leyti að fullorðnast,“ segir Mikael í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta er kannski frá árunum 15-25. Ég ólst ekki upp hjá mömmu, nema hluta til. Ég var með lögheimili hjá pabba frá fimm ára aldri og við áttum í svona stormasömu sambandi og þetta er um okkur að sættast við hvort annað.“ En hvað þótti Huldu um skrif sonar síns? Þetta 200 blaðsíðna einlæga bréf. „Þetta er dásamlegt bréf sem Mikki sendi mér. Hann er að trúa mér fyrir hlutum sem eru mjög sárir fyrir mömmuhjartað. T.d. hann segir mér að hann hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og ég hafði aldrei hugmynd um það. Hann segir mér sögu um það þegar hann er hjá pabba sínum sem er í drykkju. Ég hafði ekkert um málið að segja, við vorum ekki með sameiginlegt forræði. Allt í einu skil ég þetta barn og þennan mann sem hann er í dag og ég ber svo mikla virðingu fyrir honum sem fullorðnum manni í dag,“ segir Hulda móðir Mikka. „Það er t.d. eitt atriði í bókinni sem fær mömmuhjartað til að kippast til. Hann var búinn að vera rosalega veikur og hann og pabbi hans bjuggu í einhverju greni. Hann hringir í mig og segir mamma getur þú komið. Samt svona reiður en ég hleyp af stað og fer til þeirra. Ég fer þarna upp og þá var barnið, 16-17 ára fárveikt. Ég fer í algjöra geðshræringu en samt vildi hann ekki fá mig, en vildi samt fá mig. Þetta var svona ástartogstreita.“ Gat ekki talað við neinn Hulda Fríða Berndsen var gift Torfa Geirmundssyni rakara, en Mikael hefur fjallað mikið í fyrri bókunum tveimur um fjölskylduna. Óhætt er að segja að mikið hafi gengið á í æsku Mikaels og systkina hans. En Torfi og Hulda gerðust bæði Vottar Jehóva. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að pabbi þeirra væri alkahólisti. Af því að hann drakk ekki eins og pabbi minn, hann bara drakk allt öðruvísi. Hann breytist þarna þegar hann verður Vottur og fær mig til að hugsa um það að ef eitthvað getur breytt manni svona mikið þá hlýtur að vera einhver sannleikur í því. Ég gríp boltann tveimur árum eftir að hann verður Vottur og þá er Mikki nýfæddur. Svo kemur að þessum tímamótum, ég með þessu þrjú börn og hann er að fara frá mér. Ég gat ekki farið til mömmu og sagt henni frá, ég gat ekki talað um það við neinn nema systir mína. Ég bara trylltist og vissi ekkert hvar ég var. Ég sagði bara við hann, þú tekur bara strákana og ég tek stelpuna.“ Hulda hætti í Vottum Jehóva við skilnaðinn en sneri svo aftur nokkru síðar. „Ég verð aftur Vottur því ég fékk bara taugaáfall,“ segir Hulda og var hún í söfnuðinum þar til að dóttir hennar kemur út úr skápnum. „Ég var farin að vinna svolítið mikið í sjálfri mér og fékk þunglyndi og kvíða örugglega út af áföllum í gegnum tíðina. Ég hafði aldrei unnið í því og átti bara að treysta á guð, en hann var alltaf upptekinn en ég reyndi samt að treysta á hann. Ég fer til sálfræðings og fer að vinna í mínum málum. Þá fer ég hægt og rólega að fara á gráu línuna frá trúarsöfnuðinum og endanlega klára það 2005. Það var eftir að dóttir mín kom út úr skápnum og það komu öldungar heim til mín og sögðust hafa fengið ábendingu að ég hafi verið að gera athugasemd við mynd af lesbísku dóttur okkar og börnum,“ segir Hulda sem var þá að skrifa við myndina fallega athugasemd. Þarna sagði Hulda stopp. Ofboðsleg reiði Margir undirliggjandi þættir virðast hafa haft áhrif á samband þeirra mæðgina, en trúin skipti miklu máli að sögn Mikaels. „Samband okkar var sem verst þegar ég var unglingur. Ég var ungur og trúlaus maður og þetta Votta Jehóva dót fór rosalega í taugarnar á mér. Ég upplifði rosalega sterkt samfélag Votta Jehóva sem ofbeldissamfélag sem kúgaði konur. Ég var alveg rosalega reiður yfir þessu og fannst þetta ótrúlega óréttlát gagnvart systkinum mínum og frændsystkinum. Ég var reiður að það væri verið að ala upp fólk og börn í því að heimurinn væri að enda. Ég var reiður yfir því að pabbi hafi frekar barist fyrir því að ég fengi frekar að deyja á Landspítalanum en að fá þá heilbrigðisþjónustu sem læknar töldu að ég þyrfti á að halda,“ segir Mikael og heldur áfram. „Þessi reiði mótaði mig aftur á móti og ég er rosalega þakklátur fyrir það. Hún mótaði mig hvað ég átti eftir að gera seinna sem blaðamaður og rithöfundur. Hún mótaði algjörlega sýn mína á samfélagið. Ég fæddist svolítið með hnefann á lofti,“ segir Mikki en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Bókmenntir Ísland í dag Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Mikael Torfason rithöfundur sendi á dögunum frá sér áttundu bók og þá þriðju sem fjallar um fjölskyldu sína. Mikael er búsettur í Vínarborg ásamt konu sinni, Elmu Stefaníu Ágústsdóttur leikkonu. Mikael hefur verið iðinn við kolann árið 2019, frumsýnt fjórar leiksýningar í þremur löndum. Hann hefur einnig setið við skrif á sjónvarpsþáttunum Valhalla Murders sem verða frumsýndir á næsta ári og fengist við ýmislegt fleira. En þrátt fyrir allt annríkið hjá honum og fjölskyldu hans, fann hann tíma til að skrifa móður sinni bréf, sem hann hefur gefið út og leyft alþjóð að lesa einnig. Bókin heitir Bréf til mömmu. „Bókin fjallar um samband okkar mömmu og er í rauninni í formi bréfs til hennar. Ég hef verið að fjalla um mitt líf í síðustu tveimur bókum og þetta er þriðja bókin. Þetta snýst einfaldlega um okkar samband frá fæðingu en með fókus á það þegar okkar samband er að einhverju leyti að fullorðnast,“ segir Mikael í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta er kannski frá árunum 15-25. Ég ólst ekki upp hjá mömmu, nema hluta til. Ég var með lögheimili hjá pabba frá fimm ára aldri og við áttum í svona stormasömu sambandi og þetta er um okkur að sættast við hvort annað.“ En hvað þótti Huldu um skrif sonar síns? Þetta 200 blaðsíðna einlæga bréf. „Þetta er dásamlegt bréf sem Mikki sendi mér. Hann er að trúa mér fyrir hlutum sem eru mjög sárir fyrir mömmuhjartað. T.d. hann segir mér að hann hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og ég hafði aldrei hugmynd um það. Hann segir mér sögu um það þegar hann er hjá pabba sínum sem er í drykkju. Ég hafði ekkert um málið að segja, við vorum ekki með sameiginlegt forræði. Allt í einu skil ég þetta barn og þennan mann sem hann er í dag og ég ber svo mikla virðingu fyrir honum sem fullorðnum manni í dag,“ segir Hulda móðir Mikka. „Það er t.d. eitt atriði í bókinni sem fær mömmuhjartað til að kippast til. Hann var búinn að vera rosalega veikur og hann og pabbi hans bjuggu í einhverju greni. Hann hringir í mig og segir mamma getur þú komið. Samt svona reiður en ég hleyp af stað og fer til þeirra. Ég fer þarna upp og þá var barnið, 16-17 ára fárveikt. Ég fer í algjöra geðshræringu en samt vildi hann ekki fá mig, en vildi samt fá mig. Þetta var svona ástartogstreita.“ Gat ekki talað við neinn Hulda Fríða Berndsen var gift Torfa Geirmundssyni rakara, en Mikael hefur fjallað mikið í fyrri bókunum tveimur um fjölskylduna. Óhætt er að segja að mikið hafi gengið á í æsku Mikaels og systkina hans. En Torfi og Hulda gerðust bæði Vottar Jehóva. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að pabbi þeirra væri alkahólisti. Af því að hann drakk ekki eins og pabbi minn, hann bara drakk allt öðruvísi. Hann breytist þarna þegar hann verður Vottur og fær mig til að hugsa um það að ef eitthvað getur breytt manni svona mikið þá hlýtur að vera einhver sannleikur í því. Ég gríp boltann tveimur árum eftir að hann verður Vottur og þá er Mikki nýfæddur. Svo kemur að þessum tímamótum, ég með þessu þrjú börn og hann er að fara frá mér. Ég gat ekki farið til mömmu og sagt henni frá, ég gat ekki talað um það við neinn nema systir mína. Ég bara trylltist og vissi ekkert hvar ég var. Ég sagði bara við hann, þú tekur bara strákana og ég tek stelpuna.“ Hulda hætti í Vottum Jehóva við skilnaðinn en sneri svo aftur nokkru síðar. „Ég verð aftur Vottur því ég fékk bara taugaáfall,“ segir Hulda og var hún í söfnuðinum þar til að dóttir hennar kemur út úr skápnum. „Ég var farin að vinna svolítið mikið í sjálfri mér og fékk þunglyndi og kvíða örugglega út af áföllum í gegnum tíðina. Ég hafði aldrei unnið í því og átti bara að treysta á guð, en hann var alltaf upptekinn en ég reyndi samt að treysta á hann. Ég fer til sálfræðings og fer að vinna í mínum málum. Þá fer ég hægt og rólega að fara á gráu línuna frá trúarsöfnuðinum og endanlega klára það 2005. Það var eftir að dóttir mín kom út úr skápnum og það komu öldungar heim til mín og sögðust hafa fengið ábendingu að ég hafi verið að gera athugasemd við mynd af lesbísku dóttur okkar og börnum,“ segir Hulda sem var þá að skrifa við myndina fallega athugasemd. Þarna sagði Hulda stopp. Ofboðsleg reiði Margir undirliggjandi þættir virðast hafa haft áhrif á samband þeirra mæðgina, en trúin skipti miklu máli að sögn Mikaels. „Samband okkar var sem verst þegar ég var unglingur. Ég var ungur og trúlaus maður og þetta Votta Jehóva dót fór rosalega í taugarnar á mér. Ég upplifði rosalega sterkt samfélag Votta Jehóva sem ofbeldissamfélag sem kúgaði konur. Ég var alveg rosalega reiður yfir þessu og fannst þetta ótrúlega óréttlát gagnvart systkinum mínum og frændsystkinum. Ég var reiður að það væri verið að ala upp fólk og börn í því að heimurinn væri að enda. Ég var reiður yfir því að pabbi hafi frekar barist fyrir því að ég fengi frekar að deyja á Landspítalanum en að fá þá heilbrigðisþjónustu sem læknar töldu að ég þyrfti á að halda,“ segir Mikael og heldur áfram. „Þessi reiði mótaði mig aftur á móti og ég er rosalega þakklátur fyrir það. Hún mótaði mig hvað ég átti eftir að gera seinna sem blaðamaður og rithöfundur. Hún mótaði algjörlega sýn mína á samfélagið. Ég fæddist svolítið með hnefann á lofti,“ segir Mikki en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Bókmenntir Ísland í dag Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira