Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 32-33 | Dagur hetjan í Kaplakrika Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 15. desember 2019 18:15 Eyjamenn fagna. vísir/bára ÍBV vann ótrúlegan sigur á FH í Kaplakrika, 32-33, í háspennuleik. FH hafði yfirhöndina framan af og leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 16-14. FH byrjaði leikinn af krafti og leiddi með þremur mörkum strax í upphafi leiks, 5-2. ÍBV snéri þá leiknum sér í vil og með 2-8 kafla var staðan orðin 7-10 og Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, tók leikhlé. FH náði í kjölfarið undirtökunum á leiknum og leiddi í hálfleik með tveimur mörkum, 16-14. Markverðir liðanna, Petar Jokanovic og Phil Döhler, komu báðir í deildina á þessu tímabili og hafa spilað misvel til þessa en þeir áttu báðir góðan leik í dag og voru að verja mikilvæga bolta. Jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik sem var leikur áhlaupa, heimamenn héldu forystunni framan af ÍBV jafnaði leikinn í stöðunni 20-20. Gestirnir náðu svo forystunni en náðu ekki að slíta sig frá FH-ingum og staðan var jöfn þegar 10 mínútur voru til leiksloka, 27-27. FH virtist ætla að vinna lokakaflann og voru tveimur mörkum yfir 30-28 en ÍBV gafst ekki upp, Petar Jokanovic jafnaði með skoti á autt mark FH-inga, 30-30 og loka mínúturnar voru æsispennandi. Ásbjörn Friðriksson tapaði boltanum fyrir FH í næstu sókn og ÍBV stal forystunni og leiddu með einu marki þegar 40 sekúndur voru eftir af leiknum, 31-32. FH tók þá leikhlé fyrir lokasóknina, leikhléið skilaði marki frá Jóni Bjarna Ólafssyni af línunni og allt stefndi í jafntefli, 32-32. ÍBV hafði þá 14 sekúndur til að skora, liðið tók leikhlé og stillti upp í kerfi sem á endanum skilaði þeim mikilvægum sigri. Fannar Þór Friðgeirsson sendi boltann inn í teig þar sem Dagur Arnarsson kom á ferðinni og skoraði sirkus mark á loka sekúndu leiksins og tryggði ÍBV eins marks sigur, 32-33. Dagur var hetja ÍBV.vísir/bára Af hverju vann ÍBV? Tæknilega séð af því að liðið skoraði loka mark leiksins sem skildi liðin að, þetta var ótrúlega jafn leikur sem gat dottið báðu megin. Eyjamenn voru heppnir að fá þessa lokasókn sem skilaði þeim stigunum tveimur. Hverjir stóðu upp úr?Hákon Daði Styrmisson var markahæstur í liði ÍBV, skoraði 10 mörk en Dagur Arnarsson átti einnig góðan dag í liði Eyjamanna, hann skoraði 5 mörk og var með 8 sköpuð færi, auk þess að skora markið sem skilaði þeim sigrinum. Petar Jokanovic átti góðan leik, hann varði 15 bolta og skoraði 2 mörk. Hann hefur ekki átt góðan leik fyrir ÍBV síðan liðið mætti FH í Eyjum í fyrri umferðinni. Einar Rafn Eiðsson var frábær í dag, hann skoraði 10 mörk og var með 12 sköpuð færi, kom þar að 22 mörkum FH-inga. Hvað gekk illa? Bæði lið áttu slaka kafla í dag, varnarleikurinn var ekki nógu góður, sérstaklega hjá FH, og mikið var því skorað í leiknum. FH-ingar söknuðu Ágústs Birgissonar í vörninni í dag. Hvað er framundan? Nú er komið að jólafríi - Gleðileg Jól Sigursteinn fer svekktur í jólafrí.vísir/bára Steini Arndal: Vorum ekki nógu góðirSigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum svekktur með sitt annað dramatíska tap í röð. „Þetta er svekkjandi, það er ekki spurning. Enn við vorum ekki nógu góðir, það er bara þannig“ „Við getum ekki verið ánægðir með varnarleikinn hjá okkur, það er alltof mikið að fá á sig 33 mörk“ sagði Steini sem var óánægður með vörnina í dag og segir hana ástæðuna fyrir þessu tapi „Við vorum einu sirkus marki frá stigi, það er það sem sker út úr í lokin“ Sigursteinn segist ekki finna neitt jákvætt í leik sinna manna eins og er enn að hann hljóti að geta týnt eitthvað til þegar hann skoði þetta betur enn eins og er getur hann ekkert sagt „Akkurat núna sé ég ekkert nei, þetta snýst um það að vinna leiki og við gerðum það ekki“ Ágúst Birgisson, línu,- og varnarmaður FH, meiddist snemma leiks gegn Val í síðustu umferð og gat ekki tekið þátt í leiknum í dag. Hans var sárt saknað í leiknum þrátt fyrir að Steini vilji ekki koma með neinar afsakanir „Gústi er frábær leikmaður, við höfum ekki verið að nota neinar afsakanir í vetur og ætlum ekki að byrja á því í dag“ sagði Sigursteinn að lokum Kristinn: Fannar og Dagur vildu fara í þetta og útkoman var frábær „Liðsheildin skóp þennan sigur„ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari ÍBV. „Strákarnir fengu bara að stjórna því hvað þeir vildu gera, Fannar og Dagur vildu fara í þetta og útkoman var frábær“ sagði Kiddi um loka sóknina „Okkur tókst, á löngum köflum, að gera það sem við lögðum upp með, að klára sóknirnar okkar vel“ „Meðan við erum að spila aggressíft í uppstilltum sóknarleik og skila okkur heim, þá erum við í góðum málum“ „Dagur stýrði sóknarleiknum vel, við náðum að hvíla Fannar í vörn svo hann gat verið ferskur í sókninni. Það er bara gaman að fara inní frí með svona leik og svona sigur mark“ „Við gefum okkur út fyrir það að vera lið sem gefst ekki upp. Þrátt fyrir að vera í erfiðleikum, t.d í síðasta leik þá komum við okkur úr mjög ljótum leik og náum í jafntefli. Í dag voru við svo að spila á móti miklu betra liði, með fullri virðingu fyrir Frömurum, en við sýnum miklu betri frammistöðu í dag líka og að vinna FH á útivelli eftir að hafa lent of undir í leiknum er bara rosalega sterkt„ sagði Kiddi Petar Jokanovic var ÍBV mikilvægur í dag, Kiddi segir að það megi margt betur fara í hans leik en að liðið standi við bakið á honum og að hann eigi bara að njóta þess að spila handbolta „Við höfum verið að segja við hann að hann er hluti af liðinu og við stöndum við bakið á honum eins og öðrum leikmönnum. Það má laga eitthvað hjá honum eins og öllum öðrum, nú fáum við kærkomið jólafrí til að vinna í þessum hlutum“ sagði Kristinn að lokum Olís-deild karla
ÍBV vann ótrúlegan sigur á FH í Kaplakrika, 32-33, í háspennuleik. FH hafði yfirhöndina framan af og leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 16-14. FH byrjaði leikinn af krafti og leiddi með þremur mörkum strax í upphafi leiks, 5-2. ÍBV snéri þá leiknum sér í vil og með 2-8 kafla var staðan orðin 7-10 og Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, tók leikhlé. FH náði í kjölfarið undirtökunum á leiknum og leiddi í hálfleik með tveimur mörkum, 16-14. Markverðir liðanna, Petar Jokanovic og Phil Döhler, komu báðir í deildina á þessu tímabili og hafa spilað misvel til þessa en þeir áttu báðir góðan leik í dag og voru að verja mikilvæga bolta. Jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik sem var leikur áhlaupa, heimamenn héldu forystunni framan af ÍBV jafnaði leikinn í stöðunni 20-20. Gestirnir náðu svo forystunni en náðu ekki að slíta sig frá FH-ingum og staðan var jöfn þegar 10 mínútur voru til leiksloka, 27-27. FH virtist ætla að vinna lokakaflann og voru tveimur mörkum yfir 30-28 en ÍBV gafst ekki upp, Petar Jokanovic jafnaði með skoti á autt mark FH-inga, 30-30 og loka mínúturnar voru æsispennandi. Ásbjörn Friðriksson tapaði boltanum fyrir FH í næstu sókn og ÍBV stal forystunni og leiddu með einu marki þegar 40 sekúndur voru eftir af leiknum, 31-32. FH tók þá leikhlé fyrir lokasóknina, leikhléið skilaði marki frá Jóni Bjarna Ólafssyni af línunni og allt stefndi í jafntefli, 32-32. ÍBV hafði þá 14 sekúndur til að skora, liðið tók leikhlé og stillti upp í kerfi sem á endanum skilaði þeim mikilvægum sigri. Fannar Þór Friðgeirsson sendi boltann inn í teig þar sem Dagur Arnarsson kom á ferðinni og skoraði sirkus mark á loka sekúndu leiksins og tryggði ÍBV eins marks sigur, 32-33. Dagur var hetja ÍBV.vísir/bára Af hverju vann ÍBV? Tæknilega séð af því að liðið skoraði loka mark leiksins sem skildi liðin að, þetta var ótrúlega jafn leikur sem gat dottið báðu megin. Eyjamenn voru heppnir að fá þessa lokasókn sem skilaði þeim stigunum tveimur. Hverjir stóðu upp úr?Hákon Daði Styrmisson var markahæstur í liði ÍBV, skoraði 10 mörk en Dagur Arnarsson átti einnig góðan dag í liði Eyjamanna, hann skoraði 5 mörk og var með 8 sköpuð færi, auk þess að skora markið sem skilaði þeim sigrinum. Petar Jokanovic átti góðan leik, hann varði 15 bolta og skoraði 2 mörk. Hann hefur ekki átt góðan leik fyrir ÍBV síðan liðið mætti FH í Eyjum í fyrri umferðinni. Einar Rafn Eiðsson var frábær í dag, hann skoraði 10 mörk og var með 12 sköpuð færi, kom þar að 22 mörkum FH-inga. Hvað gekk illa? Bæði lið áttu slaka kafla í dag, varnarleikurinn var ekki nógu góður, sérstaklega hjá FH, og mikið var því skorað í leiknum. FH-ingar söknuðu Ágústs Birgissonar í vörninni í dag. Hvað er framundan? Nú er komið að jólafríi - Gleðileg Jól Sigursteinn fer svekktur í jólafrí.vísir/bára Steini Arndal: Vorum ekki nógu góðirSigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum svekktur með sitt annað dramatíska tap í röð. „Þetta er svekkjandi, það er ekki spurning. Enn við vorum ekki nógu góðir, það er bara þannig“ „Við getum ekki verið ánægðir með varnarleikinn hjá okkur, það er alltof mikið að fá á sig 33 mörk“ sagði Steini sem var óánægður með vörnina í dag og segir hana ástæðuna fyrir þessu tapi „Við vorum einu sirkus marki frá stigi, það er það sem sker út úr í lokin“ Sigursteinn segist ekki finna neitt jákvætt í leik sinna manna eins og er enn að hann hljóti að geta týnt eitthvað til þegar hann skoði þetta betur enn eins og er getur hann ekkert sagt „Akkurat núna sé ég ekkert nei, þetta snýst um það að vinna leiki og við gerðum það ekki“ Ágúst Birgisson, línu,- og varnarmaður FH, meiddist snemma leiks gegn Val í síðustu umferð og gat ekki tekið þátt í leiknum í dag. Hans var sárt saknað í leiknum þrátt fyrir að Steini vilji ekki koma með neinar afsakanir „Gústi er frábær leikmaður, við höfum ekki verið að nota neinar afsakanir í vetur og ætlum ekki að byrja á því í dag“ sagði Sigursteinn að lokum Kristinn: Fannar og Dagur vildu fara í þetta og útkoman var frábær „Liðsheildin skóp þennan sigur„ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari ÍBV. „Strákarnir fengu bara að stjórna því hvað þeir vildu gera, Fannar og Dagur vildu fara í þetta og útkoman var frábær“ sagði Kiddi um loka sóknina „Okkur tókst, á löngum köflum, að gera það sem við lögðum upp með, að klára sóknirnar okkar vel“ „Meðan við erum að spila aggressíft í uppstilltum sóknarleik og skila okkur heim, þá erum við í góðum málum“ „Dagur stýrði sóknarleiknum vel, við náðum að hvíla Fannar í vörn svo hann gat verið ferskur í sókninni. Það er bara gaman að fara inní frí með svona leik og svona sigur mark“ „Við gefum okkur út fyrir það að vera lið sem gefst ekki upp. Þrátt fyrir að vera í erfiðleikum, t.d í síðasta leik þá komum við okkur úr mjög ljótum leik og náum í jafntefli. Í dag voru við svo að spila á móti miklu betra liði, með fullri virðingu fyrir Frömurum, en við sýnum miklu betri frammistöðu í dag líka og að vinna FH á útivelli eftir að hafa lent of undir í leiknum er bara rosalega sterkt„ sagði Kiddi Petar Jokanovic var ÍBV mikilvægur í dag, Kiddi segir að það megi margt betur fara í hans leik en að liðið standi við bakið á honum og að hann eigi bara að njóta þess að spila handbolta „Við höfum verið að segja við hann að hann er hluti af liðinu og við stöndum við bakið á honum eins og öðrum leikmönnum. Það má laga eitthvað hjá honum eins og öllum öðrum, nú fáum við kærkomið jólafrí til að vinna í þessum hlutum“ sagði Kristinn að lokum
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti