Umfjöllun: Selfoss - Valur 31-33 | Áttundi sigur Valsmanna í röð Hólmar Höskuldsson skrifar 15. desember 2019 22:30 Agnar Smári skoraði níu mörk fyrir Val á Selfossi. vísir/vilhelm Leikurinn fór heldur venjulega af stað fyrstu mínúturnar en í stöðunni 3-4 á 6. mínútu fékk Atli Ævar, línumaður Selfoss, beint rautt spjald. Rauða spjaldið virtist knýja Selfyssinga áfram enn frekar og úrskurðaði það að Selfyssingar leiddur með 2-4 mörkum allan fyrri hálfleikinn. Í seinni hálfleik byrjuðu Valsarar að taka Hauk Þrastarson úr umferð sem og að Daníel fór að klukka einn og einn bolta í marki Vals. Á 45. mínútu jöfnuðu Valsarar og var leikurinn stál í stál fram að loka sóknunum. Valsarar stóðu engu að síður uppi sem sigurvegarar, 31-33, og því búnir að vinna átta leiki í röð. Við þennan sigur komast Valsarar í 3. sæti deildarinnar með 19 stig en Selfyssingar, sem þurftu að lúta í lægra haldi, eru í 5. sæti með 17 stig. Lítið þarf samt að gerast til að færast upp og niður í töflunni þegar næsta umferð byrjar í lok janúar á nýju ári. Einungis 3 stig skilja á milli 3. og 7. sætis deildarinnar. Engin skýr ástæða er fyrir að Valsarar unnu þennan leik annað en þeir skoruðu fleiri mörk en Selfoss. Liðin spiluðu virkilega svipað í dag leikurinn var hraður, spennandi og fullur af mörkum. Lítið var um markvörslu beggja megin en varnir liðanna spiluð vel engu að síður. Ákvörðun Vals um að taka Hauk Þrastarson úr umferð riðlaði mögulega sóknarleik Selfyssinga um stundarkorn áður en þeir fundu aðrar lausnir og gaf þeim mögulega pínu yfirhöndina undir lok leiksins. Frábær leikur annars og skemmtilegur á að horfa. Í liði Selfoss fóru bæði Haukur og Hergeir mikinn í sóknarleik síns liðs. Hergeir skoraði 10 mörk úr 13 skotum og skapaði 3 færi ásamt 2 stoðsendingum. Haukur skoraði 9 mörk úr 13 skotum og skapaði 9 færi ásamt 7 stoðsendingum. Síðan spiluðu þeir tveir einnig stórt hlutverk í varnarleik liðsins sem var fanta fínn heillt yfir. Í liði Vals voru þeir Agnar Smári og Anton Rúnarsson atkvæðamestir, Agnar var með 9 mörk úr 11 skotum og Anton var með 8 mörk úr 11 skotum ásamt 4 sköpuðum færum og 3 stoðsendingum. Markvarslan beggja megin var ekki upp á marga fiska en Selfoss var bara með 7 bolta varða í heildina og Valsarar einungis 8. Núna tekur við gott jóla og landsleikjahlé og mun Olís deildin ekkert fara í gang aftur fyrr en upp undir lok janúar. Liðin fá því tíma til að tjasla sínum mönnum saman og gefa þeim púst fyrir loka hnykkinn í deildinni og síðan seinna meir úrslitakeppnina. Selfoss mætir HK að nýju ári og Valsarar heimsækja ÍBV til Vestmannaeyja. Olís-deild karla
Leikurinn fór heldur venjulega af stað fyrstu mínúturnar en í stöðunni 3-4 á 6. mínútu fékk Atli Ævar, línumaður Selfoss, beint rautt spjald. Rauða spjaldið virtist knýja Selfyssinga áfram enn frekar og úrskurðaði það að Selfyssingar leiddur með 2-4 mörkum allan fyrri hálfleikinn. Í seinni hálfleik byrjuðu Valsarar að taka Hauk Þrastarson úr umferð sem og að Daníel fór að klukka einn og einn bolta í marki Vals. Á 45. mínútu jöfnuðu Valsarar og var leikurinn stál í stál fram að loka sóknunum. Valsarar stóðu engu að síður uppi sem sigurvegarar, 31-33, og því búnir að vinna átta leiki í röð. Við þennan sigur komast Valsarar í 3. sæti deildarinnar með 19 stig en Selfyssingar, sem þurftu að lúta í lægra haldi, eru í 5. sæti með 17 stig. Lítið þarf samt að gerast til að færast upp og niður í töflunni þegar næsta umferð byrjar í lok janúar á nýju ári. Einungis 3 stig skilja á milli 3. og 7. sætis deildarinnar. Engin skýr ástæða er fyrir að Valsarar unnu þennan leik annað en þeir skoruðu fleiri mörk en Selfoss. Liðin spiluðu virkilega svipað í dag leikurinn var hraður, spennandi og fullur af mörkum. Lítið var um markvörslu beggja megin en varnir liðanna spiluð vel engu að síður. Ákvörðun Vals um að taka Hauk Þrastarson úr umferð riðlaði mögulega sóknarleik Selfyssinga um stundarkorn áður en þeir fundu aðrar lausnir og gaf þeim mögulega pínu yfirhöndina undir lok leiksins. Frábær leikur annars og skemmtilegur á að horfa. Í liði Selfoss fóru bæði Haukur og Hergeir mikinn í sóknarleik síns liðs. Hergeir skoraði 10 mörk úr 13 skotum og skapaði 3 færi ásamt 2 stoðsendingum. Haukur skoraði 9 mörk úr 13 skotum og skapaði 9 færi ásamt 7 stoðsendingum. Síðan spiluðu þeir tveir einnig stórt hlutverk í varnarleik liðsins sem var fanta fínn heillt yfir. Í liði Vals voru þeir Agnar Smári og Anton Rúnarsson atkvæðamestir, Agnar var með 9 mörk úr 11 skotum og Anton var með 8 mörk úr 11 skotum ásamt 4 sköpuðum færum og 3 stoðsendingum. Markvarslan beggja megin var ekki upp á marga fiska en Selfoss var bara með 7 bolta varða í heildina og Valsarar einungis 8. Núna tekur við gott jóla og landsleikjahlé og mun Olís deildin ekkert fara í gang aftur fyrr en upp undir lok janúar. Liðin fá því tíma til að tjasla sínum mönnum saman og gefa þeim púst fyrir loka hnykkinn í deildinni og síðan seinna meir úrslitakeppnina. Selfoss mætir HK að nýju ári og Valsarar heimsækja ÍBV til Vestmannaeyja.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti