Ísland og UNESCO gera samkomulag um Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu Heimsljós kynnir 17. desember 2019 09:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri UNESCO, við undirritunina í gær. UNESCO/Christelle ALIX Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna UNESCO, undirrituðu í gær, samkomulag um að Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu starfi undir merkjum UNESCO sem sjálfstæð stofnun. Í miðstöðinni koma saman fjórir skólar sem starfræktir hafa verið á Íslandi. Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu (e. International Centre for Capacity Development, Sustainability and Societal Change), einnig nefnd GRÓ, verður fyrsta þverfaglega stofnun sinnar tegundar undir hatti UNESCO. Í miðstöðinni koma saman fjórir skólar sem hafa fram til þessa verið starfræktir sem skólar Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi: Jafnréttisskólinn, Jarðhitaskólinn, Landgræðsluskólinn og Sjávarútvegsskólinn. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri UNESCO, undirrituðu samkomulag þess efnis í höfuðstöðvum UNESCO í París síðdegis í gær. Skólarnir verða áfram fjármagnaðir af utanríkisráðuneytinu sem hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri UNESCO, við undirritunina í gær. „Með Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu leggjum við áfram okkar af mörkum á þeim sviðum sem Ísland hefur mikið fram að færa, þ.e. á sviðum jarðvarma, jafnréttis, sjávarútvegs og landgræðslu. Aukið samstarf Íslands og UNESCO býður upp á ýmsa möguleika og við hlökkum til að þróa það enn frekar. Um leið erum við stolt af því að geta haldið áfram að deila þekkingu okkar á þessum mikilvægu málefnum sem eru jafnframt í samræmi við megináherslur UNESCO,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hlutverk Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu verður sem fyrr að styðja við getu þróunarríkja í Afríku, Asíu og Mið- og Suður-Ameríku á þeim fjórum sviðum sem starfsemin tekur til og auka þar með möguleika þeirra á að ná alþjóðlegum markmiðum sínum í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Á hverju ári koma hópar sérfræðinga frá þróunarríkjum til nokkurra mánaða sérhæfðrar námsdvalar á Íslandi, auk þess sem haldin eru styttri námskeið í þróunarríkjum á vegum skólanna. Þar að auki gefst útskrifuðum nemendum frá öllum skólunum kostur á að sækja um styrki til meistara- eða doktorsnáms á Íslandi. Breytingunum er ætlað að styðja enn frekar við hlutverk skólanna en raska ekki grunnstarfsemi þeirra. Þeir munu áfram auka getu einstaklinga og stofnana í þróunarríkjum, hver á sínu sérsviði, og verða áfram hýstir í samstarfi við viðkomandi fagstofnanir, Orkustofnun, Hafrannsóknarstofnun, Landgræðsluna, Landbúnaðarháskólann og Háskóla Íslands.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna UNESCO, undirrituðu í gær, samkomulag um að Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu starfi undir merkjum UNESCO sem sjálfstæð stofnun. Í miðstöðinni koma saman fjórir skólar sem starfræktir hafa verið á Íslandi. Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu (e. International Centre for Capacity Development, Sustainability and Societal Change), einnig nefnd GRÓ, verður fyrsta þverfaglega stofnun sinnar tegundar undir hatti UNESCO. Í miðstöðinni koma saman fjórir skólar sem hafa fram til þessa verið starfræktir sem skólar Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi: Jafnréttisskólinn, Jarðhitaskólinn, Landgræðsluskólinn og Sjávarútvegsskólinn. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri UNESCO, undirrituðu samkomulag þess efnis í höfuðstöðvum UNESCO í París síðdegis í gær. Skólarnir verða áfram fjármagnaðir af utanríkisráðuneytinu sem hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri UNESCO, við undirritunina í gær. „Með Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu leggjum við áfram okkar af mörkum á þeim sviðum sem Ísland hefur mikið fram að færa, þ.e. á sviðum jarðvarma, jafnréttis, sjávarútvegs og landgræðslu. Aukið samstarf Íslands og UNESCO býður upp á ýmsa möguleika og við hlökkum til að þróa það enn frekar. Um leið erum við stolt af því að geta haldið áfram að deila þekkingu okkar á þessum mikilvægu málefnum sem eru jafnframt í samræmi við megináherslur UNESCO,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hlutverk Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu verður sem fyrr að styðja við getu þróunarríkja í Afríku, Asíu og Mið- og Suður-Ameríku á þeim fjórum sviðum sem starfsemin tekur til og auka þar með möguleika þeirra á að ná alþjóðlegum markmiðum sínum í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Á hverju ári koma hópar sérfræðinga frá þróunarríkjum til nokkurra mánaða sérhæfðrar námsdvalar á Íslandi, auk þess sem haldin eru styttri námskeið í þróunarríkjum á vegum skólanna. Þar að auki gefst útskrifuðum nemendum frá öllum skólunum kostur á að sækja um styrki til meistara- eða doktorsnáms á Íslandi. Breytingunum er ætlað að styðja enn frekar við hlutverk skólanna en raska ekki grunnstarfsemi þeirra. Þeir munu áfram auka getu einstaklinga og stofnana í þróunarríkjum, hver á sínu sérsviði, og verða áfram hýstir í samstarfi við viðkomandi fagstofnanir, Orkustofnun, Hafrannsóknarstofnun, Landgræðsluna, Landbúnaðarháskólann og Háskóla Íslands.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent