Kanslari í Bankastræti, vírusvarnarmógúll í felum á Dalvík og auðvitað Ed Sheeran Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2019 08:30 Fjöldi fyrirmenna heimsótti Ísland á árinu 2019. Angela Merkel sást á rölti í Bankastrætinu, forsætisráðherra fundaði með Pence, Zuckerberg-hjónin fögnuðu brúðkaupsafmæli og Ed Sheeran og Zara Larsson trylltu lýðinn í Laugardalnum. Vísir/hjalti Nú er árið senn liðið í aldanna skaut og eftir sem áður var það litað Íslandsheimsóknum erlendra stórstjarna. Innlit valdamikilla stjórnmálamanna voru áberandi á árinu og þá settu stórtónleikar breska tónlistarmannsins Ed Sheerans og fylgdarliðs hans svip sinn á flóru Íslandsvina ársins 2019. Hér verður stiklað á stóru yfir stjörnurnar sem komu til Íslands á árinu. Jessie J í verslunarferð og stjörnuhjón á Hlemmi Margir sem lögðu leið sína á frónið á liðnu ári eru með annan fótinn í Hollywood. Skoski leikarinn Gerard Butler stimplaði sig fyrstur stjarnanna inn sem Íslandsvinur en hann eyddi áramótunum í Reykjavík. Butler nýtti einnig tímann á Íslandi til að fara í bíó og kíkti út á lífið. Þannig sást til hans á skemmtistaðnum Miami í miðborginni og þá tók hann þátt í heljarinnar nýársfögnuði í Iðnó. Í mars var bandaríski leikarinn Neil Patrick Harris myndaður ásamt eiginmanni sínum, David Burtka, á Hlemmi mathöll. Hjónin fengu sér að borða á veitingastaðnum Skál og létu vel af málsverðinum.Harris er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Barney Stinson í sjónvarpsþáttunum How I Met Your Mother. Burtka hefur einnig getið sér gott orð sem leikari vestanhafs en hann er einnig menntaður kokkur. Þá hélt skoska hljómsveitin The Proclaimers tónleika í Hörpu 15. apríl. Sveitin er ein sú alvinsælasta í Skotlandi og er skipuð tvíburunum Craig og Charlie Reid, sem slógu rækilega í gegn árið 1988 með laginu I´m Gonna Be (500 Miles). Disney-tvíburinn Cole Sprouse lagði leið sína til Íslands í apríl og greindi skilmerkilega frá því á Instagram. Þar deildi hann myndböndum af íslensku landslagi en hann virtist á ferð um Suðurland í rigningunni. Þá heimsótti hann einnig svarta sanda við ísilagt lón, að öllum líkindum Jökulsárlón. Stjörnuparið Channing Tatum og Jessie J skelltu sér til Íslands í maí. Til þeirra sást á búðarrápi í miðbæ Reykjavíkur, þar sem þau kíktu meðal annars í verslanir 66° norður, Cintamani og Stellu í Bankastræti.Bæði höfðu Jessie og Tatum heimsótt Ísland hvort í sínu lagi áður en þau komu hingað saman. Sú fyrrnefnda, sem er bresk söngkona, hefur til að mynda haldið tónleika hér á landi. Tatum er þekktastur fyrir leik í vinsælum kvikmyndum á borð við 21 Jump Street, Magic Mike og White House Down. Þess má þó geta að síðustu fregnir herma að parið sé hætt saman. „Sólin er ennþá þarna! Klukkan er 23:11!“ Rússneska ofurfyrirsætan Irina Shayk lagði leið sína til Íslands í júní. Hún birti mynd af sér umvafinni íslenskri náttúru á Instagram og birti einnig svipmyndir af Íslandsferðinni í svokölluðu „story“ á miðlinum. Hin 33 ára Shayk rataði ítrekað í frétir á árinu vegna sambandsslita hennar og bandaríska leikarans Bradley Cooper. Þau tóku saman árið 2015 og eiga saman dótturina Lea De Seine. Á árunum 2010 til 2015 átti Shayk í ástarsambandi við portúgalska knattspyrnumanninn Cristiano Ronaldo. View this post on Instagram .. @falconeriofficial A post shared by irinashayk (@irinashayk) on Jun 8, 2019 at 10:14am PDT Í lok júní bar töluvert á heimsóknum þotuliðs til landsins, einkum í kringum tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum. Þeirra á meðal var tónlistarmaðurinn will.i.am sem tróð upp ásamt hljómsveit sinni, Black Eyed Peas, á Solstice-sviðinu. Will.i.am var iðinn við að birta myndir frá Íslandsheimsókninni á samfélagsmiðlum og greindi skilmerkilega frá hrifningu sinni á björtu sumarnóttinni. „Sólin er ennþá þarna! Klukkan er 23:11! Og ég hef það á tilfinningunni að nóttin í nótt verði aldrei nótt,“ sagði will.i.am í einni færslu á Instagram. Þá lögðu gömlu brýnin í hljómsveitinni Duran Duran leið sína til Íslands – einnig til tónleikahalds. Tónleikar sveitarinnar fóru fram í Laugardalshöll þann 25. júní, við mikinn fögnuð aðdáenda. John Taylor bassaleikari Duran Duran sagði í samtali við Fréttablaðið þegar hann var staddur hér á landi að hann væri afar spenntur fyrir því að vera kominn aftur til Íslands en þá voru fjórtán ár liðin frá því að sveitin kom síðast til landsins. Tónlistargagnrýnandi Vísis var endanlega skírður til rappsins þegar Black Eyed Peas tóku til við að trylla lýðinn á Secret Solstice. Boom, boom, boom.Alec Donnell Luna Sheeran og Larsson á fleygiferð Eftirminnilegasta heimsókn Íslandsvinar árið 2019 var þó eflaust í ágúst þegar breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hélt tvenna stórtónleika á Laugardalsvelli. Íslendingar flykktust á tónleikana í tugþúsundatali og umstangið í kringum þá var með því mesta sem sést hefur á Íslandi. Sheeran lét þó ekki nægja að troða upp í Laugardalnum heldur fagnaði hann rækilega í eftirpartíi sem haldið var eftir fyrri tónleika hans. Í partíinu tók söngvarinn geðþekki skot af íslensku brennivíni úr ísskúlptúr, sem var gerður í eftirmynd Sheerans sjálfs, og birti mynd af herlegheitunum á Instagram. Þá skellti hann sér einnig í verslunarferð og kom m.a. við í úraversluninni JS Watch á Laugavegi. Þar fjárfesti Sheeran í sex úrum og sat fyrir á mynd með lukkulegum verslunareigendunum, sem opnuðu búðina sérstaklega fyrir kappann. Ed Sheeran á Laugardalsvelli í ágúst.Vísir/Vilhelm Með Sheeran í för var sænska söngkonan Zara Larsson, sem hitaði upp fyrir kappann á báðum tónleikum. Hún skellti sér í ferðalag um Ísland ásamt móður sinni að tónleikunum loknum og kíkti m.a. á Skógafoss og kannaði Snæfellsnes.Heimsókn hennar í Akranesvita vakti þó mesta athygli en þar tóku vitaverðir vel á móti henni – þrátt fyrir að hafa ekki haft hugmynd um að þar væri heimsfræg söngkona á ferð, eins og frægt er orðið. Hér að neðan má sjá myndband af Larsson þenja raddböndin af mikilli snilld í góðum hljómburði vitans á Akranesi. Skandinavarnir fá ekki nóg Þá kíkti samlandi Larsson, sænski stórleikarinn Alexander Skarsgård, einnig til Íslands í ágúst. Hann sat fyrir á mynd ljósmyndarans Ara Magg á Instagram sem tekin var á Vestfjörðum. Skarsgård er Íslendingum vel kunnugur en hann hefur leikið stór hlutverk í sjónvarpsþáttum á borð við True Blood og Big Little Lies. Skarsgård er jafnframt sannkallaður Íslandsvinur og áhugasamur um náttúrulandsins, en árið 2016 sendi hann þáverandi forsetaframbjóðandanum, rithöfundinum og umhverfissinnanum Andra Snæ Magnasyni stuðningskveðjur. View this post on Instagram Bloody Northman in the West A post shared by arimagg (@arimagg) on Aug 7, 2019 at 5:09pm PDT Og fleiri frændur okkar af Norðurlöndum sóttu Ísland heim. Danski leikarinn Nikolaj Coster-Waldau kom hingað í tvígang, fyrst með fjölskyldu sinni í mars, og svo í ágúst þar sem hann snæddi með leikstjóranum Baltasar Kormáki á Matarkjallaranum. Coster-Waldau er einn þekktasti leikari Danmerkur og hefur undanfarin ár gert garðinn frægan í hlutverki riddarans Jaime Lannister í HBO þáttunum Game of Thrones sem sýndir voru á Stöð 2. Miller forðaðist athyglina Þá sást til bandaríska leikarans Ezra Millers á Íslandi í ágúst, nánar tiltekið í þjónustöð N1 í Borgarnesi. Samkvæmt heimildum Vísis var Miller þar á ferð ásamt félaga sínum og leiðsögumanni og virtust þeir ætla að falla ansi vel inn í hópinn þar til ungar stúlkur báru kennsl á kauða. Þær fóru upp að leikaranum, ræddu stuttlega við hann og báðu um að fá að taka af sér mynd með honum. Leikarinn var hinn kurteisasti að sögn heimildarmanna Vísis en vildi þó sem minnst af athyglinni vita. Miller, sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Fantastic Bests-kvikmyndaröðinni og sem ofurhetjan The Flash í Justice League, er mikill Íslandsvinur og er sagður hafa komið nokkrum sinnum hingað til lands. Frægt er þegar hann mætti óvænt í 80‘s-partí knattspyrnufélagsins Léttis í ÍR-heimilinu í Breiðholti í nóvember 2018. Rósa Björk og Saoirse í Alþingishúsinu.skjáskot/twitter Írska leikkonan Saoirse Ronan gerði sig jafnframt heimakomna í Alþingishúsinu í september. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna rakst á Ronan við þingsetningu og birti af sér mynd með leikkonunni á samfélagsmiðlum. Rósa sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að Ronan hefði verið á landinu í nokkra daga þegar þær hittust í Alþinghúsinu og líkað svo vel að hún hefði ákveðið að framlengja dvölina. Ronan hefur getið sér gott orð sem leikkona í Hollywood og er hlaðin tilnefningum til virtra verðlauna, m.a. fyrir leik sinn í kvikmyndunum Atonement og Lady Bird. Brosnan, Clooney og Pratt Íslendingar bíða eflaust margir með eftirvæntingu eftir Eurovision-kvikmynd bandaríska leikarans Wills Ferrels. Tökur á henni fóru m.a. fram á Húsavík í haust en á meðal þeirra sem þar leika aðalhlutverk er írski leikarinn Pierce Brosnan. Brosnan naut dvalar sinnar hér á landi en hann nýtti vinnuferðina einnig til ferðalaga. Þannig deildi hann mynd af sér og Keely Shaye Brosnan, eiginkonu sinni, á Þingvöllum, sem hann lýsti sem mögnuðum stað. Brosnan er hvað þekktastur fyrir að leika njósnara hennar hátignar, James Bond. Hann mun fara með hlutverk „myndarlegasta manns Íslands“, Eriks Erikssongs, í téðri Eurovision-mynd. View this post on Instagram Thingvellir National Park Iceland...Thingvellir, it is...one of the most memorable and powerful places on Earth. My apologies for incorrect spelling. A post shared by Pierce Brosnan (@piercebrosnanofficial) on Oct 16, 2019 at 6:02am PDT Þá greindi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra frá því í lok október að hún hefði hitt leikarann og leikstjórann George Clooney. Ráðherra kvað Clooney hafa verið afar almennilegan. Hann hafi þó verið í gervi sem ekki mátti sýna og því gat Þórdís ekki birt mynd af honum. „Við spjölluðum um náttúru Íslands, túrisma, pólitík - og veðrið - eins og Íslendingurinn sem ég er. Svo hann var bara léttur og ég var bara létt,“ sagði Þórdís um það sem þeim Clooney fór á milli. Clooney var staddur hér á landi vegna kvikmyndarinnar Good Morning, Midnight. Tökur fóru fram á Skálafellsjökli og í grennd við Höfn í Hornafirði. Clooney bæði leikstýrir myndinni og fer með aðalhlutverkið. Þá var bandaríski leikarinn Chris Pratt staddur hér á landi í nóvember við tökur á kvikmyndinni The Tomorrow War. Hann birti m.a. myndband af sér á Instagram þar sem hann var kappklæddur á jökli á Suðurlandi. Þeir sem þekkja til voru á því að myndefnið væri frá Jöklaseli við Skálafellsjökul. Pratt brá á leik með fylgjendum sínum og gaf þeim vísbendingu um það hvar hann væri staddur. Hann sagði að sér væri skítkalt en fallegt og sagði landið að miklu leyti búið til úr ís. Chris Pratt með notendanafnið @prattprattpratt á Instagram. Kanslari spókar sig í BankastrætiHeimsóknir valdamikilla stjórnmálamanna settu ekki síður svip sinn á árið en heimsóknir Hollywood-stjarna. Fyrsta ber að nefna Angelu Merkel kanslara Þýskalands sem kom hingað til lands í ágúst í tilefni af sumarfundi leiðtoga Norðurlandanna. Bæjarrölt kanslarans vakti sérstaka athygli en forvitnir Íslendingar birtu margir myndir og myndskeið af henni þar sem hún kíkti í búðir ásamt föruneyti sínu í miðbænum, m.a. í Bankastrætinu.Casual day in Iceland meeting Angela Merkel walking down Laugavegur. pic.twitter.com/sKKxnm10GY— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) August 19, 2019 Töluvert meira umstang var í kringum heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, 4. september. Pence lenti á Keflavíkurflugvelli um morguninn og hélt þá rakleiðis í Höfða þar sem hann átti fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Víða var lokað fyrir umferð í Reykjavík við komu varaforsetans og þá voru leyniskyttur í viðbragðsstöðu umhverfis Höfða þegar hann bar þar að garði. Einnig vöktu mikla athygli regnbogafánar sem fyrirtæki og stofnanir í Borgartúni flögguðu mörg við komu Pence. Margir túlkuðu fánana sem gagnrýni á skoðanir varaforsetans á málefnum og réttindum hinseginfólks, sem taldar eru afar afturhaldssamar. Heimsókn Pence lauk með fundi hans og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Keflavík. Á meðal þess sem fór Katrínu og Pence á milli voru málefni norðurslóða og loftslagsmál. Pence hefur verið lýst sem afneitunarsinna í málaflokknum. Hér sjást fánarnir sex sem Advania dró að húni í gærmorgun áður en Pence mætti í Höfða. Vísir/VilhelmNokkrum dögum eftir að Pence hélt af landi brott kom forseti Indlands, Ram Nath Kovind, í opinbera heimsókn til Íslands, ásamt eiginkonu sinni Savitu og öðru föruneyti. Þau hittu Indverja búsetta hér á landi og heimsóttu forseta Íslands á Bessastaði. Þá skoðuðu forsetahjónin Háskóla Íslands og sóttu viðskiptaþing áður en loks var haldið til Þingvalla. Þá kom Rick Perry, þáverandi orkumálaráðherra Bandaríkjanna, til landsins í október og sótti heim höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi. Perry var á meðal ræðumanna á Arctic Circle ráðstefnunni sem hefst í Hörpu á morgun. Nokkrum dögum eftir Íslandsheimsóknina tilkynnti Perry um afsögn sína úr embætti orkumálaráðherra.Laxveiði og golf heilla íþróttamenninaStjörnur úr heimi íþróttanna kíktu einnig til Íslands á árinu. Bandaríski hjólreiðakappinn Lance Armstrong kom hingað ásamt sambýliskonu sinni, Önnu Marie Hansen, í júní. Hansen birti mynd af sér á hjóli í Reykjadal en Armstrong birti myndband frá Hraunfossum í Hvítá í Borgarfirði. Þau hafa verið saman síðan árið 2008. Armstrong vann Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France, sjö ár í röð á árunum 1999 til 2005 eftir að hafa barist við krabbamein nokkrum árum áður. Armstrong var lengi undir grun um neyslu frammistöðubætandi efna á borð við stera en hann neitaði því ávallt. Hann viðurkenndi loks sök sína í janúar árið 2013 í viðtali við Opruh Winfrey. View this post on InstagramEpic day of riding in Iceland! Thanks to @icebike for the amazing time!!A post shared by Anna Hansen (@annahansen2) on Jun 16, 2019 at 10:04am PDTKnattspyrnugoðsögnin Davið Beckham kom í enn eina laxveiðiferð sína til landsins í júní. Hann var hér við veiðar í Haffjarðará á Snæfellsnesi ásamt góðvinum sínum Björgólfi Thor Björgólfssyni og breska leikstjóranum Guy Ritchie. Með þeim var einnig Salman bin Hamad bin Isa Al Khalifa, krónprins Barein. Ef marka má færslur þeirra á samfélagsmiðlum skemmtu kapparnir þeir sér vel.„Við elskum Ísland,“ má heyra Beckham segja í einu myndbandinu en hann er mikill Íslandsvinur í gegnum vinskap sinn við Björgólf og hefur komið hingað til lands í nokkur skipti undanfarin ár. Bandaríska körfuknattleiksstjarnan Stephen Curry kom til Íslands í byrjun september ásamt Ayeshu, eiginkonu sinni. Hjónin skelltu sér til að mynda í heimsókn í Bláa Lónið, jöklaferð og fjórhjólaferð. Þá herma heimildir Vísis að Ayesha hafi sótt veitingastaðinn Óx á Laugarvegi heim. Þá fór Stephen í golf á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði og lét vel af vellinum. „Hann kom og spilaði hérna. Hann var í skýjunum með völlinn,“ sagði Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, í samtali við Vísi um heimsókn stjörnunnar. „Hann spilaði völlinn á einu höggi undir pari og spilaði rosalega vel,“ sagði Ólafur Þór. Hvaleyrarvöllur er ekki auðveldur völlur og Curry að spila hann í fyrsta sinn. View this post on InstagramOn the rock up north with MY rock! #icelandA post shared by Wardell Curry (@stephencurry30) on Sep 1, 2019 at 7:11am PDTÞá naut búlgarska tennisstjarnan Grigor Dimitrov lífsins hér á landi í nóvember. Hann gisti til að mynda í lúxussvítu í Bláa lóninu og var sóttur þangað á þyrlu, sem fór með hann í skoðunarferð um íslenskar sveitir. Dimitrov var þriðji á heimslistanum í tennis árið 2017 en situr nú í 20. sæti listans.Hin danska Caroline Wozniacki skellti sér líka í gönguferðir í íslenskri náttúru í október. Wozniacki hefur verið ein besta tenniskona í heimi undanfarin áratug.Samfélagsmiðlakanónur ræktuðu rómantíkinaÞá er ráð að líta yfir Íslandsvini af öðrum sviðum en þeim sem talin hafa verið upp hér að ofan. Fyrst má nefna hinn sænska Felix Kjellberg, eða PewDiePie, sem er ein vinsælasta YouTube-stjarna fyrr og síðar með um hundrað milljónir áskrifenda á miðlinum. Kjellberg varði valentínusardeginum á Íslandi með þáverandi kærustu sinni, og núverandi eiginkonu, Youtube-stjörnunni Marziu. View this post on InstagramHappy v day virginsA post shared by PewDiePie (@pewdiepie) on Feb 14, 2019 at 1:53pm PSTÞá bárust fregnir af því í apríl að sjónvarpsmaðurinn góðkunni David Attenborough væri staddur hér á landi vegna verkefnis á vegum breska ríkisútvarpsins, BBC. Attenborough staldraði þó stutt við, aðeins í nokkra daga. Forsvarsmenn True North, sem voru með verkefnið á sinni könnu hér á landi, gátu ekkert tjáð sig um það þega fréttastofa leitaði eftir því á sínum tíma. Attenborough fagnaði 93 ára afmæli sínu í vor. Mark Zuckerberg, stofnandi samfélagsmiðlarisans Facebook, sást í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni, Priscillu Chan, í maí. Vegfarandi sem sá hjónin sagði í samtali við Vísi að hann hefði verið staddur í Austurstræti þegar hann „gekk í flasið“ á hjónunum. Þau sáust einnig á Þingvöllum fyrr sama dag. Zuckerberg og Chan áttu brúðkaupsafmæli umrædda helgi og því mætti telja sennilegt að ferðin hafi verið í tilefni þess. Zuckerberg og Chan sáust á gangi í Austurstræti. Rétt þykir að vekja athygli lesenda á að myndin er samsett. Samsett/Vilhelm Glaumgosi, ljósmyndari og grillkóngurLjósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015, tók þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon í júní. Hann segist elska Ísland en þetta var í 34. skiptið sem hann kemur til landsins. „Til þess að kynnast einhverjum stað af alvöru þarf að upplifa hann í öllum mögulegum aðstæðum. Nú ætla ég ekki að hlaupa inn í bíl þegar það byrjar að rigna eða fela mig í tjaldinu þegar það er rok,“ skrifaði Burkard á Instagram þar sem hann er afar vinsæll, með um 3,6 milljónir fylgjenda. Ljósmyndarinn er sem fyrr segir mikill Íslandsvinur en hann ferðaðist með hjartaknúsaranum Justin Bieber hingað til lands árið 2015, eftir að Bieber hafði spurt Burkard hvaða staði væri vert að heimsækja á Íslandi.Glaumgosinn Dan Bilzerian kom til Íslands í júlí. Fyrstu færslur Bilzerian sýndu hann staddan á hóteli hér á landi þar sem hann gæddi sér meðal annars á dýrindismat. Seinna birti hann svo myndbönd úr jeppaferð. Hinn 38 ára gamli Bilzerian er þekkastur fyrir íburðarmikinn lífstíl sem hann deilir með rúmlega 27 milljónum fylgjenda sinna á Instagram og á öðrum samfélagsmiðlum. Þá naut George Foreman, fyrrverandi hnefaleikakappi og grillfrömuður, lífsins á Íslandi í ágúst. Í færslu sem Foreman birti á Twitter-reikningnum sínum sagðist hann ekki hafa orðið var við mörg tré en bætti jafnóðum við að loftið gæti ekki mögulega verið ferskara. Hann myndi eflaust leggja nafn sitt við það. Þá mærði hann íslenska kranavatnið sem hann sagði að væri alveg eins og úr flöskunum í heimalandinu. Foreman gerði sér jafnframt lítið fyrir og stillti sér upp með íslenska hestinum. Hann er mikill aðdáandi íslenska hestsins en vísir greindi frá því árið 2008 að á heimasíðu kappans kæmi fram að Foreman safnaði íslenskum og arabískum gæðingum. Iceland, haven't seen many trees, but the air here is as fresh as it gets. Water out of the faucet is like Great bottle water. No ponies here Teal Horses pic.twitter.com/cbVpOH77kR— George Foreman (@GeorgeForeman) August 28, 2019 Undarlegt mál vírusvarnarmógúlsEinn af einkennilegri „kannski-Íslandsvinum“ ársins var svo án efa tæknifrumkvöðullinn John McAfee, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað McAfee vírusvarnarfyrirtækið. Í september kom í ljós að hann virðist hafa verið í felum á Dalvík. McAfee hefur verið á flótta síðan árið 2012 þegar hann var sakaður um að hafa skotið nágranna sinn í Belize til bana. Hann er einnig sakaður um umfangsmikil skattsvik í Bandaríkjunum. McAfee hvarf af sjónarsviðinu í sumar eftir að hann var handtekinn í Dóminíska lýðveldinu. Þá var hann ásamt öðrum á ferð í snekkju og fundust þar um borð skotvopn, skotfæri og „hergögn“. Eftir að honum var sleppt sagði McAfee á Twitter að hann ætlaði sér að fara huldu höfði um tíma og sagðist hann vera í Litháen.Síðar kom á daginn að McAfee hefði þurft að flytja á nýjan leik og sagði hann á Twitter að það væri vegna þess komið hafi verið upp um felustað hans og eiginkonu hans. McAfee greindi sjálfur frá því á Twitter að hann myndi sakna matsölustaðarins Gregor‘s á felustaðnum en umræddur Gregor‘s er einmitt matsölustaður á Dalvík.We have been outed. You cannot blame Adam. It would have happened eventually. The slip up was mine - mentioning Gregor's Eatery. I, in fact, commend Adam for his intelligence and insightful work. If I had money, I would hire you Adam. We are on the road again. https://t.co/zvzMj5RyiH— John McAfee (@officialmcafee) August 28, 2019 Hjónin Ashley Iaconetti og Jared Haibon komu til Íslands nú í nóvember. Þau eru eitt af þekktustu pörum í sögu raunveruleikaþáttanna um piparsveininn, The Bachelor, og létu vel af heimsókn sinni. Iaconetti greindi frá því á Instagram að hún hefði stillt vekjaraklukkuna svo þau gætu lagt sig í smá stund eftir flugið frá Bandaríkjunum. Það virtist hafa misfarist og vöknuðu þau því um kvöldið, þegar sólin var farin. Þau skelltu sér því í göngutúr um miðborg Reykjavíkur um kvöldið og fengu sér ís. Iaconetti og Haibon hafa tekið þátt í The Bachelor og The Bachelorette, sem og skyldri þáttaröð; Bachelor in Paradise. Þau hafa gengið í gegnum súrt og sætt í þáttunum en giftu sig fyrr á þessu ári. Þau eru nú stödd hér á landi og greina bæði frá því á Instagram-síðum sínum. Og nú síðast í vikunni bárust fregnir af heimsókn bresku sjónvarpsstjörnunnar Claudiu Winkelman hingað til lands ásamt fjölskyldu sinni. Winkelman er þekktust fyrir að stýra danskeppninni Strictly Come Dancing, fyrirmynd þáttanna Allir geta dansað sem sýndir eru á Stöð 2, og tekjuhæsta konan sem starfar hjá BBC. Winkelman birti mynd af syni sínum dreymnum við Bláa lónið og síðar dásamaði hún kvöldverð sem hún snæddi á veitingastaðnum Moss Restaurant. „Ég ætla aldrei að koma heim. (Er þetta rétti tíminn til að benda á að við höfum drukkið örlítið vín). Góða nótt. Og gifstu mér, Ísland,“ skrifaði Winkelman við myndina. View this post on InstagramI don't know what's happening but here we are. I've never photographed food before but this is not normal. Crispy things (somebody mentioned cod), the best butter I've ever had (it's whisked, I'm not joking), coconut with crab (should be soul destroying, made us do a jig) and finally some gingerbread and licorice toffees served on actual rock. I'm never coming home. (Is this a good time to point out we've drunk a little bit of wine) Night night. And marry me Iceland. XA post shared by Claudia Winkleman (@claudiawinkle) on Dec 19, 2019 at 2:38pm PST Fréttir ársins 2019 Íslandsvinir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Nú er árið senn liðið í aldanna skaut og eftir sem áður var það litað Íslandsheimsóknum erlendra stórstjarna. Innlit valdamikilla stjórnmálamanna voru áberandi á árinu og þá settu stórtónleikar breska tónlistarmannsins Ed Sheerans og fylgdarliðs hans svip sinn á flóru Íslandsvina ársins 2019. Hér verður stiklað á stóru yfir stjörnurnar sem komu til Íslands á árinu. Jessie J í verslunarferð og stjörnuhjón á Hlemmi Margir sem lögðu leið sína á frónið á liðnu ári eru með annan fótinn í Hollywood. Skoski leikarinn Gerard Butler stimplaði sig fyrstur stjarnanna inn sem Íslandsvinur en hann eyddi áramótunum í Reykjavík. Butler nýtti einnig tímann á Íslandi til að fara í bíó og kíkti út á lífið. Þannig sást til hans á skemmtistaðnum Miami í miðborginni og þá tók hann þátt í heljarinnar nýársfögnuði í Iðnó. Í mars var bandaríski leikarinn Neil Patrick Harris myndaður ásamt eiginmanni sínum, David Burtka, á Hlemmi mathöll. Hjónin fengu sér að borða á veitingastaðnum Skál og létu vel af málsverðinum.Harris er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Barney Stinson í sjónvarpsþáttunum How I Met Your Mother. Burtka hefur einnig getið sér gott orð sem leikari vestanhafs en hann er einnig menntaður kokkur. Þá hélt skoska hljómsveitin The Proclaimers tónleika í Hörpu 15. apríl. Sveitin er ein sú alvinsælasta í Skotlandi og er skipuð tvíburunum Craig og Charlie Reid, sem slógu rækilega í gegn árið 1988 með laginu I´m Gonna Be (500 Miles). Disney-tvíburinn Cole Sprouse lagði leið sína til Íslands í apríl og greindi skilmerkilega frá því á Instagram. Þar deildi hann myndböndum af íslensku landslagi en hann virtist á ferð um Suðurland í rigningunni. Þá heimsótti hann einnig svarta sanda við ísilagt lón, að öllum líkindum Jökulsárlón. Stjörnuparið Channing Tatum og Jessie J skelltu sér til Íslands í maí. Til þeirra sást á búðarrápi í miðbæ Reykjavíkur, þar sem þau kíktu meðal annars í verslanir 66° norður, Cintamani og Stellu í Bankastræti.Bæði höfðu Jessie og Tatum heimsótt Ísland hvort í sínu lagi áður en þau komu hingað saman. Sú fyrrnefnda, sem er bresk söngkona, hefur til að mynda haldið tónleika hér á landi. Tatum er þekktastur fyrir leik í vinsælum kvikmyndum á borð við 21 Jump Street, Magic Mike og White House Down. Þess má þó geta að síðustu fregnir herma að parið sé hætt saman. „Sólin er ennþá þarna! Klukkan er 23:11!“ Rússneska ofurfyrirsætan Irina Shayk lagði leið sína til Íslands í júní. Hún birti mynd af sér umvafinni íslenskri náttúru á Instagram og birti einnig svipmyndir af Íslandsferðinni í svokölluðu „story“ á miðlinum. Hin 33 ára Shayk rataði ítrekað í frétir á árinu vegna sambandsslita hennar og bandaríska leikarans Bradley Cooper. Þau tóku saman árið 2015 og eiga saman dótturina Lea De Seine. Á árunum 2010 til 2015 átti Shayk í ástarsambandi við portúgalska knattspyrnumanninn Cristiano Ronaldo. View this post on Instagram .. @falconeriofficial A post shared by irinashayk (@irinashayk) on Jun 8, 2019 at 10:14am PDT Í lok júní bar töluvert á heimsóknum þotuliðs til landsins, einkum í kringum tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum. Þeirra á meðal var tónlistarmaðurinn will.i.am sem tróð upp ásamt hljómsveit sinni, Black Eyed Peas, á Solstice-sviðinu. Will.i.am var iðinn við að birta myndir frá Íslandsheimsókninni á samfélagsmiðlum og greindi skilmerkilega frá hrifningu sinni á björtu sumarnóttinni. „Sólin er ennþá þarna! Klukkan er 23:11! Og ég hef það á tilfinningunni að nóttin í nótt verði aldrei nótt,“ sagði will.i.am í einni færslu á Instagram. Þá lögðu gömlu brýnin í hljómsveitinni Duran Duran leið sína til Íslands – einnig til tónleikahalds. Tónleikar sveitarinnar fóru fram í Laugardalshöll þann 25. júní, við mikinn fögnuð aðdáenda. John Taylor bassaleikari Duran Duran sagði í samtali við Fréttablaðið þegar hann var staddur hér á landi að hann væri afar spenntur fyrir því að vera kominn aftur til Íslands en þá voru fjórtán ár liðin frá því að sveitin kom síðast til landsins. Tónlistargagnrýnandi Vísis var endanlega skírður til rappsins þegar Black Eyed Peas tóku til við að trylla lýðinn á Secret Solstice. Boom, boom, boom.Alec Donnell Luna Sheeran og Larsson á fleygiferð Eftirminnilegasta heimsókn Íslandsvinar árið 2019 var þó eflaust í ágúst þegar breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hélt tvenna stórtónleika á Laugardalsvelli. Íslendingar flykktust á tónleikana í tugþúsundatali og umstangið í kringum þá var með því mesta sem sést hefur á Íslandi. Sheeran lét þó ekki nægja að troða upp í Laugardalnum heldur fagnaði hann rækilega í eftirpartíi sem haldið var eftir fyrri tónleika hans. Í partíinu tók söngvarinn geðþekki skot af íslensku brennivíni úr ísskúlptúr, sem var gerður í eftirmynd Sheerans sjálfs, og birti mynd af herlegheitunum á Instagram. Þá skellti hann sér einnig í verslunarferð og kom m.a. við í úraversluninni JS Watch á Laugavegi. Þar fjárfesti Sheeran í sex úrum og sat fyrir á mynd með lukkulegum verslunareigendunum, sem opnuðu búðina sérstaklega fyrir kappann. Ed Sheeran á Laugardalsvelli í ágúst.Vísir/Vilhelm Með Sheeran í för var sænska söngkonan Zara Larsson, sem hitaði upp fyrir kappann á báðum tónleikum. Hún skellti sér í ferðalag um Ísland ásamt móður sinni að tónleikunum loknum og kíkti m.a. á Skógafoss og kannaði Snæfellsnes.Heimsókn hennar í Akranesvita vakti þó mesta athygli en þar tóku vitaverðir vel á móti henni – þrátt fyrir að hafa ekki haft hugmynd um að þar væri heimsfræg söngkona á ferð, eins og frægt er orðið. Hér að neðan má sjá myndband af Larsson þenja raddböndin af mikilli snilld í góðum hljómburði vitans á Akranesi. Skandinavarnir fá ekki nóg Þá kíkti samlandi Larsson, sænski stórleikarinn Alexander Skarsgård, einnig til Íslands í ágúst. Hann sat fyrir á mynd ljósmyndarans Ara Magg á Instagram sem tekin var á Vestfjörðum. Skarsgård er Íslendingum vel kunnugur en hann hefur leikið stór hlutverk í sjónvarpsþáttum á borð við True Blood og Big Little Lies. Skarsgård er jafnframt sannkallaður Íslandsvinur og áhugasamur um náttúrulandsins, en árið 2016 sendi hann þáverandi forsetaframbjóðandanum, rithöfundinum og umhverfissinnanum Andra Snæ Magnasyni stuðningskveðjur. View this post on Instagram Bloody Northman in the West A post shared by arimagg (@arimagg) on Aug 7, 2019 at 5:09pm PDT Og fleiri frændur okkar af Norðurlöndum sóttu Ísland heim. Danski leikarinn Nikolaj Coster-Waldau kom hingað í tvígang, fyrst með fjölskyldu sinni í mars, og svo í ágúst þar sem hann snæddi með leikstjóranum Baltasar Kormáki á Matarkjallaranum. Coster-Waldau er einn þekktasti leikari Danmerkur og hefur undanfarin ár gert garðinn frægan í hlutverki riddarans Jaime Lannister í HBO þáttunum Game of Thrones sem sýndir voru á Stöð 2. Miller forðaðist athyglina Þá sást til bandaríska leikarans Ezra Millers á Íslandi í ágúst, nánar tiltekið í þjónustöð N1 í Borgarnesi. Samkvæmt heimildum Vísis var Miller þar á ferð ásamt félaga sínum og leiðsögumanni og virtust þeir ætla að falla ansi vel inn í hópinn þar til ungar stúlkur báru kennsl á kauða. Þær fóru upp að leikaranum, ræddu stuttlega við hann og báðu um að fá að taka af sér mynd með honum. Leikarinn var hinn kurteisasti að sögn heimildarmanna Vísis en vildi þó sem minnst af athyglinni vita. Miller, sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Fantastic Bests-kvikmyndaröðinni og sem ofurhetjan The Flash í Justice League, er mikill Íslandsvinur og er sagður hafa komið nokkrum sinnum hingað til lands. Frægt er þegar hann mætti óvænt í 80‘s-partí knattspyrnufélagsins Léttis í ÍR-heimilinu í Breiðholti í nóvember 2018. Rósa Björk og Saoirse í Alþingishúsinu.skjáskot/twitter Írska leikkonan Saoirse Ronan gerði sig jafnframt heimakomna í Alþingishúsinu í september. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna rakst á Ronan við þingsetningu og birti af sér mynd með leikkonunni á samfélagsmiðlum. Rósa sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að Ronan hefði verið á landinu í nokkra daga þegar þær hittust í Alþinghúsinu og líkað svo vel að hún hefði ákveðið að framlengja dvölina. Ronan hefur getið sér gott orð sem leikkona í Hollywood og er hlaðin tilnefningum til virtra verðlauna, m.a. fyrir leik sinn í kvikmyndunum Atonement og Lady Bird. Brosnan, Clooney og Pratt Íslendingar bíða eflaust margir með eftirvæntingu eftir Eurovision-kvikmynd bandaríska leikarans Wills Ferrels. Tökur á henni fóru m.a. fram á Húsavík í haust en á meðal þeirra sem þar leika aðalhlutverk er írski leikarinn Pierce Brosnan. Brosnan naut dvalar sinnar hér á landi en hann nýtti vinnuferðina einnig til ferðalaga. Þannig deildi hann mynd af sér og Keely Shaye Brosnan, eiginkonu sinni, á Þingvöllum, sem hann lýsti sem mögnuðum stað. Brosnan er hvað þekktastur fyrir að leika njósnara hennar hátignar, James Bond. Hann mun fara með hlutverk „myndarlegasta manns Íslands“, Eriks Erikssongs, í téðri Eurovision-mynd. View this post on Instagram Thingvellir National Park Iceland...Thingvellir, it is...one of the most memorable and powerful places on Earth. My apologies for incorrect spelling. A post shared by Pierce Brosnan (@piercebrosnanofficial) on Oct 16, 2019 at 6:02am PDT Þá greindi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra frá því í lok október að hún hefði hitt leikarann og leikstjórann George Clooney. Ráðherra kvað Clooney hafa verið afar almennilegan. Hann hafi þó verið í gervi sem ekki mátti sýna og því gat Þórdís ekki birt mynd af honum. „Við spjölluðum um náttúru Íslands, túrisma, pólitík - og veðrið - eins og Íslendingurinn sem ég er. Svo hann var bara léttur og ég var bara létt,“ sagði Þórdís um það sem þeim Clooney fór á milli. Clooney var staddur hér á landi vegna kvikmyndarinnar Good Morning, Midnight. Tökur fóru fram á Skálafellsjökli og í grennd við Höfn í Hornafirði. Clooney bæði leikstýrir myndinni og fer með aðalhlutverkið. Þá var bandaríski leikarinn Chris Pratt staddur hér á landi í nóvember við tökur á kvikmyndinni The Tomorrow War. Hann birti m.a. myndband af sér á Instagram þar sem hann var kappklæddur á jökli á Suðurlandi. Þeir sem þekkja til voru á því að myndefnið væri frá Jöklaseli við Skálafellsjökul. Pratt brá á leik með fylgjendum sínum og gaf þeim vísbendingu um það hvar hann væri staddur. Hann sagði að sér væri skítkalt en fallegt og sagði landið að miklu leyti búið til úr ís. Chris Pratt með notendanafnið @prattprattpratt á Instagram. Kanslari spókar sig í BankastrætiHeimsóknir valdamikilla stjórnmálamanna settu ekki síður svip sinn á árið en heimsóknir Hollywood-stjarna. Fyrsta ber að nefna Angelu Merkel kanslara Þýskalands sem kom hingað til lands í ágúst í tilefni af sumarfundi leiðtoga Norðurlandanna. Bæjarrölt kanslarans vakti sérstaka athygli en forvitnir Íslendingar birtu margir myndir og myndskeið af henni þar sem hún kíkti í búðir ásamt föruneyti sínu í miðbænum, m.a. í Bankastrætinu.Casual day in Iceland meeting Angela Merkel walking down Laugavegur. pic.twitter.com/sKKxnm10GY— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) August 19, 2019 Töluvert meira umstang var í kringum heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, 4. september. Pence lenti á Keflavíkurflugvelli um morguninn og hélt þá rakleiðis í Höfða þar sem hann átti fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Víða var lokað fyrir umferð í Reykjavík við komu varaforsetans og þá voru leyniskyttur í viðbragðsstöðu umhverfis Höfða þegar hann bar þar að garði. Einnig vöktu mikla athygli regnbogafánar sem fyrirtæki og stofnanir í Borgartúni flögguðu mörg við komu Pence. Margir túlkuðu fánana sem gagnrýni á skoðanir varaforsetans á málefnum og réttindum hinseginfólks, sem taldar eru afar afturhaldssamar. Heimsókn Pence lauk með fundi hans og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Keflavík. Á meðal þess sem fór Katrínu og Pence á milli voru málefni norðurslóða og loftslagsmál. Pence hefur verið lýst sem afneitunarsinna í málaflokknum. Hér sjást fánarnir sex sem Advania dró að húni í gærmorgun áður en Pence mætti í Höfða. Vísir/VilhelmNokkrum dögum eftir að Pence hélt af landi brott kom forseti Indlands, Ram Nath Kovind, í opinbera heimsókn til Íslands, ásamt eiginkonu sinni Savitu og öðru föruneyti. Þau hittu Indverja búsetta hér á landi og heimsóttu forseta Íslands á Bessastaði. Þá skoðuðu forsetahjónin Háskóla Íslands og sóttu viðskiptaþing áður en loks var haldið til Þingvalla. Þá kom Rick Perry, þáverandi orkumálaráðherra Bandaríkjanna, til landsins í október og sótti heim höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi. Perry var á meðal ræðumanna á Arctic Circle ráðstefnunni sem hefst í Hörpu á morgun. Nokkrum dögum eftir Íslandsheimsóknina tilkynnti Perry um afsögn sína úr embætti orkumálaráðherra.Laxveiði og golf heilla íþróttamenninaStjörnur úr heimi íþróttanna kíktu einnig til Íslands á árinu. Bandaríski hjólreiðakappinn Lance Armstrong kom hingað ásamt sambýliskonu sinni, Önnu Marie Hansen, í júní. Hansen birti mynd af sér á hjóli í Reykjadal en Armstrong birti myndband frá Hraunfossum í Hvítá í Borgarfirði. Þau hafa verið saman síðan árið 2008. Armstrong vann Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France, sjö ár í röð á árunum 1999 til 2005 eftir að hafa barist við krabbamein nokkrum árum áður. Armstrong var lengi undir grun um neyslu frammistöðubætandi efna á borð við stera en hann neitaði því ávallt. Hann viðurkenndi loks sök sína í janúar árið 2013 í viðtali við Opruh Winfrey. View this post on InstagramEpic day of riding in Iceland! Thanks to @icebike for the amazing time!!A post shared by Anna Hansen (@annahansen2) on Jun 16, 2019 at 10:04am PDTKnattspyrnugoðsögnin Davið Beckham kom í enn eina laxveiðiferð sína til landsins í júní. Hann var hér við veiðar í Haffjarðará á Snæfellsnesi ásamt góðvinum sínum Björgólfi Thor Björgólfssyni og breska leikstjóranum Guy Ritchie. Með þeim var einnig Salman bin Hamad bin Isa Al Khalifa, krónprins Barein. Ef marka má færslur þeirra á samfélagsmiðlum skemmtu kapparnir þeir sér vel.„Við elskum Ísland,“ má heyra Beckham segja í einu myndbandinu en hann er mikill Íslandsvinur í gegnum vinskap sinn við Björgólf og hefur komið hingað til lands í nokkur skipti undanfarin ár. Bandaríska körfuknattleiksstjarnan Stephen Curry kom til Íslands í byrjun september ásamt Ayeshu, eiginkonu sinni. Hjónin skelltu sér til að mynda í heimsókn í Bláa Lónið, jöklaferð og fjórhjólaferð. Þá herma heimildir Vísis að Ayesha hafi sótt veitingastaðinn Óx á Laugarvegi heim. Þá fór Stephen í golf á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði og lét vel af vellinum. „Hann kom og spilaði hérna. Hann var í skýjunum með völlinn,“ sagði Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, í samtali við Vísi um heimsókn stjörnunnar. „Hann spilaði völlinn á einu höggi undir pari og spilaði rosalega vel,“ sagði Ólafur Þór. Hvaleyrarvöllur er ekki auðveldur völlur og Curry að spila hann í fyrsta sinn. View this post on InstagramOn the rock up north with MY rock! #icelandA post shared by Wardell Curry (@stephencurry30) on Sep 1, 2019 at 7:11am PDTÞá naut búlgarska tennisstjarnan Grigor Dimitrov lífsins hér á landi í nóvember. Hann gisti til að mynda í lúxussvítu í Bláa lóninu og var sóttur þangað á þyrlu, sem fór með hann í skoðunarferð um íslenskar sveitir. Dimitrov var þriðji á heimslistanum í tennis árið 2017 en situr nú í 20. sæti listans.Hin danska Caroline Wozniacki skellti sér líka í gönguferðir í íslenskri náttúru í október. Wozniacki hefur verið ein besta tenniskona í heimi undanfarin áratug.Samfélagsmiðlakanónur ræktuðu rómantíkinaÞá er ráð að líta yfir Íslandsvini af öðrum sviðum en þeim sem talin hafa verið upp hér að ofan. Fyrst má nefna hinn sænska Felix Kjellberg, eða PewDiePie, sem er ein vinsælasta YouTube-stjarna fyrr og síðar með um hundrað milljónir áskrifenda á miðlinum. Kjellberg varði valentínusardeginum á Íslandi með þáverandi kærustu sinni, og núverandi eiginkonu, Youtube-stjörnunni Marziu. View this post on InstagramHappy v day virginsA post shared by PewDiePie (@pewdiepie) on Feb 14, 2019 at 1:53pm PSTÞá bárust fregnir af því í apríl að sjónvarpsmaðurinn góðkunni David Attenborough væri staddur hér á landi vegna verkefnis á vegum breska ríkisútvarpsins, BBC. Attenborough staldraði þó stutt við, aðeins í nokkra daga. Forsvarsmenn True North, sem voru með verkefnið á sinni könnu hér á landi, gátu ekkert tjáð sig um það þega fréttastofa leitaði eftir því á sínum tíma. Attenborough fagnaði 93 ára afmæli sínu í vor. Mark Zuckerberg, stofnandi samfélagsmiðlarisans Facebook, sást í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni, Priscillu Chan, í maí. Vegfarandi sem sá hjónin sagði í samtali við Vísi að hann hefði verið staddur í Austurstræti þegar hann „gekk í flasið“ á hjónunum. Þau sáust einnig á Þingvöllum fyrr sama dag. Zuckerberg og Chan áttu brúðkaupsafmæli umrædda helgi og því mætti telja sennilegt að ferðin hafi verið í tilefni þess. Zuckerberg og Chan sáust á gangi í Austurstræti. Rétt þykir að vekja athygli lesenda á að myndin er samsett. Samsett/Vilhelm Glaumgosi, ljósmyndari og grillkóngurLjósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015, tók þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon í júní. Hann segist elska Ísland en þetta var í 34. skiptið sem hann kemur til landsins. „Til þess að kynnast einhverjum stað af alvöru þarf að upplifa hann í öllum mögulegum aðstæðum. Nú ætla ég ekki að hlaupa inn í bíl þegar það byrjar að rigna eða fela mig í tjaldinu þegar það er rok,“ skrifaði Burkard á Instagram þar sem hann er afar vinsæll, með um 3,6 milljónir fylgjenda. Ljósmyndarinn er sem fyrr segir mikill Íslandsvinur en hann ferðaðist með hjartaknúsaranum Justin Bieber hingað til lands árið 2015, eftir að Bieber hafði spurt Burkard hvaða staði væri vert að heimsækja á Íslandi.Glaumgosinn Dan Bilzerian kom til Íslands í júlí. Fyrstu færslur Bilzerian sýndu hann staddan á hóteli hér á landi þar sem hann gæddi sér meðal annars á dýrindismat. Seinna birti hann svo myndbönd úr jeppaferð. Hinn 38 ára gamli Bilzerian er þekkastur fyrir íburðarmikinn lífstíl sem hann deilir með rúmlega 27 milljónum fylgjenda sinna á Instagram og á öðrum samfélagsmiðlum. Þá naut George Foreman, fyrrverandi hnefaleikakappi og grillfrömuður, lífsins á Íslandi í ágúst. Í færslu sem Foreman birti á Twitter-reikningnum sínum sagðist hann ekki hafa orðið var við mörg tré en bætti jafnóðum við að loftið gæti ekki mögulega verið ferskara. Hann myndi eflaust leggja nafn sitt við það. Þá mærði hann íslenska kranavatnið sem hann sagði að væri alveg eins og úr flöskunum í heimalandinu. Foreman gerði sér jafnframt lítið fyrir og stillti sér upp með íslenska hestinum. Hann er mikill aðdáandi íslenska hestsins en vísir greindi frá því árið 2008 að á heimasíðu kappans kæmi fram að Foreman safnaði íslenskum og arabískum gæðingum. Iceland, haven't seen many trees, but the air here is as fresh as it gets. Water out of the faucet is like Great bottle water. No ponies here Teal Horses pic.twitter.com/cbVpOH77kR— George Foreman (@GeorgeForeman) August 28, 2019 Undarlegt mál vírusvarnarmógúlsEinn af einkennilegri „kannski-Íslandsvinum“ ársins var svo án efa tæknifrumkvöðullinn John McAfee, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað McAfee vírusvarnarfyrirtækið. Í september kom í ljós að hann virðist hafa verið í felum á Dalvík. McAfee hefur verið á flótta síðan árið 2012 þegar hann var sakaður um að hafa skotið nágranna sinn í Belize til bana. Hann er einnig sakaður um umfangsmikil skattsvik í Bandaríkjunum. McAfee hvarf af sjónarsviðinu í sumar eftir að hann var handtekinn í Dóminíska lýðveldinu. Þá var hann ásamt öðrum á ferð í snekkju og fundust þar um borð skotvopn, skotfæri og „hergögn“. Eftir að honum var sleppt sagði McAfee á Twitter að hann ætlaði sér að fara huldu höfði um tíma og sagðist hann vera í Litháen.Síðar kom á daginn að McAfee hefði þurft að flytja á nýjan leik og sagði hann á Twitter að það væri vegna þess komið hafi verið upp um felustað hans og eiginkonu hans. McAfee greindi sjálfur frá því á Twitter að hann myndi sakna matsölustaðarins Gregor‘s á felustaðnum en umræddur Gregor‘s er einmitt matsölustaður á Dalvík.We have been outed. You cannot blame Adam. It would have happened eventually. The slip up was mine - mentioning Gregor's Eatery. I, in fact, commend Adam for his intelligence and insightful work. If I had money, I would hire you Adam. We are on the road again. https://t.co/zvzMj5RyiH— John McAfee (@officialmcafee) August 28, 2019 Hjónin Ashley Iaconetti og Jared Haibon komu til Íslands nú í nóvember. Þau eru eitt af þekktustu pörum í sögu raunveruleikaþáttanna um piparsveininn, The Bachelor, og létu vel af heimsókn sinni. Iaconetti greindi frá því á Instagram að hún hefði stillt vekjaraklukkuna svo þau gætu lagt sig í smá stund eftir flugið frá Bandaríkjunum. Það virtist hafa misfarist og vöknuðu þau því um kvöldið, þegar sólin var farin. Þau skelltu sér því í göngutúr um miðborg Reykjavíkur um kvöldið og fengu sér ís. Iaconetti og Haibon hafa tekið þátt í The Bachelor og The Bachelorette, sem og skyldri þáttaröð; Bachelor in Paradise. Þau hafa gengið í gegnum súrt og sætt í þáttunum en giftu sig fyrr á þessu ári. Þau eru nú stödd hér á landi og greina bæði frá því á Instagram-síðum sínum. Og nú síðast í vikunni bárust fregnir af heimsókn bresku sjónvarpsstjörnunnar Claudiu Winkelman hingað til lands ásamt fjölskyldu sinni. Winkelman er þekktust fyrir að stýra danskeppninni Strictly Come Dancing, fyrirmynd þáttanna Allir geta dansað sem sýndir eru á Stöð 2, og tekjuhæsta konan sem starfar hjá BBC. Winkelman birti mynd af syni sínum dreymnum við Bláa lónið og síðar dásamaði hún kvöldverð sem hún snæddi á veitingastaðnum Moss Restaurant. „Ég ætla aldrei að koma heim. (Er þetta rétti tíminn til að benda á að við höfum drukkið örlítið vín). Góða nótt. Og gifstu mér, Ísland,“ skrifaði Winkelman við myndina. View this post on InstagramI don't know what's happening but here we are. I've never photographed food before but this is not normal. Crispy things (somebody mentioned cod), the best butter I've ever had (it's whisked, I'm not joking), coconut with crab (should be soul destroying, made us do a jig) and finally some gingerbread and licorice toffees served on actual rock. I'm never coming home. (Is this a good time to point out we've drunk a little bit of wine) Night night. And marry me Iceland. XA post shared by Claudia Winkleman (@claudiawinkle) on Dec 19, 2019 at 2:38pm PST
Fréttir ársins 2019 Íslandsvinir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira