Vilborg og Daði Freyr send heim í jólaþætti Allir geta dansað Sóley Guðmundsdóttir skrifar 20. desember 2019 22:15 Vilborg og Daði stóðu sig vel þrátt fyrir stuttan undirbúning. Vísir/M. Flóvent Pólfarinn Vilborg Arna og Daði Freyr voru send heim í jólaþætti Allir geta dansað í kvöld. Þau eru þriðja parið sem sent er heim og því einungis sjö pör eftir. Jólastemning var ríkjandi í kvöld og ómuðu jólalög undir öllum dönsunum. Haffi Haff og Sophie voru eitt af tveimur neðstu pörunum. Þau voru því í hættu á að vera send heim ásamt þeim Vilborgu og Daða. Daði var einnig sendur heim síðastliðinn föstudag þegar hann dansaði með Sollu Eiríks. Hann var fenginn til að dansa við Vilborgu í stað Javi og fékk því einn séns í viðbót. Þau fengu ekki langan tíma til undirbúnings. Ákveðið var að Daði myndi taka við einungis fjórum dögum fyrir þáttinn. Mikilvægt var að nýta tímann vel og æfðu þau að minnsta kosti fjór tíma á hverjum degi! Vilborg og Daði fengu samtals 14 í einkunn frá dómurunum en símakosningin gildir alltaf helming á móti dómurum. Vilborg og Daði eru komin í jólafríVísr/M.Flóvent Allur ágóði af símakosningunni í kvöld rann til Hjálpræðishersins í Reykjavík. Hjálpræðisherinn í Reykjavík aðstoðar m.a jaðarsetta einstaklinga með matarkortum árið um kring ásamt því að bjóða upp á heita máltíð fyrir þann hóp tvisvar í viku. Á aðfangadag eru um 250 einstaklingar skráðir í jólamat þar sem allir eru leystir út með gjöfum. Jólapotturinn safnar peningum í þetta velferðarstarf Hersins. Dómaratríóið Selma, Jóhann og KarenVísir/M.Flóvent Dómararnir höfðu sitt að segja um úrslit kvöldsins og munu þau sakna Vilborgar og Daða. Jóhann hafði þetta að segja eftir að úrslitin voru ljós: „Maður á alltaf eftir að sakna þeirra, þau fengu erfiðan dans og gerðu þetta vel á fjórum dögum." Nú er að hitna í kolunum og við erum að fá meiri töfra eins og Selma orðaði þetta. Það verður því gaman að sjá hvernig dansararnir koma undan jólafríinu. Fylgst var með gangi mála í Reykjavík Studios í vaktinni hér að neðan.
Pólfarinn Vilborg Arna og Daði Freyr voru send heim í jólaþætti Allir geta dansað í kvöld. Þau eru þriðja parið sem sent er heim og því einungis sjö pör eftir. Jólastemning var ríkjandi í kvöld og ómuðu jólalög undir öllum dönsunum. Haffi Haff og Sophie voru eitt af tveimur neðstu pörunum. Þau voru því í hættu á að vera send heim ásamt þeim Vilborgu og Daða. Daði var einnig sendur heim síðastliðinn föstudag þegar hann dansaði með Sollu Eiríks. Hann var fenginn til að dansa við Vilborgu í stað Javi og fékk því einn séns í viðbót. Þau fengu ekki langan tíma til undirbúnings. Ákveðið var að Daði myndi taka við einungis fjórum dögum fyrir þáttinn. Mikilvægt var að nýta tímann vel og æfðu þau að minnsta kosti fjór tíma á hverjum degi! Vilborg og Daði fengu samtals 14 í einkunn frá dómurunum en símakosningin gildir alltaf helming á móti dómurum. Vilborg og Daði eru komin í jólafríVísr/M.Flóvent Allur ágóði af símakosningunni í kvöld rann til Hjálpræðishersins í Reykjavík. Hjálpræðisherinn í Reykjavík aðstoðar m.a jaðarsetta einstaklinga með matarkortum árið um kring ásamt því að bjóða upp á heita máltíð fyrir þann hóp tvisvar í viku. Á aðfangadag eru um 250 einstaklingar skráðir í jólamat þar sem allir eru leystir út með gjöfum. Jólapotturinn safnar peningum í þetta velferðarstarf Hersins. Dómaratríóið Selma, Jóhann og KarenVísir/M.Flóvent Dómararnir höfðu sitt að segja um úrslit kvöldsins og munu þau sakna Vilborgar og Daða. Jóhann hafði þetta að segja eftir að úrslitin voru ljós: „Maður á alltaf eftir að sakna þeirra, þau fengu erfiðan dans og gerðu þetta vel á fjórum dögum." Nú er að hitna í kolunum og við erum að fá meiri töfra eins og Selma orðaði þetta. Það verður því gaman að sjá hvernig dansararnir koma undan jólafríinu. Fylgst var með gangi mála í Reykjavík Studios í vaktinni hér að neðan.
Allir geta dansað Tengdar fréttir Javi hættir í Allir geta dansað Vilborg Arna Gissuradóttir og Javi Fernández Valiño hafa verið danspar síðustu vikur í Allir geta dansað en framleiðendur þáttanna hafa ákveðið að skipta Javi út fyrir Daða Frey vegna óviðráðanlegra aðstæðna. 16. desember 2019 14:30 Gleðigjafinn Solla og Daði Freyr send heim í Allir geta dansað Solla og Daði Freyr voru annað parið til að vera sent heim í Allir geta dansað. 13. desember 2019 22:15 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Javi hættir í Allir geta dansað Vilborg Arna Gissuradóttir og Javi Fernández Valiño hafa verið danspar síðustu vikur í Allir geta dansað en framleiðendur þáttanna hafa ákveðið að skipta Javi út fyrir Daða Frey vegna óviðráðanlegra aðstæðna. 16. desember 2019 14:30
Gleðigjafinn Solla og Daði Freyr send heim í Allir geta dansað Solla og Daði Freyr voru annað parið til að vera sent heim í Allir geta dansað. 13. desember 2019 22:15