Loftslagsvandinn: 20 milljónir hrekjast burt af heimilum sínum árlega Heimsljós kynnir 3. desember 2019 14:00 Gunnisal Ofsaveður og skógareldar hröktu að jafnaði rúmlega tuttugu milljónir manna burt af heimilum sínum ár hvert síðastliðinn áratug. Þessi vandi á aðeins eftir að aukast nema því aðeins að þjóðarleiðtogar bregðist skjótt við ógninni sem felst í loftslagsbreytingum, að mati góðgerðarsamtakanna Oxfam sem birtu í gær skýrslu á upphafsdegi loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP25) í Madrid. Skýrslan nefnist: Hrakin að heiman (Forced from Home). Á næstu tveimur vikum koma fulltrúar tæplega tvö hundruð ríkja til með að freista þess að sammælast um frekari aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna talaði tæpitungulaust við setningu fundarins: „Við höfum verkfærin, við þekkjum vísindin, við höfum úrræðin. Sýnum að við höfum líka pólitíska viljann sem fólkið krefst af okkur. Allt annað væru svik við mannkyn og komandi kynslóðir.“ Íslensk sendinefnd sækir fundinn á Spáni. Samkvæmt frétt umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er meginverkefni fundarins að ljúka við regluverk um innleiðingu Parísarsamningsins, en þar ber hæst reglur varðandi 6. grein Parísarsamningsins um samvinnu ríkja um losunarmarkmið, auk tæknilegrar vinnu varðandi bókhald og skýrslugjöf. Jafnframt verður á fundinum fjallað um málefni frumbyggja í samhengi við loftslagsbreytingar og aðlögun að loftslagsbreytingum, auk sem málefni hafsins verða einnig ofarlega á blaði. Í nýrri skýrslu samtakanna The Universal Ecological Fund – Sannleikurinn á bak við loftslagsloforðin (The Truth Behind the Climate Pledges) – er farið yfir stöðu ríkja og þar segir að einungis 36 af 184 áætlunum ríkja um skuldbindandi aðgerðir til að draga úr losun í samræmi við Parísarsamkomulagið séu fullnægjandi. Auk ríkja Evrópusambandsins eru aðeins Ísland, Liechtenstein, Mónakó, Noregur, Sviss og Úkraína sögð hafa skuldbundið sig með fullnægjandi hætti. Nánar: WMO Provisional Statement on the State of the Global Climate in 2019Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent
Ofsaveður og skógareldar hröktu að jafnaði rúmlega tuttugu milljónir manna burt af heimilum sínum ár hvert síðastliðinn áratug. Þessi vandi á aðeins eftir að aukast nema því aðeins að þjóðarleiðtogar bregðist skjótt við ógninni sem felst í loftslagsbreytingum, að mati góðgerðarsamtakanna Oxfam sem birtu í gær skýrslu á upphafsdegi loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP25) í Madrid. Skýrslan nefnist: Hrakin að heiman (Forced from Home). Á næstu tveimur vikum koma fulltrúar tæplega tvö hundruð ríkja til með að freista þess að sammælast um frekari aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna talaði tæpitungulaust við setningu fundarins: „Við höfum verkfærin, við þekkjum vísindin, við höfum úrræðin. Sýnum að við höfum líka pólitíska viljann sem fólkið krefst af okkur. Allt annað væru svik við mannkyn og komandi kynslóðir.“ Íslensk sendinefnd sækir fundinn á Spáni. Samkvæmt frétt umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er meginverkefni fundarins að ljúka við regluverk um innleiðingu Parísarsamningsins, en þar ber hæst reglur varðandi 6. grein Parísarsamningsins um samvinnu ríkja um losunarmarkmið, auk tæknilegrar vinnu varðandi bókhald og skýrslugjöf. Jafnframt verður á fundinum fjallað um málefni frumbyggja í samhengi við loftslagsbreytingar og aðlögun að loftslagsbreytingum, auk sem málefni hafsins verða einnig ofarlega á blaði. Í nýrri skýrslu samtakanna The Universal Ecological Fund – Sannleikurinn á bak við loftslagsloforðin (The Truth Behind the Climate Pledges) – er farið yfir stöðu ríkja og þar segir að einungis 36 af 184 áætlunum ríkja um skuldbindandi aðgerðir til að draga úr losun í samræmi við Parísarsamkomulagið séu fullnægjandi. Auk ríkja Evrópusambandsins eru aðeins Ísland, Liechtenstein, Mónakó, Noregur, Sviss og Úkraína sögð hafa skuldbundið sig með fullnægjandi hætti. Nánar: WMO Provisional Statement on the State of the Global Climate in 2019Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent