„Ég man að ég hugsaði að þetta væri eitthvað minniháttar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2019 10:45 Slysið sem Aron lenti í gæti hafa bjargað lífi hans. Mynd/Ísland í dag Aron Sigurvinsson er 21 árs fótboltastrákur sem spilað hefur með Hetti á Egilsstöðum. Hann er búsettur í Mosfellsbæ og í fyrra kláraði hann stúdentspróf úr Menntaskólanum við Sund. Til stóð að hann byrjaði í lögfræði í haust en alvarlegt bílslys setti þar stóran strik í reikninginn. Þá er þó aðeins hálf sagan sögð. Við slysið kom alvarlegt mein í ljós sem legið hafði í dvala. „Þann 5. ágúst var ég að keyra heim frá þjóðhátíð og lenti þá í bílslysi við Rauðhóla,“ segir Aron, sem sagði sögu sína í þættinum Íslandi í dag í gærkvöldi. Hann var einn í bílnum. Bíll hans og bíll úr gagnstæðri átt skullu saman – og tveimur dögum síðar vaknaði hann á spítala. „Ég man að ég opnaði augun og leið mjög skringilega. Ég fann það á mér að eitthvað hafði gerst. Ég gat ekki hreyft mig, ég var alveg pikkfastur á rúminu,“ segir Aron.Hélt að hann gæti gengið strax af stað Hann var á sterkum lyfjum en kveðst þó muna eftir miklum sársauka. Það var svo mamma hans sem sagði honum hvað hafði gerst. „Ég man að ég hugsaði að þetta væri eitthvað minniháttar,“ segir Aron en áverkarnir reyndust mjög alvarlegir. Hann tvíbrotnaði á hálsi, og hefði jafnvel átt á hættu að lamast eða deyja. En Aron var staðráðinn í því að ganga á ný. „Ég var allur út í leiðslum og með öndunarvél ofan í mér. Þannig að ég gat eiginlega ekkert talað, ég bara muldraði eitthvað. Þeir sáu að það var ekki neinn mænuskaði. Ég hélt þá að ég gæti labbað og staðið upp strax en það var ekki raunin.“Aron leggur áherslu á mikilvægi andlega þáttar endurhæfingarinnar, ekki síður en þess líkamlega.Mynd/Ísland í dagBólginn eitill reyndist krabbamein Aron lá á gjörgæslu í tíu daga og var svo færður á göngudeild þar sem hann var í fimm vikur. Aron segir tímann á göngudeildinni hafa verið erfiðan. Þá hafi hann í raun áttað sig á því að ástandið væri alvarlegt. Hann missti jafnframt máttinn í vinstri hlið líkamans og var lamaður í nokkrar vikur. Við nánari rannsókn fannst svo bólginn eitill aftan á hálsi Arons „Þá spurðu þau foreldra mína hvort ég væri búinn að vera veikur undanfarið og þá var ég búinn að vera með flensu. Það fyrsta sem hvarflaði að okkur var bara það. Okkur hefði ekki grunað það að 21 árs strákur væri með eitlakrabbamein.“ Í kjölfarið voru tekin sýni og þau send í rannsókn. Þá tók við tveggja vikna bið eftir niðurstöðum. Aron kveðst muna eftir eitlasýnatökunni en segist ekki hafa vitað að þar væri verið að skima fyrir krabbameini. „Ég hélt að þetta væri bara eitthvað í sambandi við hálsinn. Ég vissi ekkert um þetta og foreldrar mínir vildu halda því þannig, og vildu helst ekki að ég myndi frétta þetta bara í sem lengstan tíma. Ég var ekki í nógu góðu ásigkomulagi fyrir það. Að vísu var ég sammála því en þau biðu ekki lengur en viku. Ég man að ég lá þarna uppi í herberginu mínu á spítalanum, þá opnast dyrnar og þar kemur læknirinn og öll fjölskyldan. Það var mjög þung stemning. Þau hópast í kringum rúmið mitt og ég vissi það strax að þetta væri eitthvað vont,“ segir Aron. „Hann [læknirinn] segir þetta, að ég sé með krabbamein. Ég man að ég vissi ekki hvernig ég átti að taka þetta inn. Ég gjörsamlega fraus. Ég gat náttúrulega ekkert horft á hann, ég lá bara uppi í rúmi og starði út í loftið. Sagði ekki eitt orð. Hann hélt áfram að tala og ég eiginlega datt út. Ég heyrði auðvitað eitthvað en þetta fór eiginlega bara inn um eitt eyrað og út um hitt. Þetta var svo súrrealískt. Ég gat ekki ímyndað mér að hafa lent í þessu slysi og svo að hafa fengið þetta krabbamein líka. Þetta er líka svo slæmt orð, krabbamein. Maður hugsar alltaf það versta. En læknirinn var bjartsýnn og reyndi að hughreysta mig.“ Markmiðið að verða aftur „ég“ Aron segist hafa verið dofinn og dapur yfir tíðindunum fyrst um sinn. „Ég var að eiga bestu helgi lífsins en svo bara, allt farið og maður er kominn á þennan stað og fær svona tvo skelli í röð. Síðan eftir fyrstu þrjá dagana þá einhvern veginn hætti ég að hugsa um þetta. Ég hugsaði með sjálfum mér að það hjálpaði mér ekki neitt að hugsa um þetta. Það var búið að segja mér að ég þyrfti fyrst að ná mér líkamlega áður en ég byrjaði í meðferðinni.“Aron lá lengi þungt haldinn á spítalanum.Mynd/Ísland í dagAllar líkur eru á því að meinið hafi verið í hálsi Arons í langan tíma, jafnvel frá unglingsaldri. Slysið gerði það þó að verkum að meinið fannst í tæka tíð. Um fjórum mánuðum eftir slysið fór Aron í aðgerð til að fjarlægja hnúðinn. Hún gekk vel og þá var lyfjagjöf næst á dagskrá. Arnór segir lífslíkur sínar góðar og að hið allra hættulegasta í ferlinu sé að baki. Þá svarar hann því játandi að svona lífsreynsla hafi djúpstæð áhrif á þann sem í henni lendir. „Það er klisjukennt að segja það en maður lærir að meta alla þessa litlu hluti og maður fattar einhvern veginn um hvað lífið snýst um og hvað er mikilvægt. En markmið mín eru enn þau sömu,“ segir Aron. „Vinna að þessu stóra markmiði að ná mér aftur heilum. Verða ég aftur.“Ertu hræddur?„Ég var það. Ég get ekki sagt að ég sé hræddur en ég hef fengið hræðslu og kvíða og allt þetta.“„Af hverju ég?“ Þá leggur Aron áherslu á mikilvægi þess að leita sér hjálpar, tala um tilfinningar sínar og reyna eftir fremsta megni að glata ekki voninni og mættinum. „Mig langaði að deila henni [lífsreynslunni] með öðrum sem hafa lent í svipuðum aðstæðum, bæði með krabbamein og slys. Að sýna þeim að þetta verður allt í lagi, og að leita sér hjálpar. Því að meira en helmingurinn af þessu er andlegt. Endurhæfingin til dæmis, mér var sagt það af sjúkrahúsprestinum að þegar ég kæmist í endurhæfingu væri þetta allt í hausnum, bara að halda út.“ Þá viðurkennir Aron að spurningin: Af hverju ég? hafi leitað á hann í ferlinu. „Já, það dettur reglulega inn. En þetta er samt ekki holl hugsun því að svona hlutir gerast. Jú, jú, ég hef auðvitað hugsað: Af hverju ég? Hvað gerði maður til að verðskulda þetta? En það þýðir ekkert að hugsa þannig. Það hjálpar mér ekkert.“Viðtalið við Aron úr Íslandi í dag má horfa á í heil í spilaranum hér að neðan. Fljótsdalshérað Ísland í dag Mosfellsbær Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Aron Sigurvinsson er 21 árs fótboltastrákur sem spilað hefur með Hetti á Egilsstöðum. Hann er búsettur í Mosfellsbæ og í fyrra kláraði hann stúdentspróf úr Menntaskólanum við Sund. Til stóð að hann byrjaði í lögfræði í haust en alvarlegt bílslys setti þar stóran strik í reikninginn. Þá er þó aðeins hálf sagan sögð. Við slysið kom alvarlegt mein í ljós sem legið hafði í dvala. „Þann 5. ágúst var ég að keyra heim frá þjóðhátíð og lenti þá í bílslysi við Rauðhóla,“ segir Aron, sem sagði sögu sína í þættinum Íslandi í dag í gærkvöldi. Hann var einn í bílnum. Bíll hans og bíll úr gagnstæðri átt skullu saman – og tveimur dögum síðar vaknaði hann á spítala. „Ég man að ég opnaði augun og leið mjög skringilega. Ég fann það á mér að eitthvað hafði gerst. Ég gat ekki hreyft mig, ég var alveg pikkfastur á rúminu,“ segir Aron.Hélt að hann gæti gengið strax af stað Hann var á sterkum lyfjum en kveðst þó muna eftir miklum sársauka. Það var svo mamma hans sem sagði honum hvað hafði gerst. „Ég man að ég hugsaði að þetta væri eitthvað minniháttar,“ segir Aron en áverkarnir reyndust mjög alvarlegir. Hann tvíbrotnaði á hálsi, og hefði jafnvel átt á hættu að lamast eða deyja. En Aron var staðráðinn í því að ganga á ný. „Ég var allur út í leiðslum og með öndunarvél ofan í mér. Þannig að ég gat eiginlega ekkert talað, ég bara muldraði eitthvað. Þeir sáu að það var ekki neinn mænuskaði. Ég hélt þá að ég gæti labbað og staðið upp strax en það var ekki raunin.“Aron leggur áherslu á mikilvægi andlega þáttar endurhæfingarinnar, ekki síður en þess líkamlega.Mynd/Ísland í dagBólginn eitill reyndist krabbamein Aron lá á gjörgæslu í tíu daga og var svo færður á göngudeild þar sem hann var í fimm vikur. Aron segir tímann á göngudeildinni hafa verið erfiðan. Þá hafi hann í raun áttað sig á því að ástandið væri alvarlegt. Hann missti jafnframt máttinn í vinstri hlið líkamans og var lamaður í nokkrar vikur. Við nánari rannsókn fannst svo bólginn eitill aftan á hálsi Arons „Þá spurðu þau foreldra mína hvort ég væri búinn að vera veikur undanfarið og þá var ég búinn að vera með flensu. Það fyrsta sem hvarflaði að okkur var bara það. Okkur hefði ekki grunað það að 21 árs strákur væri með eitlakrabbamein.“ Í kjölfarið voru tekin sýni og þau send í rannsókn. Þá tók við tveggja vikna bið eftir niðurstöðum. Aron kveðst muna eftir eitlasýnatökunni en segist ekki hafa vitað að þar væri verið að skima fyrir krabbameini. „Ég hélt að þetta væri bara eitthvað í sambandi við hálsinn. Ég vissi ekkert um þetta og foreldrar mínir vildu halda því þannig, og vildu helst ekki að ég myndi frétta þetta bara í sem lengstan tíma. Ég var ekki í nógu góðu ásigkomulagi fyrir það. Að vísu var ég sammála því en þau biðu ekki lengur en viku. Ég man að ég lá þarna uppi í herberginu mínu á spítalanum, þá opnast dyrnar og þar kemur læknirinn og öll fjölskyldan. Það var mjög þung stemning. Þau hópast í kringum rúmið mitt og ég vissi það strax að þetta væri eitthvað vont,“ segir Aron. „Hann [læknirinn] segir þetta, að ég sé með krabbamein. Ég man að ég vissi ekki hvernig ég átti að taka þetta inn. Ég gjörsamlega fraus. Ég gat náttúrulega ekkert horft á hann, ég lá bara uppi í rúmi og starði út í loftið. Sagði ekki eitt orð. Hann hélt áfram að tala og ég eiginlega datt út. Ég heyrði auðvitað eitthvað en þetta fór eiginlega bara inn um eitt eyrað og út um hitt. Þetta var svo súrrealískt. Ég gat ekki ímyndað mér að hafa lent í þessu slysi og svo að hafa fengið þetta krabbamein líka. Þetta er líka svo slæmt orð, krabbamein. Maður hugsar alltaf það versta. En læknirinn var bjartsýnn og reyndi að hughreysta mig.“ Markmiðið að verða aftur „ég“ Aron segist hafa verið dofinn og dapur yfir tíðindunum fyrst um sinn. „Ég var að eiga bestu helgi lífsins en svo bara, allt farið og maður er kominn á þennan stað og fær svona tvo skelli í röð. Síðan eftir fyrstu þrjá dagana þá einhvern veginn hætti ég að hugsa um þetta. Ég hugsaði með sjálfum mér að það hjálpaði mér ekki neitt að hugsa um þetta. Það var búið að segja mér að ég þyrfti fyrst að ná mér líkamlega áður en ég byrjaði í meðferðinni.“Aron lá lengi þungt haldinn á spítalanum.Mynd/Ísland í dagAllar líkur eru á því að meinið hafi verið í hálsi Arons í langan tíma, jafnvel frá unglingsaldri. Slysið gerði það þó að verkum að meinið fannst í tæka tíð. Um fjórum mánuðum eftir slysið fór Aron í aðgerð til að fjarlægja hnúðinn. Hún gekk vel og þá var lyfjagjöf næst á dagskrá. Arnór segir lífslíkur sínar góðar og að hið allra hættulegasta í ferlinu sé að baki. Þá svarar hann því játandi að svona lífsreynsla hafi djúpstæð áhrif á þann sem í henni lendir. „Það er klisjukennt að segja það en maður lærir að meta alla þessa litlu hluti og maður fattar einhvern veginn um hvað lífið snýst um og hvað er mikilvægt. En markmið mín eru enn þau sömu,“ segir Aron. „Vinna að þessu stóra markmiði að ná mér aftur heilum. Verða ég aftur.“Ertu hræddur?„Ég var það. Ég get ekki sagt að ég sé hræddur en ég hef fengið hræðslu og kvíða og allt þetta.“„Af hverju ég?“ Þá leggur Aron áherslu á mikilvægi þess að leita sér hjálpar, tala um tilfinningar sínar og reyna eftir fremsta megni að glata ekki voninni og mættinum. „Mig langaði að deila henni [lífsreynslunni] með öðrum sem hafa lent í svipuðum aðstæðum, bæði með krabbamein og slys. Að sýna þeim að þetta verður allt í lagi, og að leita sér hjálpar. Því að meira en helmingurinn af þessu er andlegt. Endurhæfingin til dæmis, mér var sagt það af sjúkrahúsprestinum að þegar ég kæmist í endurhæfingu væri þetta allt í hausnum, bara að halda út.“ Þá viðurkennir Aron að spurningin: Af hverju ég? hafi leitað á hann í ferlinu. „Já, það dettur reglulega inn. En þetta er samt ekki holl hugsun því að svona hlutir gerast. Jú, jú, ég hef auðvitað hugsað: Af hverju ég? Hvað gerði maður til að verðskulda þetta? En það þýðir ekkert að hugsa þannig. Það hjálpar mér ekkert.“Viðtalið við Aron úr Íslandi í dag má horfa á í heil í spilaranum hér að neðan.
Fljótsdalshérað Ísland í dag Mosfellsbær Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira