Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - HK 29-30 | Fyrsti sigur HK-inga í vetur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2019 20:00 Jóhann Birgir skoraði sjö mörk fyrir HK. vísir/bára HK vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið lagði Fjölni að velli, 29-30, í Dalhúsum í kvöld. HK-ingar töpuðu fyrstu tólf leikjum sínum í vetur en unnu langþráðan sigur í kvöld. Sigurinn gat vart tæpari verið en HK kastaði frá sér góðri forystu í seinni hálfleik og hleypti Fjölni inn í leikinn. Fjölnismenn gátu jafnað leikinn í lokasókn sinni en Davíð Svansson varði bæði skot þeirra og tryggði HK-ingum stigin tvö. Davíð var frábær í leiknum og varði 27 skot, eða 48% þeirra skota sem hann fékk á sig. HK-ingar voru miklu sterkari í fyrri hálfleik. Jóhann Birgir Ingvarsson fór hamförum í upphafi leiks og Pétur Árni Hauksson tók svo við keflinu. Sóknarleikur HK gekk nánast fullkomlega í fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði 19 mörk. Vörn Fjölnismanna var afleit og HK-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með slíta hana í sundur. Þá vörðu markverðir Fjölnis ekki mikið á meðan Davíð var með 13 skot (46%). HK var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15-19. Gestirnir skoruðu svo fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik og náðu sex marka forystu, 15-21. Þá hertu heimamenn vörnina og fóru að saxa á forskotið. Sóknarleikur Fjölnismanna gekk sömuleiðis betur og þá fengu þeir fjölda marka úr hraðaupphlaupum í seinni hálfleik. Goði Ingvar Sveinsson jafnaði í 26-26 en HK svaraði með þremur mörkum í röð og komst í kjörstöðu. Fjölnir skoraði þá þrjú mörk gegn einu og munurinn því aðeins eitt mark, 29-30, þegar skammt var eftir. Heimamenn fengu tvö ágætis færi í lokasókn sinni en Davíð kórónaði stórleik sinn með því að verja síðustu tvö skot þeirra. Lokatölur 29-30, HK í vil. HK er í tólfta og neðsta sæti deildarinnar með tvö stig, þremur stigum á eftir Fjölni sem er í því ellefta og næstneðsta.Af hverju vann HK? Fyrri hálfleikurinn hjá HK-ingum var þeirra besti á tímabilinu. Sóknarleikurinn var fumlaus og þeir skoruðu að vild. Í seinni hálfleik hrökk sókn HK í baklás og gestirnir áttu á löngum köflum í tómum vandræðum með að skora. Þeir spiluðu með aukamann í sókninni undir lokin, spiluðu sig ítrekað í opin færi en nýttu þau afar illa. Liðið klúðraði t.a.m. fimm síðustu skotum sínum í leiknum. Fjölnismenn gengu á lagið og voru hársbreidd frá því að ná í stig.Hverjir stóðu upp úr? Davíð var magnaður í HK-markinu og varði vel allan leikinn. Jóhann Birgir var gríðarlega öflugur í fyrri hálfleik og Pétur Árni átti sinn besta leik á tímabilinu. Hann skoraði níu mörk og var markahæstur HK-inga. Brynjar Loftsson átti góða innkomu í vinstra hornið hjá Fjölni og Arnar Máni Rúnarsson lék vel á línunni.Hvað gekk illa? Vörn Fjölnis var afleit í fyrri hálfleik þar sem liðið fékk á sig 19 mörk og HK var með 79% skotnýtingu. Fjölnismenn lágu of aftarlega og gáfu Jóhanni Birgi og Pétri Árna alltof mikinn tíma til að athafna sig. Björgvin Páll Rúnarsson var afleitur framan af leik en vaknaði til lífsins undir lokin. Breki Dagsson skoraði fimm mörk líkt og Björgvin en hefur oft spilað betur en í kvöld. Þá var markvarslan hjá Fjölni ekki upp á marga fiska.Hvað gerist næst? Í síðustu umferðinni fyrir jólafrí sækir Fjölnir KA heim á meðan HK tekur á móti ÍR.Elíasi Má var létt eftir sigurinn á Fjölni.vísir/báraElías Már: Förum ekkert að skjóta upp flugeldum í kvöld „Ég er mjög ánægður núna. Þetta var týpískt fyrir lið sem hefur ekki unnið leik lengi. Þegar við gátum klárað leikinn klikkuðum við á dauðafærum og svoleiðis. En það skiptir ekki máli núna. Ég er ógeðslega ánægður með strákana. Við náðum loksins að klára leik sem við höfum ekki gert í marga mánuði,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, eftir sigurinn á Fjölni. Þetta var fyrsti sigur HK í Olís-deild karla í vetur en liðið tapaði fyrstu tólf leikjum sínum. „Ég er ótrúlega stoltur af strákunum og við komumst yfir allar hindranirnar án þess að fara á taugum. Við vildum bara vinna og ég vil hrósa mínum mönnum fyrir frábært vinnuframlag,“ sagði Elías. HK var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með fjórum mörkum, 15-19, að honum loknum. „Við höfum bætt okkur jafnt og þétt. Þetta hefur bara ekki fallið fyrir okkur. Sóknin var góð í dag og vörnin á köflum,“ sagði Elías sem er með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir sigurinn. „Þetta eru bara tvö stig og frábær fyrir okkur. En við förum ekkert að skjóta upp flugeldum í kvöld.“ Eins og áður sagði var HK stigalaust fyrir leikinn í kvöld. Mikil umræða hefur verið um hvort HK-ingar myndu ná í stig í vetur. En fór það í taugarnar á Elíasi? „Nei, veistu ég vil bara hrósa öllu fólkinu í HK og leikmönnunum. Ég hef aldrei upplifað krísuástand eða einhver þyngsli. Þetta er bara verkefni sem við erum að vinna í. Við höfum aldrei lagt árar í bát og haldið áfram. Við ætlum okkur að gera HK að frábæru liði eftir nokkur ár. Það tekur bara tíma,“ sagði Elías. „Ég vissi alltaf að við myndum fá einhver stig. Ég var alveg sultuslakur,“ sagði þjálfarinn að lokum og glotti.Kári var mjög ósáttur við frammistöðu Fjölnis í seinni hálfleik.vísir/báraKári: Þetta er grátlegt Kári Garðarsson, þjálfari Fjölnis, var vonsvikinn eftir tapið fyrir HK. „Ég er gríðarlega svekktur að hafa ekki allavega náð stigi. Við vorum búnir að grafa okkur ofan í ansi djúpa holu en klóruðum okkur upp úr henni og það vantaði ekki mikið upp á,“ sagði Kári eftir leik. Fjölnismenn voru í tómu basli í fyrri hálfleik, sérstaklega í vörninni. HK-ingar skoruðu 19 mörk og voru með frábæra skotnýtingu. „Ég er gríðarlega ósáttur við fyrri hálfleikinn. Við vorum langt frá okkar besta á öllum sviðum. Ég veit ekki hvort menn hafi verið stressaðir fyrir leiknum,“ sagði Kári. „Í seinni hálfleik sýndum við flottan leik og það hefði verið gott að spila þannig í lengri tíma. Þetta er grátlegt.“ Hann sagðist ekki hafa gert stórar og miklar breytingar í hálfleik, aðeins áherslubreytingar. „Í seinni hálfleik vorum við ákveðnari gegn skyttunum þeirra sem gerðu okkur lífið leitt í þeim fyrri, bæði Jóhann Birgir [Ingvarsson] og Pétur Árni [Hauksson]. Þetta gekk ágætlega gegn Jóhanni Birgi en Pétur var góður í seinni hálfleik,“ sagði Kári. „Svo fundum við betri lausnir í sókninni og töpuðum boltanum sjaldnar. Svo varði Davíð [Svansson] mjög vel í markinu hjá HK.“ Olís-deild karla
HK vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið lagði Fjölni að velli, 29-30, í Dalhúsum í kvöld. HK-ingar töpuðu fyrstu tólf leikjum sínum í vetur en unnu langþráðan sigur í kvöld. Sigurinn gat vart tæpari verið en HK kastaði frá sér góðri forystu í seinni hálfleik og hleypti Fjölni inn í leikinn. Fjölnismenn gátu jafnað leikinn í lokasókn sinni en Davíð Svansson varði bæði skot þeirra og tryggði HK-ingum stigin tvö. Davíð var frábær í leiknum og varði 27 skot, eða 48% þeirra skota sem hann fékk á sig. HK-ingar voru miklu sterkari í fyrri hálfleik. Jóhann Birgir Ingvarsson fór hamförum í upphafi leiks og Pétur Árni Hauksson tók svo við keflinu. Sóknarleikur HK gekk nánast fullkomlega í fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði 19 mörk. Vörn Fjölnismanna var afleit og HK-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með slíta hana í sundur. Þá vörðu markverðir Fjölnis ekki mikið á meðan Davíð var með 13 skot (46%). HK var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15-19. Gestirnir skoruðu svo fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik og náðu sex marka forystu, 15-21. Þá hertu heimamenn vörnina og fóru að saxa á forskotið. Sóknarleikur Fjölnismanna gekk sömuleiðis betur og þá fengu þeir fjölda marka úr hraðaupphlaupum í seinni hálfleik. Goði Ingvar Sveinsson jafnaði í 26-26 en HK svaraði með þremur mörkum í röð og komst í kjörstöðu. Fjölnir skoraði þá þrjú mörk gegn einu og munurinn því aðeins eitt mark, 29-30, þegar skammt var eftir. Heimamenn fengu tvö ágætis færi í lokasókn sinni en Davíð kórónaði stórleik sinn með því að verja síðustu tvö skot þeirra. Lokatölur 29-30, HK í vil. HK er í tólfta og neðsta sæti deildarinnar með tvö stig, þremur stigum á eftir Fjölni sem er í því ellefta og næstneðsta.Af hverju vann HK? Fyrri hálfleikurinn hjá HK-ingum var þeirra besti á tímabilinu. Sóknarleikurinn var fumlaus og þeir skoruðu að vild. Í seinni hálfleik hrökk sókn HK í baklás og gestirnir áttu á löngum köflum í tómum vandræðum með að skora. Þeir spiluðu með aukamann í sókninni undir lokin, spiluðu sig ítrekað í opin færi en nýttu þau afar illa. Liðið klúðraði t.a.m. fimm síðustu skotum sínum í leiknum. Fjölnismenn gengu á lagið og voru hársbreidd frá því að ná í stig.Hverjir stóðu upp úr? Davíð var magnaður í HK-markinu og varði vel allan leikinn. Jóhann Birgir var gríðarlega öflugur í fyrri hálfleik og Pétur Árni átti sinn besta leik á tímabilinu. Hann skoraði níu mörk og var markahæstur HK-inga. Brynjar Loftsson átti góða innkomu í vinstra hornið hjá Fjölni og Arnar Máni Rúnarsson lék vel á línunni.Hvað gekk illa? Vörn Fjölnis var afleit í fyrri hálfleik þar sem liðið fékk á sig 19 mörk og HK var með 79% skotnýtingu. Fjölnismenn lágu of aftarlega og gáfu Jóhanni Birgi og Pétri Árna alltof mikinn tíma til að athafna sig. Björgvin Páll Rúnarsson var afleitur framan af leik en vaknaði til lífsins undir lokin. Breki Dagsson skoraði fimm mörk líkt og Björgvin en hefur oft spilað betur en í kvöld. Þá var markvarslan hjá Fjölni ekki upp á marga fiska.Hvað gerist næst? Í síðustu umferðinni fyrir jólafrí sækir Fjölnir KA heim á meðan HK tekur á móti ÍR.Elíasi Má var létt eftir sigurinn á Fjölni.vísir/báraElías Már: Förum ekkert að skjóta upp flugeldum í kvöld „Ég er mjög ánægður núna. Þetta var týpískt fyrir lið sem hefur ekki unnið leik lengi. Þegar við gátum klárað leikinn klikkuðum við á dauðafærum og svoleiðis. En það skiptir ekki máli núna. Ég er ógeðslega ánægður með strákana. Við náðum loksins að klára leik sem við höfum ekki gert í marga mánuði,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, eftir sigurinn á Fjölni. Þetta var fyrsti sigur HK í Olís-deild karla í vetur en liðið tapaði fyrstu tólf leikjum sínum. „Ég er ótrúlega stoltur af strákunum og við komumst yfir allar hindranirnar án þess að fara á taugum. Við vildum bara vinna og ég vil hrósa mínum mönnum fyrir frábært vinnuframlag,“ sagði Elías. HK var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með fjórum mörkum, 15-19, að honum loknum. „Við höfum bætt okkur jafnt og þétt. Þetta hefur bara ekki fallið fyrir okkur. Sóknin var góð í dag og vörnin á köflum,“ sagði Elías sem er með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir sigurinn. „Þetta eru bara tvö stig og frábær fyrir okkur. En við förum ekkert að skjóta upp flugeldum í kvöld.“ Eins og áður sagði var HK stigalaust fyrir leikinn í kvöld. Mikil umræða hefur verið um hvort HK-ingar myndu ná í stig í vetur. En fór það í taugarnar á Elíasi? „Nei, veistu ég vil bara hrósa öllu fólkinu í HK og leikmönnunum. Ég hef aldrei upplifað krísuástand eða einhver þyngsli. Þetta er bara verkefni sem við erum að vinna í. Við höfum aldrei lagt árar í bát og haldið áfram. Við ætlum okkur að gera HK að frábæru liði eftir nokkur ár. Það tekur bara tíma,“ sagði Elías. „Ég vissi alltaf að við myndum fá einhver stig. Ég var alveg sultuslakur,“ sagði þjálfarinn að lokum og glotti.Kári var mjög ósáttur við frammistöðu Fjölnis í seinni hálfleik.vísir/báraKári: Þetta er grátlegt Kári Garðarsson, þjálfari Fjölnis, var vonsvikinn eftir tapið fyrir HK. „Ég er gríðarlega svekktur að hafa ekki allavega náð stigi. Við vorum búnir að grafa okkur ofan í ansi djúpa holu en klóruðum okkur upp úr henni og það vantaði ekki mikið upp á,“ sagði Kári eftir leik. Fjölnismenn voru í tómu basli í fyrri hálfleik, sérstaklega í vörninni. HK-ingar skoruðu 19 mörk og voru með frábæra skotnýtingu. „Ég er gríðarlega ósáttur við fyrri hálfleikinn. Við vorum langt frá okkar besta á öllum sviðum. Ég veit ekki hvort menn hafi verið stressaðir fyrir leiknum,“ sagði Kári. „Í seinni hálfleik sýndum við flottan leik og það hefði verið gott að spila þannig í lengri tíma. Þetta er grátlegt.“ Hann sagðist ekki hafa gert stórar og miklar breytingar í hálfleik, aðeins áherslubreytingar. „Í seinni hálfleik vorum við ákveðnari gegn skyttunum þeirra sem gerðu okkur lífið leitt í þeim fyrri, bæði Jóhann Birgir [Ingvarsson] og Pétur Árni [Hauksson]. Þetta gekk ágætlega gegn Jóhanni Birgi en Pétur var góður í seinni hálfleik,“ sagði Kári. „Svo fundum við betri lausnir í sókninni og töpuðum boltanum sjaldnar. Svo varði Davíð [Svansson] mjög vel í markinu hjá HK.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti