Lífið

Landhelgisgæslan bar sigurorð af breska flughernum

Andri Eysteinsson skrifar
Marvin Ingólfsson tekur við NATO-bikarnum.
Marvin Ingólfsson tekur við NATO-bikarnum. Landhelgisgæslan
Eftir 75 ár af sársauka tókst Landhelgisgæslunni loks að ná fram hefndum gegn konunglega breska flughernum því á föstudagskvöld bar Landhelgisgæslan sigurorð af flughernum í knattspyrnuleik.

Leikurinn var æsispennandi og lauk ekki fyrr en eftir vítaspyrnukeppni. Stefán Logi Magnússon markvörður var hetja liðs gæslunnar, varði eitt víti breta og skoraði sjálfur úr lokaspyrnunni.

Lið Landhelgisgæslunnar var skipað starfsmönnum af flugrekstrarsviði, varnarmálasviði, aðgerðasviði, siglingasviði og sprengjuleit. Auk Stefáns Loga léku knattspyrnukempurnar Atli Jóhannsson, Björn Pálsson, Tryggvi Sveinn Bjarnason og Ásgeir Þór Ingólfsson með liði Landhelgisgæslunnar sem fór mikinn á leikmannamarkaðnum í aðdraganda leiksins.

Leikmenn flykkjast að Stefáni Loga Magnússyni.Landhelgisgæslan
Leikurinn var hnífjafn og spennandi. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 3-3. Ásgeir Guðjónsson, sprengjusérfræðingur, jafnaði metin fyrir Landhelgisgæsluna með síðustu spyrnu leiksins en skömmu áður hafði Jóhann Eyfeld, sigmaður, minnkað muninn í 3-2.

Breski flugherinn hefur undanfarnar vikur sinnt loftrýmisgæslu á Íslandi. Markaði leikurinn lok hennar.

Ellis Williams, yfirmaður flughersins, veitti að leik loknum fyrirliða Landhelgisgæslunnar, Marvin Ingólfssyni NATO-bikarinn sjálfan. Mikil gleði greip um sig og fögnuðu liðsmenn LHG með víkingaklappi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.