Metnaðarfullt verkefni gegn kynferðislegri misneytingu barna í Tógó að hefjast Heimsljós kynnir 22. nóvember 2019 16:15 Ljósmynd frá Tógó. SOS Utanríkisráðuneytið styrkir SOS Barnaþorpin á Íslandi um 36 milljónir króna til að fullfjármagna metnaðarfullt verkefni sem ber yfirskriftina „Gegn kynferðislegri misneytingu á börnum í Tógó.“ Mótframlag SOS á Íslandi nemur 9 milljónum króna en verkefnið hefst formlega í janúar á næsta ári og stendur yfir í þrjú ár. Að sögn Hans Steinars Bjarnasonar upplýsingafulltrúa SOS á Íslandi tekur verkefnið á gríðarlega stóru vandamáli á verkefnasvæðinu, þ.e. kynferðislegri misneytingu á börnum, einkum stúlkum. „Við erum mjög stolt af þessu verkefni sem verður ánægjulegt að geta ráðist í. Þarna munum við stuðla að sterkari vörnum í samfélaginu fyrir börn, einkum stúlkur. Væntingar okkar eru um sterkari fjölskyldur og að foreldrar þekki betur hætturnar og hvernig ber að vernda börnin,“ segir hann. Verkefnissvæðið er Ogou-hérað norður af Lomé, höfuðborg Tógó. Þjóðbrautin til höfuðborgarinnar liggur þar í gegn með tilheyrandi vöruflutningum frá nágrannaríkjunum. Hans Steinar segir að skuggahliðar þessara aðstæðna séu mansal og að ungar stúlkur á svæðinu leiðist út í vændi. Að auki gera hefðir og samfélagleg gildi það að verkum, að kynferðisleg misneyting á börnum, giftingar barnungra stúlkna og brottfall unglingsstúlkna úr grunnskólum vegna þungunar, eru aðkallandi vandamál í Tógó. „Íbúar fá fræðslu og fjölskyldur stúlkna fá handleiðslu og stuðning til fjárhagslegs sjálfstæðis svo hvatinn til kynferðislegrar misneytingar á stúlkum minnki. Foreldrar verða fræddir um réttindi barna og skyldur foreldra, og komið verður á fræðslu fyrir grunnskólakennara, æskulýðsfulltrúa og héraðsyfirvöld um velferð og réttindi barna. Einnig er áhersla á skipulagt tómstundastarf með fræðslu og lífsleikniþjálfun fyrir unglinga, þá sérstaklega unglingsstúlkur. Þá verður komið upp 32 þjónustustöðvum fyrir vaxtalaus smálán með það að markmiði að auka tekjumöguleika fátækra fjölskyldna á svæðinu,“ segir Hans Steinar. Alls eru 56% stúlkna í Tógó fórnarlömb kynferðislegrar misneytingar. Rúmlega 17% stúlkna verða barnshafandi fyrir átján ára aldur og 29% stúlkna eru giftar fyrir átján ára aldur.Vefur SOS Barnaþorpanna á Íslandi Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent
Utanríkisráðuneytið styrkir SOS Barnaþorpin á Íslandi um 36 milljónir króna til að fullfjármagna metnaðarfullt verkefni sem ber yfirskriftina „Gegn kynferðislegri misneytingu á börnum í Tógó.“ Mótframlag SOS á Íslandi nemur 9 milljónum króna en verkefnið hefst formlega í janúar á næsta ári og stendur yfir í þrjú ár. Að sögn Hans Steinars Bjarnasonar upplýsingafulltrúa SOS á Íslandi tekur verkefnið á gríðarlega stóru vandamáli á verkefnasvæðinu, þ.e. kynferðislegri misneytingu á börnum, einkum stúlkum. „Við erum mjög stolt af þessu verkefni sem verður ánægjulegt að geta ráðist í. Þarna munum við stuðla að sterkari vörnum í samfélaginu fyrir börn, einkum stúlkur. Væntingar okkar eru um sterkari fjölskyldur og að foreldrar þekki betur hætturnar og hvernig ber að vernda börnin,“ segir hann. Verkefnissvæðið er Ogou-hérað norður af Lomé, höfuðborg Tógó. Þjóðbrautin til höfuðborgarinnar liggur þar í gegn með tilheyrandi vöruflutningum frá nágrannaríkjunum. Hans Steinar segir að skuggahliðar þessara aðstæðna séu mansal og að ungar stúlkur á svæðinu leiðist út í vændi. Að auki gera hefðir og samfélagleg gildi það að verkum, að kynferðisleg misneyting á börnum, giftingar barnungra stúlkna og brottfall unglingsstúlkna úr grunnskólum vegna þungunar, eru aðkallandi vandamál í Tógó. „Íbúar fá fræðslu og fjölskyldur stúlkna fá handleiðslu og stuðning til fjárhagslegs sjálfstæðis svo hvatinn til kynferðislegrar misneytingar á stúlkum minnki. Foreldrar verða fræddir um réttindi barna og skyldur foreldra, og komið verður á fræðslu fyrir grunnskólakennara, æskulýðsfulltrúa og héraðsyfirvöld um velferð og réttindi barna. Einnig er áhersla á skipulagt tómstundastarf með fræðslu og lífsleikniþjálfun fyrir unglinga, þá sérstaklega unglingsstúlkur. Þá verður komið upp 32 þjónustustöðvum fyrir vaxtalaus smálán með það að markmiði að auka tekjumöguleika fátækra fjölskyldna á svæðinu,“ segir Hans Steinar. Alls eru 56% stúlkna í Tógó fórnarlömb kynferðislegrar misneytingar. Rúmlega 17% stúlkna verða barnshafandi fyrir átján ára aldur og 29% stúlkna eru giftar fyrir átján ára aldur.Vefur SOS Barnaþorpanna á Íslandi Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent