Slær á kvíða í tannlæknastólnum með dáleiðslu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. nóvember 2019 10:00 Sigurður Segir að fólk hafi mismikinn hæfileika til að dáleiða og vera dáleitt. Hann líkir þessu við söng. Allir geta sungið, æft sig og orðið betri en aðeins sumir séu með náttúrulega hæfileika. Barnatannlæknirinn Sigurður Rúnar Sæmundsson hefur notað dáleiðslu í störfum sínum í um átta ár og segir hana gefa mjög góða raun. „Dáleiðsla gagnast á þann hátt að börnin verða sáttari og líður betur í tannlækningasamhenginu. Ég sé stundum litlu börnin fara í leiðslu og byrja að taka tillögum mínum fúslega um hvað skuli gerast næst. Það er akkúrat það sem þarf að gerast til að hjálpa barni á alúðlegan og fallegan hátt í gegn um reynsluna af því að fara til tannlæknis,“ segir hann.Hlaut að vera eitthvað sniðugt Sigurður Rúnar er búsettur í Bandaríkjunum og hefur kennt barnatannlækningar við Háskólann í Norður-Karólínu í rúm þrjú ár. Hann hefur einnig rekið tannlæknastofu á Íslandi síðan 1996. Í dag ber hún nafnið Hlýja og er til húsa í Glæsibæ. Auk þess hefur hann verið yfir barnatannlækningadeild Háskóla Íslands og starfað innan Tannlæknafélags Íslands. „Þegar ég var 16 eða 17 ára rakst ég á bók í safni foreldra minna um sjálfsdáleiðslu og hún fangaði áhuga minn á dáleiðslu,“ segir Sigurður Rúnar. „Löngu seinna, þegar ég var orðinn tannlæknir, sá ég að ríkistannlæknar í Svíþjóð voru styrktir til að mennta sig í dáleiðslu. Ég taldi að þetta hlyti að vera eitthvað sniðugt.“ Sigurður Rúnar sá tækifæri þegar bandarískur sérfræðingur kom til Íslands og hélt endurmenntunarnámskeið. Fjölmargt fólk í heilbrigðisstéttum hefur nýtt sér aðferðir dáleiðslunnar, sérstaklega sálfræðingar en einnig hjúkrunarfræðingar og læknar. Margt fólk úr þessum stéttum kom á námskeiðið til þess að nýta í sínu starfi. „Á þessu námskeiði opnaðist þessi heimur fyrir mér en ég sá að ég var þegar byrjaður að nota aðferðir dáleiðslunnar í störfum mínum sem tannlæknir.“Þrenging athyglinnar Enska orðið mesmerism vísar til þýska læknisins Franz Mesmer sem notaði dáleiðslu á átjándu og nítjándu öld. En dáleiðsla hefur að öllum líkindum fylgt mannkyninu í einhverju formi frá upphafi. Sigurður Rúnar segir að til séu textar frá fornum siðmenningum sem vísi augljóslega til dáleiðslu. Undir lok nítjándu aldar var dáleiðsla mjög útbreidd í lækningum, til dæmis til deyfinga, en vék hins vegar á þeirri tuttugustu þegar lyf fóru að verða algengari. Sigurður Rúnar segir að hægt sé að deyfa fólk með dáleiðslu en lyfin sem til séu í dag séu svo góð að það þurfi ekki. Einnig sé hægt að slá á kvíða eða hræðslu við að fara til tannlæknis. Hann telur hins vegar að það ætti ekki að vera hlutverk tannlæknisins sjálfs frekar en flugmannsins að lækna flughræðslu. Hans takmark sem tannlæknir er að nota dáleiðslufræðin til að gera upplifunina betri og auðveldari fyrir þann sem verið er að hjálpa.Sigurður notar litríka og flotta límmiða til að dáleiða yngri börnin.„Dáleiðsla er ástand hugans með aukinni einbeitingu á það sem dáleiðslan fjallar um og takmarkaða eða enga athygli á utanaðkomandi þætti. Þetta er þá eins konar þrenging athyglinnar eða aukinn fókus á eitthvað. Síðan fylgir þessu hugarástandi aukinn hæfileiki til að taka leiðbeiningu eða tillögum,“ segir Sigurður Rúnar og bendir á að þetta sé hugarástand sem sé algerlega eðlilegt manninum. Segir hann alla hafa einhvern tímann upplifað dáleiðsluástand eða hugarástand mjög líkt því. Til dæmis þegar starað er inn í arineld eða út í brimið við ströndina. „Þú gleymir öllu sem er að gerast í kringum þig. Sumir upplifa þetta þegar þeir eru að keyra heim eftir vinnudag og vita varla af sér fyrr en þeir eru á bílastæðinu heima.“Límmiðar á handarbaki „Ég hef aldrei notað dáleiðslu á þann hátt sem fólk venjulega hugsar sér dáleiðslu þar sem: Við setjumst niður og ég dáleiði þig. Ég er dáleiðandinn og þú verður dáleiddur. Ég hef notað aðferðir dáleiðslunnar á annan hátt. En ég hef notað dáleiðslufræði nokkurn veginn stanslaust í öllum samskiptum mínum við börn í langan tíma,“ segir hann.En hvernig er dáleiðslan framkvæmd? Í störfum sínum segist Sigurður Rúnar nota bæði tal og sýningu til að leiða börn inn í ástand skylt dáleiðslu. Hann sýni börnunum til dæmis litríka og flotta límmiða. Þeir séu vel til þess fallnir að grípa athygli barnanna og hann eigi auðveldara með að ná til þeirra. Þó hann starfi nær eingöngu með börnum þekkir hann vel inn á dáleiðslu fullorðinna og segir að töluverður munur sé þar á. Dáleiðslan tekur mið af hugarheimi, þroska og fyrri upplifunum. „Dáleiðslan er ekki eitthvað sem gert er á einum tímapunkti, heldur er ég að nota aðferðir dáleiðslufræðanna allan tímann,“ segir hann. „Til dæmis með orðalagi og með því að fá fólk til að halda athyglinni á einhverju ákveðnu, sem er síendurtekið.“ Börnin fá fleiri og fleiri límmiða sem hann setur á handarbök þeirra, límmiðarnir mynda munstur og börnin sökkva sér ofan þá.Allir geta dáleitt og verið dáleiddir ef þeir vilja Sigurður Rúnar segir að allir geti dáleitt og einnig að allir geti komist í dáleiðsluástand. Fólk hafi hins vegar mismikinn hæfileika til þess. „Ég hef líkt þessu við söng, allir geta sungið. Sumir virðast fæðast sem snillingar í því eða geta að minnsta kosti orðið feikna góðir söngvarar, en allir geta æft sig og orðið þokkalegir.“ Þá verður viljinn einnig að vera til staðar hjá þeim sem dáleiða á. Ef einhver vill ekki verða dáleiddur skiptir snilli dáleiðandans engu máli. „Sumir detta inn og út úr þessu ástandi. Ef bæði dáleiðandinn er góður og viðtakandinn einnig getur þetta varað eins lengi og báðir vilja.“ Aðspurður um hvort allir hafi trú á að dáleiðsla virki segir Sigurður Rúnar að þeir sem hafi kynnt sér þetta sjái það fljótlega. „Þetta bara virkar, það er svo einfalt,“ segir hann. „En margt fólk þekkir þetta ekki og heldur að öll dáleiðsla sé eins og sviðsdáleiðsla. Sviðsdáleiðslu sjáum við oft í myndböndum á netinu og á skemmtunum eins og hjá dávaldinum Sailesh sem hefur komið til Íslands, en þetta er mjög skökk mynd af dáleiðslu.“ Dáleiðsla hefur ekki enn náð mikilli fótfestu í íslenskri tannlæknastétt en Sigurður Rúnar veit um tvo aðra sem hafa menntað sig í henni og notað í starfi. Af hinum vestrænu þjóðum telur hann Svía vera hvað fremsta á þessu sviði. Hann telur þó að margir íslenskir tannlæknar sem séu lagnir við fólk séu trúlega óafvitandi að nota þessar aðferðir til að hjálpa fólki. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Barnatannlæknirinn Sigurður Rúnar Sæmundsson hefur notað dáleiðslu í störfum sínum í um átta ár og segir hana gefa mjög góða raun. „Dáleiðsla gagnast á þann hátt að börnin verða sáttari og líður betur í tannlækningasamhenginu. Ég sé stundum litlu börnin fara í leiðslu og byrja að taka tillögum mínum fúslega um hvað skuli gerast næst. Það er akkúrat það sem þarf að gerast til að hjálpa barni á alúðlegan og fallegan hátt í gegn um reynsluna af því að fara til tannlæknis,“ segir hann.Hlaut að vera eitthvað sniðugt Sigurður Rúnar er búsettur í Bandaríkjunum og hefur kennt barnatannlækningar við Háskólann í Norður-Karólínu í rúm þrjú ár. Hann hefur einnig rekið tannlæknastofu á Íslandi síðan 1996. Í dag ber hún nafnið Hlýja og er til húsa í Glæsibæ. Auk þess hefur hann verið yfir barnatannlækningadeild Háskóla Íslands og starfað innan Tannlæknafélags Íslands. „Þegar ég var 16 eða 17 ára rakst ég á bók í safni foreldra minna um sjálfsdáleiðslu og hún fangaði áhuga minn á dáleiðslu,“ segir Sigurður Rúnar. „Löngu seinna, þegar ég var orðinn tannlæknir, sá ég að ríkistannlæknar í Svíþjóð voru styrktir til að mennta sig í dáleiðslu. Ég taldi að þetta hlyti að vera eitthvað sniðugt.“ Sigurður Rúnar sá tækifæri þegar bandarískur sérfræðingur kom til Íslands og hélt endurmenntunarnámskeið. Fjölmargt fólk í heilbrigðisstéttum hefur nýtt sér aðferðir dáleiðslunnar, sérstaklega sálfræðingar en einnig hjúkrunarfræðingar og læknar. Margt fólk úr þessum stéttum kom á námskeiðið til þess að nýta í sínu starfi. „Á þessu námskeiði opnaðist þessi heimur fyrir mér en ég sá að ég var þegar byrjaður að nota aðferðir dáleiðslunnar í störfum mínum sem tannlæknir.“Þrenging athyglinnar Enska orðið mesmerism vísar til þýska læknisins Franz Mesmer sem notaði dáleiðslu á átjándu og nítjándu öld. En dáleiðsla hefur að öllum líkindum fylgt mannkyninu í einhverju formi frá upphafi. Sigurður Rúnar segir að til séu textar frá fornum siðmenningum sem vísi augljóslega til dáleiðslu. Undir lok nítjándu aldar var dáleiðsla mjög útbreidd í lækningum, til dæmis til deyfinga, en vék hins vegar á þeirri tuttugustu þegar lyf fóru að verða algengari. Sigurður Rúnar segir að hægt sé að deyfa fólk með dáleiðslu en lyfin sem til séu í dag séu svo góð að það þurfi ekki. Einnig sé hægt að slá á kvíða eða hræðslu við að fara til tannlæknis. Hann telur hins vegar að það ætti ekki að vera hlutverk tannlæknisins sjálfs frekar en flugmannsins að lækna flughræðslu. Hans takmark sem tannlæknir er að nota dáleiðslufræðin til að gera upplifunina betri og auðveldari fyrir þann sem verið er að hjálpa.Sigurður notar litríka og flotta límmiða til að dáleiða yngri börnin.„Dáleiðsla er ástand hugans með aukinni einbeitingu á það sem dáleiðslan fjallar um og takmarkaða eða enga athygli á utanaðkomandi þætti. Þetta er þá eins konar þrenging athyglinnar eða aukinn fókus á eitthvað. Síðan fylgir þessu hugarástandi aukinn hæfileiki til að taka leiðbeiningu eða tillögum,“ segir Sigurður Rúnar og bendir á að þetta sé hugarástand sem sé algerlega eðlilegt manninum. Segir hann alla hafa einhvern tímann upplifað dáleiðsluástand eða hugarástand mjög líkt því. Til dæmis þegar starað er inn í arineld eða út í brimið við ströndina. „Þú gleymir öllu sem er að gerast í kringum þig. Sumir upplifa þetta þegar þeir eru að keyra heim eftir vinnudag og vita varla af sér fyrr en þeir eru á bílastæðinu heima.“Límmiðar á handarbaki „Ég hef aldrei notað dáleiðslu á þann hátt sem fólk venjulega hugsar sér dáleiðslu þar sem: Við setjumst niður og ég dáleiði þig. Ég er dáleiðandinn og þú verður dáleiddur. Ég hef notað aðferðir dáleiðslunnar á annan hátt. En ég hef notað dáleiðslufræði nokkurn veginn stanslaust í öllum samskiptum mínum við börn í langan tíma,“ segir hann.En hvernig er dáleiðslan framkvæmd? Í störfum sínum segist Sigurður Rúnar nota bæði tal og sýningu til að leiða börn inn í ástand skylt dáleiðslu. Hann sýni börnunum til dæmis litríka og flotta límmiða. Þeir séu vel til þess fallnir að grípa athygli barnanna og hann eigi auðveldara með að ná til þeirra. Þó hann starfi nær eingöngu með börnum þekkir hann vel inn á dáleiðslu fullorðinna og segir að töluverður munur sé þar á. Dáleiðslan tekur mið af hugarheimi, þroska og fyrri upplifunum. „Dáleiðslan er ekki eitthvað sem gert er á einum tímapunkti, heldur er ég að nota aðferðir dáleiðslufræðanna allan tímann,“ segir hann. „Til dæmis með orðalagi og með því að fá fólk til að halda athyglinni á einhverju ákveðnu, sem er síendurtekið.“ Börnin fá fleiri og fleiri límmiða sem hann setur á handarbök þeirra, límmiðarnir mynda munstur og börnin sökkva sér ofan þá.Allir geta dáleitt og verið dáleiddir ef þeir vilja Sigurður Rúnar segir að allir geti dáleitt og einnig að allir geti komist í dáleiðsluástand. Fólk hafi hins vegar mismikinn hæfileika til þess. „Ég hef líkt þessu við söng, allir geta sungið. Sumir virðast fæðast sem snillingar í því eða geta að minnsta kosti orðið feikna góðir söngvarar, en allir geta æft sig og orðið þokkalegir.“ Þá verður viljinn einnig að vera til staðar hjá þeim sem dáleiða á. Ef einhver vill ekki verða dáleiddur skiptir snilli dáleiðandans engu máli. „Sumir detta inn og út úr þessu ástandi. Ef bæði dáleiðandinn er góður og viðtakandinn einnig getur þetta varað eins lengi og báðir vilja.“ Aðspurður um hvort allir hafi trú á að dáleiðsla virki segir Sigurður Rúnar að þeir sem hafi kynnt sér þetta sjái það fljótlega. „Þetta bara virkar, það er svo einfalt,“ segir hann. „En margt fólk þekkir þetta ekki og heldur að öll dáleiðsla sé eins og sviðsdáleiðsla. Sviðsdáleiðslu sjáum við oft í myndböndum á netinu og á skemmtunum eins og hjá dávaldinum Sailesh sem hefur komið til Íslands, en þetta er mjög skökk mynd af dáleiðslu.“ Dáleiðsla hefur ekki enn náð mikilli fótfestu í íslenskri tannlæknastétt en Sigurður Rúnar veit um tvo aðra sem hafa menntað sig í henni og notað í starfi. Af hinum vestrænu þjóðum telur hann Svía vera hvað fremsta á þessu sviði. Hann telur þó að margir íslenskir tannlæknar sem séu lagnir við fólk séu trúlega óafvitandi að nota þessar aðferðir til að hjálpa fólki.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira