Lífið

Heiður að fá að dansa við svona sterka konu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sophie og Haffi Haff stilltu sér upp fyrir ljósmyndara á miðri æfingu.
Sophie og Haffi Haff stilltu sér upp fyrir ljósmyndara á miðri æfingu. Vísir/Vilhelm
Skemmtiþátturinn Allir geta dansað hefur göngu sína á Stöð 2 á nýjan leik þann 29. nóvember. Tíu pör taka þátt og stendur eitt par eftir sem sigurvegari í lok janúar á næsta ári. Næstu fimm daga verða öll pörin í Allir geta dansað kynnt til leiks og er komið að því að kynna dansparið Haffa Haff og Sophie.

Hafsteinn Þór Guðjónsson er fjölhæfur listamaður og söngvari sem hefur mikla útgeislun á sviði.

„Ég kann ýmislegt og hef gaman af  en ég hef ekki dansað samkvæmisdansa eða alla vega ekki mikið, kannski tekið nokkur spor. Mamma mín var ballet dansari og það er mikill dans í okkar samkomu,“ sagði Haffi fyrr í haust í samtali við Vísi.

Sophia Louise Webb, þekkt sem Sophie, starfar sem grunnskólakennari og danskennari. Hún er einnig í MA-námi við háskólanum í Wolverhampton. Haffi Haff sagði frá því á samfélagsmiðlum að það séu forréttindi og mikill heiður að fá að dansa við svona sterka konu eins og Sophie.

Dómarar í ár verða þeir sömu og í fyrstu seríunni:

• Selma Björnsdóttir

• Karen Reeve

• Jóhann Gunnar Arnarson

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis leit við á æfingu hjá Haffa Haff og Sophie  í vikunni og fangaði stemninguna hjá dansparinu.

Haffi Haff og Sophie eru ótrúlega flott saman.Vísir/Vilhelm
Móðir Haffa Haff var dansari og langar hann að koma með bikarinn heim til mömmu í lok þáttaraðar.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Væri gaman að taka bikarinn heim til mömmu

"Þetta er allt saman svo spennandi og ég get hreinlega ekki beðið,“ Hafsteinn Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff, sem tekur þátt í skemmtiþáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×