Gyðingakökur ömmu eru jólin Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 16:00 Helena segir bakstur ómissandi á aðventunni. Hún er komin í jólaskap og byrjar snemma að skreyta heimilið. ANTON Helena Gunnarsdóttir man ekki eftir sér öðruvísi en með puttana í bakstri og eldamennsku hjá mömmu sinni og ömmu. Það er hennar helsta áhugamál enn og ferst henni það vel úr hendi eins og sjá má á þremur ómótstæðilegum smákökusortum. Gyðingakökurnar hennar ömmu eru jólin fyrir mér og voru alltaf mínar albestu uppáhalds smákökur,“ segir Helena sem bakar þær stundum fyrir jólin. „Ég var svo lánsöm að fá að eiga uppskriftina sem amma notaði alltaf í rúmlega 70 ára gamalli bók; Mat og drykk eftir Helgu Sigurðar. Bókin hangir aðallega saman á minningunni og gömlum matarslettum, alveg dásamlegt. Ég myndi líklega bjarga henni úr brennandi húsi, svona næst á eftir fjölskyldunni og kettinum," segir Helena og brosir út í annað yfir ilmandi deigi í hrærivélinni. „Ég baka ekki eftir neinni reglu heldur fer það eftir aðstæðum hverju sinni. Ég reyni að halda mig við að baka bara það sem ég veit að verður borðað dagana á eftir og er innilega á móti því að baka stóra skammta af ótal smákökusortum og geyma í boxum vikum saman. Best er að njóta á meðan kökurnar eru nýjar og baka svo bara aftur seinna,“ segir Helena sem starfar á menntavísindasviði Háskóla Íslands ásamt því að halda úti blogginu Eldhúsperlur Helenu. „Svo skrifa ég uppskriftir, elda, baka og tek myndir af öllu saman við hvert tækifæri sem gefst. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að búa til mínar eigin uppskriftir og það er það sem ég geri hvað mest af,“ upplýsir Helena.Í útlöndum um jólinHelena er fædd og uppalin í Reykjavík en býr nú í Kópavogi með manni sínum og tveimur börnum. „Ég byrja snemma að setja upp ljós og „vetrarskraut“. Í byrjun desember er flest komið á sinn stað, svona fyrir utan jólatréð sem fær að fara upp viku fyrir jól. Í ár ætlum við reyndar að vera í útlöndum yfir jólin í fyrsta sinn svo ég jólaði heimilið örlítið upp um miðjan nóvember til að ná aðeins að njóta fyrir brottför,“ segir Helena í jólaskapi. Hún segir galdurinn við vel heppnaðar smákökur vera að fara nákvæmlega eftir uppskriftinni ef maður er ekki þeim mun öruggari í bakstrinum og fylgjast með kökunum í ofninum því hitastig ofna sé mismunandi. „Ef bakstur færir manni gleði og jólaskap er hann eiginlega ómissandi. Annars koma nú alveg jól án þess að baka smákökur og hægt að kaupa ótrúlega góðar tilbúnar kökur, og kökudeig út í búð,“ segir Helena sem nýtur þess að prófa nýjar uppskriftir. „Þessar þrjár sem ég bakaði eiga allar sameiginlegt að vera í miklu dálæti en hafrakökurnar með hvíta súkkulaðinu og apríkósunum er líklega uppáhalds smákökusortin í augnablikinu,“ segir Helena og spurð hvað ekki megi vanta um jólin svarar hún: „Mér finnst alltaf eitthvað töfra við jóladagsmorgun. Þá er ómissandi að gera fallegan jólabröns, laga heitt súkkulaði með rjóma og njóta á náttfötunum.“Frábærar jólasmákökur sem vert er að prófa.Baileys kossar150 g mjúkt smjör 200 g sykur 2 egg 2 tsk. vanilluextrakt 160 g hveiti 60 g kakó ½ tsk. salt ½ tsk. matarsódi 3 msk. Baileys líkjör (eða rjómi)Ofn hitaður í 160°C með blæstri, annars 180°C. Smjör og sykur þeytt mjög vel saman þar til ljóst og létt. Eggin fara út í og þeytt vel saman. Hveiti, kakó, salti og lyftidufti blandað saman og bætt út í ásamt Baileys eða rjóma og blandað saman í deig og kælt í ísskáp í 10-15 mínútur. Deig sett með tveimur teskeiðum á ofnplötu. Úr þessari uppskrift næ ég um það bil 60 kökum og miða við að setja 20 kökur á hverja ofnplötu. Bakið kökurnar í 7-9 mínútur. Takið út og kælið. Athugið að kökurnar eiga að vera mjúkar en ekki stökkar.Baileys smjörkrem150 g mjúkt smjör 200 g flórsykur 80 ml Baileys (eða 80 ml rjómi og 1 msk. kakó) 1 tsk. vanilluextraktSmjör þeytt mjög vel þar til ljóst og létt. Flórsykur fer út í og allt þeytt aftur mjög vel saman. Kremið á að vera létt og loftmikið. Hellið Baileys og vanillu saman við á meðan þeytt er, skafið vel hliðarnar og þeytið vel áfram. Sprautið kreminu á helminginn af kökunum og leggið köku ofan á til að mynda samloku. Kökurnar geymast vel í lokuðu íláti í ísskáp í nokkra daga en líka mjög vel í frysti.Dökkar súkkulaði- og piparmyntusmákökur5 dl hveiti 1 tsk. lyftiduft ½ tsk. matarsódi ½ tsk. salt 120 g smjör, brætt 2,5 dl kakó (ég mæli með Konsúm kakóinu frá Nóa Siríus) 3 dl púðursykur 2 dl sykur 4 egg ¼ tsk. piparmyntudropar (má sleppa og nota í staðinn piparmyntusúkkulaði) 200 g dökkt piparmyntusúkkulaði, t.d. Pipp Flórsykur (til að velta kökunum upp úr fyrir bakstur)Hrærið saman í skál, hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti og setjið til hliðar. Blandið saman kakói, púðursykri og sykri. Bræðið smjörið og hellið saman við sykurblönduna, pískið vel saman. Bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið vel á milli.Brjótið súkkulaðið út í deigið og hrærið aðeins. Setjið hveitiblönduna saman við og blandið vel saman (ég kýs að hafa súkkulaðibitana stóra í deiginu, má líka saxa þá fyrst gróft og setja svo út í. Ég læt hrærivélina um að brjóta þá saman við deigið, þá verða sumir stórir og aðrir minni). Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið í ísskáp í minnst eina klukkustund fyrir bakstur. Fínt að geyma það yfir nótt.Hitið ofn í 180°C. Takið deig með matskeið, rúllið í kúlu milli lófanna og veltið ríkulega upp úr flórsykri. Athugið að deigið er frekar klístrað og best að meðhöndla það beint úr ísskáp. Leggið á bökunarpappírsklædda plötu og bakið í 10 mínútur. Kökurnar eiga að vera svolítið seigar í miðjunni. Leyfið að kólna aðeins á plötunni áður en þið takið þær af.Hafrakökur með hvítu súkkulaði og apríkósum150 g mjúkt smjör 150 g ljós púðursykur (eða 50/50 hvítur sykur og púðursykur) 1 tsk. vanilluextrakt 2 egg 175 g haframjöl 175 g hveiti ½ tsk. kanill ½ tsk. engifer 1 tsk. matarsódi 1 tsk. sjávarsalt í flögum. 250 g þurrkaðar apríkósur, saxaðar 250 g hvítt súkkulaði, saxaðÞeytið saman smjör, sykur og vanillu þar til létt og ljóst. Bætið eggjum út í einu í einu og þeytið vel saman. Pískið saman þurrefnin og hellið út í deigið ásamt hvítu súkkulaði og apríkósum. Blandið öllu vel saman. Setjið deig með tveimur matskeiðum á bökunarplötu með góðu millibili og bakið þar til kökurnar eru fallega gylltar en enn dálítið mjúkar í miðjunni. Um það bil 12 mínútur miðað að kökurnar séu á við tvær matskeiðar að stærð, skemur ef kökurnar eru litlar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin Brekkur til að renna sér í Jólin Borða með góðri samvisku Jól Svona gerirðu graflax Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Jóla-aspassúpa Jól Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól Gómsætir bitar í jólapakkann Jól
Helena Gunnarsdóttir man ekki eftir sér öðruvísi en með puttana í bakstri og eldamennsku hjá mömmu sinni og ömmu. Það er hennar helsta áhugamál enn og ferst henni það vel úr hendi eins og sjá má á þremur ómótstæðilegum smákökusortum. Gyðingakökurnar hennar ömmu eru jólin fyrir mér og voru alltaf mínar albestu uppáhalds smákökur,“ segir Helena sem bakar þær stundum fyrir jólin. „Ég var svo lánsöm að fá að eiga uppskriftina sem amma notaði alltaf í rúmlega 70 ára gamalli bók; Mat og drykk eftir Helgu Sigurðar. Bókin hangir aðallega saman á minningunni og gömlum matarslettum, alveg dásamlegt. Ég myndi líklega bjarga henni úr brennandi húsi, svona næst á eftir fjölskyldunni og kettinum," segir Helena og brosir út í annað yfir ilmandi deigi í hrærivélinni. „Ég baka ekki eftir neinni reglu heldur fer það eftir aðstæðum hverju sinni. Ég reyni að halda mig við að baka bara það sem ég veit að verður borðað dagana á eftir og er innilega á móti því að baka stóra skammta af ótal smákökusortum og geyma í boxum vikum saman. Best er að njóta á meðan kökurnar eru nýjar og baka svo bara aftur seinna,“ segir Helena sem starfar á menntavísindasviði Háskóla Íslands ásamt því að halda úti blogginu Eldhúsperlur Helenu. „Svo skrifa ég uppskriftir, elda, baka og tek myndir af öllu saman við hvert tækifæri sem gefst. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að búa til mínar eigin uppskriftir og það er það sem ég geri hvað mest af,“ upplýsir Helena.Í útlöndum um jólinHelena er fædd og uppalin í Reykjavík en býr nú í Kópavogi með manni sínum og tveimur börnum. „Ég byrja snemma að setja upp ljós og „vetrarskraut“. Í byrjun desember er flest komið á sinn stað, svona fyrir utan jólatréð sem fær að fara upp viku fyrir jól. Í ár ætlum við reyndar að vera í útlöndum yfir jólin í fyrsta sinn svo ég jólaði heimilið örlítið upp um miðjan nóvember til að ná aðeins að njóta fyrir brottför,“ segir Helena í jólaskapi. Hún segir galdurinn við vel heppnaðar smákökur vera að fara nákvæmlega eftir uppskriftinni ef maður er ekki þeim mun öruggari í bakstrinum og fylgjast með kökunum í ofninum því hitastig ofna sé mismunandi. „Ef bakstur færir manni gleði og jólaskap er hann eiginlega ómissandi. Annars koma nú alveg jól án þess að baka smákökur og hægt að kaupa ótrúlega góðar tilbúnar kökur, og kökudeig út í búð,“ segir Helena sem nýtur þess að prófa nýjar uppskriftir. „Þessar þrjár sem ég bakaði eiga allar sameiginlegt að vera í miklu dálæti en hafrakökurnar með hvíta súkkulaðinu og apríkósunum er líklega uppáhalds smákökusortin í augnablikinu,“ segir Helena og spurð hvað ekki megi vanta um jólin svarar hún: „Mér finnst alltaf eitthvað töfra við jóladagsmorgun. Þá er ómissandi að gera fallegan jólabröns, laga heitt súkkulaði með rjóma og njóta á náttfötunum.“Frábærar jólasmákökur sem vert er að prófa.Baileys kossar150 g mjúkt smjör 200 g sykur 2 egg 2 tsk. vanilluextrakt 160 g hveiti 60 g kakó ½ tsk. salt ½ tsk. matarsódi 3 msk. Baileys líkjör (eða rjómi)Ofn hitaður í 160°C með blæstri, annars 180°C. Smjör og sykur þeytt mjög vel saman þar til ljóst og létt. Eggin fara út í og þeytt vel saman. Hveiti, kakó, salti og lyftidufti blandað saman og bætt út í ásamt Baileys eða rjóma og blandað saman í deig og kælt í ísskáp í 10-15 mínútur. Deig sett með tveimur teskeiðum á ofnplötu. Úr þessari uppskrift næ ég um það bil 60 kökum og miða við að setja 20 kökur á hverja ofnplötu. Bakið kökurnar í 7-9 mínútur. Takið út og kælið. Athugið að kökurnar eiga að vera mjúkar en ekki stökkar.Baileys smjörkrem150 g mjúkt smjör 200 g flórsykur 80 ml Baileys (eða 80 ml rjómi og 1 msk. kakó) 1 tsk. vanilluextraktSmjör þeytt mjög vel þar til ljóst og létt. Flórsykur fer út í og allt þeytt aftur mjög vel saman. Kremið á að vera létt og loftmikið. Hellið Baileys og vanillu saman við á meðan þeytt er, skafið vel hliðarnar og þeytið vel áfram. Sprautið kreminu á helminginn af kökunum og leggið köku ofan á til að mynda samloku. Kökurnar geymast vel í lokuðu íláti í ísskáp í nokkra daga en líka mjög vel í frysti.Dökkar súkkulaði- og piparmyntusmákökur5 dl hveiti 1 tsk. lyftiduft ½ tsk. matarsódi ½ tsk. salt 120 g smjör, brætt 2,5 dl kakó (ég mæli með Konsúm kakóinu frá Nóa Siríus) 3 dl púðursykur 2 dl sykur 4 egg ¼ tsk. piparmyntudropar (má sleppa og nota í staðinn piparmyntusúkkulaði) 200 g dökkt piparmyntusúkkulaði, t.d. Pipp Flórsykur (til að velta kökunum upp úr fyrir bakstur)Hrærið saman í skál, hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti og setjið til hliðar. Blandið saman kakói, púðursykri og sykri. Bræðið smjörið og hellið saman við sykurblönduna, pískið vel saman. Bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið vel á milli.Brjótið súkkulaðið út í deigið og hrærið aðeins. Setjið hveitiblönduna saman við og blandið vel saman (ég kýs að hafa súkkulaðibitana stóra í deiginu, má líka saxa þá fyrst gróft og setja svo út í. Ég læt hrærivélina um að brjóta þá saman við deigið, þá verða sumir stórir og aðrir minni). Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið í ísskáp í minnst eina klukkustund fyrir bakstur. Fínt að geyma það yfir nótt.Hitið ofn í 180°C. Takið deig með matskeið, rúllið í kúlu milli lófanna og veltið ríkulega upp úr flórsykri. Athugið að deigið er frekar klístrað og best að meðhöndla það beint úr ísskáp. Leggið á bökunarpappírsklædda plötu og bakið í 10 mínútur. Kökurnar eiga að vera svolítið seigar í miðjunni. Leyfið að kólna aðeins á plötunni áður en þið takið þær af.Hafrakökur með hvítu súkkulaði og apríkósum150 g mjúkt smjör 150 g ljós púðursykur (eða 50/50 hvítur sykur og púðursykur) 1 tsk. vanilluextrakt 2 egg 175 g haframjöl 175 g hveiti ½ tsk. kanill ½ tsk. engifer 1 tsk. matarsódi 1 tsk. sjávarsalt í flögum. 250 g þurrkaðar apríkósur, saxaðar 250 g hvítt súkkulaði, saxaðÞeytið saman smjör, sykur og vanillu þar til létt og ljóst. Bætið eggjum út í einu í einu og þeytið vel saman. Pískið saman þurrefnin og hellið út í deigið ásamt hvítu súkkulaði og apríkósum. Blandið öllu vel saman. Setjið deig með tveimur matskeiðum á bökunarplötu með góðu millibili og bakið þar til kökurnar eru fallega gylltar en enn dálítið mjúkar í miðjunni. Um það bil 12 mínútur miðað að kökurnar séu á við tvær matskeiðar að stærð, skemur ef kökurnar eru litlar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin Brekkur til að renna sér í Jólin Borða með góðri samvisku Jól Svona gerirðu graflax Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Jóla-aspassúpa Jól Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól Gómsætir bitar í jólapakkann Jól