Bakar syngur og hjúkrar Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 11:30 Ragna hefur í nógu að snúast í kringum jólin en gefur sér samt tíma fyrir bakstur. Þessi rúlluterta er mjög jólaleg ANTON BRINK Hjúkrunarfræðingurinn Ragna Björg Ársælsdóttir heldur úti matarblogginu ragna.is þar sem hún deilir girnilegum uppskriftum að gómsætum kökum og mat. Ragna nýtir frítíma sinn fyrir jólin í bakstur milli þess sem hún sinni starfi sínu og syngur á hinum ýmsu tónleikum. Ragna hefur haft áhuga á matargerð og bakstri frá því hún var barn. „Ég ætlaði lengi vel að verða kokkur eða konditormeistari en ákvað svo að verða hjúkrunarfræðingur eftir langa umhugsun.“ Ragna heldur úti bloggsíðunni ragna.is þar sem hægt er að finna hátt í 90 fjölbreyttar uppskriftir. Ragna er mikið jólabarn hún elskar að baka fyrir jólin og var búin að skreyta húsið að utan að mestu um miðjan nóvember. „Ég baka ekki margar sortir, mér finnst betra að baka fáar sortir sem klárast en að baka margar og geyma þær,“ segir hún. „Mér finnst skemmtilegast að búa til laufabrauð og smákökur en svo geri ég líka alltaf parta eins og amma mín og nafna Ragna gerði alltaf. Ég baka partana bara rétt fyrir jól. Ég tók við hlutverkinu hennar ömmu Rögnu að búa þá til fyrir ættina.“ Ragna hefur í nógu öðru að snúast fyrir jólin en að baka. Hún syngur á fimm mismunandi jólatónleikum og er því löngu farin að æfa jólalögin og löngu komin í jólaskap að eigin sögn. „Ég er í kór Lindakirkju og svo syng ég með Guðrúnu Árnýju í Víðistaðakirkju um jólin sem gestasöngkona. Ég syng líka á Jóla Bublé tónleikunum og fer heim til Víkur með jólatónleika. Þar fyrir utan syng ég í jólaboðum og fyrirtækjaveislum þannig að það er nóg að gera svona milli vakta, jólaundirbúnings og almenns heimilislífs. Ég er næstum alla daga annaðhvort að syngja eða hjúkra, svo restina af tímanum baka ég og sinni fjölskyldunni,“ segir Ragna. Það eru tvö ár síðan Ragna bakaði fyrst rúllutertuna sem hún deilir uppskriftinni að með lesendum, en hún segist hafa verið orðin leið á súkkulaði- og karamellukökum. „Þetta þarf ekki endilega að vera jólakaka en hún er voða jólaleg með hvítu kremi og rauðum Bismark brjóstsykri.“Kakan er jólaleg með hvítu kremi og rauðum brjóstsykri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKKaka: 4 egg 50 gr púðursykur 100 gr sykur 150 gr hveiti 15 gr kakó ½ tsk. salt 1 msk. rauður matarlitur 1 tsk. borðedik/hvítvínsedik 2 tsk. vanilludropar/extrakt 2 msk. mjólk 2 msk. matarolía Þeytið saman egg, púðursykur og sykur saman þar til mjög létt og ljóst í hrærivél eða handþeytara.Sigtið út í blönduna öll þurrefni og setjið restina af vökvum út í og hrærið varlega saman á lágum hraða þar til að deigið er vel blandað saman. Klæðið stórt skúffukökuform um 38x25 cm að stærð (ofnplata er of stór) með smjörpappír. Hellið deiginu yfir á smjörpappírinn og jafnið út deigið þannig að það sé alls staðar jafn þykkt. Bakið í 180°C heitum ofni í 12 mínútur eða þar til kakan er svampkennd þegar hún er snert. Þegar kakan er tekin út úr ofninum er henni hvolft strax ofan á viskastykki sem búið er að strá flórsykri á. Því næst er smjörpappírinn tekinn af, flórsykri stráð yfir kökuna og henni svo rúllað upp inn í viskastykkið. Þannig er hún látin kólna á meðan kremið er útbúið. Krem: 450 gr flórsykur 200 gr smjör 2 msk. rjómi 2 tsk. piparmyntudropar Flórsykri, smjör, rjómi og piparmyntudropar er þeytt vel saman í handþeytarar eða með þeytarastykki í hrærivél. Ath. að því lengur sem kremið er þeytt, því hvítara verður það. Kökunni er varlega rúllað í sundur, kremi smurt innan í og svo rúllað þétt saman upp aftur. Kremi er smurt yfir alla kökuna á platta eða diski og svo skreytt með brotnum/muldum Bismark brjóstsykri/jólasveinastöfum. Birtist í Fréttablaðinu Jólamatur Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Gyðingakökur Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Svona gerirðu graflax Jól Rafræn jólakort Jólin Nótur fyrir píanó Jól Kertasníkir vinsælasti jólasveinninn Jól
Hjúkrunarfræðingurinn Ragna Björg Ársælsdóttir heldur úti matarblogginu ragna.is þar sem hún deilir girnilegum uppskriftum að gómsætum kökum og mat. Ragna nýtir frítíma sinn fyrir jólin í bakstur milli þess sem hún sinni starfi sínu og syngur á hinum ýmsu tónleikum. Ragna hefur haft áhuga á matargerð og bakstri frá því hún var barn. „Ég ætlaði lengi vel að verða kokkur eða konditormeistari en ákvað svo að verða hjúkrunarfræðingur eftir langa umhugsun.“ Ragna heldur úti bloggsíðunni ragna.is þar sem hægt er að finna hátt í 90 fjölbreyttar uppskriftir. Ragna er mikið jólabarn hún elskar að baka fyrir jólin og var búin að skreyta húsið að utan að mestu um miðjan nóvember. „Ég baka ekki margar sortir, mér finnst betra að baka fáar sortir sem klárast en að baka margar og geyma þær,“ segir hún. „Mér finnst skemmtilegast að búa til laufabrauð og smákökur en svo geri ég líka alltaf parta eins og amma mín og nafna Ragna gerði alltaf. Ég baka partana bara rétt fyrir jól. Ég tók við hlutverkinu hennar ömmu Rögnu að búa þá til fyrir ættina.“ Ragna hefur í nógu öðru að snúast fyrir jólin en að baka. Hún syngur á fimm mismunandi jólatónleikum og er því löngu farin að æfa jólalögin og löngu komin í jólaskap að eigin sögn. „Ég er í kór Lindakirkju og svo syng ég með Guðrúnu Árnýju í Víðistaðakirkju um jólin sem gestasöngkona. Ég syng líka á Jóla Bublé tónleikunum og fer heim til Víkur með jólatónleika. Þar fyrir utan syng ég í jólaboðum og fyrirtækjaveislum þannig að það er nóg að gera svona milli vakta, jólaundirbúnings og almenns heimilislífs. Ég er næstum alla daga annaðhvort að syngja eða hjúkra, svo restina af tímanum baka ég og sinni fjölskyldunni,“ segir Ragna. Það eru tvö ár síðan Ragna bakaði fyrst rúllutertuna sem hún deilir uppskriftinni að með lesendum, en hún segist hafa verið orðin leið á súkkulaði- og karamellukökum. „Þetta þarf ekki endilega að vera jólakaka en hún er voða jólaleg með hvítu kremi og rauðum Bismark brjóstsykri.“Kakan er jólaleg með hvítu kremi og rauðum brjóstsykri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKKaka: 4 egg 50 gr púðursykur 100 gr sykur 150 gr hveiti 15 gr kakó ½ tsk. salt 1 msk. rauður matarlitur 1 tsk. borðedik/hvítvínsedik 2 tsk. vanilludropar/extrakt 2 msk. mjólk 2 msk. matarolía Þeytið saman egg, púðursykur og sykur saman þar til mjög létt og ljóst í hrærivél eða handþeytara.Sigtið út í blönduna öll þurrefni og setjið restina af vökvum út í og hrærið varlega saman á lágum hraða þar til að deigið er vel blandað saman. Klæðið stórt skúffukökuform um 38x25 cm að stærð (ofnplata er of stór) með smjörpappír. Hellið deiginu yfir á smjörpappírinn og jafnið út deigið þannig að það sé alls staðar jafn þykkt. Bakið í 180°C heitum ofni í 12 mínútur eða þar til kakan er svampkennd þegar hún er snert. Þegar kakan er tekin út úr ofninum er henni hvolft strax ofan á viskastykki sem búið er að strá flórsykri á. Því næst er smjörpappírinn tekinn af, flórsykri stráð yfir kökuna og henni svo rúllað upp inn í viskastykkið. Þannig er hún látin kólna á meðan kremið er útbúið. Krem: 450 gr flórsykur 200 gr smjör 2 msk. rjómi 2 tsk. piparmyntudropar Flórsykri, smjör, rjómi og piparmyntudropar er þeytt vel saman í handþeytarar eða með þeytarastykki í hrærivél. Ath. að því lengur sem kremið er þeytt, því hvítara verður það. Kökunni er varlega rúllað í sundur, kremi smurt innan í og svo rúllað þétt saman upp aftur. Kremi er smurt yfir alla kökuna á platta eða diski og svo skreytt með brotnum/muldum Bismark brjóstsykri/jólasveinastöfum.
Birtist í Fréttablaðinu Jólamatur Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Gyðingakökur Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Svona gerirðu graflax Jól Rafræn jólakort Jólin Nótur fyrir píanó Jól Kertasníkir vinsælasti jólasveinninn Jól