Byrjar snemma að telja dagana fram að jólum Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 12:45 Jens teiknar oft jóladagatal þar sem hann telur dagana fram að jólum. Sigtryggur Ari Myndlistarmaðurinn Jens Arne Júlíusson er mikið jólabarn. Hann segist byrja að telja niður dagana til jóla snemma og horfa á jólamyndir tveimur mánuðum fyrir jól. Undanfarið hefur hann verið að búa til jólakort með vatnslitamyndum með dyggri aðstoðIðunnar, fjögurra ára dóttur sinnar. Jens segir að hann sé frekar nýlega farinn að gera jólakort, en hann hefur verið með jóla- dagatal á Facebook-síðu sinni Jens Arne Art þar sem hann teiknar vatnslitamyndir fyrir hvern dag fram að jólum. „Ég hef gert afmæliskort fyrir dóttur mína þegar hún fer í afmæli hjá vinum og vinkomum. Út frá því byrjaði ég að gera jólakortin," segir Jens. Jens útskrifaðist af teiknibraut Myndlistaskólans í Reykjavík og lauk bachelor-gráðu í stafrænni list frá University of Cumbria í Bretlandi. Hann hefur haldið nokkur myndlistarnámskeið og kennir nú á vatnslitanámskeiði fyrir fullorðna í Klifinu í Garðabæ.Kortin eru vatnslituð en jólasveinamyndirnar hafa verið settar á segla.„Nemendur mínir á námskeiðinu hafa verið mjög áhugasamir um jólakortin og óskuðu eftir því að ég kenndi þeim hvernig ég bý þau til,“ segir Jens. Jens segist nota A5 pappír í kortin en pappírinn er hugsaður fyrir ýmis efni eins og vatnsliti, blek og kol. „Ég handskrifa kveðjuna á kortin og er með klippur til að rúna hornin þannig að þau séu ekki alveg bein,“ útskýrir hann. „Kortin eru vatnslituð og ég nota mjög fínan 0,1 mm penna til að teikna útlínur. Ég nota oftast ljósaborð þegar ég bý til kortin, þá skissa ég fyrst á venjulegan pappír og lýsi svo í gegnum hann. Ég geri þetta svo það séu engar skissulínur ofan á vatnslitunum.“ Þar sem mikill tími fer í hvert jólakort segir Jens að aðeins fáir útvaldir fái send heimagerð jólakort frá honum. Fjögurra ára dóttir hans er mjög áhugasöm um jólakortagerðina og kemur oft með hugmyndir að því hvernig kortin eigi að vera. „Við höfum oft málað kortin saman og stundum teikna ég og hún málar inn í. Henni finnst þetta mjög gaman.“Jens Arne Júlíusson býr til ýmis jólalistaverk. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARIAuk jólakortanna hefur Jens teiknað jólasveina sem listakonan Lilja Rut setti á segla og dagatöl. „Lilja Rut er með Facebook-síðuna Prentsmiður. Hún hefur keypt af mér teikningar af jólasveinunum en ég gerði mína eigin útgáfu af jólasveinunum þrettán. Lilja Rut hefur gert segla í nokkrum útgáfum, einn langan með öllum jólasveinunum og dagsetningum, einn stærri og ferkantaðan líka með öllum jólasveinunum á og svo líka minni segla 13 í pakka þar sem er mynd af einum jólasveini á hverjum segli.“ Jens segist mjög spenntur fyrir jólunum en hann byrjaði að telja niður dagana þegar 70 dagar voru til jóla. „Ég er með töflu í vinnunni þar sem ég tel niður. Ég set nýja tölu á töfluna daglega og teikningu undir. Ég byrja samt ekkert að skreyta mjög snemma. En mér finnst mjög gaman að vera með niðurteljara fram að jólum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól Lax í jólaskapi Jólin Lúsíubrauð Jól Svona gerirðu graflax Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Sálmur 89 - Sjá morgunstjarnan blikar blíð Jól Lax með hvítlaukskartöflumauki og engifersósu Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Rauðir og hvítir pakkar í ár Jól Syng barnahjörð Jól
Myndlistarmaðurinn Jens Arne Júlíusson er mikið jólabarn. Hann segist byrja að telja niður dagana til jóla snemma og horfa á jólamyndir tveimur mánuðum fyrir jól. Undanfarið hefur hann verið að búa til jólakort með vatnslitamyndum með dyggri aðstoðIðunnar, fjögurra ára dóttur sinnar. Jens segir að hann sé frekar nýlega farinn að gera jólakort, en hann hefur verið með jóla- dagatal á Facebook-síðu sinni Jens Arne Art þar sem hann teiknar vatnslitamyndir fyrir hvern dag fram að jólum. „Ég hef gert afmæliskort fyrir dóttur mína þegar hún fer í afmæli hjá vinum og vinkomum. Út frá því byrjaði ég að gera jólakortin," segir Jens. Jens útskrifaðist af teiknibraut Myndlistaskólans í Reykjavík og lauk bachelor-gráðu í stafrænni list frá University of Cumbria í Bretlandi. Hann hefur haldið nokkur myndlistarnámskeið og kennir nú á vatnslitanámskeiði fyrir fullorðna í Klifinu í Garðabæ.Kortin eru vatnslituð en jólasveinamyndirnar hafa verið settar á segla.„Nemendur mínir á námskeiðinu hafa verið mjög áhugasamir um jólakortin og óskuðu eftir því að ég kenndi þeim hvernig ég bý þau til,“ segir Jens. Jens segist nota A5 pappír í kortin en pappírinn er hugsaður fyrir ýmis efni eins og vatnsliti, blek og kol. „Ég handskrifa kveðjuna á kortin og er með klippur til að rúna hornin þannig að þau séu ekki alveg bein,“ útskýrir hann. „Kortin eru vatnslituð og ég nota mjög fínan 0,1 mm penna til að teikna útlínur. Ég nota oftast ljósaborð þegar ég bý til kortin, þá skissa ég fyrst á venjulegan pappír og lýsi svo í gegnum hann. Ég geri þetta svo það séu engar skissulínur ofan á vatnslitunum.“ Þar sem mikill tími fer í hvert jólakort segir Jens að aðeins fáir útvaldir fái send heimagerð jólakort frá honum. Fjögurra ára dóttir hans er mjög áhugasöm um jólakortagerðina og kemur oft með hugmyndir að því hvernig kortin eigi að vera. „Við höfum oft málað kortin saman og stundum teikna ég og hún málar inn í. Henni finnst þetta mjög gaman.“Jens Arne Júlíusson býr til ýmis jólalistaverk. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARIAuk jólakortanna hefur Jens teiknað jólasveina sem listakonan Lilja Rut setti á segla og dagatöl. „Lilja Rut er með Facebook-síðuna Prentsmiður. Hún hefur keypt af mér teikningar af jólasveinunum en ég gerði mína eigin útgáfu af jólasveinunum þrettán. Lilja Rut hefur gert segla í nokkrum útgáfum, einn langan með öllum jólasveinunum og dagsetningum, einn stærri og ferkantaðan líka með öllum jólasveinunum á og svo líka minni segla 13 í pakka þar sem er mynd af einum jólasveini á hverjum segli.“ Jens segist mjög spenntur fyrir jólunum en hann byrjaði að telja niður dagana þegar 70 dagar voru til jóla. „Ég er með töflu í vinnunni þar sem ég tel niður. Ég set nýja tölu á töfluna daglega og teikningu undir. Ég byrja samt ekkert að skreyta mjög snemma. En mér finnst mjög gaman að vera með niðurteljara fram að jólum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól Lax í jólaskapi Jólin Lúsíubrauð Jól Svona gerirðu graflax Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Sálmur 89 - Sjá morgunstjarnan blikar blíð Jól Lax með hvítlaukskartöflumauki og engifersósu Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Rauðir og hvítir pakkar í ár Jól Syng barnahjörð Jól