Hefðir veita öryggistilfinningu HJördís Erna Þorgeirsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 11:00 Albert Eiríksson er mikill matgæðingur og jólabarn. Albert Eiríksson þekkja margir Íslendingar en hann heldur úti einni vinsælustu matarbloggsíðu landsins, alberteldar.com. Albert og eiginmaður hans, Bergþór Pálsson, eru mikil jólabörn og segist Albert hreinlega þurfa að hemja sig í aðdraganda jólanna. Líf mitt snýst að mestu leyti um mat og samskipti fólks,“ segir Albert en auk uppskrifta hefur hann tekið saman ýmsa pistla um borðsiði og kurteisi á síðunni sinni.Jólin samofin hefðum„Í hugum margra snúast jólin um hefðir, þar sem allt er í föstum skorðum, eins konar akkeri í rótleysi hversdagsins. Í minni barnæsku var þetta svo sterkt. Þegar þögnin var í útvarpinu, allt tilbúið, búið að leggja á borðið á meðan fólk hlustaði í andakt á þögnina til þess að heyra svo jólaklukkurnar klingja, búið að kveikja á kertunum. Þá varð heilagt.“ Albert segir að þegar hann kynntist Bergþóri hafi jólahaldið tekið breytingum. „Til að byrja með fannst mér mjög skrýtið að hann var oftast að syngja klukkan sex á aðfangadag. Ég var bara heima að brúna kartöflur á meðan hann söng og þá var kannski ekki borðað fyrr en milli sjö og átta. Nú slaka ég bara á og kem með í kirkjuna.“Breyttir tímar„Það er minna tilstand núna fyrir jólin en var. Þetta var öðruvísi þegar allt var bakað og eldað inni á heimilinum. Þá þurfti virkilega að þrífa allt einu sinni á ári og var kjörið að gera það fyrir jólin. En núna eru aðrir tímar. „Mamma er heima að skúra, baka og bóna, og bakar sand af fínu tertunum,“ segir í Jólin koma eftir Ómar Ragnarsson, en sú stemning hefur heldur betur breyst. Nú leggja margir áherslu á að njóta þess að vera til á aðventu, eða „hygge sig“, eins og danskurinn segir, fara á tónleika, hitta skemmtilegt fólk, borða góðan mat. Aðspurður hvort það sé eitthvað sem hann sakni sem er á undanhaldi, segist hann ekki muna eftir því í fljótu bragði. „Nú eru ekki bakaðar margar tegundir eins og var og margir baka alls ekki neitt. Hins vegar er auðvelt að kaupa tilbúið deig í rúllum og skella í ofninn. Sjálfum finnst mér ómissandi að hafa bökunarilm í lofti, heyra jólakveðjurnar á Rás 1 á Þorláksmessu og að fara í sparifötin á jólunum.“ Þegar Albert er spurður að því hvort hann sé mikið jólabarn þá stendur ekki á svörum. „Ö, já, mjög! Ég þarf að hemja mig til að vera ekki vandræðalega snemma að setja upp seríur og annað. Ég byrja um miðjan nóvember. Ég held því samt við að skreyta ekki tréð fyrr en á seinustu stundu.“ JólakortinAlbert segir jólakortin eitt dæmi um það hvernig tímarnir hafi breyst. „Með samfélagsmiðlum hefur jólakortum í pósti fækkað. Ég sakna þeirra að vissu leyti, þau voru gulls ígildi, meðan líf fólks var ekki eins og opin bók á netinu. Nú fylgist fólk með allt árið á Facebook og margir eru á ferð og flugi, svo að það er kannski eðlilegt að jólakortin renni sitt skeið. Við erum reyndar farnir að senda jólakveðju í útvarpið. Samt hef ég á tilfinningunni að jólakort eigi eftir að blómstra á ný, þegar nostalgían kemur yfir okkur. Það er hlýlegra að lesa handskrifaðar jólaóskir en rafræn skilaboð.“ Albert minnist jóla úr bernsku með mikilli hlýju. „Þetta var gert í ákveðinni röð heima í sveitinni, borðað klukkan sex, svo fóru mamma og pabbi í fjósið og við krakkarnir gengum frá á meðan. Þegar því var lokið voru jólakortin lesin og eftir það voru pakkarnir teknir upp. Manni fannst að lestrinum ætlaði aldrei að ljúka og með hverri mínútu varð maður óþreyjufyllri að fá að taka upp pakkana. Það bárust alltaf svo mörg kort, svo þurfti að ræða hvert og eitt einasta kort.“Jólaglaðningur og kveðskapurUndanfarin ár hafa þeir félagar skapað sér þá hefð að fara að morgni aðfangadags, ásamt föður Bergþórs, og kasta kveðju á vini og kunningja. „Þetta kemur svolítið í staðinn fyrir jólakort og við látum fylgja pínulítinn „jólaglaðning“. Oft er þetta eitthvað matarkyns, eða eitthvað sem eyðist. Glaðningnum fylgir alltaf útskýring á innihaldinu og jólakveðja í bundnu máli frá Páli. Okkur er víðast hvar boðið inn og þá tekur maður þátt í undirbúningnum og eftirvæntingunni úti um borg og bý og þetta er óskaplega skemmtilegt. Fyrir tveimur árum gáfum við vanilluextrakt (sjá mynd) ásamt súkkulaði og af því tilefni orti Páll eftirfarandi vísu:Frá póli að pólum byggðir og bólberist með þessu blaðivonir um sólog vanillujólog sælkerasúkkulaði.Jólamaturinn óráðinnAlbert segir óráðið hvað verði í matinn þessi jólin. „Það kæmi samt ekki á óvart ef það væri hægeldaður lambahryggur, við höfum oft haft hann og verið með hann í ofninum frá því um hádegi á mjög lágum hita. Í fyrra var önd og þar áður var hnetusteik. Tengdapabbi, Páll Bergþórsson, er oft hjá okkur á jólunum. Hann er nú bara 96 ára og er reyndar að velta fyrir sér að gerast grænmetisæta. Hann er svo mikill umhverfissinni. Það er reyndar mjög hátíðlegt að útbúa góða hnetusteik, Wellington-steik með portobello-sveppum í stað kjöts, eða annað. Eitt af því sem hefur breyst í gegnum árin er áherslan á hollustu,“ segir hann.Eplaterta með söxuðum möndlum6 - 8 græn epli 250 g smjör, við stofuhita 2/3 bollar sykur 2 egg 2 bollar hveiti 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt 1 dl möndlur 1 tsk. kanillAfhýðið eplin, skerið þau í bita og sjóðið í vatni í 3 mín. Hellið á sigti. Þeytið vel saman smjöri og sykri, bætið við eggjum og loks þurrefnunum. Setjið helminginn af deiginu í form, jafnið því út, setjið soðnu eplin ofan á og loks restina af deiginu og dreifið yfir eplin. Saxið möndlurnar gróft og blandið kanil saman við. Dreifið yfir deigið. Bakið við 170° í 25 - 30 mín. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Byrjaði allt með einni jólaseríu frá Ameríku Jól Það heyrast jólabjöllur Jól Fékk kartöflu í skóinn Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Notalegra í góðu veðri Jól Hægelduð kalkúnabringa með salvíu- og steinseljuhjúp Jól Látum ljós okkar skína Jól Uppruni jólasiðanna Jól Hlakkar til jólafriðarins Jól Enginn vill vera einn á jólunum Jól
Albert Eiríksson þekkja margir Íslendingar en hann heldur úti einni vinsælustu matarbloggsíðu landsins, alberteldar.com. Albert og eiginmaður hans, Bergþór Pálsson, eru mikil jólabörn og segist Albert hreinlega þurfa að hemja sig í aðdraganda jólanna. Líf mitt snýst að mestu leyti um mat og samskipti fólks,“ segir Albert en auk uppskrifta hefur hann tekið saman ýmsa pistla um borðsiði og kurteisi á síðunni sinni.Jólin samofin hefðum„Í hugum margra snúast jólin um hefðir, þar sem allt er í föstum skorðum, eins konar akkeri í rótleysi hversdagsins. Í minni barnæsku var þetta svo sterkt. Þegar þögnin var í útvarpinu, allt tilbúið, búið að leggja á borðið á meðan fólk hlustaði í andakt á þögnina til þess að heyra svo jólaklukkurnar klingja, búið að kveikja á kertunum. Þá varð heilagt.“ Albert segir að þegar hann kynntist Bergþóri hafi jólahaldið tekið breytingum. „Til að byrja með fannst mér mjög skrýtið að hann var oftast að syngja klukkan sex á aðfangadag. Ég var bara heima að brúna kartöflur á meðan hann söng og þá var kannski ekki borðað fyrr en milli sjö og átta. Nú slaka ég bara á og kem með í kirkjuna.“Breyttir tímar„Það er minna tilstand núna fyrir jólin en var. Þetta var öðruvísi þegar allt var bakað og eldað inni á heimilinum. Þá þurfti virkilega að þrífa allt einu sinni á ári og var kjörið að gera það fyrir jólin. En núna eru aðrir tímar. „Mamma er heima að skúra, baka og bóna, og bakar sand af fínu tertunum,“ segir í Jólin koma eftir Ómar Ragnarsson, en sú stemning hefur heldur betur breyst. Nú leggja margir áherslu á að njóta þess að vera til á aðventu, eða „hygge sig“, eins og danskurinn segir, fara á tónleika, hitta skemmtilegt fólk, borða góðan mat. Aðspurður hvort það sé eitthvað sem hann sakni sem er á undanhaldi, segist hann ekki muna eftir því í fljótu bragði. „Nú eru ekki bakaðar margar tegundir eins og var og margir baka alls ekki neitt. Hins vegar er auðvelt að kaupa tilbúið deig í rúllum og skella í ofninn. Sjálfum finnst mér ómissandi að hafa bökunarilm í lofti, heyra jólakveðjurnar á Rás 1 á Þorláksmessu og að fara í sparifötin á jólunum.“ Þegar Albert er spurður að því hvort hann sé mikið jólabarn þá stendur ekki á svörum. „Ö, já, mjög! Ég þarf að hemja mig til að vera ekki vandræðalega snemma að setja upp seríur og annað. Ég byrja um miðjan nóvember. Ég held því samt við að skreyta ekki tréð fyrr en á seinustu stundu.“ JólakortinAlbert segir jólakortin eitt dæmi um það hvernig tímarnir hafi breyst. „Með samfélagsmiðlum hefur jólakortum í pósti fækkað. Ég sakna þeirra að vissu leyti, þau voru gulls ígildi, meðan líf fólks var ekki eins og opin bók á netinu. Nú fylgist fólk með allt árið á Facebook og margir eru á ferð og flugi, svo að það er kannski eðlilegt að jólakortin renni sitt skeið. Við erum reyndar farnir að senda jólakveðju í útvarpið. Samt hef ég á tilfinningunni að jólakort eigi eftir að blómstra á ný, þegar nostalgían kemur yfir okkur. Það er hlýlegra að lesa handskrifaðar jólaóskir en rafræn skilaboð.“ Albert minnist jóla úr bernsku með mikilli hlýju. „Þetta var gert í ákveðinni röð heima í sveitinni, borðað klukkan sex, svo fóru mamma og pabbi í fjósið og við krakkarnir gengum frá á meðan. Þegar því var lokið voru jólakortin lesin og eftir það voru pakkarnir teknir upp. Manni fannst að lestrinum ætlaði aldrei að ljúka og með hverri mínútu varð maður óþreyjufyllri að fá að taka upp pakkana. Það bárust alltaf svo mörg kort, svo þurfti að ræða hvert og eitt einasta kort.“Jólaglaðningur og kveðskapurUndanfarin ár hafa þeir félagar skapað sér þá hefð að fara að morgni aðfangadags, ásamt föður Bergþórs, og kasta kveðju á vini og kunningja. „Þetta kemur svolítið í staðinn fyrir jólakort og við látum fylgja pínulítinn „jólaglaðning“. Oft er þetta eitthvað matarkyns, eða eitthvað sem eyðist. Glaðningnum fylgir alltaf útskýring á innihaldinu og jólakveðja í bundnu máli frá Páli. Okkur er víðast hvar boðið inn og þá tekur maður þátt í undirbúningnum og eftirvæntingunni úti um borg og bý og þetta er óskaplega skemmtilegt. Fyrir tveimur árum gáfum við vanilluextrakt (sjá mynd) ásamt súkkulaði og af því tilefni orti Páll eftirfarandi vísu:Frá póli að pólum byggðir og bólberist með þessu blaðivonir um sólog vanillujólog sælkerasúkkulaði.Jólamaturinn óráðinnAlbert segir óráðið hvað verði í matinn þessi jólin. „Það kæmi samt ekki á óvart ef það væri hægeldaður lambahryggur, við höfum oft haft hann og verið með hann í ofninum frá því um hádegi á mjög lágum hita. Í fyrra var önd og þar áður var hnetusteik. Tengdapabbi, Páll Bergþórsson, er oft hjá okkur á jólunum. Hann er nú bara 96 ára og er reyndar að velta fyrir sér að gerast grænmetisæta. Hann er svo mikill umhverfissinni. Það er reyndar mjög hátíðlegt að útbúa góða hnetusteik, Wellington-steik með portobello-sveppum í stað kjöts, eða annað. Eitt af því sem hefur breyst í gegnum árin er áherslan á hollustu,“ segir hann.Eplaterta með söxuðum möndlum6 - 8 græn epli 250 g smjör, við stofuhita 2/3 bollar sykur 2 egg 2 bollar hveiti 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt 1 dl möndlur 1 tsk. kanillAfhýðið eplin, skerið þau í bita og sjóðið í vatni í 3 mín. Hellið á sigti. Þeytið vel saman smjöri og sykri, bætið við eggjum og loks þurrefnunum. Setjið helminginn af deiginu í form, jafnið því út, setjið soðnu eplin ofan á og loks restina af deiginu og dreifið yfir eplin. Saxið möndlurnar gróft og blandið kanil saman við. Dreifið yfir deigið. Bakið við 170° í 25 - 30 mín.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Byrjaði allt með einni jólaseríu frá Ameríku Jól Það heyrast jólabjöllur Jól Fékk kartöflu í skóinn Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Notalegra í góðu veðri Jól Hægelduð kalkúnabringa með salvíu- og steinseljuhjúp Jól Látum ljós okkar skína Jól Uppruni jólasiðanna Jól Hlakkar til jólafriðarins Jól Enginn vill vera einn á jólunum Jól