Lífið

Vinirnir Jón og Manúela geisluðu á æfingu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Eyþór og Manúela eru klár í slaginn.
Jón Eyþór og Manúela eru klár í slaginn. vísir/vilhelm
Skemmtiþátturinn Allir geta dansað hefur göngu sína á Stöð 2 á nýjan leik þann 29. nóvember. Tíu pör taka þátt og stendur eitt par eftir sem sigurvegari í lok janúar á næsta ári. Næstu daga verða öll pörin í Allir geta dansað kynnt til leiks og er komið að því að kynna dansparið sem Manúela Óska Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson skipa.

Athafnarkonan Manúela Ósk hefur æft stíft fyrir þættina síðustu vikur og myndað sterkt vinasamband með Jóni. Hún er ekki vön á dansgólfinu og sagði til að mynda í viðtali við Vísi á sínum tíma: 

„Ég er hræðilegur dansari. En ég er ekki taktlaus, þannig að þetta er alls ekki vonlaust verkefni fyrir Jón Eyþór.“

Jón Eyþór er reyndur dansari og tók þátt í fyrri seríunni. Þar dansaði hann með sunddrottningunni Hrafnhildi Lúthersdóttur. 

Dómarar í ár verða þeir sömu og í fyrstu seríunni:

• Selma Björnsdóttir

• Karen Reeve

• Jóhann Gunnar Arnarson

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis leit við á æfingu hjá Manúelu og Jóni í vikunni og fangaði stemninguna hjá dansparinu.

Sporin heldur betur klár fyrir föstudaginn.vísir/vilhelm
Það er alltaf fjör hjá þessum tveimur.vísir/vilhelm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.