Lífið

Knattspyrnumaður og Instagram-stjarna danspar í Allir geta dansað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bæði miklar keppnismanneskjur.
Bæði miklar keppnismanneskjur. Vísir/vilhelm
Skemmtiþátturinn Allir geta dansað hefur göngu sína á Stöð 2 á nýjan leik þann 29. nóvember. Tíu pör taka þátt og stendur eitt par eftir sem sigurvegari í lok janúar á næsta ári.

Næstu daga verða öll pörin í Allir geta dansað kynnt til leiks og er komið að því að kynna síðasta dansparið sem Veigar Páll Gunnarsson og Ástrós Traustadóttir mynda. 

Veiga Páll er þekktur fyrir hæfileika sína á knattspyrnuvellinum og var hann lengi vel atvinnumaður og landsliðsmaður í greininni. Hann þjálfar í dag knattspyrnu hjá Stjörnunni. 

Ástrós Traustadóttir var með Sölva Tryggvasyni í síðustu seríu af Allir geta dansað og náðu þau nokkuð langt í þáttunum.

Ástrós er með yfir tíu þúsund fylgjendur á Instagram og eru þau til alls líklega. 

Dómarar í ár verða þeir sömu og í fyrstu seríunni:



• Selma Björnsdóttir

• Karen Reeve

• Jóhann Gunnar Arnarson

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis leit við á æfingu hjá Veigari og Ástrósu í vikunni og fangaði stemninguna hjá dansparinu.

Ástrós er hörð í horn að taka á æfingum.vísir/vilhelm
Eins og Veigar hafi aldrei gert neitt annað.vísir/vilhelm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×