Farandfólk sendir heim gríðarlega fjármuni Heimsljós kynnir 28. nóvember 2019 15:00 Forsíðumynd skýrslunnar. IOM Um 270 milljónir einstaklinga falla undir hugtakið farandfólk í heiminum, samkvæmt nýjustu tölum frá alþjóðasamtökum Sameinuðu þjóðanna um farandfólk (IOM). Samtökin sendu frá sér yfirlitsskýrslu í gær, Global Report 2020. Þar kemur fram að stærsti hluti farandfólks hafi sem fyrr búsetu í Bandaríkjunum, eða ríflega 50 milljónir manna. Lítilsháttar fjölgun hefur orðið á farandfólki frá síðustu tölum í skýrslu IOM fyrir tveimur árum, eða sem nemur 0,1 prósenti. „Farandfólk er áfram mjög lítið hlutfall jarðarbúa, um 3,5 prósent, sem þýðir að þorri fólks á heimsvísu eða 96,5 prósent, býr í landinu þar sem það fæddist,“ segir í skýrslunni. Þar kemur fram að rúmlega helmingur alls farandfólks dveljist ýmist í Norður-Ameríku eða Evrópu, 141 milljón einstaklinga. Karlar eru í meirihluta, 52%, og tveir af hverjum þremur er í atvinnuleit, eða 164 milljónir. Flestir í hópi farandfólks koma frá Indlandi, Mexíkó og Kína. Indverjar búsettir erlendis eru 17,5 milljónir, Mexíkóar 11,8 milljónir og Kínverjar 10,7 milljónir. Þá sýnir skýrslan að farandfólki hefur fækkað lítillega í hátekjuríkjum, úr 112,3 milljónum í 111,2 milljónir. Mest varð hins vegar fjölgunin í millitekjuríkum þar sem farandfólki fjölgaði úr 17,5 milljónum í 30,5 milljónir.689 milljarðar dalaÍ skýrslu IOM er líka að finna athyglisverðar upplýsingar um heimsent fé frá farandfólki en þeir fjármunir námu á síðasta ári 689 milljörðum bandarískra dala, hæstu greiðslurnar frá Indverjum, Kínverjum, Mexíkóum og Filippseyingum. Flestar greiðslurnar bárust frá Bandaríkjunum, 68 milljarðar dala, frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, 44,4 milljarðar dala, og Sádí Arabíu, 36,1 milljarður. Í skýrslunni kemur fram að tímabundið farandverkafólk er flest í ríkjunum við Persaflóa. Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eru hátt í níu af hverjum tíu íbúum útlent farandverkafólk.Á flótta undan stríði og átökumStríðsátök í Miðafríkulýðveldinu, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Mjanmar, Sýrlandi og Jemen hafa leitt til þess að fjölmargar fjölskyldur hafa neyðst til að flýja heimili sín og fara vergang innan eigin lands. Í lok síðasta árs höfðu 41,3 miljónir einstaklingar neyðst til að yfirgefa heimila sín sem er hærri tala en áður hefur sést frá 1998 þegar IOM hóf eftirlit með fólki á flótta. Flestir á vergangi koma frá Sýrlandi, 6,1 milljón. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður
Um 270 milljónir einstaklinga falla undir hugtakið farandfólk í heiminum, samkvæmt nýjustu tölum frá alþjóðasamtökum Sameinuðu þjóðanna um farandfólk (IOM). Samtökin sendu frá sér yfirlitsskýrslu í gær, Global Report 2020. Þar kemur fram að stærsti hluti farandfólks hafi sem fyrr búsetu í Bandaríkjunum, eða ríflega 50 milljónir manna. Lítilsháttar fjölgun hefur orðið á farandfólki frá síðustu tölum í skýrslu IOM fyrir tveimur árum, eða sem nemur 0,1 prósenti. „Farandfólk er áfram mjög lítið hlutfall jarðarbúa, um 3,5 prósent, sem þýðir að þorri fólks á heimsvísu eða 96,5 prósent, býr í landinu þar sem það fæddist,“ segir í skýrslunni. Þar kemur fram að rúmlega helmingur alls farandfólks dveljist ýmist í Norður-Ameríku eða Evrópu, 141 milljón einstaklinga. Karlar eru í meirihluta, 52%, og tveir af hverjum þremur er í atvinnuleit, eða 164 milljónir. Flestir í hópi farandfólks koma frá Indlandi, Mexíkó og Kína. Indverjar búsettir erlendis eru 17,5 milljónir, Mexíkóar 11,8 milljónir og Kínverjar 10,7 milljónir. Þá sýnir skýrslan að farandfólki hefur fækkað lítillega í hátekjuríkjum, úr 112,3 milljónum í 111,2 milljónir. Mest varð hins vegar fjölgunin í millitekjuríkum þar sem farandfólki fjölgaði úr 17,5 milljónum í 30,5 milljónir.689 milljarðar dalaÍ skýrslu IOM er líka að finna athyglisverðar upplýsingar um heimsent fé frá farandfólki en þeir fjármunir námu á síðasta ári 689 milljörðum bandarískra dala, hæstu greiðslurnar frá Indverjum, Kínverjum, Mexíkóum og Filippseyingum. Flestar greiðslurnar bárust frá Bandaríkjunum, 68 milljarðar dala, frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, 44,4 milljarðar dala, og Sádí Arabíu, 36,1 milljarður. Í skýrslunni kemur fram að tímabundið farandverkafólk er flest í ríkjunum við Persaflóa. Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eru hátt í níu af hverjum tíu íbúum útlent farandverkafólk.Á flótta undan stríði og átökumStríðsátök í Miðafríkulýðveldinu, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Mjanmar, Sýrlandi og Jemen hafa leitt til þess að fjölmargar fjölskyldur hafa neyðst til að flýja heimili sín og fara vergang innan eigin lands. Í lok síðasta árs höfðu 41,3 miljónir einstaklingar neyðst til að yfirgefa heimila sín sem er hærri tala en áður hefur sést frá 1998 þegar IOM hóf eftirlit með fólki á flótta. Flestir á vergangi koma frá Sýrlandi, 6,1 milljón. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður