Fólkið á Airwaves: „Það er svo gaman að sjá bönd sem eru að byrja“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2019 17:00 Vinkonurnar skemmtu sér konunglega á tónleikum Auðar. vísir/hallgerður Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Auður Ingólfsdóttir standa í hliðarrými í Listasafni Reykjavíkur og bíða eftir að hljómsveitin Whitney byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Þær hafa báðar farið á Airwaves árlega síðan 2015 og eru því ansi sjóaðar á hátíðinni. Lokakvöldið er gengið í garð og mikið af flottu tónlistarfólki á dagskránni en tónleikar Auðar voru nýbúnir. „Hann er rosa flottur og mikill kraftur í honum. Hann er svo mikill „performer“,“ segir Auður. „Þetta er ótrúlega flott lineup og góð stemning og hátíðin vel skipulögð, það er allt á réttum tíma. Mér finnst það bara lífga svo mikið upp á Reykjavík að hafa þessa hátíð, það eru hérna viðburðir á hverju horni og góð stemning!“ segir Bergdís. „Það eru líka bara flottir tónleikastaðir í ár,“ bætir Auður við. María Guðmundsdóttir, vinkona þeirra gengur upp að okkur og segir við vinkonur sínar: „Hérna eruði, þið eruð bara búnar að fela ykkur!“ og uppsker hlátur viðstaddra. „Nei, við erum í viðtali,“ segir Auður og hlær. „Komdu og vertu með okkur í viðtali!“ „Er þetta grín?“ spyr María og tekur sér stöðu við hlið þeirra. Þær segjast hafa reynt að sjá alla þá listamenn sem þær hafi hlakkað til að sjá, svo hafi þær reynt að fara á milli staða. „Já og við nýttum appið,“ segir Bergrós. „Það auðveldar þetta mikið, geggjað app.“ „Ég fór á Glass Museum sem var mjög flott svo var Auður mjög glæsilegur líka,“ segir Bergrós. „Og Mammút!“ skýtur Auður inn, „það voru alveg geðveikir tónleikar! Það var eiginlega það besta.“ Þær vinkonur fóru líka á tónleika með Ateria, en Ateria vann Mússíktilraunir árið 2018. Þær slógu alveg í gegn hjá vinkonunum og finnst þeim skemmtilegt að sjá svona unga tónlistarmenn koma fram. „Það er svo gaman að sjá svona bönd sem eru að byrja,“ segir Auður. „Hitt er auðvitað líka gaman, eins og að sjá Mammút, sem maður hefur fylgst með í mörg mörg ár,“ segir Bergrós. „Þessar nýju sveitir koma manni hins vegar svo oft á óvart.“ „Það er það sem er svo skemmtilegt við þessa hátíð að það er svo mikið flæði af öllu,“ bætir María við. „Við ætlum svo að enda kvöldið í kvöld í Valsheimilinu til að sjá Of Monsters and Men, við verðum eiginlega að gera það,“ segir María. „Kannski líka Vök, ef við náum því. Við náum kannski í skottið á þeim,“ segir Auður. Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Skemmtilegast að uppgötva nýja tónlistarmenn Sólrún Ásta Reynisdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir og Margrét Björk Daðadóttir eru búnar að koma sér fyrir í skoti á bak við stiga í Listasafni Reykjavíkur á meðan þær bíða eftir að Hjaltalín byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Húsið er troðið af fólki, enda er Hjaltalín með ástsælli hljómsveitum landsins. 8. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: Feðgin á flakki Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves. 9. nóvember 2019 21:00 Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. 7. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Sjá meira
Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Auður Ingólfsdóttir standa í hliðarrými í Listasafni Reykjavíkur og bíða eftir að hljómsveitin Whitney byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Þær hafa báðar farið á Airwaves árlega síðan 2015 og eru því ansi sjóaðar á hátíðinni. Lokakvöldið er gengið í garð og mikið af flottu tónlistarfólki á dagskránni en tónleikar Auðar voru nýbúnir. „Hann er rosa flottur og mikill kraftur í honum. Hann er svo mikill „performer“,“ segir Auður. „Þetta er ótrúlega flott lineup og góð stemning og hátíðin vel skipulögð, það er allt á réttum tíma. Mér finnst það bara lífga svo mikið upp á Reykjavík að hafa þessa hátíð, það eru hérna viðburðir á hverju horni og góð stemning!“ segir Bergdís. „Það eru líka bara flottir tónleikastaðir í ár,“ bætir Auður við. María Guðmundsdóttir, vinkona þeirra gengur upp að okkur og segir við vinkonur sínar: „Hérna eruði, þið eruð bara búnar að fela ykkur!“ og uppsker hlátur viðstaddra. „Nei, við erum í viðtali,“ segir Auður og hlær. „Komdu og vertu með okkur í viðtali!“ „Er þetta grín?“ spyr María og tekur sér stöðu við hlið þeirra. Þær segjast hafa reynt að sjá alla þá listamenn sem þær hafi hlakkað til að sjá, svo hafi þær reynt að fara á milli staða. „Já og við nýttum appið,“ segir Bergrós. „Það auðveldar þetta mikið, geggjað app.“ „Ég fór á Glass Museum sem var mjög flott svo var Auður mjög glæsilegur líka,“ segir Bergrós. „Og Mammút!“ skýtur Auður inn, „það voru alveg geðveikir tónleikar! Það var eiginlega það besta.“ Þær vinkonur fóru líka á tónleika með Ateria, en Ateria vann Mússíktilraunir árið 2018. Þær slógu alveg í gegn hjá vinkonunum og finnst þeim skemmtilegt að sjá svona unga tónlistarmenn koma fram. „Það er svo gaman að sjá svona bönd sem eru að byrja,“ segir Auður. „Hitt er auðvitað líka gaman, eins og að sjá Mammút, sem maður hefur fylgst með í mörg mörg ár,“ segir Bergrós. „Þessar nýju sveitir koma manni hins vegar svo oft á óvart.“ „Það er það sem er svo skemmtilegt við þessa hátíð að það er svo mikið flæði af öllu,“ bætir María við. „Við ætlum svo að enda kvöldið í kvöld í Valsheimilinu til að sjá Of Monsters and Men, við verðum eiginlega að gera það,“ segir María. „Kannski líka Vök, ef við náum því. Við náum kannski í skottið á þeim,“ segir Auður.
Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Skemmtilegast að uppgötva nýja tónlistarmenn Sólrún Ásta Reynisdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir og Margrét Björk Daðadóttir eru búnar að koma sér fyrir í skoti á bak við stiga í Listasafni Reykjavíkur á meðan þær bíða eftir að Hjaltalín byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Húsið er troðið af fólki, enda er Hjaltalín með ástsælli hljómsveitum landsins. 8. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: Feðgin á flakki Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves. 9. nóvember 2019 21:00 Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. 7. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Sjá meira
Fólkið á Airwaves: Skemmtilegast að uppgötva nýja tónlistarmenn Sólrún Ásta Reynisdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir og Margrét Björk Daðadóttir eru búnar að koma sér fyrir í skoti á bak við stiga í Listasafni Reykjavíkur á meðan þær bíða eftir að Hjaltalín byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Húsið er troðið af fólki, enda er Hjaltalín með ástsælli hljómsveitum landsins. 8. nóvember 2019 17:00
Fólkið á Airwaves: Feðgin á flakki Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves. 9. nóvember 2019 21:00
Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. 7. nóvember 2019 21:00