Tíu atvik sem tryggðu Hamilton titilinn í ár Bragi Þórðarson skrifar 12. nóvember 2019 06:00 Ljóst var nokkuð snemma í sumar að erfitt væri að ná Hamilton í stigakeppninni. Getty Lewis Hamilton er aðeins annar ökumaðurinn í sögunni til að vinna sex titla í Formúlu 1. Bretanum vantar aðeins einn titil í viðbót til að jafna met Michael Schumacher. Titillinn virtist vera einn sá auðveldasti fyrir Hamilton og Mercedes en þegar rýnt er betur í úrslitin sést að tímabilið hefði getað orðið mun meira spennandi. Hér eru tíu atriði sem tryggðu Bretanum sjötta titilinn, bílatímaritið Autosport tók saman. Sebastian Vettel var hraðastur í prófunum fyrir tímabiliðGettyMikil vinna í fyrstu prófunum Mercedes mættu í fyrstu prófanir í Barcelona í Febrúar með frekar slakan bíl. Vængir bílsins virkuðu ekki nógu vel og var ljóst að liðið fór mjög örugga leið í hönnun bílsins. Svo á lokadögum prófanna mætti Mercedes með svo gott sem nýjan bíl. Þessi önnur útgáfa var mun aggresífari en Hamilton endaði þó prófanirnar rétt á eftir Ferrari bíl Sebastian Vettel.Hraðinn sem Ferrari sýndi hvarf Fyrir fyrstu keppni var ljóst að Ferrari hafði yfirhöndina gegn Mercedes hvað varðar hraða, eða svo var haldið. Það kom á daginn í Ástralíu að allir þeir yfirburðir sem rauðu bílarnir sýndu í prófunum höfðu einfaldlega gufað upp. Valtteri Bottas vann keppnina örugglega og Hamilton var næstum 20 sekúndum á eftir liðsfélaga sínum. Það kom í ljós eftir keppni að undirvagninn á bíl Hamilton hafði skaddast í keppninni en það var þó ljóst að Bottas ætlaði ekki að gefa liðsfélaga sínum tommu eftir. Mercedes var óstöðvandi í byrjun tímabilsGettyAllt hrynur hjá Ferrari í Barein Eftir að hafa verið augljóslega á eftir Mercedes í Ástralíu mætti Ferrari fullt af eldmóð til leiks í aðra umferðina í Barein. Brautin hentaði Ferrari bílunum vel sem ræstu báðir á fremstu röð. Keppnin breyttist þó algjöra martröð fyrir liðið. Fyrst var það Sebastian Vettel sem missti stjórn á bíl sínum í slagnum við Lewis Hamilton, eitthvað sem Formúlu áhorfendur eru farnir að venjast að sjá. Fyrir vikið endaði Vettel fimmti en það fór verr hjá Charles Leclerc. Mónakó búinn ræsti á róspól og leiddi örugglega þegar 12 hringir voru eftir. Þá kom upp bilun í rafkerfi Ferrari bílsins og féll Leclerc alla leið niður í þriðja sætið.Bottas gefur ekkert eftir Eftir að hafa endað tímabilið 2018 frekar illa mætti Valtteri Bottas mun ákveðnari til leiks árið 2019. Sigur í Aserbaídsjan þýddi að Bottas leiddi heimsmeistaramótið eftir fjórar umferðir. Þá hafði Mercedes endað í fyrsta og öðru sæti í öllum keppnum ársins. Það hjálpaði liðinu að Charles Leclerc, sem var lang hraðastur í æfingum í Aserbaídsjan, klessti bíl sínum í tímatökum. Charles Lecerc varð að sjá á eftir sínum fyrsta sigri í Formúlu 1 í BareinGettyRisa uppfærsla MercedesMercedes vann fyrstu átta keppnir ársins, þar af voru sex sem ökumenn liðsins komu í mark í fyrsta og öðru sæti. Stór ástæða fyrir þessum árangri voru þær uppfærslur sem liðið kom með í spænska kappaksturinn. Hamilton vann á Spáni og tók aftur forustuna í mótinu, forusta sem Bretinn lét aldrei aftur af hendi. Prófanirnar fyrir tímabilið þar sem Ferrari var mjög sterkt fóru einmitt fram á Katalúníu brautinni. Uppfærslur Mercedes þýddu hinsvegar að nú var ítalska liðið orðið langt á eftir í þróun bílanna.Vettel klúðrar í Kanada Gilles Villeneuve brautin í Montreal virtist henta Ferrari bílunum vel og ræsti Sebastian Vettel á ráspól. Eftir nánast stöðuga pressu frá Lewis Hamilton í 50 hringi gerði Þjóðverjinn enn önnur mistökin. Vettel fór útaf og keyrði í veg fyrir Hamilton þegar hann kom inná brautina aftur. Fyrir vikið var Sebastian refsað um fimm sekúndur og varð því að sætta sig við annað sætið, þrátt fyrir að hafa komið fyrstur í mark. Refsingin var mjög umtöluð og voru mjög margir ósáttir við dómara keppninnar. Staðreyndin er þó sú að ef ekki hefði verið um önnur ökumannsmistök að ræða hjá Vettel hefðu dómararnir aldrei þurft að grípa inn. Vettel var allt annað en sáttur eftir kanadíska kappaksturinnGettyBottas nýtir sér ekki mistök Hamilton Lewis Hamilton var einn af mörgum ökumönnum sem gerði mistök í rigningunni í Þýskalandi, elleftu umferð mótsins. Bottas fékk því gullið tækifæri til að minnka muninn verulega í slagnum um titilinn. Þær vonir hurfu er Finninn missti stjórn á hálfþurri brautinni undir lok kappakstursins og varð frá að hverfa. Fyrir vikið jók Hamilton forskot sitt þrátt fyrir að enda aðeins níundi, hans versti árangur á tímabilinu.Liðið tryggir Hamilton sigurinn í Ungverjalandi Slíkir voru yfirburðir Hamilton og Max Verstappen í ungverska kappakstrinum að Lewis hafði efni á að taka eitt auka þjónustuhlé og koma samt út á brautina annar. Verstappen vissi að með því að stoppa í annað skipti myndi hann koma út á brautina á eftir Hamilton. Ákvörðun Mercedes að láta Bretann stoppa tvisvar virtist vera hárrétt er Hamilton tók fram úr Verstappen á lokahringjum keppninnar. Kappaksturinn var hræðilegur fyrir Bottas sem endaði áttundi eftir samstuð við Charles Leclerc. Hamilton fór því í sumarfrí með 62 stiga forskot á liðsfélaga sinn. Hamilton fór í sumarfrí með 62 stiga forskot í stigakeppninni.GettyAllt hrynur hjá Ferrari (aftur) Eftir sumarfríið byrjaði Ferrari loks að vinna keppnir. Í Rússlandi stefndi allt í önnur góð úrslit fyrir liðið þegar allt hrundi aftur. Vettel ræsti þriðji og var beint fyrir aftan Leclerc sem ræsti á ráspól. Liðið hafði ákveðið að leyfa Vettel að elta liðsfélaga sinn á langa beina kaflanum fyrir fyrstu beygju og gefa honum því gullið tækifæri að fara framúr. Vettel nýtti sér þetta en tók ekki mál að gefa sætið til baka eins og var ákveðið í upphafi. Liðið tók þá málið í sínar hendur létu Leclerc framúr í þjónustuhléunum. En þegar að rafmótorinn í bíl Vettel gaf sig og kallaði út öryggisbílinn gaf það Mercedes ódýrt þjónustuhlé. Hamilton stóð því uppi sem sigurvegari í níunda sinn á árinu.Sigur í Mexíkó klárar dæmið Mercedes bjuggust ekki við miklu úr mexíkóska kappakstrinum enda hefur liðinu ekki gengið vel á götum Mexíkó borgar undanfarið. Frábær akstur Hamilton gaf liðinu möguleika á að stoppa aðeins einu sinni fyrir ný dekk á meðan aðrir slitu dekkjum sínum svo mikið að þeir urðu að stoppa tvisvar. Strategían gaf Hamilton sigur og var því ljóst að Bretanum vantaði bara fjögur stig úr þremur keppnum til að tryggja sér titilinn. Lewis gerði það örugglega í Texas er hann kom annar í mark um síðustu helgi. Nú er því stóra spurningin hvort Hamilton nái að jafna, eða jafnvel bæta met Michael Schumacher. Hinum 34 ára Hamilton vantar bara átta sigra og einn titil til að jafna goðsögninga. Formúla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton er aðeins annar ökumaðurinn í sögunni til að vinna sex titla í Formúlu 1. Bretanum vantar aðeins einn titil í viðbót til að jafna met Michael Schumacher. Titillinn virtist vera einn sá auðveldasti fyrir Hamilton og Mercedes en þegar rýnt er betur í úrslitin sést að tímabilið hefði getað orðið mun meira spennandi. Hér eru tíu atriði sem tryggðu Bretanum sjötta titilinn, bílatímaritið Autosport tók saman. Sebastian Vettel var hraðastur í prófunum fyrir tímabiliðGettyMikil vinna í fyrstu prófunum Mercedes mættu í fyrstu prófanir í Barcelona í Febrúar með frekar slakan bíl. Vængir bílsins virkuðu ekki nógu vel og var ljóst að liðið fór mjög örugga leið í hönnun bílsins. Svo á lokadögum prófanna mætti Mercedes með svo gott sem nýjan bíl. Þessi önnur útgáfa var mun aggresífari en Hamilton endaði þó prófanirnar rétt á eftir Ferrari bíl Sebastian Vettel.Hraðinn sem Ferrari sýndi hvarf Fyrir fyrstu keppni var ljóst að Ferrari hafði yfirhöndina gegn Mercedes hvað varðar hraða, eða svo var haldið. Það kom á daginn í Ástralíu að allir þeir yfirburðir sem rauðu bílarnir sýndu í prófunum höfðu einfaldlega gufað upp. Valtteri Bottas vann keppnina örugglega og Hamilton var næstum 20 sekúndum á eftir liðsfélaga sínum. Það kom í ljós eftir keppni að undirvagninn á bíl Hamilton hafði skaddast í keppninni en það var þó ljóst að Bottas ætlaði ekki að gefa liðsfélaga sínum tommu eftir. Mercedes var óstöðvandi í byrjun tímabilsGettyAllt hrynur hjá Ferrari í Barein Eftir að hafa verið augljóslega á eftir Mercedes í Ástralíu mætti Ferrari fullt af eldmóð til leiks í aðra umferðina í Barein. Brautin hentaði Ferrari bílunum vel sem ræstu báðir á fremstu röð. Keppnin breyttist þó algjöra martröð fyrir liðið. Fyrst var það Sebastian Vettel sem missti stjórn á bíl sínum í slagnum við Lewis Hamilton, eitthvað sem Formúlu áhorfendur eru farnir að venjast að sjá. Fyrir vikið endaði Vettel fimmti en það fór verr hjá Charles Leclerc. Mónakó búinn ræsti á róspól og leiddi örugglega þegar 12 hringir voru eftir. Þá kom upp bilun í rafkerfi Ferrari bílsins og féll Leclerc alla leið niður í þriðja sætið.Bottas gefur ekkert eftir Eftir að hafa endað tímabilið 2018 frekar illa mætti Valtteri Bottas mun ákveðnari til leiks árið 2019. Sigur í Aserbaídsjan þýddi að Bottas leiddi heimsmeistaramótið eftir fjórar umferðir. Þá hafði Mercedes endað í fyrsta og öðru sæti í öllum keppnum ársins. Það hjálpaði liðinu að Charles Leclerc, sem var lang hraðastur í æfingum í Aserbaídsjan, klessti bíl sínum í tímatökum. Charles Lecerc varð að sjá á eftir sínum fyrsta sigri í Formúlu 1 í BareinGettyRisa uppfærsla MercedesMercedes vann fyrstu átta keppnir ársins, þar af voru sex sem ökumenn liðsins komu í mark í fyrsta og öðru sæti. Stór ástæða fyrir þessum árangri voru þær uppfærslur sem liðið kom með í spænska kappaksturinn. Hamilton vann á Spáni og tók aftur forustuna í mótinu, forusta sem Bretinn lét aldrei aftur af hendi. Prófanirnar fyrir tímabilið þar sem Ferrari var mjög sterkt fóru einmitt fram á Katalúníu brautinni. Uppfærslur Mercedes þýddu hinsvegar að nú var ítalska liðið orðið langt á eftir í þróun bílanna.Vettel klúðrar í Kanada Gilles Villeneuve brautin í Montreal virtist henta Ferrari bílunum vel og ræsti Sebastian Vettel á ráspól. Eftir nánast stöðuga pressu frá Lewis Hamilton í 50 hringi gerði Þjóðverjinn enn önnur mistökin. Vettel fór útaf og keyrði í veg fyrir Hamilton þegar hann kom inná brautina aftur. Fyrir vikið var Sebastian refsað um fimm sekúndur og varð því að sætta sig við annað sætið, þrátt fyrir að hafa komið fyrstur í mark. Refsingin var mjög umtöluð og voru mjög margir ósáttir við dómara keppninnar. Staðreyndin er þó sú að ef ekki hefði verið um önnur ökumannsmistök að ræða hjá Vettel hefðu dómararnir aldrei þurft að grípa inn. Vettel var allt annað en sáttur eftir kanadíska kappaksturinnGettyBottas nýtir sér ekki mistök Hamilton Lewis Hamilton var einn af mörgum ökumönnum sem gerði mistök í rigningunni í Þýskalandi, elleftu umferð mótsins. Bottas fékk því gullið tækifæri til að minnka muninn verulega í slagnum um titilinn. Þær vonir hurfu er Finninn missti stjórn á hálfþurri brautinni undir lok kappakstursins og varð frá að hverfa. Fyrir vikið jók Hamilton forskot sitt þrátt fyrir að enda aðeins níundi, hans versti árangur á tímabilinu.Liðið tryggir Hamilton sigurinn í Ungverjalandi Slíkir voru yfirburðir Hamilton og Max Verstappen í ungverska kappakstrinum að Lewis hafði efni á að taka eitt auka þjónustuhlé og koma samt út á brautina annar. Verstappen vissi að með því að stoppa í annað skipti myndi hann koma út á brautina á eftir Hamilton. Ákvörðun Mercedes að láta Bretann stoppa tvisvar virtist vera hárrétt er Hamilton tók fram úr Verstappen á lokahringjum keppninnar. Kappaksturinn var hræðilegur fyrir Bottas sem endaði áttundi eftir samstuð við Charles Leclerc. Hamilton fór því í sumarfrí með 62 stiga forskot á liðsfélaga sinn. Hamilton fór í sumarfrí með 62 stiga forskot í stigakeppninni.GettyAllt hrynur hjá Ferrari (aftur) Eftir sumarfríið byrjaði Ferrari loks að vinna keppnir. Í Rússlandi stefndi allt í önnur góð úrslit fyrir liðið þegar allt hrundi aftur. Vettel ræsti þriðji og var beint fyrir aftan Leclerc sem ræsti á ráspól. Liðið hafði ákveðið að leyfa Vettel að elta liðsfélaga sinn á langa beina kaflanum fyrir fyrstu beygju og gefa honum því gullið tækifæri að fara framúr. Vettel nýtti sér þetta en tók ekki mál að gefa sætið til baka eins og var ákveðið í upphafi. Liðið tók þá málið í sínar hendur létu Leclerc framúr í þjónustuhléunum. En þegar að rafmótorinn í bíl Vettel gaf sig og kallaði út öryggisbílinn gaf það Mercedes ódýrt þjónustuhlé. Hamilton stóð því uppi sem sigurvegari í níunda sinn á árinu.Sigur í Mexíkó klárar dæmið Mercedes bjuggust ekki við miklu úr mexíkóska kappakstrinum enda hefur liðinu ekki gengið vel á götum Mexíkó borgar undanfarið. Frábær akstur Hamilton gaf liðinu möguleika á að stoppa aðeins einu sinni fyrir ný dekk á meðan aðrir slitu dekkjum sínum svo mikið að þeir urðu að stoppa tvisvar. Strategían gaf Hamilton sigur og var því ljóst að Bretanum vantaði bara fjögur stig úr þremur keppnum til að tryggja sér titilinn. Lewis gerði það örugglega í Texas er hann kom annar í mark um síðustu helgi. Nú er því stóra spurningin hvort Hamilton nái að jafna, eða jafnvel bæta met Michael Schumacher. Hinum 34 ára Hamilton vantar bara átta sigra og einn titil til að jafna goðsögninga.
Formúla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira