Lífið

Norskt stjörnupar skilið að borði og sæng

Atli Ísleifsson skrifar
Viktoría, krónprinsessa Svíþjóðar, Gunhild Stordalen og Petter Stordalen.
Viktoría, krónprinsessa Svíþjóðar, Gunhild Stordalen og Petter Stordalen. Getty
Norski auðmaðurinn Petter Stordalen og læknirinn og baráttukonan Gunhild Stordalen eru skilin að borði og sæng. Frá þessu greindu þau í sameiginlegri yfirlýsingu sem send var á norska fjölmiðla fyrr í dag.

Petter og Gunhild Stordalen eru tíðir gestir á síðum norskra fjölmiðla. „Við höfum átt 14 stórkostleg ár saman og við erum enn bestu vinir og stuðningsmenn hvors annars,“ segir í yfirlýsingunni. Hafa þau ákveðið að flytja í sundur til að geta betur sinnt því sem þau brenna fyrir.

Hinn 56 ára Petter Stordalen hefur auðgast mikið á hótelrekstri, en Gunhild, sem er fertug, hefur vakið athygli fyrir baráttu sína á sviði umhverfisverndar og mannúðarmála.

Þau gengu í hjónaband í Marrakech árið 2010 þar sem engu var til sparað. Petter Stordalen hefur aður lýst því að hann hafi reynt að komast á stefnumót með Gunhild í tvö ár áður en hún samþykkti það.

Gunhild Stordalen greindist árið 2014 með skæðan og banvæna tegund sjálfsofnæmissjúkdóms og hún verið ófeimin að deila reynslu sinni af veikindunum í fjölmiðlum. Hefur hún meðal annars gengist undir stofnfrumumeðferð í Hollandi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.