Íslendingar veita sérfræðiþekkingu í þangræktun á Filippseyjum Heimsljós kynnir 11. nóvember 2019 13:30 Gunnar Þórðarson (fyrir miðju) með samstarfsfólki á Filippseyjum. Ræktun á þangi er ein af þeim leiðum sem Alþjóðabankinn og fleiri hafa til skoðunar til þess að auka heimsframleiðslu á próteini. Matís tók fyrir hönd utanríkisráðuneytisins þátt í verkefni fyrir skömmu á Filippseyjum sem er hluti af samstarfsverkefni ráðuneytisins og Alþjóðabankans um að veita aðgang að sérfræðiþekkingu Íslendinga, meðal annars um uppbyggingu á eldi í sjó, með sérstaka áherslu á ræktun á þangi. Gunnar Þórðarson viðskiptafræðingur hjá Matís segir í grein í vestfirska vefmiðlinum Bæjarins besta að fram hafi komið í skýrslu Alþjóðabankans að fram til ársins 2050 þurfi að auka heimsframleiðslu á próteini um 50–70 prósent til að fullnægja fæðuþörf jarðarbúa. „Það verður varla gert með hefðbundnum landbúnaði sem er í dag ein helsta uppspretta gróðurhúsaloftegunda og neikvæðra umhverfisáhrifa og hreinlega ekkert pláss til ræktunar. Mikil tækifæri liggja hins vegar í ræktun í sjó sem jafnframt hefði jákvæð áhrif á lífríki jarðar,“ segir Gunnar. Matís hefur þegar komið að tugum rannsókna á nýtingu þörunga og Gunnar segir mikinn áhuga meðal erlendra rannsóknaraðila. „Efna- og plastframleiðendur hafa sýnt því áhuga að nota hluta af þangi til framleiðslu sinnar. En hvað þarf til að koma svona hugmyndum á rekspöl? Tæknilega verða engar óyfirstíganlegar hindranir, sem hugvit og frumkvæði geta ekki leyst. Allt mun þetta snúast um mannlega þáttinn, að koma á breytingum og endurskapa núverandi menningu,“ segir hann.Ræktun á þangi á Filipseyjum Fram kemur í greininni að Filippseyjar eru þriðju mestu ræktendur á þangi í heiminum, næstir á eftir Kína og Indónesíu, með um 1,5 milljónir tonna á ári. Megin hluti þessarar ræktunar er notað sem hráefni í karragenín framleiðslu, sem fer síðan í útflutning og er meðal annars notað til framleiðslu á matvælum. „Ræktun á þangi er mikilvæg fyrir efnahag landsins og afkomu fólks, en um ein milljón manna hafa lifibrauð af atvinnugreininni. En ræktunin er frumstæð og bændur búa við mikla fátækt og óvissu. Hver fjölskylda ræktar þara á svæði sem er um hálfur til einn hektari, og fer ræktunin aðallega fram á grunnsævi til að bændur getið athafnað sig án þess að nota báta. Það eru margskonar ógnir sem bændur búa við, stormar geta lagt ræktunina í rúst og breytingar á hitastigi sjávar eða seltustigi geta valdið sjúkdómum sem eyðileggja uppskeruna. Bændur hafa ekkert borð fyrir báru, og þó að þeir geti náð 4-6 uppskerum á ári, þarf ekki marga bresti til að þeir hafi ekki efni á að kaupa nýjan búnað eða græðlinga og þá er ræktunin sjálfstopp og fjölskyldan án lífsviðurværis.“Nýta kaupfélagsformið Gunnar segir eina hugmyndina vera þá að auka framleiðsluna með því að stofna kaupfélög um ræktunina, með um 100 bændum, og til hliðar við það væri tryggður rekstur um ræktun og framleiðslu á græðlingum. „Fjármagn væri útvegað til að nútímavæða ræktunina þar sem hún væri færð á meira dýpi og búnaðurinn væri strengdur niður, ekki ósvipað og við þekkjum með laxeldiskvíar hér á landi.“ Gunnar segir að með því að færa ræktunina á meira dýpi losni bændur við sveiflu í hita og seltustigi sem valdi sjúkdómum og sé ein mesta ógnunin í dag. Við fjöruborðið geti selta og hiti breyst mikið við rigningar, sem geti stundum dunið á vikum saman í hitabeltinu. „Þannig gætu þessar hugmyndir breytt miklu fyrir íbúa svæða þar sem ræktunin fer fram, sem eru mjög fátækir og lifa fyrir hvern dag fyrir sig í algeru öryggisleysi. Með 500 milljón tonna framleiðslu myndu skapast 50 milljón bein störf við ræktun í hitabeltinu, sem gætu með óbeinum störfum orðið um 100 milljón og skilað 500 milljörðum dollara í verðmætum,“ skrifar Gunnar Þórðarson í grein sinni.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Filippseyjar Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Ræktun á þangi er ein af þeim leiðum sem Alþjóðabankinn og fleiri hafa til skoðunar til þess að auka heimsframleiðslu á próteini. Matís tók fyrir hönd utanríkisráðuneytisins þátt í verkefni fyrir skömmu á Filippseyjum sem er hluti af samstarfsverkefni ráðuneytisins og Alþjóðabankans um að veita aðgang að sérfræðiþekkingu Íslendinga, meðal annars um uppbyggingu á eldi í sjó, með sérstaka áherslu á ræktun á þangi. Gunnar Þórðarson viðskiptafræðingur hjá Matís segir í grein í vestfirska vefmiðlinum Bæjarins besta að fram hafi komið í skýrslu Alþjóðabankans að fram til ársins 2050 þurfi að auka heimsframleiðslu á próteini um 50–70 prósent til að fullnægja fæðuþörf jarðarbúa. „Það verður varla gert með hefðbundnum landbúnaði sem er í dag ein helsta uppspretta gróðurhúsaloftegunda og neikvæðra umhverfisáhrifa og hreinlega ekkert pláss til ræktunar. Mikil tækifæri liggja hins vegar í ræktun í sjó sem jafnframt hefði jákvæð áhrif á lífríki jarðar,“ segir Gunnar. Matís hefur þegar komið að tugum rannsókna á nýtingu þörunga og Gunnar segir mikinn áhuga meðal erlendra rannsóknaraðila. „Efna- og plastframleiðendur hafa sýnt því áhuga að nota hluta af þangi til framleiðslu sinnar. En hvað þarf til að koma svona hugmyndum á rekspöl? Tæknilega verða engar óyfirstíganlegar hindranir, sem hugvit og frumkvæði geta ekki leyst. Allt mun þetta snúast um mannlega þáttinn, að koma á breytingum og endurskapa núverandi menningu,“ segir hann.Ræktun á þangi á Filipseyjum Fram kemur í greininni að Filippseyjar eru þriðju mestu ræktendur á þangi í heiminum, næstir á eftir Kína og Indónesíu, með um 1,5 milljónir tonna á ári. Megin hluti þessarar ræktunar er notað sem hráefni í karragenín framleiðslu, sem fer síðan í útflutning og er meðal annars notað til framleiðslu á matvælum. „Ræktun á þangi er mikilvæg fyrir efnahag landsins og afkomu fólks, en um ein milljón manna hafa lifibrauð af atvinnugreininni. En ræktunin er frumstæð og bændur búa við mikla fátækt og óvissu. Hver fjölskylda ræktar þara á svæði sem er um hálfur til einn hektari, og fer ræktunin aðallega fram á grunnsævi til að bændur getið athafnað sig án þess að nota báta. Það eru margskonar ógnir sem bændur búa við, stormar geta lagt ræktunina í rúst og breytingar á hitastigi sjávar eða seltustigi geta valdið sjúkdómum sem eyðileggja uppskeruna. Bændur hafa ekkert borð fyrir báru, og þó að þeir geti náð 4-6 uppskerum á ári, þarf ekki marga bresti til að þeir hafi ekki efni á að kaupa nýjan búnað eða græðlinga og þá er ræktunin sjálfstopp og fjölskyldan án lífsviðurværis.“Nýta kaupfélagsformið Gunnar segir eina hugmyndina vera þá að auka framleiðsluna með því að stofna kaupfélög um ræktunina, með um 100 bændum, og til hliðar við það væri tryggður rekstur um ræktun og framleiðslu á græðlingum. „Fjármagn væri útvegað til að nútímavæða ræktunina þar sem hún væri færð á meira dýpi og búnaðurinn væri strengdur niður, ekki ósvipað og við þekkjum með laxeldiskvíar hér á landi.“ Gunnar segir að með því að færa ræktunina á meira dýpi losni bændur við sveiflu í hita og seltustigi sem valdi sjúkdómum og sé ein mesta ógnunin í dag. Við fjöruborðið geti selta og hiti breyst mikið við rigningar, sem geti stundum dunið á vikum saman í hitabeltinu. „Þannig gætu þessar hugmyndir breytt miklu fyrir íbúa svæða þar sem ræktunin fer fram, sem eru mjög fátækir og lifa fyrir hvern dag fyrir sig í algeru öryggisleysi. Með 500 milljón tonna framleiðslu myndu skapast 50 milljón bein störf við ræktun í hitabeltinu, sem gætu með óbeinum störfum orðið um 100 milljón og skilað 500 milljörðum dollara í verðmætum,“ skrifar Gunnar Þórðarson í grein sinni.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Filippseyjar Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent