Sportpakkinn: Fáum nánast aldrei æfingaleiki Arnar Björnsson skrifar 13. nóvember 2019 16:30 Helena í landsleik. vísir/daníel þór „Ég er búinn að vera að bíða eftir þessu frá því að ég tók við“, segir Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari sem stýrir kvennalandsliðinu gegn Búlgaríu í Laugardalshöllinni annað kvöld. Frítt er á leikinn í boði Dominos en flautað verður til leiks klukkan 20. „Við byrjuðum á smáþjóðaleikunum í vor en verkefnið núna er enn stærra,“ segir þjálfarinn Benedikt sem segir tímann til undirbúnings vera stuttan. „Ofsalega knappur tími og maður er að reyna að gera sem mest og svigrúmið er ekki mikið en vonandi náum við að gera nóg“. Benedikt segir að liðið hafi æft í þrjár vikur fyrir smáþjóðaleikana en núna er tíminn minni. „Maður þarf að vinna þetta hratt og markvisst“. „Eins og staðan er í dag vitum við ekki mikið um liðið. FIBA raðaði þeim fyrir neðan okkur á styrleikalistanum en við erum það klárar að við gerum ráð fyrir því að þetta verði hörkuleikur“, segir Helena Sverrisdóttir. Hún segir andann í hópnum góðan eins og alltaf þegar liðið kemur saman. 16 leikmenn voru kallaðir til æfinga. „Það er mikil barátta um í sæti í 12 manna hópnumn æfingarnar taka mið af þeirri baráttu“. Helena tekur undir með þjálfaranum að tími til æfinga fyrir leikinn er ekki mikill. „Við vorum saman í sumar og erum að gera sömu hluti. Við horfum á myndbönd þess á milli sem við æfum“. Helena segir tímann fyrir smáþjóðaleikana hafa verið dýrmætan. Eftir leikinn fer landsliðið út og mætir Grikkjum á sunnudag. Þetta verða einu leikirnir þar til í nóvember á næsta ári. „Núna erum við að spila tvo leiki og svo líður heilt ár þar til að við spilum næstu leiki í þessari undankeppni. Hver einasti leikur hjálpar okkur mjög mikið því við fáum aldrei neina æfingaleiki“. Þjálfarinn segir standið á leikmönnum fínt. Flestar stelpurnar voru að spila á miðvikudag og á laugardag. Hildur Björg Kjartansdóttir meiddist í síðasta leik en Benedikt segir að það komi ekkert í veg fyrir að hún spili. Hvað segir hann um mótherjana? „Þetta er lið sem er svipað að styrkleika og við held ég örugglega. Þetta er öðruvísi lið en Grikkland og Slóvenía og undirbúningurinn miðast við það“.Klippa: Benedikt og Helena ræða komandi landsleik Íslenski körfuboltinn Sportpakkinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
„Ég er búinn að vera að bíða eftir þessu frá því að ég tók við“, segir Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari sem stýrir kvennalandsliðinu gegn Búlgaríu í Laugardalshöllinni annað kvöld. Frítt er á leikinn í boði Dominos en flautað verður til leiks klukkan 20. „Við byrjuðum á smáþjóðaleikunum í vor en verkefnið núna er enn stærra,“ segir þjálfarinn Benedikt sem segir tímann til undirbúnings vera stuttan. „Ofsalega knappur tími og maður er að reyna að gera sem mest og svigrúmið er ekki mikið en vonandi náum við að gera nóg“. Benedikt segir að liðið hafi æft í þrjár vikur fyrir smáþjóðaleikana en núna er tíminn minni. „Maður þarf að vinna þetta hratt og markvisst“. „Eins og staðan er í dag vitum við ekki mikið um liðið. FIBA raðaði þeim fyrir neðan okkur á styrleikalistanum en við erum það klárar að við gerum ráð fyrir því að þetta verði hörkuleikur“, segir Helena Sverrisdóttir. Hún segir andann í hópnum góðan eins og alltaf þegar liðið kemur saman. 16 leikmenn voru kallaðir til æfinga. „Það er mikil barátta um í sæti í 12 manna hópnumn æfingarnar taka mið af þeirri baráttu“. Helena tekur undir með þjálfaranum að tími til æfinga fyrir leikinn er ekki mikill. „Við vorum saman í sumar og erum að gera sömu hluti. Við horfum á myndbönd þess á milli sem við æfum“. Helena segir tímann fyrir smáþjóðaleikana hafa verið dýrmætan. Eftir leikinn fer landsliðið út og mætir Grikkjum á sunnudag. Þetta verða einu leikirnir þar til í nóvember á næsta ári. „Núna erum við að spila tvo leiki og svo líður heilt ár þar til að við spilum næstu leiki í þessari undankeppni. Hver einasti leikur hjálpar okkur mjög mikið því við fáum aldrei neina æfingaleiki“. Þjálfarinn segir standið á leikmönnum fínt. Flestar stelpurnar voru að spila á miðvikudag og á laugardag. Hildur Björg Kjartansdóttir meiddist í síðasta leik en Benedikt segir að það komi ekkert í veg fyrir að hún spili. Hvað segir hann um mótherjana? „Þetta er lið sem er svipað að styrkleika og við held ég örugglega. Þetta er öðruvísi lið en Grikkland og Slóvenía og undirbúningurinn miðast við það“.Klippa: Benedikt og Helena ræða komandi landsleik
Íslenski körfuboltinn Sportpakkinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira