Sportpakkinn: Fáum nánast aldrei æfingaleiki Arnar Björnsson skrifar 13. nóvember 2019 16:30 Helena í landsleik. vísir/daníel þór „Ég er búinn að vera að bíða eftir þessu frá því að ég tók við“, segir Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari sem stýrir kvennalandsliðinu gegn Búlgaríu í Laugardalshöllinni annað kvöld. Frítt er á leikinn í boði Dominos en flautað verður til leiks klukkan 20. „Við byrjuðum á smáþjóðaleikunum í vor en verkefnið núna er enn stærra,“ segir þjálfarinn Benedikt sem segir tímann til undirbúnings vera stuttan. „Ofsalega knappur tími og maður er að reyna að gera sem mest og svigrúmið er ekki mikið en vonandi náum við að gera nóg“. Benedikt segir að liðið hafi æft í þrjár vikur fyrir smáþjóðaleikana en núna er tíminn minni. „Maður þarf að vinna þetta hratt og markvisst“. „Eins og staðan er í dag vitum við ekki mikið um liðið. FIBA raðaði þeim fyrir neðan okkur á styrleikalistanum en við erum það klárar að við gerum ráð fyrir því að þetta verði hörkuleikur“, segir Helena Sverrisdóttir. Hún segir andann í hópnum góðan eins og alltaf þegar liðið kemur saman. 16 leikmenn voru kallaðir til æfinga. „Það er mikil barátta um í sæti í 12 manna hópnumn æfingarnar taka mið af þeirri baráttu“. Helena tekur undir með þjálfaranum að tími til æfinga fyrir leikinn er ekki mikill. „Við vorum saman í sumar og erum að gera sömu hluti. Við horfum á myndbönd þess á milli sem við æfum“. Helena segir tímann fyrir smáþjóðaleikana hafa verið dýrmætan. Eftir leikinn fer landsliðið út og mætir Grikkjum á sunnudag. Þetta verða einu leikirnir þar til í nóvember á næsta ári. „Núna erum við að spila tvo leiki og svo líður heilt ár þar til að við spilum næstu leiki í þessari undankeppni. Hver einasti leikur hjálpar okkur mjög mikið því við fáum aldrei neina æfingaleiki“. Þjálfarinn segir standið á leikmönnum fínt. Flestar stelpurnar voru að spila á miðvikudag og á laugardag. Hildur Björg Kjartansdóttir meiddist í síðasta leik en Benedikt segir að það komi ekkert í veg fyrir að hún spili. Hvað segir hann um mótherjana? „Þetta er lið sem er svipað að styrkleika og við held ég örugglega. Þetta er öðruvísi lið en Grikkland og Slóvenía og undirbúningurinn miðast við það“.Klippa: Benedikt og Helena ræða komandi landsleik Íslenski körfuboltinn Sportpakkinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
„Ég er búinn að vera að bíða eftir þessu frá því að ég tók við“, segir Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari sem stýrir kvennalandsliðinu gegn Búlgaríu í Laugardalshöllinni annað kvöld. Frítt er á leikinn í boði Dominos en flautað verður til leiks klukkan 20. „Við byrjuðum á smáþjóðaleikunum í vor en verkefnið núna er enn stærra,“ segir þjálfarinn Benedikt sem segir tímann til undirbúnings vera stuttan. „Ofsalega knappur tími og maður er að reyna að gera sem mest og svigrúmið er ekki mikið en vonandi náum við að gera nóg“. Benedikt segir að liðið hafi æft í þrjár vikur fyrir smáþjóðaleikana en núna er tíminn minni. „Maður þarf að vinna þetta hratt og markvisst“. „Eins og staðan er í dag vitum við ekki mikið um liðið. FIBA raðaði þeim fyrir neðan okkur á styrleikalistanum en við erum það klárar að við gerum ráð fyrir því að þetta verði hörkuleikur“, segir Helena Sverrisdóttir. Hún segir andann í hópnum góðan eins og alltaf þegar liðið kemur saman. 16 leikmenn voru kallaðir til æfinga. „Það er mikil barátta um í sæti í 12 manna hópnumn æfingarnar taka mið af þeirri baráttu“. Helena tekur undir með þjálfaranum að tími til æfinga fyrir leikinn er ekki mikill. „Við vorum saman í sumar og erum að gera sömu hluti. Við horfum á myndbönd þess á milli sem við æfum“. Helena segir tímann fyrir smáþjóðaleikana hafa verið dýrmætan. Eftir leikinn fer landsliðið út og mætir Grikkjum á sunnudag. Þetta verða einu leikirnir þar til í nóvember á næsta ári. „Núna erum við að spila tvo leiki og svo líður heilt ár þar til að við spilum næstu leiki í þessari undankeppni. Hver einasti leikur hjálpar okkur mjög mikið því við fáum aldrei neina æfingaleiki“. Þjálfarinn segir standið á leikmönnum fínt. Flestar stelpurnar voru að spila á miðvikudag og á laugardag. Hildur Björg Kjartansdóttir meiddist í síðasta leik en Benedikt segir að það komi ekkert í veg fyrir að hún spili. Hvað segir hann um mótherjana? „Þetta er lið sem er svipað að styrkleika og við held ég örugglega. Þetta er öðruvísi lið en Grikkland og Slóvenía og undirbúningurinn miðast við það“.Klippa: Benedikt og Helena ræða komandi landsleik
Íslenski körfuboltinn Sportpakkinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira