Ferrari Roma kynntur til sögunnar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. nóvember 2019 14:00 Ferrari Roma hefur fallega blöndu af mjúkum og skörpum línum. Vísir/Ferrari Ferrari kynnti í gær til leiks nýjasta bílinn í sinni framleiðslu, Ferrari Roma. Roma er nefndur eftir höfuðborg Ítalíu Róm. Ferrari Roma er tveggja sæta sportbíll. Bíllinn er hannaður með annað augað á útlitslegum línum Ferrari-a úr fortíðinni. Ef vel er að gáð má sjá vísbendingar um bíla eins og Ferrari 250 GT Berlinetta Lusso og 250 GT 2+2.Ferrari 250GT Berlinetta LussoVísir/GettyRoma notar 3,9 lítra V8 vél sem skilar 612 hestöflum og gerir það í gegnum átta gíra tveggja kúplinga sjálfskiptingu. Bíllinn nær 100 km/klst á 3,4 sekúndum og er 9,3 sekúndur í 200 km/klst. Hámarkshraðinn er yfir 320 km/klst.Innra rýmið er fallegt en skiptingin á milli farþega og ökumanns er nokkuð afgerandi.Vísir/FerrariInnra rýmið er athyglisvert, en hálfgert skilrúm er á milli sætanna tveggja. Ökumaðurinn hefur stafrænt mælaborð að horfa á og afþreyingarskjá þar við hliðina á. Farþeginn fær svo sérstakan skjá að horfa á. Bílar Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
Ferrari kynnti í gær til leiks nýjasta bílinn í sinni framleiðslu, Ferrari Roma. Roma er nefndur eftir höfuðborg Ítalíu Róm. Ferrari Roma er tveggja sæta sportbíll. Bíllinn er hannaður með annað augað á útlitslegum línum Ferrari-a úr fortíðinni. Ef vel er að gáð má sjá vísbendingar um bíla eins og Ferrari 250 GT Berlinetta Lusso og 250 GT 2+2.Ferrari 250GT Berlinetta LussoVísir/GettyRoma notar 3,9 lítra V8 vél sem skilar 612 hestöflum og gerir það í gegnum átta gíra tveggja kúplinga sjálfskiptingu. Bíllinn nær 100 km/klst á 3,4 sekúndum og er 9,3 sekúndur í 200 km/klst. Hámarkshraðinn er yfir 320 km/klst.Innra rýmið er fallegt en skiptingin á milli farþega og ökumanns er nokkuð afgerandi.Vísir/FerrariInnra rýmið er athyglisvert, en hálfgert skilrúm er á milli sætanna tveggja. Ökumaðurinn hefur stafrænt mælaborð að horfa á og afþreyingarskjá þar við hliðina á. Farþeginn fær svo sérstakan skjá að horfa á.
Bílar Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent