Lífið

Fór í 19 meðferðir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Reynir Bergmann er þrjátíu og átta ára gamall fjölskyldufaðir sem býr á Selfossi og er í fyrirtækjarekstri með unnustu sinni.

Hann ólst upp á ástríku heimili en fór á unglingsárum að fikta við fíkniefni. Ekki leið á löngu þar til hann var kominn á kaf í neyslu.

Reynir heldur úti vinsælum reikningum á Snapchat og Instagram, þar sem hann fjallar opinskátt um fortíð sína og baráttu við eiturlyfjafíkn.

Reynir segir að fljótlega eftir að hann byrjaði á samfélagsmiðlum hafi hann fundið fyrir þörf að segja sína sögu í þeirri von um að hjálpa fólki í sömu stöðu. Sömuleiðis lítur hann á þetta sem ákveðið aðhald fyrir sig að halda sér á beinu brautinni.

Hann talar opinskátt um líf sitt og líf fjölskyldunnar, deildi meðal annars fæðingu yngsta barnsins síns og segir að yfir þrjátíu þúsund manns hafi fylgst með.

Ísland í dag sýndi í gær viðtal við Reyni þar sem hann segir meðal annars að hann hafi fengið mikla neikvæða athygli og gagnrýni fyrir það hversu opinskár hann er á samfélagsmiðlum. Hann segir hinsvegar að megin markmið hans sé að vera hreinskilinn, heiðarlegur og það hjálpi honum að sýna sínar réttu hliðar á miðlinum.

Viðtalið við Reyni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.