Jaguar I-Pace hlaut Gullna stýrið sem besti sportjeppinn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. nóvember 2019 07:00 Jaguar I-Pace Vísir/Jaguar Rafknúni sportjeppinn Jaguar I-Pace hefur verið kjörinn sá besti í flokki miðlungsstórra sportjeppa í Þýskalandi og hampar hann nú „Gullna stýrinu“ í sínum flokki þar í landi þar sem verðlaunin eru ein þau eftirsóttustu í bílgreininni.Úrslitin réðust á Lausitzring brautinniVerðlaunin koma í kjölfar lokaprófana fulltrúa dómnefndar á þeim bílum sem komu til greina í úrslitunum þar sem Audi Q3 og Seat Tarraco voru teknir til kostanna auk I-Pace á Lausitzring akstursbrautinni. Meðal dómnefndarmanna voru ökuþórarnir Hans-Joachim Stuck og Mattias Ekström. Þetta er þriðja „Gullna stýrið“ sem Jaguar hlotnast fyrir bíla sína í Þýskalandi, en 2013 féll það í skaut F-Type og 2016 fékk XF verðlaunin.I-Pace á sér enga fyrirmyndHreini rafbíllinn Jaguar I-PACE var hannaður og þróaður frá grunni í Bretlandi þar sem markmið hönnuða var að búa til „besta mögulega rafbílinn sem komið hefði fram“ eins og því var lýst í veganesti yfirmanna fyrirtækisins til verkfræðideildar Jaguar. Miðað við viðtökurnar sem I-Pace hefur fengið frá frumsýningu hans hefur þeim tekist vel upp. Meðal verðlauna sem I-Pace hefur hlotið á árinu nefna „Bíl ársins“ í Þýskalandi (GCOTY 2019), „Bíl ársins í Evrópu“ (Europe Car of the year), „Heimsbíl ársins“ (World Car of the year) og loks „Bíl ársins“ sem Bandalag íslenskra bílablaðamanna kaus I-Pace fyrur fáeinum vikum.Forsvarsmenn Jaguar veita Gullna stýrinu viðtökur.Vísir/JaguarMikil drægni og orka I-PaceI-Pace er fjórhjóladrifinn fimm sæta sportjeppi með tvo rafmótora og 90kW rafhlöðu sem unnt er að hlaða frá 0-80% á rúmum 40 mínútum með DC 100kW hleðslutæki. Bíllinn er um 400 hestöfl og skila mótorarnir allt að 696Nm togi sem skila bílnum í 100 km/klst úr kyrrstöðu á 4,5 sekúndum. Drægni I-Pace er um 470 km (WLTP) og er bíllinn því einstaklega hagkvæmur til daglegra nota hvort sem er í bæjum, borgum eða dreifbýlum sveitum.Tilnefningar frá milljónum lesendaMilljónir áskrifenda að Auto Bild og systurblaða þess í öðrum Evrópulöndum ásamt lesendum sunnudagsblaðsins Bild am Sonntag tilnefna árlega hvaða bílar hljóti aðalverðlaun ársins, the Golden Steering Wheel Award, á árinu í hverjum flokki fyrir sig. Bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent
Rafknúni sportjeppinn Jaguar I-Pace hefur verið kjörinn sá besti í flokki miðlungsstórra sportjeppa í Þýskalandi og hampar hann nú „Gullna stýrinu“ í sínum flokki þar í landi þar sem verðlaunin eru ein þau eftirsóttustu í bílgreininni.Úrslitin réðust á Lausitzring brautinniVerðlaunin koma í kjölfar lokaprófana fulltrúa dómnefndar á þeim bílum sem komu til greina í úrslitunum þar sem Audi Q3 og Seat Tarraco voru teknir til kostanna auk I-Pace á Lausitzring akstursbrautinni. Meðal dómnefndarmanna voru ökuþórarnir Hans-Joachim Stuck og Mattias Ekström. Þetta er þriðja „Gullna stýrið“ sem Jaguar hlotnast fyrir bíla sína í Þýskalandi, en 2013 féll það í skaut F-Type og 2016 fékk XF verðlaunin.I-Pace á sér enga fyrirmyndHreini rafbíllinn Jaguar I-PACE var hannaður og þróaður frá grunni í Bretlandi þar sem markmið hönnuða var að búa til „besta mögulega rafbílinn sem komið hefði fram“ eins og því var lýst í veganesti yfirmanna fyrirtækisins til verkfræðideildar Jaguar. Miðað við viðtökurnar sem I-Pace hefur fengið frá frumsýningu hans hefur þeim tekist vel upp. Meðal verðlauna sem I-Pace hefur hlotið á árinu nefna „Bíl ársins“ í Þýskalandi (GCOTY 2019), „Bíl ársins í Evrópu“ (Europe Car of the year), „Heimsbíl ársins“ (World Car of the year) og loks „Bíl ársins“ sem Bandalag íslenskra bílablaðamanna kaus I-Pace fyrur fáeinum vikum.Forsvarsmenn Jaguar veita Gullna stýrinu viðtökur.Vísir/JaguarMikil drægni og orka I-PaceI-Pace er fjórhjóladrifinn fimm sæta sportjeppi með tvo rafmótora og 90kW rafhlöðu sem unnt er að hlaða frá 0-80% á rúmum 40 mínútum með DC 100kW hleðslutæki. Bíllinn er um 400 hestöfl og skila mótorarnir allt að 696Nm togi sem skila bílnum í 100 km/klst úr kyrrstöðu á 4,5 sekúndum. Drægni I-Pace er um 470 km (WLTP) og er bíllinn því einstaklega hagkvæmur til daglegra nota hvort sem er í bæjum, borgum eða dreifbýlum sveitum.Tilnefningar frá milljónum lesendaMilljónir áskrifenda að Auto Bild og systurblaða þess í öðrum Evrópulöndum ásamt lesendum sunnudagsblaðsins Bild am Sonntag tilnefna árlega hvaða bílar hljóti aðalverðlaun ársins, the Golden Steering Wheel Award, á árinu í hverjum flokki fyrir sig.
Bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent