Langar að hvetja ungar stúlkur til sjálfstyrkingar og sjálfsvitundar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2019 06:23 Fegurðardrottningin Hugrún Birta Egilsdóttir segir að glíman sem hún æfir byggi á líkamlegri tækni og þjálfun hugans. Mynd/Kévin Pagès „Ég fann mig snemma sterka í íþróttum og hef lagt stund á þær frá unga aldri,“ segir Hugrún Birta Egilsdóttir sem keppir fyrir Íslands hönd í keppninni Miss Supranational. Hugrún keppti sem Miss Garðabær í keppninni Miss Universe Iceland og hlaut þar titilinn Miss Supranational Iceland 2019 og verður því fulltrúi okkar í þessari alþjóðlegu keppni. „Ég byrjaði í fimleikum og frjálsum íþróttum sem ég æfði í mörg ár og seinna meir kynntist ég brasilískri glímu sem ég æfi í dag í Mjölni. Sú íþrótt er samspil hugar og líkama og byggir á líkamlegri tækni og þjálfun hugans.“ Hugrún Birta er í námi og starfar einnig sem vörumerkjastjóri snyrtivara samhliða náminu en hún segist stefna á að útskrifast með gráðu í markaðsfræði. „Eftir að ég hlaut titilinn í sumar hófst undirbúningur fyrir stóru keppnina Miss Supranational sem haldin verður í Katowice í Póllandi þann 6. desember næstkomandi.“ Hugrún Birta ætlar að leggja áherslu á að vinna með sjálfsstyrkingu og sjálfsvitund ungra stúlkna. Hugrún Birta flaug út í gær og er nú í undirbúningstímabili ásamt öllum hinum keppendunum. Hún segist spennt og stolt að fá að klæðast búning í keppninni sem kynni hennar land. „Það er að mörgu að huga fyrir keppni sem þessa. Til að mynda þarf ég að hafa meðferðis marga kjóla, skart og skó auk þjóðbúnings og þjóðargjafar. Ég hef fengið ómetanlegan stuðning og aðstoð frá fagaðilum í undirbúning mínum síðustu mánuði. Þjóðbúningurinn sem ég mun klæðast er hannaður af Another Creation. Það hvílir enn leynd yfir því hvernig sá búningur lítur út og ég hlakka til að deila því með ykkur þegar að því kemur. Vera design á heiðurinn að þjóðargjöfinni sem ég fer með út. Hönnun hennar er einstök og afar smekkleg. Lindex sá um mikið af þeim fötum sem ég tek með út svo og fylgihluti.“ Heilbrigður einstaklingur sem kemur vel fram „Keppnin er sett upp þannig að við stúlkurnar erum úti í þriggja vikna undirbúnings tímabili sem lýkur svo með lokakvöldi. Undirbúnings tímabilið einkennist af skoðunarferðum, myndatökum, viðtölum og þjálfun í að koma fram. Á lokakvöldinu sjálfu komum við svo fram á baðfötum og í síðkjólum þar sem efstu stelpurnar fá spurningar á sviðinu sem svara þarf innan ákveðins tímaramma.“ Hugrún Birta segir að verið sé að leita að einstaklingi sem talin er fær til að starfa og vera ímynd titilhafa keppninnar. „Leitast er eftir heilbrigðum einstakling sem kemur vel fram og getur sinnt störfum titilhafa. Störfin felast meðal annars í ýmis konar góðgerðarmálum. Ég er mjög þakklát framkvæmdastjórum keppninnar hér heima þeim Jorge og Manúelu fyrir tækifærið sem ég hlaut með titlinum. Ég sé þátttöku mína í keppni sem þessari sem þroskandi ferli, möguleika á að efla tengslanet mitt og sem dýrmæta lífsreynslu.“ Fjölskyldan ómetanlegur stuðningur Í ár fer fram netkosning í keppninni og vonar Hugrún Birta að Íslendingar styðji við sína konu. „Netkosningin fer fram í appi sem náð er í og þar er hægt að gefa sinni stúlku sitt atkvæði. Appið heitir MissSupranational og kostar ekkert né heldur atkvæðið sem greitt er sinni stúlku. Sú stúlka er hlýtur flest atkvæði tryggir sér sæti í efstu 25 sætum keppninnar sem tilkynnt eru á lokakvöldinu sjálfu.“ Hugrún Birta segir að ferlið framundan leggist vel í sig og er full tilhlökkunar. „Ég kem úr stórri og samheldinni fjölskyldu og er yngst fimm alsystkina. Fjölskyldan mín hefur sýnt mér ómetanlegan stuðning og kemur út að horfa á lokakvöldið.“ Hugrún Birta segir að með því að fá titilinn Miss Supranational Iceland hafi hún fengið ákveðinn vettvang eða stökkpall sem hjálpi sér í átt að settum markmiðum. „Mig hafði lengi langað til að hvetja ungar stúlkur til sjálfstyrkingar og sjálfsvitundar. Það gladdi mig mest að fá aukinn meðbyr hvað það varðar auk þess sem ég náði þeim markmiðum að sigra sjálfan mig með árangri mínum á lokakvöldinu. Ég hef ekki upplifað þetta ferli eða þetta starf sem erfitt eða leiðinlegt á neinn hátt. Að sjálfsögðu eru verkefnin mismikið krefjandi en ég reyni að tileinka mér að mæta þeim með jákvæðu viðmóti.“ Helgarviðtal Miss Universe Iceland Viðtal Tengdar fréttir Þúsundir hatursskilaboða skipta mig engu ef ég get hjálpað einni manneskju „Eftir að ég vann keppnina hef ég bara fengið voðalega mikla ást og umhyggju frá fólki.“ 17. október 2019 11:30 Svona var Miss Universe Iceland valin Birta Abiba stóð uppi sem sigurvegari. 1. september 2019 22:35 Birta Abiba er Miss Universe Iceland 2019 Verður fulltrúi Íslands í Miss Universe. 31. ágúst 2019 23:53 Keppir í einu fegurðarsamkeppninni sem leyfir mæður: „Við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn“ Guðrún Sigurbjörnsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó í janúar næstkomandi. 26. október 2019 15:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira
„Ég fann mig snemma sterka í íþróttum og hef lagt stund á þær frá unga aldri,“ segir Hugrún Birta Egilsdóttir sem keppir fyrir Íslands hönd í keppninni Miss Supranational. Hugrún keppti sem Miss Garðabær í keppninni Miss Universe Iceland og hlaut þar titilinn Miss Supranational Iceland 2019 og verður því fulltrúi okkar í þessari alþjóðlegu keppni. „Ég byrjaði í fimleikum og frjálsum íþróttum sem ég æfði í mörg ár og seinna meir kynntist ég brasilískri glímu sem ég æfi í dag í Mjölni. Sú íþrótt er samspil hugar og líkama og byggir á líkamlegri tækni og þjálfun hugans.“ Hugrún Birta er í námi og starfar einnig sem vörumerkjastjóri snyrtivara samhliða náminu en hún segist stefna á að útskrifast með gráðu í markaðsfræði. „Eftir að ég hlaut titilinn í sumar hófst undirbúningur fyrir stóru keppnina Miss Supranational sem haldin verður í Katowice í Póllandi þann 6. desember næstkomandi.“ Hugrún Birta ætlar að leggja áherslu á að vinna með sjálfsstyrkingu og sjálfsvitund ungra stúlkna. Hugrún Birta flaug út í gær og er nú í undirbúningstímabili ásamt öllum hinum keppendunum. Hún segist spennt og stolt að fá að klæðast búning í keppninni sem kynni hennar land. „Það er að mörgu að huga fyrir keppni sem þessa. Til að mynda þarf ég að hafa meðferðis marga kjóla, skart og skó auk þjóðbúnings og þjóðargjafar. Ég hef fengið ómetanlegan stuðning og aðstoð frá fagaðilum í undirbúning mínum síðustu mánuði. Þjóðbúningurinn sem ég mun klæðast er hannaður af Another Creation. Það hvílir enn leynd yfir því hvernig sá búningur lítur út og ég hlakka til að deila því með ykkur þegar að því kemur. Vera design á heiðurinn að þjóðargjöfinni sem ég fer með út. Hönnun hennar er einstök og afar smekkleg. Lindex sá um mikið af þeim fötum sem ég tek með út svo og fylgihluti.“ Heilbrigður einstaklingur sem kemur vel fram „Keppnin er sett upp þannig að við stúlkurnar erum úti í þriggja vikna undirbúnings tímabili sem lýkur svo með lokakvöldi. Undirbúnings tímabilið einkennist af skoðunarferðum, myndatökum, viðtölum og þjálfun í að koma fram. Á lokakvöldinu sjálfu komum við svo fram á baðfötum og í síðkjólum þar sem efstu stelpurnar fá spurningar á sviðinu sem svara þarf innan ákveðins tímaramma.“ Hugrún Birta segir að verið sé að leita að einstaklingi sem talin er fær til að starfa og vera ímynd titilhafa keppninnar. „Leitast er eftir heilbrigðum einstakling sem kemur vel fram og getur sinnt störfum titilhafa. Störfin felast meðal annars í ýmis konar góðgerðarmálum. Ég er mjög þakklát framkvæmdastjórum keppninnar hér heima þeim Jorge og Manúelu fyrir tækifærið sem ég hlaut með titlinum. Ég sé þátttöku mína í keppni sem þessari sem þroskandi ferli, möguleika á að efla tengslanet mitt og sem dýrmæta lífsreynslu.“ Fjölskyldan ómetanlegur stuðningur Í ár fer fram netkosning í keppninni og vonar Hugrún Birta að Íslendingar styðji við sína konu. „Netkosningin fer fram í appi sem náð er í og þar er hægt að gefa sinni stúlku sitt atkvæði. Appið heitir MissSupranational og kostar ekkert né heldur atkvæðið sem greitt er sinni stúlku. Sú stúlka er hlýtur flest atkvæði tryggir sér sæti í efstu 25 sætum keppninnar sem tilkynnt eru á lokakvöldinu sjálfu.“ Hugrún Birta segir að ferlið framundan leggist vel í sig og er full tilhlökkunar. „Ég kem úr stórri og samheldinni fjölskyldu og er yngst fimm alsystkina. Fjölskyldan mín hefur sýnt mér ómetanlegan stuðning og kemur út að horfa á lokakvöldið.“ Hugrún Birta segir að með því að fá titilinn Miss Supranational Iceland hafi hún fengið ákveðinn vettvang eða stökkpall sem hjálpi sér í átt að settum markmiðum. „Mig hafði lengi langað til að hvetja ungar stúlkur til sjálfstyrkingar og sjálfsvitundar. Það gladdi mig mest að fá aukinn meðbyr hvað það varðar auk þess sem ég náði þeim markmiðum að sigra sjálfan mig með árangri mínum á lokakvöldinu. Ég hef ekki upplifað þetta ferli eða þetta starf sem erfitt eða leiðinlegt á neinn hátt. Að sjálfsögðu eru verkefnin mismikið krefjandi en ég reyni að tileinka mér að mæta þeim með jákvæðu viðmóti.“
Helgarviðtal Miss Universe Iceland Viðtal Tengdar fréttir Þúsundir hatursskilaboða skipta mig engu ef ég get hjálpað einni manneskju „Eftir að ég vann keppnina hef ég bara fengið voðalega mikla ást og umhyggju frá fólki.“ 17. október 2019 11:30 Svona var Miss Universe Iceland valin Birta Abiba stóð uppi sem sigurvegari. 1. september 2019 22:35 Birta Abiba er Miss Universe Iceland 2019 Verður fulltrúi Íslands í Miss Universe. 31. ágúst 2019 23:53 Keppir í einu fegurðarsamkeppninni sem leyfir mæður: „Við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn“ Guðrún Sigurbjörnsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó í janúar næstkomandi. 26. október 2019 15:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira
Þúsundir hatursskilaboða skipta mig engu ef ég get hjálpað einni manneskju „Eftir að ég vann keppnina hef ég bara fengið voðalega mikla ást og umhyggju frá fólki.“ 17. október 2019 11:30
Birta Abiba er Miss Universe Iceland 2019 Verður fulltrúi Íslands í Miss Universe. 31. ágúst 2019 23:53
Keppir í einu fegurðarsamkeppninni sem leyfir mæður: „Við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn“ Guðrún Sigurbjörnsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó í janúar næstkomandi. 26. október 2019 15:00