Afmæli Barnasáttmálans: Miklar framfarir en nýjar ógnir Heimsljós kynnir 18. nóvember 2019 16:00 Á miðvikudag eru þrjátíu ár liðin frá samþykkt Barnasáttmálans. Ljósmynd frá Malaví. gunnisal Þrátt fyrir sögulegar framfarir undanfarinna áratuga við að bæta aðstæður barna er enn þörf á brýnum umbótum ef fátækustu börnin eiga að finna fyrir betri hag. Þannig er komist að orði í inngangi að glænýrri skýrslu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem kom út í dag í tilefni af þrjátíu ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. UNICEF hvetur til þess að þjóðir heims endurnýi fyrirheit sín gagnvart Barnasáttmálanum. Haft er eftir Henriettu Fore, framkvæmdastjóra UNICEF, í frétt á fréttaveitu Sameinuðu þjóðanna að þótt sífellt fleiri börn lifi betra og heilbrigðara lífi blasi andstæðurnar við hjá fátækustu og berskjölduðustu börnum. „Til viðbótar við viðvarandi áskoranir daglegs lífs eins og heilbrigði, næringu og menntun, glíma börn í dag við nýjar ógnir eins og loftslagsbreytingar og ofbeldi og einelti á netinu,“ segir hún. Henrietta bætir við að aðeins með nýsköpun, nýrri tækni, pólitískum vilja og fleiri bjargráðum komi Barnasáttmálinn til þess að verða raunverulegur fyrir öll börn í heiminum. Af alþjóðasamningum hefur Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna fengið útbreiddustu viðurkenninguna en hann hefur verið staðfestur í rúmlega 190 ríkjum. Til þess er einnig tekið að hann öðlaðist viðurkenningu á methraða, miðað við aðra alþjóðlega sáttmála. Barnasáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn séu hópur sem þarfnist sérstakrar verndar umfram hina fullorðnu og að réttinda þeirra hafi ekki verið nægilega gætt í fyrri mannréttindasamningum. Jafnframt felst í honum viðurkenning á því að börn séu fullgildir einstaklingar með sjálfstæð réttindi, þau eigi sín eigin réttindi – óháð réttindum fullorðinna. Þar er viðurkennt að barnæskan, sem stendur til átján ára aldurs, sé sérstakur tími þar sem börn eigi að fá að vaxa, læra, leika, þroskast og dafna með reisn. UNICEF greinir frá því í skýrslunni að frá því Barnasáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 20. nóvember 1989 hafi dánartíðni barna undir fimm ára dregist saman um 60 prósent og hlutfall vannærðra barna sé tvöfalt minna en fyrir þrjátíu árum. Barnasáttmálinn var undirritaður fyrir Íslands hönd 26. janúar 1989. Hann var fullgiltur árið 1992 og lögfestur árið 2013. Samningurinn hefur haft áhrif á fjölmargar stjórnarskrár, lög og stefnur sem endurspegla leiðarljós hans, jafnræði, rétt til verndar og starfa í þágu barna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Sameinuðu þjóðirnar Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent
Þrátt fyrir sögulegar framfarir undanfarinna áratuga við að bæta aðstæður barna er enn þörf á brýnum umbótum ef fátækustu börnin eiga að finna fyrir betri hag. Þannig er komist að orði í inngangi að glænýrri skýrslu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem kom út í dag í tilefni af þrjátíu ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. UNICEF hvetur til þess að þjóðir heims endurnýi fyrirheit sín gagnvart Barnasáttmálanum. Haft er eftir Henriettu Fore, framkvæmdastjóra UNICEF, í frétt á fréttaveitu Sameinuðu þjóðanna að þótt sífellt fleiri börn lifi betra og heilbrigðara lífi blasi andstæðurnar við hjá fátækustu og berskjölduðustu börnum. „Til viðbótar við viðvarandi áskoranir daglegs lífs eins og heilbrigði, næringu og menntun, glíma börn í dag við nýjar ógnir eins og loftslagsbreytingar og ofbeldi og einelti á netinu,“ segir hún. Henrietta bætir við að aðeins með nýsköpun, nýrri tækni, pólitískum vilja og fleiri bjargráðum komi Barnasáttmálinn til þess að verða raunverulegur fyrir öll börn í heiminum. Af alþjóðasamningum hefur Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna fengið útbreiddustu viðurkenninguna en hann hefur verið staðfestur í rúmlega 190 ríkjum. Til þess er einnig tekið að hann öðlaðist viðurkenningu á methraða, miðað við aðra alþjóðlega sáttmála. Barnasáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn séu hópur sem þarfnist sérstakrar verndar umfram hina fullorðnu og að réttinda þeirra hafi ekki verið nægilega gætt í fyrri mannréttindasamningum. Jafnframt felst í honum viðurkenning á því að börn séu fullgildir einstaklingar með sjálfstæð réttindi, þau eigi sín eigin réttindi – óháð réttindum fullorðinna. Þar er viðurkennt að barnæskan, sem stendur til átján ára aldurs, sé sérstakur tími þar sem börn eigi að fá að vaxa, læra, leika, þroskast og dafna með reisn. UNICEF greinir frá því í skýrslunni að frá því Barnasáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 20. nóvember 1989 hafi dánartíðni barna undir fimm ára dregist saman um 60 prósent og hlutfall vannærðra barna sé tvöfalt minna en fyrir þrjátíu árum. Barnasáttmálinn var undirritaður fyrir Íslands hönd 26. janúar 1989. Hann var fullgiltur árið 1992 og lögfestur árið 2013. Samningurinn hefur haft áhrif á fjölmargar stjórnarskrár, lög og stefnur sem endurspegla leiðarljós hans, jafnræði, rétt til verndar og starfa í þágu barna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Sameinuðu þjóðirnar Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent