Hungur blasir við 45 milljónum íbúa í sunnanverðri Afríku Heimsljós kynnir 1. nóvember 2019 12:15 Ljósmynd frá Mósambík. gunnisal Horfur eru á alvarlegum matarskorti meðal íbúa í sunnanverðri Afríku á næstu sex mánuðum. Að mati þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna er óttast að allt að 45 milljónir íbúa í þessum heimshluta hafi lítið til hnífs og skeiðar á næstu mánuðum, fleiri en nokkru sinni fyrr. Miklir þurrkar hafa verið á stórum hluta þessa svæðis, þeir verstu í 35 ár. Þegar draga rúmlega 11 milljónir íbúa níu þjóða fram lífið við hungurmörk. Þrjár stofnanir Sameinuðu þjóðanna með aðalstöðvar í Róm, Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO), Alþjóðasjóður um þróun landbúnaðar (IFAD) og Matvælaáætlun SÞ (WFP) hafa sent frá sér sameiginlega viðvörun um ástandið í sunnanverðri Afríku. Þær kalla eftir fjárframlögum til að afstýra hungursneyð og fráfestingu til langs tíma í því skyni að berjast gegn áhrifum loftslagsbreytinga og efla viðnámsþrótt samfélaga. Þjóðirnar níu þar sem matvælaástandið er alvarlegast eru Angóla, Simbabve, Mósambík, Sambía, Madagaskar, Malaví, Namibía, Eswatini og Lesótó. „Við þurfum bæði að bregðast við neyðinni, þörf milljóna íbúa fyrir næringu, og eins að byggja upp viðnámsþrótt samfélaganna gegn sívaxandi ógn af alvarlegum þurrkum, flóðum og óveðri,“ segir Margaret Malu, starfandi framkvæmdastjóri WFP í sunnanverðri Afríku. Hún bendir á að öfgar í veðurfari valdi eyðileggingu á uppskeru smábænda sem reiða sig á rigningu til að sjá fjölskyldum farborða, auk þess sem skepnur horfalla í stórum stíl. Matvælaskorturinn nær einnig til þéttbýlis því matvælaverð hefur hækkað og atvinnuleysi er mikið í borgum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent
Horfur eru á alvarlegum matarskorti meðal íbúa í sunnanverðri Afríku á næstu sex mánuðum. Að mati þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna er óttast að allt að 45 milljónir íbúa í þessum heimshluta hafi lítið til hnífs og skeiðar á næstu mánuðum, fleiri en nokkru sinni fyrr. Miklir þurrkar hafa verið á stórum hluta þessa svæðis, þeir verstu í 35 ár. Þegar draga rúmlega 11 milljónir íbúa níu þjóða fram lífið við hungurmörk. Þrjár stofnanir Sameinuðu þjóðanna með aðalstöðvar í Róm, Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO), Alþjóðasjóður um þróun landbúnaðar (IFAD) og Matvælaáætlun SÞ (WFP) hafa sent frá sér sameiginlega viðvörun um ástandið í sunnanverðri Afríku. Þær kalla eftir fjárframlögum til að afstýra hungursneyð og fráfestingu til langs tíma í því skyni að berjast gegn áhrifum loftslagsbreytinga og efla viðnámsþrótt samfélaga. Þjóðirnar níu þar sem matvælaástandið er alvarlegast eru Angóla, Simbabve, Mósambík, Sambía, Madagaskar, Malaví, Namibía, Eswatini og Lesótó. „Við þurfum bæði að bregðast við neyðinni, þörf milljóna íbúa fyrir næringu, og eins að byggja upp viðnámsþrótt samfélaganna gegn sívaxandi ógn af alvarlegum þurrkum, flóðum og óveðri,“ segir Margaret Malu, starfandi framkvæmdastjóri WFP í sunnanverðri Afríku. Hún bendir á að öfgar í veðurfari valdi eyðileggingu á uppskeru smábænda sem reiða sig á rigningu til að sjá fjölskyldum farborða, auk þess sem skepnur horfalla í stórum stíl. Matvælaskorturinn nær einnig til þéttbýlis því matvælaverð hefur hækkað og atvinnuleysi er mikið í borgum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent