Íslenski boltinn

Sport­pakkinn: Heimir um breytingarnar hjá Val, ævin­týrið í Fær­eyjum og Pepsi Max-deildina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Heimir í viðtalinu í kvöld.
Heimir í viðtalinu í kvöld. vísir/skjáskot
Heimir Guðjónsson var á haustmánuðum ráðinn þjálfari Vals í Pepsi Max-deild karla til næstu fjögurra ára.

Heimir gerði magnaða hluti sem þjálfari FH áður en hann hélt til Færeyja og varð þar bæði deildar- og bikarmeistari með liði sínu HB.

Guðjón Guðmundsson hitti Heimi í dag og ræddi við hann um stöðu mála.

„Ef þú lítur á félag eins og Val sem hefur notið mikillar velgengni síðustu ár þá er alltaf gerð krafa á að Valur sé í toppbaráttunni,“ sagði Heimir í samtali við Gaupa.

„Leikmannahópurinn er góður. Það er fullt af flottum leikmönnum í Val en auðvitað er það alltaf þannig að þegar nýjir menn taka við þá verða einhverjar breytingar.“

„Við erum að byrja að setjast niður og skoða þetta. Ég reikna ekki með miklum breytingum.“

Hann  tekur þar við af Ólafi Jóhannessyni en Heimir tók einnig við af Ólafi hjá FH á sínum tíma. Tekur hann við góðu búi?

„Já, engin spurning. Óli hefur gert frábæra hluti með Val og kannski náð að búa til stöðugleika sem hafði vantað áður. Ég veit alveg að Óli hefur gert gott mót og ég tek við góðu búi.“

„Það er alltaf krafa hjá félagi eins og Val að það sé verið að keppa um titlana sem eru í boði. Það er nauðsynlegt fyrir félag að ná árangri að vera í Evrópukeppni.“

Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan þar sem Heimir ræðir meðal annars um deildina í sumar og ævintýrið í Færeyjum meðal annars.



Klippa: Sportpakkinn: Heimir Guðjónsson

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×