Lífið

Hlíða­skóli og Haga­skóli komust á­fram í Skrekk

Atli Ísleifsson skrifar
Atriði Hagaskóla
Atriði Hagaskóla Reykjavíkurborg
Hlíðaskóli og Hagaskóli komust áfram á öðru undanúrslitakvöldi Skrekks sem fram fór í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi.

Auk Hlíðaskóla og Hagaskóli kepptu Vættaskóli, Klettaskóli, Seljaskóli, Fellaskóli, Austurbæjarskóli og Dalskóli í gær. Á mánudag komust Háteigsskóli og Árbæjarskóli áfram.

Alls taka 24 grunnskólar þátt í Skrekk í ár en átta þeirra munu keppa til úrslita þann 11. nóvember.

„Yfir 600 unglingar taka þátt í á frumsömdum atriðum sinna skóla og spreyta sig í leiklist, tónlist, söng, dansi, hljóðfæraleik, búningahönnun, förðun ljósum, hljóði og annarri sviðsvinnu.

Dómnefnd í undanúrslitum skipa þau Greta Salóme, Donna Cruz, Ernesto Camilo, Viktor Örn Hjálmarsson og Sigfríður Björnsdóttir, formaður dómnefndar,“ segir í tilkynningu frá borginni.

Atriði Hlíðaskóla.Reykjavíkurborg



Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×