Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 23-31 | Valur gerði það sem þurfti Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 10. nóvember 2019 22:30 Magnús Óli Magnússon, leikmaður Vals. vísir/daníel þór Valur vann öruggan 8 marka sigur á HK í Kórnum í kvöld. HK er enn án stiga í deildinni HK hélt í Val fyrstu 10 mínútur leiksins en gestirnir tóku síðan öll völd á leiknum og bættu í jafnt og þétt. Valur leiddi með 5 mörkum þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum, 8-13. Kópavogsdrengir voru sjálfum sér verstir í leiknum, þeir voru með 11 tapaða bolta sem skilaði Val auðveldum mörkum. Jóhann Birgir Ingvarsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir HK og skoraði 8 mörk í leiknum. Hann kom til HK á láni frá FH en hann hefur ekki fengið að spila neitt fyrir FH í vetur. Þrátt fyrir góð innkomu Jóhanns þá leiddi Valur í hálfleik með fjórum mörkum, 11-15. Seinni hálfleikurinn varð aldrei spennandi og sigur gestanna aldrei í hættu. Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, kláraði sín leikhlé þegar rúmar 10 mínútur voru eftir af leiknum enda gekk þeim ekkert hvorki varnar né sóknarlega. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, stillti upp sínu ungmanna liði síðustu 7 mínútur leiksins en leiknum lauk með öruggum átta marka sigri Vals, 23-31Af hverju vann Valur? Valur er miklu betra handboltalið en HK og þyrfti að eiga ansi slæman dag til þess að tapa. Þeir áttu hins vegar mjög góðan dag og léku vel í 60 mínútur. Þeir sóttu hratt á HK og refsuðu þeim þessa ótal töpuðu bolta með hröðum sóknum. Hverjir stóðu upp úr?Finnur Ingi Stefánsson átti góðan leik, skoraði 7 mörk, Vignir Stefánsson var þó markahæstur í liði Vals með 8 mörk en þurfti til þess 14 skot. Magnús Óli Magnússon var atkvæðamikill í sókninni og skapaði ótal færi fyrir sína menn. Þetta var leikur þriggja góðra markvarða, Daníel Freyr Andrésson, Hreiðar Levý Guðmundsson og Davíð Svansson í HK áttu allir góðan leik í marki liðanna. Daníel Freyr þar atkvæðamestur með 10 bolta varða aðeins í seinni hálfleik. Jóhann Birgir Ingvarsson var besti leikmaður HK, kom sterkur inn í þeirra lið og gefur þeim meiri skot ógn og breidd sóknarlega. Hann skoraði 8 mörk í leiknum. Hvað gekk illa? Heilt yfir gekk leikur HK illa, þeir voru með ótal tapaða bolta og virkilega slakar ákvarðanir sóknarlega. Varnarlega réðu þeir lítið við sterka leikmenn Vals en Davíð Svansson, markvörður liðsins, bjargaði þeim frá niðurlægingu. Hvað er framundan? Valur mætir KA í Origo höllinni á miðvikudaginn, stutt á milli leikja hjá Val áður en þeir halda í Evrópuleikina sem framundan eru. KA vann góðan sigur á FH í dag svo það er verðugt verkefni fyrir Val í næstu umferð. HK fær ekki auðveldara verkefni um næstu helgi þegar þeir fara til Vestmannaeyja og mæta ÍBV. Elías Már er þjálfari HKvísir/daníelElías Már: Við getum ekki sagt okkur úr þessari deild„Það er ekki gaman að tapa svona mörgum leikjum í röð, ég er mjög óvanur því“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, eftir 9 tap liðsins í röð. Liðið er enn án stiga í deildinni. „Við vorum sjálfum okkur verstir í dag, við fengum endalausa sénsa á að fara inní hálfleik í betri stöðu. Svo einhvernveginn í seinni hálfleik eigum við varla menn til að skipta lengur inná“ „Við förum bara með þetta í fyrri hálfleik af því að við erum með svo ofboðslega mikið af töpuðum boltum. Það er eins og menn missi trúna á því að spila“ Elías Már sótti Jóhann Birgi Ingvarsson á láni frá FH, hann er ánægður með þann liðstyrk og það sóknarframlag sem kemur með Jóhanni „Jói er frábær leikmaður með ótrúlega góða skothendi og kannski leikmaðurinn sem okkur vantar. Enn það gerir ekki mikið þegar strákarnir í kringum hann koðna niður þegar hann kemur inn“ sagði Elli og bætir því við hann sé mjög ánægður með að hafa fengið Jóhann Birgir til sín og sé sannfærður um að hann eigi eftir að hjálpa liðinu HK lenti í 6. sæti Grill 66 deildarinnar á síðustu leiktíð og segir Elías það auðvitað skipta máli enda sé mundurinn á þessum tveimur deildum mikill. Hvort liðið sé samkeppnishæft í efstu deild segir Elías að sé seinni tíma vandamál sem komi í ljós í vor “Það verður bara að koma í ljós þegar það er talið uppúr kössunum í vor. Við getum ekkert gert í þessu, þetta er bara fyrirkomulagið sem er í deildunum á Íslandi, það er alltaf einhver tvö lið sem fara upp og tvö lið sem fara niður“ „Við förum bara uppí Olís deildina og verður og reyna eins og við getum, munurinn á deildunum er bara gríðalega mikill. Við þurfum bara að reyna að taka allavega reynsluna úr þessum leikjum og gera það besta úr þessu. Við erum í þessari deild og getum ekki sagt okkur úr henni“ sagði Elías Már um stöðu liðsins í deildinni Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsvísir/daníelSnorri Steinn: Ég vissi ekki af þessu máli„Ég er ekki sammála því að þetta sé skyldusigur“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir 8 marka sigur liðsins á HK „Auðvitað eigum við að vinna lið eins og HK en við erum bara ekki í þeirra stöðu að geta tekið eitthvað lið með vinstri“ sagði Snorri Steinn um sigurinn á HK, en Valur átti slæma byrjun í vetur „Mér fannst við koma hrikalega flottir inní þennan leik, við bárum mikla virðingu fyrir HK enda voru þeir flottir á móti FH í síðasta leik“ Hreiðar Levý Guðmundsson og Daníel Freyr Andrésson skiptu með sér hálfleikum í leiknum ásamt því þá rúllaði Snorri vel á liðinu en hann er þeirra gæfu að njótandi að vera með tvo góða leikmenn í hverri stöðu „Ég er auðvitað með tvo góða markmenn og var búinn að ákveða þetta fyrir leik en við erum líka að fara inní ákveðið leikja prógram og það er mikilvægt að allir séu á tánum og klárir í þetta“ sagði Snorri Steinn Sveinn Aron Sveinsson var ekki á skýrslu hjá Val í kvöld, hann var dæmdur fyrir líkamsárás í vikunni. Valur hefur ekki gefið út yfirlýsingu vegna málsins og vildi Snorri ekki tjá sig um þetta mál. Hvorki leikmenn né þjálfarar liðsins vissu af þessu máli fyrr en það barst í fréttir „Þetta mál er bara sorglegt fyrir alla aðila og er í ákveðni ferli innan félagsins. Að öðru leyti ætla ég ekki að tjá mig um það, það er framkvæmdarstjóri félagsins sem kommentar á þetta. Ég er ekki inní þessu ferli, það eru aðrir sem sjá um að taka þessa ákvörðun“ sagði Snorri Steinn að lokum Jóhann Birgir Ingvarsson í leik með FHVísir/BáraJóhann Birgir: Ef að hringlaga er form þá er fínt form á mérJóhann Birgir Ingvarsson, fyrrum leikmaður FH, spilaði sinn fyrsta leik fyrir HK í kvöld. Hann skoraði 8 mörk og lék á alls oddi í sóknarleik HK, en það dugði skammt gegn sterku liði Vals. „Það er mjög gott að komast aftur inná völlinn, ég viðurkenni það alveg“ „Ef að hringlaga er form þá er fínt form á mér. Ég er alls ekki í nógu góðu standi en get vonandi bætt það á næstu dögum. Enn ég kann alveg að spila handbolta“ Jóhann segir að það sé gott að vera kominn aftur á völlinn, hann ætlar að nýta tímann hjá HK til að koma sér í betra form „Þetta var bara „win-win“ fyrir bæði lið, ég var að koma úr meiðslum en þeir eru í miklum meiðslum. Ég fæ að spila mig í form og vonandi hjálpa ég strákunum eitthvað.“ Jóhann finnur ekki fyrir miklum breytingum á því að vera hjá FH eða HK þrátt fyrir gæðamuninn á liðunum. „Ég finn ekki fyrir miklum breytingum, þessi umgjörð hérna er alveg jafn góð og hjá FH. Persónulega vona ég bara að ég nái að hlaupa af mér nokkur kíló og koma sterkur tilbaka“ „Þetta er ekki mín ákvörðun, HK hafði samband við FH og þeir spurðu hvort ég hefði áhuga á þessu, mér leyst bara vel á þetta“ sagði Jóhann Birgir að lokum Olís-deild karla
Valur vann öruggan 8 marka sigur á HK í Kórnum í kvöld. HK er enn án stiga í deildinni HK hélt í Val fyrstu 10 mínútur leiksins en gestirnir tóku síðan öll völd á leiknum og bættu í jafnt og þétt. Valur leiddi með 5 mörkum þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum, 8-13. Kópavogsdrengir voru sjálfum sér verstir í leiknum, þeir voru með 11 tapaða bolta sem skilaði Val auðveldum mörkum. Jóhann Birgir Ingvarsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir HK og skoraði 8 mörk í leiknum. Hann kom til HK á láni frá FH en hann hefur ekki fengið að spila neitt fyrir FH í vetur. Þrátt fyrir góð innkomu Jóhanns þá leiddi Valur í hálfleik með fjórum mörkum, 11-15. Seinni hálfleikurinn varð aldrei spennandi og sigur gestanna aldrei í hættu. Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, kláraði sín leikhlé þegar rúmar 10 mínútur voru eftir af leiknum enda gekk þeim ekkert hvorki varnar né sóknarlega. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, stillti upp sínu ungmanna liði síðustu 7 mínútur leiksins en leiknum lauk með öruggum átta marka sigri Vals, 23-31Af hverju vann Valur? Valur er miklu betra handboltalið en HK og þyrfti að eiga ansi slæman dag til þess að tapa. Þeir áttu hins vegar mjög góðan dag og léku vel í 60 mínútur. Þeir sóttu hratt á HK og refsuðu þeim þessa ótal töpuðu bolta með hröðum sóknum. Hverjir stóðu upp úr?Finnur Ingi Stefánsson átti góðan leik, skoraði 7 mörk, Vignir Stefánsson var þó markahæstur í liði Vals með 8 mörk en þurfti til þess 14 skot. Magnús Óli Magnússon var atkvæðamikill í sókninni og skapaði ótal færi fyrir sína menn. Þetta var leikur þriggja góðra markvarða, Daníel Freyr Andrésson, Hreiðar Levý Guðmundsson og Davíð Svansson í HK áttu allir góðan leik í marki liðanna. Daníel Freyr þar atkvæðamestur með 10 bolta varða aðeins í seinni hálfleik. Jóhann Birgir Ingvarsson var besti leikmaður HK, kom sterkur inn í þeirra lið og gefur þeim meiri skot ógn og breidd sóknarlega. Hann skoraði 8 mörk í leiknum. Hvað gekk illa? Heilt yfir gekk leikur HK illa, þeir voru með ótal tapaða bolta og virkilega slakar ákvarðanir sóknarlega. Varnarlega réðu þeir lítið við sterka leikmenn Vals en Davíð Svansson, markvörður liðsins, bjargaði þeim frá niðurlægingu. Hvað er framundan? Valur mætir KA í Origo höllinni á miðvikudaginn, stutt á milli leikja hjá Val áður en þeir halda í Evrópuleikina sem framundan eru. KA vann góðan sigur á FH í dag svo það er verðugt verkefni fyrir Val í næstu umferð. HK fær ekki auðveldara verkefni um næstu helgi þegar þeir fara til Vestmannaeyja og mæta ÍBV. Elías Már er þjálfari HKvísir/daníelElías Már: Við getum ekki sagt okkur úr þessari deild„Það er ekki gaman að tapa svona mörgum leikjum í röð, ég er mjög óvanur því“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, eftir 9 tap liðsins í röð. Liðið er enn án stiga í deildinni. „Við vorum sjálfum okkur verstir í dag, við fengum endalausa sénsa á að fara inní hálfleik í betri stöðu. Svo einhvernveginn í seinni hálfleik eigum við varla menn til að skipta lengur inná“ „Við förum bara með þetta í fyrri hálfleik af því að við erum með svo ofboðslega mikið af töpuðum boltum. Það er eins og menn missi trúna á því að spila“ Elías Már sótti Jóhann Birgi Ingvarsson á láni frá FH, hann er ánægður með þann liðstyrk og það sóknarframlag sem kemur með Jóhanni „Jói er frábær leikmaður með ótrúlega góða skothendi og kannski leikmaðurinn sem okkur vantar. Enn það gerir ekki mikið þegar strákarnir í kringum hann koðna niður þegar hann kemur inn“ sagði Elli og bætir því við hann sé mjög ánægður með að hafa fengið Jóhann Birgir til sín og sé sannfærður um að hann eigi eftir að hjálpa liðinu HK lenti í 6. sæti Grill 66 deildarinnar á síðustu leiktíð og segir Elías það auðvitað skipta máli enda sé mundurinn á þessum tveimur deildum mikill. Hvort liðið sé samkeppnishæft í efstu deild segir Elías að sé seinni tíma vandamál sem komi í ljós í vor “Það verður bara að koma í ljós þegar það er talið uppúr kössunum í vor. Við getum ekkert gert í þessu, þetta er bara fyrirkomulagið sem er í deildunum á Íslandi, það er alltaf einhver tvö lið sem fara upp og tvö lið sem fara niður“ „Við förum bara uppí Olís deildina og verður og reyna eins og við getum, munurinn á deildunum er bara gríðalega mikill. Við þurfum bara að reyna að taka allavega reynsluna úr þessum leikjum og gera það besta úr þessu. Við erum í þessari deild og getum ekki sagt okkur úr henni“ sagði Elías Már um stöðu liðsins í deildinni Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsvísir/daníelSnorri Steinn: Ég vissi ekki af þessu máli„Ég er ekki sammála því að þetta sé skyldusigur“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir 8 marka sigur liðsins á HK „Auðvitað eigum við að vinna lið eins og HK en við erum bara ekki í þeirra stöðu að geta tekið eitthvað lið með vinstri“ sagði Snorri Steinn um sigurinn á HK, en Valur átti slæma byrjun í vetur „Mér fannst við koma hrikalega flottir inní þennan leik, við bárum mikla virðingu fyrir HK enda voru þeir flottir á móti FH í síðasta leik“ Hreiðar Levý Guðmundsson og Daníel Freyr Andrésson skiptu með sér hálfleikum í leiknum ásamt því þá rúllaði Snorri vel á liðinu en hann er þeirra gæfu að njótandi að vera með tvo góða leikmenn í hverri stöðu „Ég er auðvitað með tvo góða markmenn og var búinn að ákveða þetta fyrir leik en við erum líka að fara inní ákveðið leikja prógram og það er mikilvægt að allir séu á tánum og klárir í þetta“ sagði Snorri Steinn Sveinn Aron Sveinsson var ekki á skýrslu hjá Val í kvöld, hann var dæmdur fyrir líkamsárás í vikunni. Valur hefur ekki gefið út yfirlýsingu vegna málsins og vildi Snorri ekki tjá sig um þetta mál. Hvorki leikmenn né þjálfarar liðsins vissu af þessu máli fyrr en það barst í fréttir „Þetta mál er bara sorglegt fyrir alla aðila og er í ákveðni ferli innan félagsins. Að öðru leyti ætla ég ekki að tjá mig um það, það er framkvæmdarstjóri félagsins sem kommentar á þetta. Ég er ekki inní þessu ferli, það eru aðrir sem sjá um að taka þessa ákvörðun“ sagði Snorri Steinn að lokum Jóhann Birgir Ingvarsson í leik með FHVísir/BáraJóhann Birgir: Ef að hringlaga er form þá er fínt form á mérJóhann Birgir Ingvarsson, fyrrum leikmaður FH, spilaði sinn fyrsta leik fyrir HK í kvöld. Hann skoraði 8 mörk og lék á alls oddi í sóknarleik HK, en það dugði skammt gegn sterku liði Vals. „Það er mjög gott að komast aftur inná völlinn, ég viðurkenni það alveg“ „Ef að hringlaga er form þá er fínt form á mér. Ég er alls ekki í nógu góðu standi en get vonandi bætt það á næstu dögum. Enn ég kann alveg að spila handbolta“ Jóhann segir að það sé gott að vera kominn aftur á völlinn, hann ætlar að nýta tímann hjá HK til að koma sér í betra form „Þetta var bara „win-win“ fyrir bæði lið, ég var að koma úr meiðslum en þeir eru í miklum meiðslum. Ég fæ að spila mig í form og vonandi hjálpa ég strákunum eitthvað.“ Jóhann finnur ekki fyrir miklum breytingum á því að vera hjá FH eða HK þrátt fyrir gæðamuninn á liðunum. „Ég finn ekki fyrir miklum breytingum, þessi umgjörð hérna er alveg jafn góð og hjá FH. Persónulega vona ég bara að ég nái að hlaupa af mér nokkur kíló og koma sterkur tilbaka“ „Þetta er ekki mín ákvörðun, HK hafði samband við FH og þeir spurðu hvort ég hefði áhuga á þessu, mér leyst bara vel á þetta“ sagði Jóhann Birgir að lokum
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti