Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 21-32 | Stórsigur Framara í Kórnum Smári Jökull Jónsson skrifar 30. október 2019 21:45 vísir/daníel Framarar unnu stórsigur á HK í 7.umferð Olís-deildar karla í handknattleik í kvöld. Fram vann þar með sinn þriðja sigur í röð í deildinni en HK er enn án sigurs. Það voru markmennirnir sem vöktu hvað mesta athygli í upphafi leiks. Þeir Davíð Svansson í marki HK og Lárus Helgi Ólafsson hjá Fram vörðu hvað eftir annað í dauðafærum og voru helsta ástæðan fyrir því að aðeins var búið að gera átta mörk á fyrsta korterinu, þá var staðan 5-3 fyrir Fram. Þegar líða fór á hálfleikinn fóru Framarar að taka yfirhöndina. Sóknarleikur HK var hægur og bitlaus og ekki bætti úr skák að Ásmundur Arnarsson fór af velli eftir að hafa fengið höfuðhögg. Fram leiddi 13-8 í hálfleik en voru komnir í 20-12 eftir tíu mínútur í þeim síðari. Eftir það átti HK aldrei möguleika. Sóknarleikur þeirra var einfaldlega of slakur og augljóst að þá vantar ógn fyrir utan nú en þegar menn hafa verið að tínast úr hópnum vegna meiðsla. Síðustu mínúturnar voru eins og þær verða oft þegar úrslitin eru löngu ráðin. Liðin skoruðu á víxl og lokatölur urðu 32-21 fyrir gestina úr Fram sem unnu þar með sinn þriðja leik í röð.Af hverju vann Fram?Þeir voru betra liðið í dag. Varnarleikur Safamýrarpilta var til fyrirmyndar og bitlaust HK-liðið komst lítið áleiðis. Þar að auki var Lárus Helgi í markinu frábær og þegar Davíð Svansson hætti að bjarga HK með vörslum í dauðafærum sigu Framarar fram úr. 6-0 vörn Framara var virkilega öflug í dag og skilaði hraðaupphlaupum auk þess sem Fram fékk mörk frá fjölmörgum leikmönnum í sókninni.Þessir stóðu upp úr:Bræðurnir Lárus Helgi og Þorgrímur Smári Ólafssynir fóru fyrir sínum mönnum í dag. Þáttur Lárusar hefur áður verið nefndur og þó svo að Þorgrímur Smári hafi oft skorað meira stýrði hann sóknarleik sinna manna af stakry prýði. Hann bjó til fullt af færum og var síógnandi. Valdimar Sigurðsson var sömuleiðis virkilega öflugur á línunni og þá átti Andri Heimir Friðriksson fínan leik í vörn og sókn. Hjá HK er erfitt að taka einhvern einn út. Davíð byrjaði af miklum krafti í vörninni en síðan fjaraði undan hans frammistöðu líkt og liðsins í heild.Hvað gekk illa?HK gekk illa með flest í dag. Þeir fóru illa með dauðafæri til að byrja með en eftir að sóknin fór alveg í baklás var leikur þeirra á þeim helmingi vallarins hálf vandræðalegur. Þar að auki var markvarslan ekki nægilega góð fyrir utan fína byrjun Davíðs. HK er búið að tapa fyrstu sjö leikjunum í deildinni og því miður lítur ekki út fyrir að þeir fagni sigri í bráð miðað við frammistöðuna í kvöld.Hvað gerist næst?HK fer næst í Kaplakrika og mæta þar FH sem vann fínan sigur á ÍR í kvöld. Það verður við ramman reip að draga hjá HK í þeim leik. Framarar fá næst KA í heimsókn í Safamýrina þar sem þeir geta unnið sinn fjórða sigurleik í röð. Elías Már: Þetta er okkar slakasta frammistaða í veturElías Már hefur staðið í ströngu í vetur.vísir/skjáskot„Þetta var mjög erfitt í dag, við erum að glíma við svolítið af meiðslum og erum orðnir ansi þunnskipaðir og í ofanálag spilum við mjög illa líka,“ sagði Elías Már Halldórsson þjálfari HK eftir tap liðsins gegn Fram í Olís-deildinni í kvöld. „Við erum að gera okkur seka um mikið af klaufamistökum og erum bara í vandræðum. Þetta er okkar slakasta frammistaða í vetur.“ Sóknarleikur HK var ekki góður í dag og þegar tíu mínútur voru eftir voru mörkin aðeins sextán á töflunni. Vörn Fram setti Kópavogsliðið hvað eftir annað í vandræði. „Þeir eru með hörku 6-0 vörn og geta stillt upp í sterka 5-1 vörn líka og við vorum búnir að undirbúa okkur undir hvoru tveggja. Því miður er skotógnin lítil utan af velli þegar menn eru að tínast út. Ási (Ásmundur Atlason) dettur út í þessum leik, Blær (Hinriksson) er frá fram að jólum og Kristófer Andri (Daðason) er að koma til baka eftir meiðsli.“ „Það er allt of lítið tempó á boltanum og við erum of fyrirsjáanlegir. Þess vegna eru Framarar bara miklu betri en við í dag,“ sagði Elías Már og bætti við að útlitið með meiðsli Ásmundar væru ekki gott. „Ég veit ekki annað en að hann fékk höfuðhögg sem er mjög slæmt því hann er búinn að vera að glíma við það í tvö ár. Ég veit ekki hver staðan er, hann er bara inni í klefa með handklæði yfir hausnum. Mér sýndist það ekki líta vel út.“ HK er eins og áður segir án sigurs í deildinni eftir sjö umferðir og eru eðli málsins samkvæmt neðstir í Olís-deildinni. „Við þurfum bara að halda áfram. Við erum bara nýliðar í deildinni og HK endaði fyrir neðan miðju í Grill 66-deildinni í fyrra en fór samt upp. Við erum bara að reyna að vinna eins vel og við getum úr því sem við höfum, við getum ekki gert neitt annað.“ „Við þurfum að jafna okkur á þessu, halda áfram að æfa vel og undirbúa okkur vel. Við þurfum að gera allt sem við ráðum við, við ráðum ekki við meiðsli og annað slíkt. Við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Elías Már að endingu. Guðmundur Helgi: Vörnin var geggjuðGuðmundur Helgi var ánægður með sína menn í kvöld.vísir/báraGuðmundur Helgi Pálsson þjálfari Framara var auðvitað afar sáttur eftir sigurinn stóra á HK í Olís-deildinni í kvöld. „Geggjað að fá stig, frábær frammistaða hjá drengjunum í dag. Þetta er erfiður útivöllur, við vissum ekki hvað við vorum að fara í og undirbjuggum okkur vel og vorum klárir í dag,“ sagði Guðmundur Helgi í viðtali við Vísi eftir leik. „Fyrri hálfleikur var pínu skrýtinn. Við náðum að loka á þá í seinni, vörnin var náttúrulega geggjuð og svo fengum við hraðaupphlaup í seinni sem kláruðu þetta.“ Framarar náðu ágætri forystu undir lok fyrri hálfleiks og bættu í hana fljótlega eftir hlé. „Það var mikilvægt. Við vorum að klúðra mikið af dauðafærum í fyrri hálfleik og Dabbi (Davíð Svansson) var geggjaður í markinu. Um leið og við náðum að laga það þá mjatlar þetta og við náðum að klára þetta.“ Ellefu leikmenn skoruðu fyrir Framara í kvöld sem sýnir ágætis breidd þeirra í sókninni. „Við erum búnir að vera að vinna jafnt og þétt í því að fá leikmenn inn og eigum enn eftir að fá einhverja. Við höldum bara áfram og berjumst fyrir hverju einasta stigi.“ Þorgrímur Smári: Svo tuðar hann stundum en hann á það alveg inniÞorgrímur Smári lék vel í kvöld.Vísir/Bára„Eins og Matthías hornamaður sagði eftir fyrsta sigurleikinn, „We are on a run“, og eftir það komu tveir sigrar þannig að ég er gríðarlega ánægður. Þrír sigrar og sex stig. Mikilvægt,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson Framari eftir sigurinn á HK í kvöld. „Varnarlega vorum við drulluflottir allan leikinn. Við vorum að klikka á aragrúa af flottum færum í fyrri hálfleik en fengum síðan smá tíma í hálfleik til að fara yfir okkar plan. Ég held að við höfum bara staðið okkur vel í seinni hálfleik í heildina.“ Framarar eru nú komnir með sex stig í deildinni eftir fjóra tapleiki í upphafi móts. „Við töpuðum á móti Haukum og Aftureldingu í leikjum þar sem við vorum 6-7 mörkum yfir. Við vorum sjálfum okkur verstir og erum kannski að læra af því, erum að taka af skarið í staðinn fyrir að vera hræddir á köflum. Ég er mjög sáttur með hvernig liðið var í dag.“ Bróðir Þorgríms Smára, Lárus Helgi, var öflugur í marki Framara í dag og gerði HK-ingum lífið leitt. „Eina sem ég þoli ekki með Lalla er að hann getur ekki skorað yfir allan völlinn, það er eina vesenið með hann,“ sagði Þorgrímur Smári en Lárus klikkaði í eitt skipti í dag þegar hann skaut frá eigin marki þegar enginn var í marki HK. „Svo tuðar hann stundum en hann á það alveg inni,“ sagði Þorgrímur Smári að lokum. Olís-deild karla
Framarar unnu stórsigur á HK í 7.umferð Olís-deildar karla í handknattleik í kvöld. Fram vann þar með sinn þriðja sigur í röð í deildinni en HK er enn án sigurs. Það voru markmennirnir sem vöktu hvað mesta athygli í upphafi leiks. Þeir Davíð Svansson í marki HK og Lárus Helgi Ólafsson hjá Fram vörðu hvað eftir annað í dauðafærum og voru helsta ástæðan fyrir því að aðeins var búið að gera átta mörk á fyrsta korterinu, þá var staðan 5-3 fyrir Fram. Þegar líða fór á hálfleikinn fóru Framarar að taka yfirhöndina. Sóknarleikur HK var hægur og bitlaus og ekki bætti úr skák að Ásmundur Arnarsson fór af velli eftir að hafa fengið höfuðhögg. Fram leiddi 13-8 í hálfleik en voru komnir í 20-12 eftir tíu mínútur í þeim síðari. Eftir það átti HK aldrei möguleika. Sóknarleikur þeirra var einfaldlega of slakur og augljóst að þá vantar ógn fyrir utan nú en þegar menn hafa verið að tínast úr hópnum vegna meiðsla. Síðustu mínúturnar voru eins og þær verða oft þegar úrslitin eru löngu ráðin. Liðin skoruðu á víxl og lokatölur urðu 32-21 fyrir gestina úr Fram sem unnu þar með sinn þriðja leik í röð.Af hverju vann Fram?Þeir voru betra liðið í dag. Varnarleikur Safamýrarpilta var til fyrirmyndar og bitlaust HK-liðið komst lítið áleiðis. Þar að auki var Lárus Helgi í markinu frábær og þegar Davíð Svansson hætti að bjarga HK með vörslum í dauðafærum sigu Framarar fram úr. 6-0 vörn Framara var virkilega öflug í dag og skilaði hraðaupphlaupum auk þess sem Fram fékk mörk frá fjölmörgum leikmönnum í sókninni.Þessir stóðu upp úr:Bræðurnir Lárus Helgi og Þorgrímur Smári Ólafssynir fóru fyrir sínum mönnum í dag. Þáttur Lárusar hefur áður verið nefndur og þó svo að Þorgrímur Smári hafi oft skorað meira stýrði hann sóknarleik sinna manna af stakry prýði. Hann bjó til fullt af færum og var síógnandi. Valdimar Sigurðsson var sömuleiðis virkilega öflugur á línunni og þá átti Andri Heimir Friðriksson fínan leik í vörn og sókn. Hjá HK er erfitt að taka einhvern einn út. Davíð byrjaði af miklum krafti í vörninni en síðan fjaraði undan hans frammistöðu líkt og liðsins í heild.Hvað gekk illa?HK gekk illa með flest í dag. Þeir fóru illa með dauðafæri til að byrja með en eftir að sóknin fór alveg í baklás var leikur þeirra á þeim helmingi vallarins hálf vandræðalegur. Þar að auki var markvarslan ekki nægilega góð fyrir utan fína byrjun Davíðs. HK er búið að tapa fyrstu sjö leikjunum í deildinni og því miður lítur ekki út fyrir að þeir fagni sigri í bráð miðað við frammistöðuna í kvöld.Hvað gerist næst?HK fer næst í Kaplakrika og mæta þar FH sem vann fínan sigur á ÍR í kvöld. Það verður við ramman reip að draga hjá HK í þeim leik. Framarar fá næst KA í heimsókn í Safamýrina þar sem þeir geta unnið sinn fjórða sigurleik í röð. Elías Már: Þetta er okkar slakasta frammistaða í veturElías Már hefur staðið í ströngu í vetur.vísir/skjáskot„Þetta var mjög erfitt í dag, við erum að glíma við svolítið af meiðslum og erum orðnir ansi þunnskipaðir og í ofanálag spilum við mjög illa líka,“ sagði Elías Már Halldórsson þjálfari HK eftir tap liðsins gegn Fram í Olís-deildinni í kvöld. „Við erum að gera okkur seka um mikið af klaufamistökum og erum bara í vandræðum. Þetta er okkar slakasta frammistaða í vetur.“ Sóknarleikur HK var ekki góður í dag og þegar tíu mínútur voru eftir voru mörkin aðeins sextán á töflunni. Vörn Fram setti Kópavogsliðið hvað eftir annað í vandræði. „Þeir eru með hörku 6-0 vörn og geta stillt upp í sterka 5-1 vörn líka og við vorum búnir að undirbúa okkur undir hvoru tveggja. Því miður er skotógnin lítil utan af velli þegar menn eru að tínast út. Ási (Ásmundur Atlason) dettur út í þessum leik, Blær (Hinriksson) er frá fram að jólum og Kristófer Andri (Daðason) er að koma til baka eftir meiðsli.“ „Það er allt of lítið tempó á boltanum og við erum of fyrirsjáanlegir. Þess vegna eru Framarar bara miklu betri en við í dag,“ sagði Elías Már og bætti við að útlitið með meiðsli Ásmundar væru ekki gott. „Ég veit ekki annað en að hann fékk höfuðhögg sem er mjög slæmt því hann er búinn að vera að glíma við það í tvö ár. Ég veit ekki hver staðan er, hann er bara inni í klefa með handklæði yfir hausnum. Mér sýndist það ekki líta vel út.“ HK er eins og áður segir án sigurs í deildinni eftir sjö umferðir og eru eðli málsins samkvæmt neðstir í Olís-deildinni. „Við þurfum bara að halda áfram. Við erum bara nýliðar í deildinni og HK endaði fyrir neðan miðju í Grill 66-deildinni í fyrra en fór samt upp. Við erum bara að reyna að vinna eins vel og við getum úr því sem við höfum, við getum ekki gert neitt annað.“ „Við þurfum að jafna okkur á þessu, halda áfram að æfa vel og undirbúa okkur vel. Við þurfum að gera allt sem við ráðum við, við ráðum ekki við meiðsli og annað slíkt. Við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Elías Már að endingu. Guðmundur Helgi: Vörnin var geggjuðGuðmundur Helgi var ánægður með sína menn í kvöld.vísir/báraGuðmundur Helgi Pálsson þjálfari Framara var auðvitað afar sáttur eftir sigurinn stóra á HK í Olís-deildinni í kvöld. „Geggjað að fá stig, frábær frammistaða hjá drengjunum í dag. Þetta er erfiður útivöllur, við vissum ekki hvað við vorum að fara í og undirbjuggum okkur vel og vorum klárir í dag,“ sagði Guðmundur Helgi í viðtali við Vísi eftir leik. „Fyrri hálfleikur var pínu skrýtinn. Við náðum að loka á þá í seinni, vörnin var náttúrulega geggjuð og svo fengum við hraðaupphlaup í seinni sem kláruðu þetta.“ Framarar náðu ágætri forystu undir lok fyrri hálfleiks og bættu í hana fljótlega eftir hlé. „Það var mikilvægt. Við vorum að klúðra mikið af dauðafærum í fyrri hálfleik og Dabbi (Davíð Svansson) var geggjaður í markinu. Um leið og við náðum að laga það þá mjatlar þetta og við náðum að klára þetta.“ Ellefu leikmenn skoruðu fyrir Framara í kvöld sem sýnir ágætis breidd þeirra í sókninni. „Við erum búnir að vera að vinna jafnt og þétt í því að fá leikmenn inn og eigum enn eftir að fá einhverja. Við höldum bara áfram og berjumst fyrir hverju einasta stigi.“ Þorgrímur Smári: Svo tuðar hann stundum en hann á það alveg inniÞorgrímur Smári lék vel í kvöld.Vísir/Bára„Eins og Matthías hornamaður sagði eftir fyrsta sigurleikinn, „We are on a run“, og eftir það komu tveir sigrar þannig að ég er gríðarlega ánægður. Þrír sigrar og sex stig. Mikilvægt,“ sagði Þorgrímur Smári Ólafsson Framari eftir sigurinn á HK í kvöld. „Varnarlega vorum við drulluflottir allan leikinn. Við vorum að klikka á aragrúa af flottum færum í fyrri hálfleik en fengum síðan smá tíma í hálfleik til að fara yfir okkar plan. Ég held að við höfum bara staðið okkur vel í seinni hálfleik í heildina.“ Framarar eru nú komnir með sex stig í deildinni eftir fjóra tapleiki í upphafi móts. „Við töpuðum á móti Haukum og Aftureldingu í leikjum þar sem við vorum 6-7 mörkum yfir. Við vorum sjálfum okkur verstir og erum kannski að læra af því, erum að taka af skarið í staðinn fyrir að vera hræddir á köflum. Ég er mjög sáttur með hvernig liðið var í dag.“ Bróðir Þorgríms Smára, Lárus Helgi, var öflugur í marki Framara í dag og gerði HK-ingum lífið leitt. „Eina sem ég þoli ekki með Lalla er að hann getur ekki skorað yfir allan völlinn, það er eina vesenið með hann,“ sagði Þorgrímur Smári en Lárus klikkaði í eitt skipti í dag þegar hann skaut frá eigin marki þegar enginn var í marki HK. „Svo tuðar hann stundum en hann á það alveg inni,“ sagði Þorgrímur Smári að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti