VW hugleiðir að færa framleiðslu frá Tyrklandi 31. október 2019 05:00 Verksmiðjur VW eru mikilvægar fyrir atvinnulífið. Nordicphotos/Getty Stjórn Volkswagen Group mun hittast í vikunni með það eitt að markmiði að ákveða hvort að áætlunum um framleiðslu á Passat í Tyrklandi verði hætt eða ekki. Ástæðan er hernaðaríhlutun Tyrkja í Sýrlandi og einnig pólitísk afskipti heima fyrir, en stjórnarmaður hjá VW, Stephan Weil, hefur sagt að hann sé á móti byggingu verksmiðjunnar í Tyrklandi. Stephan Weil er einnig forsætisráðherra í Neðra-Saxlandi en þar eru einmitt höfuðstöðvar Volkswagen Group og fylkið hefur mikil ítök hjá bílaframleiðandanum gegnum 20% hlut sinn í fyrirtækinu. Verksmiðjan, sem kosta á 1,3 milljarða evra, á að verða tilbúin árið 2022 en þá mun núverandi Passat-verksmiðja í Emden í Þýskalandi fara að framleiða rafbíla. Ein af lausnunum sem til greina koma er að færa framleiðslu á Passat til risaverksmiðju VW í Bratislava í Slóvakíu, en þar eru VW Touareg og Audi Q7 framleiddir ásamt smábílunum VW Up, Seat Mii og Skoda Citigo. Áætlanir gera ráð fyrir að framleiðsla þessara smábíla muni minnka svo að hætta þurfi framleiðslu á næstu árum. Samkvæmt heimildum innan VW mun þegar hafa verið ákveðið að flytja hluta af framleiðslu Skoda Karoq til Bratislava, en til stóð einnig að framleiðsla á Karoq yrði í Tyrklandi. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent
Stjórn Volkswagen Group mun hittast í vikunni með það eitt að markmiði að ákveða hvort að áætlunum um framleiðslu á Passat í Tyrklandi verði hætt eða ekki. Ástæðan er hernaðaríhlutun Tyrkja í Sýrlandi og einnig pólitísk afskipti heima fyrir, en stjórnarmaður hjá VW, Stephan Weil, hefur sagt að hann sé á móti byggingu verksmiðjunnar í Tyrklandi. Stephan Weil er einnig forsætisráðherra í Neðra-Saxlandi en þar eru einmitt höfuðstöðvar Volkswagen Group og fylkið hefur mikil ítök hjá bílaframleiðandanum gegnum 20% hlut sinn í fyrirtækinu. Verksmiðjan, sem kosta á 1,3 milljarða evra, á að verða tilbúin árið 2022 en þá mun núverandi Passat-verksmiðja í Emden í Þýskalandi fara að framleiða rafbíla. Ein af lausnunum sem til greina koma er að færa framleiðslu á Passat til risaverksmiðju VW í Bratislava í Slóvakíu, en þar eru VW Touareg og Audi Q7 framleiddir ásamt smábílunum VW Up, Seat Mii og Skoda Citigo. Áætlanir gera ráð fyrir að framleiðsla þessara smábíla muni minnka svo að hætta þurfi framleiðslu á næstu árum. Samkvæmt heimildum innan VW mun þegar hafa verið ákveðið að flytja hluta af framleiðslu Skoda Karoq til Bratislava, en til stóð einnig að framleiðsla á Karoq yrði í Tyrklandi.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent