Vinur Meghan varaði hana við: „Bresku slúðurblöðin munu eyðileggja líf þitt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. október 2019 11:30 Meghan Markle og eiginmaður hennar, Harry Bretaprins. Markle var leikkona í Hollywood áður en hún giftist Harry. vísir/getty Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að hún hafi vöruð við því áður en hún giftist Harry Bretaprins að bresku slúðurblöðin myndu eyðileggja líf hennar. Hún segir að síðasta ár í lífi sínu hafi verið erfitt og að hún hafi ekki haft hugmynd um hvað biði hennar þegar hún giftist inn í bresku konungsfjölskylduna. Þetta kom fram í heimildarmyndinni Harry & Meghan: An African Journey sem sýnd var á bresku sjónvarpsstöðinni ITV í gærkvöldi. „Þegar ég fyrst hitti manninn sem er núna eiginmaður minn þá voru vinir mínir mjög ánægðir því ég var svo hamingjusöm. En breskur vinur minn sagði við mig: „Ég er viss um að hann er frábær. En þú ættir ekki að gera þetta því bresku slúðurblöðin munu eyðileggja líf þitt,““ segir Meghan en fjallað er um myndina á vef Guardian. Hún kveðst hafa verið barnaleg þegar hún svaraði vini sínum: „Hvað ertu að tala um? Þetta meikar ekkert sens. Ég er ekki í slúðurblöðunum. Ég bara náði þessu ekki þannig að þetta hefur verið flókið.“ Meghan ásamt syni þeirra Harrys, Archie, í Suður-Afríku fyrr í haust.vísir/getty Vissi að þetta yrði aldrei auðvelt en hélt að þetta yrði sanngjarnt Viðtalið var tekið í nýlegri ferð hertogahjónanna um Afríku. Á meðan þau dvöldu þar var tilkynnt að Meghan hefði höfðað mál gegn blaðinu Mail on Sunday fyrir að birta bréf sem hún hafði sent til föður síns. Á sama tíma beindi Harry spjótum sínum að bresku slúðurblöðunum og sakaði þau um óvægna herferð gegn Meghan. Þá höfðaði hann mál gegn The Sun og The Daily Mirror vegna gruns um að blöðin hafi brotist inn í síma í fréttaöflun sinni um konungsfjölskylduna. Þá segir Harry að hann ætli ekki að láta tiltekna fjölmiðla kúga sig til þess að spila leikinn sem varð móður hans, Díönu prinsessu, að bana. Meghan heldur svo aftur af tárunum þegar hún ræðir um það hvernig hún hefur höndlað pressuna, sérstaklega eftir að hún eignaðist soninn Archie með Harry í maí síðastliðnum. „Það sem gengur á bak við tjöldin er mjög raunverulegt. Ég vissi alltaf að þetta yrði ekki auðvelt en ég hélt að þetta yrði sanngjarnt. Það er það sem er erfitt að sætta sig við,“ segir Meghan. 'My British friend said to me 'I'm sure he's great but you shouldn't do it'' The Duchess of Sussex reveals she was warned not to marry Prince Harry because 'British tabloids will destroy your life' #HarryAndMeghanhttps://t.co/GWs5KfuovMpic.twitter.com/SmUl3ofSnd — ITV News (@itvnews) October 20, 2019 „Þetta er annars konar skrímsli“ Spurð hvort mótrökin séu ekki einfaldlega þau að það sé fylgst vel með þeim valdamiklu sem lifi við forréttindi, frægð og ríkidæmi segist Meghan móttækileg fyrir slíkum rökum þegar sanngirni sé gætt. „En þegar fólk er að bera út lygar og er látið vita af því að þetta séu lygar en mega samt halda áfram að segja þær þá held ég að engum í heiminum þætti það í lagi. Og þetta er allt annað en að það sé fylgst grannt með lífi þínu… Þetta er annars konar skrímsli. Ég held að grasið sé alltaf grænna hinu megin – þú getur ekki ímyndað þér þetta – það er mjög erfitt að skilja hvernig þetta er. Ég veit hvernig þetta ætti að vera en það er annar hlutur. Það er í lagi. Það góða er að ég á barnið mitt og eiginmann minn og þeir eru bestir,“ segir Meghan. Bretland Hollywood Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Sá Meghan lekann fyrir? Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla. 18. október 2019 08:18 Meghan Markle opnar sig í einlægu viðtali Hertogaynjan heldur aftur tárunum þegar hún ræðir um síðustu mánuði. 19. október 2019 21:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að hún hafi vöruð við því áður en hún giftist Harry Bretaprins að bresku slúðurblöðin myndu eyðileggja líf hennar. Hún segir að síðasta ár í lífi sínu hafi verið erfitt og að hún hafi ekki haft hugmynd um hvað biði hennar þegar hún giftist inn í bresku konungsfjölskylduna. Þetta kom fram í heimildarmyndinni Harry & Meghan: An African Journey sem sýnd var á bresku sjónvarpsstöðinni ITV í gærkvöldi. „Þegar ég fyrst hitti manninn sem er núna eiginmaður minn þá voru vinir mínir mjög ánægðir því ég var svo hamingjusöm. En breskur vinur minn sagði við mig: „Ég er viss um að hann er frábær. En þú ættir ekki að gera þetta því bresku slúðurblöðin munu eyðileggja líf þitt,““ segir Meghan en fjallað er um myndina á vef Guardian. Hún kveðst hafa verið barnaleg þegar hún svaraði vini sínum: „Hvað ertu að tala um? Þetta meikar ekkert sens. Ég er ekki í slúðurblöðunum. Ég bara náði þessu ekki þannig að þetta hefur verið flókið.“ Meghan ásamt syni þeirra Harrys, Archie, í Suður-Afríku fyrr í haust.vísir/getty Vissi að þetta yrði aldrei auðvelt en hélt að þetta yrði sanngjarnt Viðtalið var tekið í nýlegri ferð hertogahjónanna um Afríku. Á meðan þau dvöldu þar var tilkynnt að Meghan hefði höfðað mál gegn blaðinu Mail on Sunday fyrir að birta bréf sem hún hafði sent til föður síns. Á sama tíma beindi Harry spjótum sínum að bresku slúðurblöðunum og sakaði þau um óvægna herferð gegn Meghan. Þá höfðaði hann mál gegn The Sun og The Daily Mirror vegna gruns um að blöðin hafi brotist inn í síma í fréttaöflun sinni um konungsfjölskylduna. Þá segir Harry að hann ætli ekki að láta tiltekna fjölmiðla kúga sig til þess að spila leikinn sem varð móður hans, Díönu prinsessu, að bana. Meghan heldur svo aftur af tárunum þegar hún ræðir um það hvernig hún hefur höndlað pressuna, sérstaklega eftir að hún eignaðist soninn Archie með Harry í maí síðastliðnum. „Það sem gengur á bak við tjöldin er mjög raunverulegt. Ég vissi alltaf að þetta yrði ekki auðvelt en ég hélt að þetta yrði sanngjarnt. Það er það sem er erfitt að sætta sig við,“ segir Meghan. 'My British friend said to me 'I'm sure he's great but you shouldn't do it'' The Duchess of Sussex reveals she was warned not to marry Prince Harry because 'British tabloids will destroy your life' #HarryAndMeghanhttps://t.co/GWs5KfuovMpic.twitter.com/SmUl3ofSnd — ITV News (@itvnews) October 20, 2019 „Þetta er annars konar skrímsli“ Spurð hvort mótrökin séu ekki einfaldlega þau að það sé fylgst vel með þeim valdamiklu sem lifi við forréttindi, frægð og ríkidæmi segist Meghan móttækileg fyrir slíkum rökum þegar sanngirni sé gætt. „En þegar fólk er að bera út lygar og er látið vita af því að þetta séu lygar en mega samt halda áfram að segja þær þá held ég að engum í heiminum þætti það í lagi. Og þetta er allt annað en að það sé fylgst grannt með lífi þínu… Þetta er annars konar skrímsli. Ég held að grasið sé alltaf grænna hinu megin – þú getur ekki ímyndað þér þetta – það er mjög erfitt að skilja hvernig þetta er. Ég veit hvernig þetta ætti að vera en það er annar hlutur. Það er í lagi. Það góða er að ég á barnið mitt og eiginmann minn og þeir eru bestir,“ segir Meghan.
Bretland Hollywood Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Sá Meghan lekann fyrir? Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla. 18. október 2019 08:18 Meghan Markle opnar sig í einlægu viðtali Hertogaynjan heldur aftur tárunum þegar hún ræðir um síðustu mánuði. 19. október 2019 21:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
Sá Meghan lekann fyrir? Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla. 18. október 2019 08:18
Meghan Markle opnar sig í einlægu viðtali Hertogaynjan heldur aftur tárunum þegar hún ræðir um síðustu mánuði. 19. október 2019 21:30