Vilja nýta glatorku frá Elkem Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. október 2019 06:00 Mögulegt er að endurheimta 70-80 MW af varmaorku sem fer til spillis við framleiðsluna. Fréttablaðið/Anton Brink Þróunarfélag Grundartanga og kísilver Elkem vinna nú að nýtingu þeirrar umframorku sem myndast við framleiðslu verksmiðjunnar. Í framleiðsluferlinu myndast mikill varmi sem hingað til hefur ekki verið nýttur og er þar talað um glatvarma. „Hugmyndin að baki því að nýta þennan glatvarma er að fanga þessa orku í stað þess að láta hana fara út í andrúmsloftið. Við gætum kannski endurheimt 70-80 megavött af varmaorku eða í kringum 20-30 megavött af raforku með þessu,“ segir Þorsteinn Hannesson, sérfræðingur hjá Elkem. Þorsteinn segir þetta byggja á tiltölulega vel þekktri tækni sem sé í sjálfu sér ekki mjög flókið að útfæra. Spurningin sé bara hvernig orkan verði nýtt en hún gæti bæði nýst fyrirtækjum á svæðinu sem og íbúum. Ólafur Adolfsson, formaður Þróunarfélags Grundartanga, segir mikil tækifæri liggja í verkefninu. Meðal þess sem nefnt hefur verið varðandi orkunýtingu er þörungarækt, fiskeldi og ylrækt. Nærtækasti kosturinn felist hins vegar í hitaveitu en hingað til hefur þurft að nýta raforku til að hita húsnæði og neysluvatn. „Við höfum í rauninni unnið að þessu í rúmt ár núna og höfum verið að fikra okkur lengra og lengra. Núna erum við að teikna upp fýsileikann af verkefninu og skoða hvernig við komum þessu á koppinn,“ segir Ólafur.Ólafur Adolfsson, formaður Þrounarfélags Grundartanga.Hann segir að ráðast þurfi í umtalsverðar fjárfestingar til þess að verkefnið verði að veruleika. „Við ætlum að fara eins langt og við komumst og teljum að þetta sé mjög hagfellt. Þetta samrýmist þeirri hugsun sem Þróunarfélagið stendur fyrir. Þarna erum við í rauninni að koma í veg fyrir sóun á orku.“ Þorsteinn segir að nú sé búið að kortleggja verkefnið þokkalega vel. „Við erum að viða að okkur hugmyndum og opna umræðu við hugsanlega samstarfsaðila.“ Elkem stefnir að því að framleiðslan verði kolefnishlutlaus árið 2040 og er glatvarminn hluti af þeirri vinnu. Fái glatvarmaverkefnið fullan meðbyr og takist að fjármagna það gæti það í heild orðið að veruleika eftir um áratug. Þó gætu ýmis minni verkefni orðið að veruleika mun fyrr. Þannig hefur verið skoðað í samstarfi við Lífland, sem rekur fóðurverksmiðju á Grundartanga, að útvega gufu til að þurrka fóðrið. Með því að nýta gufu frá Elkem í stað þess að framleiða hana með olíu, gæti kolefnissporið minnkað um þúsund tonn af CO2 á ári. Þróunarfélagið og Elkem vinna einnig að nýtingu kolefnis en það verkefni er skemmra á veg komið. Meðal annars er til skoðunar binding koldíoxíðs með niðurdælingu eins og gert hefur verið í Hellisheiðarvirkjun. Ólafur bendir á að kolefnið sé verðmætt og margar leiðir til að nýta það. Verksmiðja Elkem losar um 450 þúsund tonn af CO2 á ári sem er milli 11 og 12 prósent af heildarlosun Íslands. „Við gætum til dæmis framleitt lífdísil fyrir allan fiskiskipaflotann á Íslandi. Það er auðvitað stórt og flókið verkefni en samræmist okkar áherslum því markmiðið er auðvitað að ná kolefnissporinu niður í núll,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðarsveit Orkumál Stóriðja Mest lesið Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Þróunarfélag Grundartanga og kísilver Elkem vinna nú að nýtingu þeirrar umframorku sem myndast við framleiðslu verksmiðjunnar. Í framleiðsluferlinu myndast mikill varmi sem hingað til hefur ekki verið nýttur og er þar talað um glatvarma. „Hugmyndin að baki því að nýta þennan glatvarma er að fanga þessa orku í stað þess að láta hana fara út í andrúmsloftið. Við gætum kannski endurheimt 70-80 megavött af varmaorku eða í kringum 20-30 megavött af raforku með þessu,“ segir Þorsteinn Hannesson, sérfræðingur hjá Elkem. Þorsteinn segir þetta byggja á tiltölulega vel þekktri tækni sem sé í sjálfu sér ekki mjög flókið að útfæra. Spurningin sé bara hvernig orkan verði nýtt en hún gæti bæði nýst fyrirtækjum á svæðinu sem og íbúum. Ólafur Adolfsson, formaður Þróunarfélags Grundartanga, segir mikil tækifæri liggja í verkefninu. Meðal þess sem nefnt hefur verið varðandi orkunýtingu er þörungarækt, fiskeldi og ylrækt. Nærtækasti kosturinn felist hins vegar í hitaveitu en hingað til hefur þurft að nýta raforku til að hita húsnæði og neysluvatn. „Við höfum í rauninni unnið að þessu í rúmt ár núna og höfum verið að fikra okkur lengra og lengra. Núna erum við að teikna upp fýsileikann af verkefninu og skoða hvernig við komum þessu á koppinn,“ segir Ólafur.Ólafur Adolfsson, formaður Þrounarfélags Grundartanga.Hann segir að ráðast þurfi í umtalsverðar fjárfestingar til þess að verkefnið verði að veruleika. „Við ætlum að fara eins langt og við komumst og teljum að þetta sé mjög hagfellt. Þetta samrýmist þeirri hugsun sem Þróunarfélagið stendur fyrir. Þarna erum við í rauninni að koma í veg fyrir sóun á orku.“ Þorsteinn segir að nú sé búið að kortleggja verkefnið þokkalega vel. „Við erum að viða að okkur hugmyndum og opna umræðu við hugsanlega samstarfsaðila.“ Elkem stefnir að því að framleiðslan verði kolefnishlutlaus árið 2040 og er glatvarminn hluti af þeirri vinnu. Fái glatvarmaverkefnið fullan meðbyr og takist að fjármagna það gæti það í heild orðið að veruleika eftir um áratug. Þó gætu ýmis minni verkefni orðið að veruleika mun fyrr. Þannig hefur verið skoðað í samstarfi við Lífland, sem rekur fóðurverksmiðju á Grundartanga, að útvega gufu til að þurrka fóðrið. Með því að nýta gufu frá Elkem í stað þess að framleiða hana með olíu, gæti kolefnissporið minnkað um þúsund tonn af CO2 á ári. Þróunarfélagið og Elkem vinna einnig að nýtingu kolefnis en það verkefni er skemmra á veg komið. Meðal annars er til skoðunar binding koldíoxíðs með niðurdælingu eins og gert hefur verið í Hellisheiðarvirkjun. Ólafur bendir á að kolefnið sé verðmætt og margar leiðir til að nýta það. Verksmiðja Elkem losar um 450 þúsund tonn af CO2 á ári sem er milli 11 og 12 prósent af heildarlosun Íslands. „Við gætum til dæmis framleitt lífdísil fyrir allan fiskiskipaflotann á Íslandi. Það er auðvitað stórt og flókið verkefni en samræmist okkar áherslum því markmiðið er auðvitað að ná kolefnissporinu niður í núll,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðarsveit Orkumál Stóriðja Mest lesið Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira