Berfætt í Bangladess Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 12. október 2019 13:00 Lára Jónasdóttir hefur starfað með Læknum án landamæra víða um heim. Hún kom nýlega til Íslands eftir að hafa starfað í stærstu flóttamannabúðum heims í Bangladess. Fréttablaðið/Ernir Mamma mín og pabbi ferðuðust mikið þegar ég var barn svo ég eyddi miklum tíma hjá ömmu minni á Reyðarfirði og amma var bara harka,“ segir Lára Jónsdóttir, rekstrarstjóri og ráðgjafi hjá Læknum án landamæra. „Ég var ekkert í einhverjum bómullarhnoðra hjá ömmu. Hún ræddi við mig pólitík frá því ég man eftir mér og ég held að réttlætissýn mín hafi að miklu leyti komið frá henni,“ segir hún. „Ég var vön því að vera ekki alltaf með mömmu og pabba þannig að ég hef alltaf verið bæði sjálfstæð og sjálfri mér nóg sem hefur komið sér vel seinna meir,“ segir Lára en hún hefur ferðast um allan heim vegna vinnu sinnar og náms. Lára flutti til Óslóar árið 2009 en fram að því hafði hún starfað sem skrifta á RÚV og var hún meðal annars í stúdíóinu þegar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, bað Guð að blessa Ísland. „Ég fékk svo starfsnemastöðu í íslenska sendiráðinu í Ósló árið 2009. Það var mögnuð upplifun að vinna í sendiráðinu á þeim tíma sem Íslendingar voru að flykkjast til Noregs eftir hrun,“ segir Lára. „Ég hafði lært félagsfræði og stjórnmálafræði á Íslandi og tók svo mastersgráðu í Noregi og Ástralíu,“ segir Lára. Hún lærði alþjóðasamskipti og tók sérnám í friðar- og átakafræðum. „Ég lærði við Australian National University ANU sem er virtasti háskóli Eyjaálfu,“ segir Lára. „Ég valdi að læra þar og leggja áherslu á Asíu og Eyjaálfu til að fá aðeins annað sjónarhorn í alþjóðafræðum, svo tók ég hluta af náminu í Ósló,“ bætir hún við. Eftir námið flutti Lára aftur til Óslóar en stuttu síðar ákvað hún að breyta til og sótti um starf hjá Læknum án landamæra, sem hún svo fékk.Fyrsta verkefni Láru með Læknum án landamæra var í Afganistan árið 2013. Þar sáu samtökin um sjúkrahús og fæðingardeild þar sem fæddust um 1.200 börn á mánuði.Fyrsta verkefnið í Afganistan „Fyrsta verkefnið mitt hjá Læknum án landamæra var í Afganistan. Þar sáum við alveg um fæðingardeildina og þar voru 1.200 fæðingar á mánuði. Það var eiginlega alveg rosalegt að byrja að vinna þarna,“ segir Lára. Hún segist þó hafa verið spennt fyrir verkefninu og að hún hafi aldrei kviðið því að fara á framandi slóðir í Afganistan. „Á leiðinn þangað stoppaði ég í Brussel þar sem ég fór á kynningu um verkefnið og þar hitti ég mann sem spurði mig hvort ég væri stressuð yfir að fara. Ég sagði nei og þá sagði hann mér að ég væri vitlaus að vera ekki stressuð. Ég viðurkenni að þarna hugsaði ég alveg smá hvað ég væri að pæla að fara þangað en á sama tíma treysti ég Læknum án landamæra og því að þau myndu ekki senda mig á einhvern stað þar sem líf mitt væri í hættu,“ segir Lára.Þurfti að flýja Suður-Súdan „Eftir verkefnið í Afganistan fór ég til Suður-Súdans og á meðan ég var þar brutust út átök þar. Um leið og við vorum ekki örugg þar lengur þá fórum við, þannig virkar þetta,“ segir Lára. Hún segir að hún hafi aldrei verið eins nálægt því að ferðast aftur í tímann og þegar hún fór til Suður-Súdans. „Suður-Súdan hefur verið fátækt land lengi. Þar vorum við með heilsugæslu inni í miðju landi og þangað flaug ég í pínulítilli rellu. Flugbrautin sem við lentum á var bara lítil sandræma. Öll sjúkragögn og allt sem við komum með í þessa litlu heilsugæslu kom með okkur í þessari vél,“ segir hún.Svaf í tjaldi í tvo mánuði „Í þorpinu voru tvær byggingar, heilsugæslan og húsið sem við bjuggum í. Heilsugæslan var með fjóra veggi, þak og gólf en þar sem við bjuggum voru tveir veggir og hálft þak. En ég svaf bara í tjaldi og þarna var ég í tvo mánuði,“ útskýrir hún. Upphaflega stóð til að Lára yrði í þrjá mánuði í Suður-Súdan en þegar átökin brutust út var ekki langur tími til að flýja. „Ég vildi ekki fara því mér leið eins og ég gæti enn lagt eitthvað af mörkum þarna en ástandið var orðið alltof óöruggt,“ segir hún. „Þetta var bara eins og út úr bíómynd. Það kom þyrla og sótti okkur eftir að vopnahlé hafði verið sett á í klukkutíma svo þyrlan kæmist. Ég hljóp í þyrluna á meðan þyrluspaðarnir voru enn í gangi og svo bara flugum við burt,“ segir Lára. Hún segir tilfinningarnar þegar hún fór hafa verið afar blendnar. „Ég hugsaði um það hvers vegna ég gæti bara hoppað upp í þyrlu og farið heim á meðan fólkið þyrfti kannski mest á mér að halda af því að við vorum að skilja eftir sjúklinga þarna,“ segir Lára. „Við þurftum til dæmis að skilja eftir ófríska konu. Hún var með hríðir en gat ekki fætt barnið því að lífbeinið lokaði fæðingarveginum, svo að við vissum að hún þyrfti keisaraskurð. Hún mátti ekki koma með okkur í þyrluna og við vorum mjög hrædd um að við værum að skilja hana eftir til að deyja. En hún var sem betur fer sótt og fékk hjálpina sem hún þurfti til að lifa af og við fengum fregnir af henni,“ segir hún.,,Læknar án landamæra er ekki rekið á ríkisfjármagni og það gefur okkur sjálfstæði til ákvarðanatöku. Ef okkar er ekki þörf á einhverjum stað eða ef við metum það svo að það sé ekki öruggt fyrir okkur að vera þar þá bara pökkum við saman og færum okkur annað,“ segir Lára.Sjálfstæði mikilvægt Þrátt fyrir að Láru hafi þótt erfitt að fara frá Suður-Súdan segir hún það mikla sérstöðu Lækna án landamæra að samtökin geti tekið sínar eigin ákvarðanir um það hvar þeirra sé þörf og hvar ekki. ,,Læknar án landamæra er ekki rekið á ríkisfjármagni og það gefur okkur sjálfstæði til ákvarðanatöku. Ef okkar er ekki þörf á einhverjum stað eða ef við metum það svo að það sé ekki öruggt fyrir okkur að vera þar þá bara pökkum við saman og færum okkur annað,“ segir Lára. „Ef hjálparsamtök eru rekin á fjármagni frá ríkjum þá breytist það hvernig þau vinna. Þau taka ekki ákvarðanir sínar alveg sjálf og þau segja ekki oft frá hörmungunum sem þau upplifa þar sem hjálpin er veitt,“ segir hún. „Við höfum til dæmis verið að vekja máls á því hvernig ebólu-faraldrinum í Lýðræðisríkinu Kongó er farinn úr böndunum og ástandinu á Miðjarðarhafinu og Læknar án landamæra geta sagt þetta af því að við erum ekki hrædd um að missa okkar fjármagn eins og mörg önnur samtök,“ útskýrir Lára.Sinnti flóttamönnum í Líbanon Eftir Suður-Súdan fór Lára til Líbanons þar sem hún starfað á sjúkrahúsi sem sinnti sýrlenskum flóttamönnum. ,,Mér fannst skrítið og erfitt að vera í Líbanon því þar voru svo miklar andstæður í gangi,“ segir hún. „Við bjuggum í fínum húsum í Beirút, starfsfólkið okkar var vel menntað og um helgar gátum við farið á ströndina eða á fínan kokteilbar en á sama tíma vorum við að sinna flóttamönnunum frá Sýrlandi sem eru afar fátækir og lágu algjörlega fyrir utan kerfið. Ég varð alveg pínu reið yfir þessum aðstæðum og fannst fólkið í landinu ekki alveg gera sér grein fyrir ömurðinni í kringum það,“ segir Lára.Frábært að vera berfætt í drullu Þegar blaðamaður hitti Láru var hún nýlega komin til Íslands eftir að hafa starfað í stærstu flóttamannabúðum heims í Bangladess. ,,Þarna býr um milljón manna við ömurlegar aðstæður,“ segir hún „Fólkið er frá Mjanmar en hefur ekkert ríkisfang sem gerir það að verkum að það hefur ekki rétt á menntun til dæmis,“ útskýrir hún. „Þetta fólk er með þrautseigju sinni búið byggja upp hálfgerða borg í flóttamannabúðunum þar sem húsin eru byggð úr bambus og plasti. Við rekum svo sjúkrahús þarna og fæðingardeild,“ segir Lára. „Það er alveg magnað að labba um þessi litlu stræti,“ segir Lára. „Ég kom þarna á regntímabilinu og þá er allt í drullu. Af minni reynslu að dæma er best að vera bara í sandölum við slíkar aðstæður og þegar það gengur ekki lengur þá er maður bara berfættur,“ bætir hún við. „Flestir eru berfættir þarna og það er ekki bara vegna þess að þau séu svo fátæk og við þurfum að senda þeim notaða skó, heldur af því að það er langbesta leiðin. Svo er svo margt annað verra í lífinu en að vera berfættur í drullu. Þegar ég sé einhver samtök vera að safna skóm og senda á svona svæði þá hugsa ég bara að það að lifa lífinu berfættur getur verið frábært en það að komast ekki í skóla verður ekkert endilega betra þótt þú eigir skó,“ segir Lára.Mikilvægt að taka afstöðu „Það er svo mikil pólitík í gangi þarna og Kína og Rússland stjórna þarna öllu en ef alþjóðasamfélagið krefðist þess að Mjanmar eða Bangladess gæfi þessu fólki ríkisfang svo það gæti farið í skóla þá myndi það líklega gerast. Og þó að til dæmis litla Ísland sé ekki að fara að bjarga heiminum þá er mikilvægt að taka afstöðu og sýna að við erum ekki bara þjóð sem þegir og horfir á,“ segir hún. Starf Láru felur það í sér að hún veit ekki alltaf hver næsti áfangastaður verður þegar hún hefur lokið verkefnum. „Núna er ég á leiðinni til Genfar og svo til Ástralíu,“ segir Lára. „Ég nýt þess enn að starfa við þetta og mér líkar vel. Ég veit að ég er ekki að fara að bjarga heiminum en ég veit líka að ég er að gera eitthvað gott. En fyrir mér er þetta bara vinna sem á vel við mig og ég er góð í henni,“ segir hún. „Hún er hvorki göfugri né betri en önnur vinna og enginn með eitthvert svona hetju-„complex“ mun nokkurn tímann þrífast vel í þessu starfi og flestir mannúðarstarfsmenn þola það ekki þegar það er sagt að við séum hetjur því að það er svo margt að og það er mjög margt sem mætti gera betur þarna eins og annars staðar,“ segir Lára. Aðspurð hvað tekur við segist Lára vera farin að hugsa heim til Íslands. „Mig langar að koma heim en það er oft erfitt að fá fólk til að skilja hvaða reynslu maður hefur þegar maður hefur unnið í mannúðarstarfi, enda ekki mikill markaður fyrir slíkt á Íslandi. Það er þó reynsla sem nýtist á svo mörgum sviðum enda eru mannúðarmál mjög þverfaglegt starf,“ segir hún. „Ég er orðin örlítið leið á því að búa í ferðatösku og er nýlega búin að koma mér upp búslóð. Hér líður mér eins og ég sé heima en þannig líður mér þar sem ég þarf ekki að ritskoða mig menningarlega. Þar sem ég skil hvernig hlutirnir virka, veit hvenær ég er kurteis eða ókurteis og svo framvegis,“ segir Lára. Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Mamma mín og pabbi ferðuðust mikið þegar ég var barn svo ég eyddi miklum tíma hjá ömmu minni á Reyðarfirði og amma var bara harka,“ segir Lára Jónsdóttir, rekstrarstjóri og ráðgjafi hjá Læknum án landamæra. „Ég var ekkert í einhverjum bómullarhnoðra hjá ömmu. Hún ræddi við mig pólitík frá því ég man eftir mér og ég held að réttlætissýn mín hafi að miklu leyti komið frá henni,“ segir hún. „Ég var vön því að vera ekki alltaf með mömmu og pabba þannig að ég hef alltaf verið bæði sjálfstæð og sjálfri mér nóg sem hefur komið sér vel seinna meir,“ segir Lára en hún hefur ferðast um allan heim vegna vinnu sinnar og náms. Lára flutti til Óslóar árið 2009 en fram að því hafði hún starfað sem skrifta á RÚV og var hún meðal annars í stúdíóinu þegar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, bað Guð að blessa Ísland. „Ég fékk svo starfsnemastöðu í íslenska sendiráðinu í Ósló árið 2009. Það var mögnuð upplifun að vinna í sendiráðinu á þeim tíma sem Íslendingar voru að flykkjast til Noregs eftir hrun,“ segir Lára. „Ég hafði lært félagsfræði og stjórnmálafræði á Íslandi og tók svo mastersgráðu í Noregi og Ástralíu,“ segir Lára. Hún lærði alþjóðasamskipti og tók sérnám í friðar- og átakafræðum. „Ég lærði við Australian National University ANU sem er virtasti háskóli Eyjaálfu,“ segir Lára. „Ég valdi að læra þar og leggja áherslu á Asíu og Eyjaálfu til að fá aðeins annað sjónarhorn í alþjóðafræðum, svo tók ég hluta af náminu í Ósló,“ bætir hún við. Eftir námið flutti Lára aftur til Óslóar en stuttu síðar ákvað hún að breyta til og sótti um starf hjá Læknum án landamæra, sem hún svo fékk.Fyrsta verkefni Láru með Læknum án landamæra var í Afganistan árið 2013. Þar sáu samtökin um sjúkrahús og fæðingardeild þar sem fæddust um 1.200 börn á mánuði.Fyrsta verkefnið í Afganistan „Fyrsta verkefnið mitt hjá Læknum án landamæra var í Afganistan. Þar sáum við alveg um fæðingardeildina og þar voru 1.200 fæðingar á mánuði. Það var eiginlega alveg rosalegt að byrja að vinna þarna,“ segir Lára. Hún segist þó hafa verið spennt fyrir verkefninu og að hún hafi aldrei kviðið því að fara á framandi slóðir í Afganistan. „Á leiðinn þangað stoppaði ég í Brussel þar sem ég fór á kynningu um verkefnið og þar hitti ég mann sem spurði mig hvort ég væri stressuð yfir að fara. Ég sagði nei og þá sagði hann mér að ég væri vitlaus að vera ekki stressuð. Ég viðurkenni að þarna hugsaði ég alveg smá hvað ég væri að pæla að fara þangað en á sama tíma treysti ég Læknum án landamæra og því að þau myndu ekki senda mig á einhvern stað þar sem líf mitt væri í hættu,“ segir Lára.Þurfti að flýja Suður-Súdan „Eftir verkefnið í Afganistan fór ég til Suður-Súdans og á meðan ég var þar brutust út átök þar. Um leið og við vorum ekki örugg þar lengur þá fórum við, þannig virkar þetta,“ segir Lára. Hún segir að hún hafi aldrei verið eins nálægt því að ferðast aftur í tímann og þegar hún fór til Suður-Súdans. „Suður-Súdan hefur verið fátækt land lengi. Þar vorum við með heilsugæslu inni í miðju landi og þangað flaug ég í pínulítilli rellu. Flugbrautin sem við lentum á var bara lítil sandræma. Öll sjúkragögn og allt sem við komum með í þessa litlu heilsugæslu kom með okkur í þessari vél,“ segir hún.Svaf í tjaldi í tvo mánuði „Í þorpinu voru tvær byggingar, heilsugæslan og húsið sem við bjuggum í. Heilsugæslan var með fjóra veggi, þak og gólf en þar sem við bjuggum voru tveir veggir og hálft þak. En ég svaf bara í tjaldi og þarna var ég í tvo mánuði,“ útskýrir hún. Upphaflega stóð til að Lára yrði í þrjá mánuði í Suður-Súdan en þegar átökin brutust út var ekki langur tími til að flýja. „Ég vildi ekki fara því mér leið eins og ég gæti enn lagt eitthvað af mörkum þarna en ástandið var orðið alltof óöruggt,“ segir hún. „Þetta var bara eins og út úr bíómynd. Það kom þyrla og sótti okkur eftir að vopnahlé hafði verið sett á í klukkutíma svo þyrlan kæmist. Ég hljóp í þyrluna á meðan þyrluspaðarnir voru enn í gangi og svo bara flugum við burt,“ segir Lára. Hún segir tilfinningarnar þegar hún fór hafa verið afar blendnar. „Ég hugsaði um það hvers vegna ég gæti bara hoppað upp í þyrlu og farið heim á meðan fólkið þyrfti kannski mest á mér að halda af því að við vorum að skilja eftir sjúklinga þarna,“ segir Lára. „Við þurftum til dæmis að skilja eftir ófríska konu. Hún var með hríðir en gat ekki fætt barnið því að lífbeinið lokaði fæðingarveginum, svo að við vissum að hún þyrfti keisaraskurð. Hún mátti ekki koma með okkur í þyrluna og við vorum mjög hrædd um að við værum að skilja hana eftir til að deyja. En hún var sem betur fer sótt og fékk hjálpina sem hún þurfti til að lifa af og við fengum fregnir af henni,“ segir hún.,,Læknar án landamæra er ekki rekið á ríkisfjármagni og það gefur okkur sjálfstæði til ákvarðanatöku. Ef okkar er ekki þörf á einhverjum stað eða ef við metum það svo að það sé ekki öruggt fyrir okkur að vera þar þá bara pökkum við saman og færum okkur annað,“ segir Lára.Sjálfstæði mikilvægt Þrátt fyrir að Láru hafi þótt erfitt að fara frá Suður-Súdan segir hún það mikla sérstöðu Lækna án landamæra að samtökin geti tekið sínar eigin ákvarðanir um það hvar þeirra sé þörf og hvar ekki. ,,Læknar án landamæra er ekki rekið á ríkisfjármagni og það gefur okkur sjálfstæði til ákvarðanatöku. Ef okkar er ekki þörf á einhverjum stað eða ef við metum það svo að það sé ekki öruggt fyrir okkur að vera þar þá bara pökkum við saman og færum okkur annað,“ segir Lára. „Ef hjálparsamtök eru rekin á fjármagni frá ríkjum þá breytist það hvernig þau vinna. Þau taka ekki ákvarðanir sínar alveg sjálf og þau segja ekki oft frá hörmungunum sem þau upplifa þar sem hjálpin er veitt,“ segir hún. „Við höfum til dæmis verið að vekja máls á því hvernig ebólu-faraldrinum í Lýðræðisríkinu Kongó er farinn úr böndunum og ástandinu á Miðjarðarhafinu og Læknar án landamæra geta sagt þetta af því að við erum ekki hrædd um að missa okkar fjármagn eins og mörg önnur samtök,“ útskýrir Lára.Sinnti flóttamönnum í Líbanon Eftir Suður-Súdan fór Lára til Líbanons þar sem hún starfað á sjúkrahúsi sem sinnti sýrlenskum flóttamönnum. ,,Mér fannst skrítið og erfitt að vera í Líbanon því þar voru svo miklar andstæður í gangi,“ segir hún. „Við bjuggum í fínum húsum í Beirút, starfsfólkið okkar var vel menntað og um helgar gátum við farið á ströndina eða á fínan kokteilbar en á sama tíma vorum við að sinna flóttamönnunum frá Sýrlandi sem eru afar fátækir og lágu algjörlega fyrir utan kerfið. Ég varð alveg pínu reið yfir þessum aðstæðum og fannst fólkið í landinu ekki alveg gera sér grein fyrir ömurðinni í kringum það,“ segir Lára.Frábært að vera berfætt í drullu Þegar blaðamaður hitti Láru var hún nýlega komin til Íslands eftir að hafa starfað í stærstu flóttamannabúðum heims í Bangladess. ,,Þarna býr um milljón manna við ömurlegar aðstæður,“ segir hún „Fólkið er frá Mjanmar en hefur ekkert ríkisfang sem gerir það að verkum að það hefur ekki rétt á menntun til dæmis,“ útskýrir hún. „Þetta fólk er með þrautseigju sinni búið byggja upp hálfgerða borg í flóttamannabúðunum þar sem húsin eru byggð úr bambus og plasti. Við rekum svo sjúkrahús þarna og fæðingardeild,“ segir Lára. „Það er alveg magnað að labba um þessi litlu stræti,“ segir Lára. „Ég kom þarna á regntímabilinu og þá er allt í drullu. Af minni reynslu að dæma er best að vera bara í sandölum við slíkar aðstæður og þegar það gengur ekki lengur þá er maður bara berfættur,“ bætir hún við. „Flestir eru berfættir þarna og það er ekki bara vegna þess að þau séu svo fátæk og við þurfum að senda þeim notaða skó, heldur af því að það er langbesta leiðin. Svo er svo margt annað verra í lífinu en að vera berfættur í drullu. Þegar ég sé einhver samtök vera að safna skóm og senda á svona svæði þá hugsa ég bara að það að lifa lífinu berfættur getur verið frábært en það að komast ekki í skóla verður ekkert endilega betra þótt þú eigir skó,“ segir Lára.Mikilvægt að taka afstöðu „Það er svo mikil pólitík í gangi þarna og Kína og Rússland stjórna þarna öllu en ef alþjóðasamfélagið krefðist þess að Mjanmar eða Bangladess gæfi þessu fólki ríkisfang svo það gæti farið í skóla þá myndi það líklega gerast. Og þó að til dæmis litla Ísland sé ekki að fara að bjarga heiminum þá er mikilvægt að taka afstöðu og sýna að við erum ekki bara þjóð sem þegir og horfir á,“ segir hún. Starf Láru felur það í sér að hún veit ekki alltaf hver næsti áfangastaður verður þegar hún hefur lokið verkefnum. „Núna er ég á leiðinni til Genfar og svo til Ástralíu,“ segir Lára. „Ég nýt þess enn að starfa við þetta og mér líkar vel. Ég veit að ég er ekki að fara að bjarga heiminum en ég veit líka að ég er að gera eitthvað gott. En fyrir mér er þetta bara vinna sem á vel við mig og ég er góð í henni,“ segir hún. „Hún er hvorki göfugri né betri en önnur vinna og enginn með eitthvert svona hetju-„complex“ mun nokkurn tímann þrífast vel í þessu starfi og flestir mannúðarstarfsmenn þola það ekki þegar það er sagt að við séum hetjur því að það er svo margt að og það er mjög margt sem mætti gera betur þarna eins og annars staðar,“ segir Lára. Aðspurð hvað tekur við segist Lára vera farin að hugsa heim til Íslands. „Mig langar að koma heim en það er oft erfitt að fá fólk til að skilja hvaða reynslu maður hefur þegar maður hefur unnið í mannúðarstarfi, enda ekki mikill markaður fyrir slíkt á Íslandi. Það er þó reynsla sem nýtist á svo mörgum sviðum enda eru mannúðarmál mjög þverfaglegt starf,“ segir hún. „Ég er orðin örlítið leið á því að búa í ferðatösku og er nýlega búin að koma mér upp búslóð. Hér líður mér eins og ég sé heima en þannig líður mér þar sem ég þarf ekki að ritskoða mig menningarlega. Þar sem ég skil hvernig hlutirnir virka, veit hvenær ég er kurteis eða ókurteis og svo framvegis,“ segir Lára.
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira