„Var alls ekki besta útgáfan af sjálfri mér undir áhrifum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. október 2019 12:30 Stefanía á 5 ára edrúafmæli 1. nóvember. „Upphaflega fer ég til miðils og það kemur fram á fundinum að það færi mér nú ekki vel að drekka og ég væri með svo flottann persónuleika að ég ætti nú alveg að íhuga að hætta að drekka,“ segir Stefanía Gunnarsdóttir, 27 ára markaðsfulltrúi og viðburðarstjóri hjá Nova, sem ákvað fyrir tæplega fimm árum að hætta að drekka áfengi. Þá birti hún skoðunarpistil á Vísi þar sem hún greindi frá ákvörðuninni. „Í fyrstu fannst mér þetta nú kannski ekki eiga við en þegar ég var í kringum 17-19 ára aldurinn var ég dugleg að djamma eins og flestir á þessum aldri. En ég fann auðvitað að ég hafði ekki fullkomna stjórn alltaf hve mikið ég drakk og var svo sem ekki að kippa mér mikið upp við það á þessum tíma. Nokkrum dögum eftir fundinn átti ég erfitt með að hætta hugsa um þetta. Svo ég skrifa niður kosti og ókosti þess að hætta drekka. Listinn fyrir kostina var klárlega lengri, ég átti samt erfitt með að ákveða hvenær ég ætlaði að hætta. Það var utanlandsferð framundan, djammferð með skólanum og fleira. Þegar ég fann að áfengi var farið að stýra mér með þessum hætti þá eiginlega tók ég strax ákvörðun um að ég ætlaði bara að hætta. Núna eru liðin fimm ár og það er magnað hvað þetta er ekki lengur einhver ákvörðun heldur bara lífstíllinn sem ég valdi mér.“Vildi sanna fyrir öðrum að hún gæti skemmt sér jafn lengi Stefanía, sem jafnan er kölluð Steffý, segir að það hafi tekið um eitt ár að læra að vera edrú. „Ég var hrædd um að vinir mínir myndu hætta að bjóða mér í partí og mér fannst ég bera ábyrgð á öllum sem voru að drekka og koma öllum heilum heim,“ segir Steffý og bætir við að hún hafi fyrst þurft að sanna fyrir sér og öðrum að hún gæti alveg djammað eins lengi og áður þó hún væri ekki að drekka. „Ég lærði hins vegar fljótt að áður en ég hætti að drekka komust allir heilir heim og klukkan tvö tekur enginn eftir því hvort ég sé á staðnum eða ekki. Á þessu fyrsta ári þurfti ég líka að finna innst inni að ég var að taka rétta ákvörðun. Á þessu fyrsta ári upplifði ég ástarsorg og það var klárlega eitthvað sem ég hefði dílað svo miklu verr ef ég hefði ekki verið hætt að drekka. Ég hefði hundrað prósent verið blindfull fyrir utan B5 að reyna hringja í gæjann og segjast sakna hans. En í staðin var ég miklu sterkari og tók þar að leiðandi miklu betur á þessum aðstæðum þó svo að þetta hafi verið drullu erfitt. Þarna sá ég svo vel hvað þessi lífstíll hentaði mér miklu betur.“Steffý á djamminu á sínum tíma.Hvernig líður þér í dag eftir að hafa verið án áfengis í fimm ár?„Auðvitað líður mér ótrúlega vel og á þessum fimm árum er ég búin að kynnast mér miklu betur, tækla aðstæður, áföll og fleira betur hefði ég enn verið að drekka. Ég ber miklu meiri virðingu fyrir fólkinu í kringum mig og ég vil meina að ég sé búin að ná árangri almennt í lífinu eftir að ég tók þessa ákvörðun en ég get svo sem ekki verið viss því kannski hefði ég verið komin á þann stað í dag hvort sem ég væri edrú eða ekki. En ég vil trúa að þessi ákvörðun á mjög stóran part í því sem ég er í dag.“ Hún segir að það hafi einu sinni komið upp sú staða að hún hafi velt því fyrir sér að fá sér í glas.Ómetanlegur stuðningur „Það var einn tímapunktur sem ég hugsaði djöfull væri næs að detta bara í það núna. En það voru akkúrat aðstæðurnar sem ég þurfti að vera með fókus og fúnkerandi. Hefði ég tekið þá ákvörðun að detta í það hefði ég svo aldeilis ekki tæklað aðstæðurnar rétt. Þannig það hefur ekki hvarlað að mér að byrja drekka aftur og finnst það einhvern veginn ekki passa við minn karakter í dag.“ Hún segist alltaf hafa fengið ómetanlegan stuðning frá öllum í kringum sig. „Þegar ég kynnist nýju fólki og það kemst að því að ég drekki ekki fæ ég nánast undantekningarlaust góð viðbrögð eins og „vá það er sjúklega nett”. Ég hefði eflaust ekki geta tekið þessa ákvörðun nema með þennan stuðning. Ég var alls ekki besta útgáfan af sjálfri mér undir áhrifum en ég er orkumikil og mikil skellibjalla svo það er rétt hægt að ímynda sér slíkt eintak undir áhrifum,“ segir Steffý að lokum. Áfengi og tóbak Tímamót Tengdar fréttir Eitt ár Laugardaginn 25. október 2014 átti ég pantaðan tíma hjá miðli. Ég hafði áður farið til miðils þegar ég var 18 ára og fannst það bæði spennandi og skemmtilegt. 1. nóvember 2015 09:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Upphaflega fer ég til miðils og það kemur fram á fundinum að það færi mér nú ekki vel að drekka og ég væri með svo flottann persónuleika að ég ætti nú alveg að íhuga að hætta að drekka,“ segir Stefanía Gunnarsdóttir, 27 ára markaðsfulltrúi og viðburðarstjóri hjá Nova, sem ákvað fyrir tæplega fimm árum að hætta að drekka áfengi. Þá birti hún skoðunarpistil á Vísi þar sem hún greindi frá ákvörðuninni. „Í fyrstu fannst mér þetta nú kannski ekki eiga við en þegar ég var í kringum 17-19 ára aldurinn var ég dugleg að djamma eins og flestir á þessum aldri. En ég fann auðvitað að ég hafði ekki fullkomna stjórn alltaf hve mikið ég drakk og var svo sem ekki að kippa mér mikið upp við það á þessum tíma. Nokkrum dögum eftir fundinn átti ég erfitt með að hætta hugsa um þetta. Svo ég skrifa niður kosti og ókosti þess að hætta drekka. Listinn fyrir kostina var klárlega lengri, ég átti samt erfitt með að ákveða hvenær ég ætlaði að hætta. Það var utanlandsferð framundan, djammferð með skólanum og fleira. Þegar ég fann að áfengi var farið að stýra mér með þessum hætti þá eiginlega tók ég strax ákvörðun um að ég ætlaði bara að hætta. Núna eru liðin fimm ár og það er magnað hvað þetta er ekki lengur einhver ákvörðun heldur bara lífstíllinn sem ég valdi mér.“Vildi sanna fyrir öðrum að hún gæti skemmt sér jafn lengi Stefanía, sem jafnan er kölluð Steffý, segir að það hafi tekið um eitt ár að læra að vera edrú. „Ég var hrædd um að vinir mínir myndu hætta að bjóða mér í partí og mér fannst ég bera ábyrgð á öllum sem voru að drekka og koma öllum heilum heim,“ segir Steffý og bætir við að hún hafi fyrst þurft að sanna fyrir sér og öðrum að hún gæti alveg djammað eins lengi og áður þó hún væri ekki að drekka. „Ég lærði hins vegar fljótt að áður en ég hætti að drekka komust allir heilir heim og klukkan tvö tekur enginn eftir því hvort ég sé á staðnum eða ekki. Á þessu fyrsta ári þurfti ég líka að finna innst inni að ég var að taka rétta ákvörðun. Á þessu fyrsta ári upplifði ég ástarsorg og það var klárlega eitthvað sem ég hefði dílað svo miklu verr ef ég hefði ekki verið hætt að drekka. Ég hefði hundrað prósent verið blindfull fyrir utan B5 að reyna hringja í gæjann og segjast sakna hans. En í staðin var ég miklu sterkari og tók þar að leiðandi miklu betur á þessum aðstæðum þó svo að þetta hafi verið drullu erfitt. Þarna sá ég svo vel hvað þessi lífstíll hentaði mér miklu betur.“Steffý á djamminu á sínum tíma.Hvernig líður þér í dag eftir að hafa verið án áfengis í fimm ár?„Auðvitað líður mér ótrúlega vel og á þessum fimm árum er ég búin að kynnast mér miklu betur, tækla aðstæður, áföll og fleira betur hefði ég enn verið að drekka. Ég ber miklu meiri virðingu fyrir fólkinu í kringum mig og ég vil meina að ég sé búin að ná árangri almennt í lífinu eftir að ég tók þessa ákvörðun en ég get svo sem ekki verið viss því kannski hefði ég verið komin á þann stað í dag hvort sem ég væri edrú eða ekki. En ég vil trúa að þessi ákvörðun á mjög stóran part í því sem ég er í dag.“ Hún segir að það hafi einu sinni komið upp sú staða að hún hafi velt því fyrir sér að fá sér í glas.Ómetanlegur stuðningur „Það var einn tímapunktur sem ég hugsaði djöfull væri næs að detta bara í það núna. En það voru akkúrat aðstæðurnar sem ég þurfti að vera með fókus og fúnkerandi. Hefði ég tekið þá ákvörðun að detta í það hefði ég svo aldeilis ekki tæklað aðstæðurnar rétt. Þannig það hefur ekki hvarlað að mér að byrja drekka aftur og finnst það einhvern veginn ekki passa við minn karakter í dag.“ Hún segist alltaf hafa fengið ómetanlegan stuðning frá öllum í kringum sig. „Þegar ég kynnist nýju fólki og það kemst að því að ég drekki ekki fæ ég nánast undantekningarlaust góð viðbrögð eins og „vá það er sjúklega nett”. Ég hefði eflaust ekki geta tekið þessa ákvörðun nema með þennan stuðning. Ég var alls ekki besta útgáfan af sjálfri mér undir áhrifum en ég er orkumikil og mikil skellibjalla svo það er rétt hægt að ímynda sér slíkt eintak undir áhrifum,“ segir Steffý að lokum.
Áfengi og tóbak Tímamót Tengdar fréttir Eitt ár Laugardaginn 25. október 2014 átti ég pantaðan tíma hjá miðli. Ég hafði áður farið til miðils þegar ég var 18 ára og fannst það bæði spennandi og skemmtilegt. 1. nóvember 2015 09:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Eitt ár Laugardaginn 25. október 2014 átti ég pantaðan tíma hjá miðli. Ég hafði áður farið til miðils þegar ég var 18 ára og fannst það bæði spennandi og skemmtilegt. 1. nóvember 2015 09:00