Lífið

Söngelski hundurinn Snóker gerir upp á milli hljóðfæra

Sunna Sæmundsdóttir skrifar

Hundurinn Snóker nýtur sín hvergi betur en við píanóið á heimilinu þar sem hann syngur gjarnan hástöfum með tónlistinni. Hann tekur þó ekki undir með hvaða lagi sem er og syngur alls ekki með harmonikku.



„Þegar ég kem heim þá fagnar hann mér mjög og hoppar nokkra hringi á gólfinu og hleypur síðan að píanóinu þar sem hann vill gjarnan fara að syngja," segir Reynir Jónassson, eigandi Snókers.



Snóker á ekki langt að sækja áhugann enda eru eigendur hans reyndir tónlistarmenn. Annars vegar organistinn og harmonikkuleikarinn Reynir Jónassson og hins vegar píanóleikarinn Agnes Löve.

Snóker syngur þó ekki með hverju sem er og á sín uppáhalds lög.



„Það eru Matador og Rainy Day. Það eru þessi tvö lög sem honum finnst lang skemmtilegust," segir Reynir.

Reynir Jónassson, Agnes Löve og Snóker.

Hvenær komu sönghæfileikarnir í ljós? 



„Þegar hann var bara pínulítill hvolpur. Það voru allir að spila og syngja og hann vildi bara vera með og hann hefur bara haldið því," segir Agnes.



Þau segjast ekki hafa alið sönginn upp í honum með verðlaunum og hafa engar haldbærar skýringar á áhuganum en vísa bara í heimilislífið.



„Börn sem alast upp á tónlistarheimilum verða auðvitað áhugasamari um tónlist og ég held að það sé bara eins með hann. Þetta er bara hans umhverfi," segir Agnes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.