Lífið

Nærmynd af Sóla Hólm: Símafíkill en góður maður sem engu gleymir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sólmundur Hólm greinilega mjög skemmtilegur vinur og eiginmaður.
Sólmundur Hólm greinilega mjög skemmtilegur vinur og eiginmaður.
Hann fær oftast mikinn páskakvíða, tekst á við flest með húmor, ætlaði sér alltaf að verða frægur en væri eflaust fasteigna- eða bílasali ef hann væri ekki uppistandari.

Í þætti gærkvöldsins af Íslandi í dag á Stöð 2 fengu áhorfendur að sjá nærmynd af Sólmundi Hólm Sólmundarsyni.

Þar var rætt við vini og vandamenn en þau Viktoría Hermannsdóttir, unnusta hans, Guðmundur Benediktsson, Baldur Kristjánsson og Þorvaldur Davíð Þorvalsson sögðu sína skoðun á skemmtikraftinum.

Þar kom meðal annars fram að Sólmundir er góður drengur sem hægt er að leita til. Sóli er góður pabbi og þægilegt að vinna með.

„Hann er stálminnugur og fyndnasti maður sem ég þekki,“ segir til að mynda Þorvaldur Davíð um Sóla.

Sóli Hólm er fæddur þann 14. júní árið 1983 á spítalanum á Selfossi. Í þættinum kom fram að Sólmundir getur engu gleymt og kemur reglulega fram með gamlar sögur til að láta vinum sínum líða illa. Hann er því mjög stríðinn.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.