Óttast að tólf milljónir íbúa í sunnanverðri Afríku þurfi matvælaaðstoð Heimsljós kynnir 1. október 2019 12:45 Ljósmynd frá Mósambík. gunnisal Loftslagsbreytingar hafa þegar haft afdrifaríkar afleiðingar í sunnanverðri Afríku en víðs vegar í þeim heimshluta hefur úrkoma ekki verið minni frá árinu 1981. Á öðrum svæðum glíma íbúar við fellibylji, plágur og sjúkdóma. Að mati Samræmingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (UN-OCHA) búa rúmlega 9,2 milljónir íbúa í Afríku sunnan Sahara við alvarlegan matarskort og óttast er að allt að 12 milljónir íbúa verði í þeim sporum á næstu mánuðum, fram að uppskerutímanum í mars á næsta ári. Alvarlegur matarskortur nær til níu þjóða í sunnanverðri álfunni, Simbabve, Eswatini, Lesótó, Namibíu, Sambíu, Mósambík, Malaví, Angóla og Madagaskar. Í Simbabve eru margar ástæður fyrir matarskorti, á sumum svæðum flóð, á öðrum stöðum þurrkar, auk þess sem efnahagur landsins er afar bágborinn og verðbólga mælist um 176%. Verð á matvælum og annarri neysluvöru hefur rokið upp. Bæði í smáríkjunum Eswatini og Lesótó er óttast að fólk til sveita hafi lítið til hnífs og skeiðar á „mögru“ mánuðunum sem í hönd fara. Svipaða sögu er að segja frá Sambíu, þar verða 2,3 milljónir íbúa matarlitlir næstu mánuðina. Hörmungarnar í Mósambík eru af ýmsu tagi, tveir fellibyljir fóru yfir landið norðanvert fyrr á árinu, þurrkar hafa fylgt í kjölfarið með tilheyrandi uppskerubresti auk þess sem skærur í norðurhéruðum gera illt verra. Tvær milljónir íbúa þurfa matvælaaðstoð, að mati OCHA. Í Namibíu hefur úrkoma ekki mælst minni í 35 ár og óttast er að 300 þúsund manns í norðurhluta landsins séu við hungurmörk. Þá hafa um 90 þúsund skepnur horfallið. Samkvæmt frétt frá OCHA er sívaxandi þörf fyrir mannúðaraðstoð mikið áhyggjuefni, einkum gagnvart konum og börnum, auk þess sem stofnunin telur aukna hættu á HIV-smiti við þessar aðstæður. OCHA vekur athygli á því að brýnt sé að grípa til lífsbjargandi aðgerða því ella gætu framfarir síðustu ára í þessum heimshluta orðið að engu. Framlagsríkjum er bent á að þótt lönd eins og Namibía, Simbabve, Sambía, Eswatini, Lesótó og Angóla séu opinberlega flokkuð sem millitekjuríki sé mikill ójöfnuður innan landanna og það séu þeir fátæku sem beri hitann og þungann af matvælaskorti. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent
Loftslagsbreytingar hafa þegar haft afdrifaríkar afleiðingar í sunnanverðri Afríku en víðs vegar í þeim heimshluta hefur úrkoma ekki verið minni frá árinu 1981. Á öðrum svæðum glíma íbúar við fellibylji, plágur og sjúkdóma. Að mati Samræmingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (UN-OCHA) búa rúmlega 9,2 milljónir íbúa í Afríku sunnan Sahara við alvarlegan matarskort og óttast er að allt að 12 milljónir íbúa verði í þeim sporum á næstu mánuðum, fram að uppskerutímanum í mars á næsta ári. Alvarlegur matarskortur nær til níu þjóða í sunnanverðri álfunni, Simbabve, Eswatini, Lesótó, Namibíu, Sambíu, Mósambík, Malaví, Angóla og Madagaskar. Í Simbabve eru margar ástæður fyrir matarskorti, á sumum svæðum flóð, á öðrum stöðum þurrkar, auk þess sem efnahagur landsins er afar bágborinn og verðbólga mælist um 176%. Verð á matvælum og annarri neysluvöru hefur rokið upp. Bæði í smáríkjunum Eswatini og Lesótó er óttast að fólk til sveita hafi lítið til hnífs og skeiðar á „mögru“ mánuðunum sem í hönd fara. Svipaða sögu er að segja frá Sambíu, þar verða 2,3 milljónir íbúa matarlitlir næstu mánuðina. Hörmungarnar í Mósambík eru af ýmsu tagi, tveir fellibyljir fóru yfir landið norðanvert fyrr á árinu, þurrkar hafa fylgt í kjölfarið með tilheyrandi uppskerubresti auk þess sem skærur í norðurhéruðum gera illt verra. Tvær milljónir íbúa þurfa matvælaaðstoð, að mati OCHA. Í Namibíu hefur úrkoma ekki mælst minni í 35 ár og óttast er að 300 þúsund manns í norðurhluta landsins séu við hungurmörk. Þá hafa um 90 þúsund skepnur horfallið. Samkvæmt frétt frá OCHA er sívaxandi þörf fyrir mannúðaraðstoð mikið áhyggjuefni, einkum gagnvart konum og börnum, auk þess sem stofnunin telur aukna hættu á HIV-smiti við þessar aðstæður. OCHA vekur athygli á því að brýnt sé að grípa til lífsbjargandi aðgerða því ella gætu framfarir síðustu ára í þessum heimshluta orðið að engu. Framlagsríkjum er bent á að þótt lönd eins og Namibía, Simbabve, Sambía, Eswatini, Lesótó og Angóla séu opinberlega flokkuð sem millitekjuríki sé mikill ójöfnuður innan landanna og það séu þeir fátæku sem beri hitann og þungann af matvælaskorti. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent